Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2009, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2009, Page 12
12 Miðvikudagur 22. júlí 2009 fréttir Nærbuxnaþjófur gripinn Lögreglan í Þýskalandi upp- götvaði yfir 1.000 nærbuxur og yfir 100 sundskýlur eftir að hafa gripið þjóf glóðvolgan við iðju sína þar sem hann var við að bæta þrennum buxum í safn sitt. Þjófurinn er 46 ára og var gripinn á sunnudaginn í íþrótta- höll í Gelnhausen og í kjölfarið fann lögreglan nærbuxnasafnið á heimili mannsins. „Það var ljóst að þær voru í notkun en höfðu verið þvegnar og raðað snyrtilega,“ sagði tals- maður lögreglunnar á mánu- daginn. Fyrir lögreglunni liggur að komast að því hvaðan nærbux- urnar komu en hinn afkasta- mikli safnari segist hafa fengið þær á rýmingarsölu og á netinu. Njósnir Deutsche Bank Stjórnendur Deutsche Bank staðfestu í gær að bankinn standi frammi fyrir mögulegri rannsókn vegna ásakana um njósnir. Samkvæmt fréttum er bank- inn sakaður um að hafa njósnað um lítinn hóp framkvæmda- stjóra og ákveðinn hluthafa þeg- ar verið var að rannsaka mögu- leg brot á meðferð öryggisgagna. Samkvæmt Wall Street Jo- urnal hefur Deutsche Bank látið tvo háttsetta framkvæmdastjóra taka pokann sinn síðan málið komst í hámæli. Deutsche Bank hóf sína eigin rannsókn vegna meintra njósna í maí, en boltinn er nú í höndum ríkissaksóknara. Hiti komufar- þega mældur Engum sem kemur til Kína með alþjóðlegu flugi er heimilt að yfirgefa flugvélina fyrr en búið er að hitamæla viðkomandi. Reglur kínverskra yfirvalda til að hamla útbreiðslu svína- flensunnar, H1N1, eru sennilega þær ströngustu í heimi. Farþegum er gert að sitja í sæti sínu eftir að flugvélinni hef- ur verið lent og embættismenn í hlífðarfatnaði með andlitsgrím- ur koma síðan um borð og mæla hita allra farþega. Síðar þegar inn í flugstöðina er komið er hitinn mældur aftur með þar til gerðum skanna. Upptökur af meintu koddahjali Silvios Berlusconis og fyldarkonunnar Patriziu D’Add- ario hafa verið settar á netið og útdráttur af samskiptum þeirra verið birtur á vefsíðum vinstri dagblaðsins La Repubblica og tímaritsins L’Espresso. Einkamál forsætisráðherr- ans lita nú í meira mæli en æskilegt getur talist störf hans á opinberum vettvangi. Berlu c Ni á BaNDi Ítalska dagblaðið La Repubblica og systurtímarit þess L’Espresso hafa birt útdrátt úr meintum samskiptum Silvios Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, og fylgdarkonunnar Patriziu D’Addario. Upptökur af samskiptun- um hafa einnig verið settar á netið. Í viðtali við L’Espresso segist D’Addario hafa gert upptökurnar þegar hún heimsótti forsætisráð- herrann í bústað hans í Róm. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Patrizia D’Addario tjáir sig um samskipti sín og forsætisráðherrans og hann hefur ekki neitað að hún hafi verið gestur í veislu á heimili hans en Berlusconi þvertekur fyrir að hafa innt af hendi greiðslu fyrir kynlíf og fullyrðir að sér hafi verið ókunnugt um að D’Addar- io hafi verið fylgdarkona. Í félagsskap annarra kvenna Að sögn Patriziu D’Addario má rekja upptökurnar til tveggja heimsókna hennar í Palazzo Grazioli, forsætis- ráðherrabústaðarins í Róm, en hún hafi verið þar í fylgd fleiri kvenna í október og nóvember. Á einni upptökunni, sem sögð er gerð 4. nóvember, heyrist karlmaður, sem fullyrt er að sé Berlusconi, segja D’Addario að bíða hans á fjögurra pósta rúminu: „Ég ætla líka að fara í sturtu... og síðan, ætlar þú að bíða mín í stóra rúminu ef þú verður búin á undan mér?“ Patrizia D’Addario svarar: „Hvaða stóra rúmi... Pútíns?“ og karlmaðurinn svarar að bragði: „Já, Pútíns.“ Rúmið sem um ræðir er sagt vera gjöf frá Vladimír Pútín, forsætisráð- herra Rússlands. Í skugga kynlífshneykslis Óhætt er að segja að þrýstingur hafi verulega aukist á Silvio Berlusconi síðan eiginkona hans fór fram á skiln- að. Kornið sem fyllti mælinn hjá Ver- onicu Lario, eiginkonu Berlusconis, var frétt af eiginmanninum í afmæl- isveislu ungrar snótar, Noemi Letizia að nafni. Veronica sagði af því tilefni að hún „gæti ekki verið með manni sem hefði samneyti við unglinga“. Silvio Berlusconi sagði fullum fet- um að foreldrar stúlkukindarinnar væru vinafólk hans, en síðar komu fram í dagsljósið ljósmyndir sem þóttu grafa undan þeirri fullyrðingu. Síðan þá hafa komið fram upp- ljóstranir um meint samneyti hans við ungar konur auk þess sem birt- ar hafa verið ljósmyndir, sem tekn- ar voru í villu hans á Sardiníu, af fá- klæddum konum og stúlkum auk þess sem á einni myndanna má sjá karlmann einn án nokkurrar spjarar. Til að bæta gráu ofan á svart birt- ust ljósmyndir af frægri manneskju sem flogið var með til eyjarinnar á embættisþotu forsætisráðherrans. Tengjast annarri rannsókn Upptökurnar af meintum samskipt- um Berlusconis og Patriziu D’Add- ario birtust örfáum vikum eftir að D’Addario kom þeim í hendurnar á rannsóknaraðilum sem rannsaka Gi- ampaolo Tarantini, viðskiptajöfur frá Bari í suðurhluta Ítalíu, en hann er grunaður um spillingu og tengsl við vændi. Patrizia D’Addario segist hafa gert upptökurnar af samskiptum sín- um og Berlusconis svo „enginn gæti þrætt fyrir að ég hefði verið þar“. Í síðasta mánuði sagði Patriz- ia D’Addario að hún hefði feng- ið greiddar yfir 1.000 evrur, um 180 þúsundir króna, fyrir að vera í veislu í Palazzo Grazioli í október ásamt öðrum konum. Aukinheldur fullyrðir Silvio Berlusconi Vill ekki fara á mis við sigurgleðina.KolBeinn þorSTeinSSon blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Innan áratugar verður brotið blað í lýðfræði jarðar: Aldraðir verða fleiri en börn Þess er skammt að bíða að brotið verði blað í lýðfræði mannkyns. Þess er að vænta að í fyrsta skipti muni fjöldi fólks yfir sextíu og fimm ára verða meiri en barna undir fimm ára aldri. Í nýrri skýrslu frá manntalsskrif- stofu Bandaríkjanna beinast sjónir ekki aðeins að öldrun heldur einn- ig að fjölda aldraðra og horft til bæði auðugra og fátækra þjóða. Væntanlegar breytingar munu hafa í för með sér áskoranir fyrir bæði fjölskyldur og stjórnvöld þar sem þarf að taka ákvarðanir um hvern- ig eigi að taka á umönnun aldraðra og ekki síst hvernig eigi að greiða sí- stækkandi hópi ellilífeyrisþega ellilíf- eyri, en gert er ráð fyrir að sá hópur telji einn milljarð árið 2040. Skýrslan, An Ageing World: 2008, sýnir að innan tíu ára muni aldraðir verða fleiri en börn í fyrsta skipti og því er spáð að á næstu þrjátíu árum muni fjöldi fólks eldra en sextíu og fimm ára tvöfaldast. Sá hópur var árið 2008 um 506 milljónir og gert er ráð fyrir að hann telji 1,3 millj- arða eftir þrjátíu ár, úr sjö prósentum mannkyns í fjórtán prósent. Nú þegar eykst fjöldi sextíu og fimm ára og eldri um 870 þúsund í hverjum mánuði og sú aukning mun verða hraðari á komandi árum bæði með tilliti til heildarfjölda og hlutfalls. Hvað ástæður þessa varð- ar er horft til tveggja þátta, síðbúinna áhrifa frjósemi í kjölfar síðari heims- styrjaldarinnar og umbótum síðari ára með tilliti til heilsugæslu sem hefur verulega dregið úr tíðni dauða aldraðra. Sé horft til Evrópu er gert ráð fyr- ir að einn af hverjum fjórum Evrópu- búum verði að minnsta kosti 65 ára árið 2040 og einn af hverjum sjö að minnsta kosti 75 ára. Japan kemur best út hvað varð- ar lífslíkur, 82 ár, og er Singapore á svipuðum slóðum. Gert er ráð fyrir að lífslíkur í Vestur-Evrópu, Frakk- landi, Svíþjóð og á Ítalíu verði yfir 80 ár. ellin og æskan Öldruðu fólki mun fjölga mjög á næstu áratugum. MynD PhoToS.coM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.