Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2009, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2009, Blaðsíða 18
„Fólki sem kemur hingað finnst hreint ótrúlegt að sjá hvernig smiðj- an, öll þessi gömlu tæki, eru í full- komnu standi eftir áratuga notkun. Þegar þessu var breytt í safn þurfti í raun ekki að gera neitt nema að setja auglýsingu um sýningartíma. Smiðj- an sjálf er lifandi safn og hefur verið lengi. Hér er allt nákvæmlega eins og það var að loknum síðasta vinnudegi,“ segir Kristján Gunnarsson sem hefur umsjón með hinni öldnu vélsmiðju Guðmundar J. Sigurðssonar & co. á Þingeyri. Kristján lærði vélsmíði í þessari þekktu smiðju og hefur hún því verið drjúgur þáttur í hans æviferli, því eftir nám starfaði hann þar lengi. Smiðjan á Þingeyri var þekkt meðal breskra út- gerðar- og togarasjómanna enda hef- ur verið sagt að skip hafi farið með bil- aða hluti úr höfn ytra til að láta gera við á Þingeyri. Virðing fyrir tækjunum Í málmsteypunni voru búnir til ótrú- legustu varahlutir, jafnvel stimpl- ar og simpilhringir voru þar gerðir í ótal tegundir véla, enda óhægt um vik með öflun varahluta á fyrstu áratug- um liðinnar aldar. Guðmundur stofn- aði smiðjuna 1913 eftir að hafa lært iðnina í Danmörku. „Þegar ég kom hérna var Matthí- as sonur Guðmundar kominn með smiðjuna, hann var mikill völundur og kenndi manni vönduð vinnubrögð og góða umgengni um vinnustaðinn. Í raun að bera virðingu fyrir hlutunum. Ég held að það sé einmitt lykillinn að því hve vel tækin hérna hafa dugað, að það var hugsað um þau og þeim sýnd virðing. En helstu tækin komu samt ekki við stofnun smiðjunnar eins og margir halda, flest komu þau ekki fyrr en 1917 og 1918, þannig að þau eru nýrri en smiðjan sjálf. Samt eru hér tæki sem smíðuð voru fyrir aldamótin 1900, hér er meðal annars rennibekkur og borvél sem ég hygg að séu frá 1895 eða þar um bil, þannig að þetta er ekki allt alveg nýtt, hefur séð þrjár aldir.“ fjölbreytt iðn Rennibekkir, borvélar og öll stærri tæki eru knúin með reimum sem drifnar eru af öxli sem gengur eft- ir endilöngu húsinu. Með þessu þarf aðeins einn mótor fyrir öll tækin og ljóst að hagræðið af því hefur verið mikið þegar allt var knúið með bens- ínvél. Nú er löngu kominn rafmótor til að knýja tækin. Ásigkomulag alls bún- aðar bendir til þess að tækin færu létt með að endast aðra öld ef umhirðan héldist óbreytt. Sjálfur rekur Kristján eigið véla- og bílaverkstæði í hluta þess húsnæðis er áður hýsti smiðjuna frægu þannig að þekkingin hefur færst mann fram af manni á Þingeyri. „Það var mikil þekking til í smiðj- unni og fátt sem ekki var gert við hér, enda lærðum við nemarnir ótrúlega fjölbreytta iðn hjá honum Matthíasi, bæði að framleiða línuspil og vara- hluti auk svo margs annars og svo náttúrlega alla venjulega smiðju- vinnu og viðgerðir,“ segir þessi læri- sveinn meistaranna. GS Miðvikudagur 22. júlí 200918 vestfirðir n Tækin í vélsmiðju Guðmundar J. Sigurðssonar & co. ganga enn eins og ný: Vi tæ i Kristján Gunnarsson, umsjónarmaður Gömlu vélsmiðjunnar á ÞinGeyri Útskýrir fyrir bílaáhugamönn- um og mótorhjólaferðalöngum hvernig hin aldagömlu tæki voru og eru notuð enda eru þau öll í fullkomnu ástandi. mynd Guðmundur siGurðsson Kristján Gunnarsson Við borvél sem enn sinnir sínu hlutverki í vélsmiðju Guðmundar J. Sigurðssonar frá því fyrir aldamótin 1900. Þriggja alda Einarshúsið | Hafnargötu 41 | Bolungarvík | Sími 456 7901 og 864 7901 www.einarshusid.is Einarshúsið Veitingastaður og krá Pétur og Einar Saga frumkvöðla í Bolungarvík Sýnd í húsinu öll fimmtudagskvöld í júlí kl. 20:00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.