Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2009, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2009, Blaðsíða 14
„Ég er alltaf að skrifa þessari göfugu bæjar- stjórn bréf, mig vantar til dæmis að koma mun- um í geymslu og svona eitt og annað sem ég hef verið að leita með til þeirra. Síðast í vor skrifaði ég þeim bréf sem enn hefur ekki unnist tími til að svara,“ segir Jón Kr. Ólafsson, stórsöngvari á Bíldudal, sem rekur tónminjasafnið Melódíur minninganna. Jón hefur ítrekað leitað til bæjarstjórnar Vest- urbyggðar til að fá aðstoð með rekstur safnsins en án árangurs. „Þeir munu ekki fara með sveit- arsjóð á hliðina fyrir mig, blessaðir karlarnir, því ég hef gert þetta allt fyrir mína buddu. Kannski að ég fái geymslu í kjallara félagsheimilisins, þeir hljóta að fara að klára hann. Þeir byrjuðu 1945 svo það ætti að fara að styttast í framkvæmd- um. Það er svo mikið af fólki sem flýtur áfram í gegnum lífið á einhverju máli sem ekkert er að marka. Hér gengur skósíð meðalmennskan um holdi klædd í minkapels upp að eyrum.“ Tónlistin er Jóni kær og safninu hefur hann komið upp á neðri hæð íbúðar sinnar þar sem tónlistarsögunni eru gerð góð skil. Þar er ótrú- legur fjöldi muna sem tengjast öllum stærstu stjörnum íslenskrar tónlistar. Enda fer enginn alvöru tónlistarmaður um svæðið án þess að koma við hjá Jóni og helst færa honum eitthvað markvert í safnið. „Melódíur minninganna voru opnaðar formlega 17. júní 2000 og ég hef fengið mjög skemmtilegar viðtökur, fólk sem kemur við er afar ánægt. Þú sást þetta fólk sem var hérna þeg- ar þú komst. Það er ekki hægt að vera ánægðari og glaðari en það var, þú sást það. Það er mik- ill fjöldi fólks sem á leið hér um, Selárdalurinn dregur að, bæði Gísli á Uppsölum og Samúel Jónsson listamaður. Ég segi stundum í gríni að þeir séu báðir gengnir en ég sé eftir fyrir fólk að skoða,“ segir söngvarinn og glottir. Jón mun halda áfram að biðla til bæjar- stjórnarinnar og vonast til að þar sjái menn að safnið sé einn liður í því að draga ferðafólk í bæinn þeirra góða. GS Miðvikudagur 22. júlí 200914 vestfirðir „skósíð meðalmennskan holdi klædd í minkapels“ n Jón Kr. Ólafsson vonast til þess að framkvæmdum við kjallara félagsheimilisins á Bíldudal fari að ljúka en þær hófust árið 1945. JÓn Kr. Ólafsson Rekur safnið Melódíur minninganna á Bíldudal. Mynd GuðMundur siGurðsson „Við fáum ótrúlega góð viðbrögð hérna, fólk hefur oft á orði að loksins sé það komið aft- ur í tímann við að koma hingað inn, enda eru hér innréttingar og annað óbreytt frá 1903 að verslunin var opnuð,“ segja þær Helga Guð- bjartsdóttir og Sigríður Sigursteinsdóttir sem afgreiða bækur og muni í bókaversluninni Bræðurnir Eyjólfsson á Flateyri. Verslun hefur verið stunduð í húsinu frá því að það var byggt 1898 og fram til þessa dags, nú er hún reyndar tengd safnastarfi þar sem minjasjóður Önundarfjarðar hefur gert safn úr búðinni og íbúð kaupmannshjónanna Jóns Eyjólfssonar og Guðrúnar Arnbjarnar- dóttur en þar gefur að líta heimili eins og þau litu út á fyrri hluta síðustu aldar, ekkert hefur breyst þar í áratugi. Formleg bókaverslun hætti í húsinu 1999 en minjasjóðurinn rekur skemmtilega verslun með bækur og fleira þó vöruvalið verði seint eins og var hjá þeim hjónum þar sem hægt var að fá kornvöru í lausri vigt, vefnaðarvöru, sælgæti, ritföng, blöð og tímarit auk bókanna. Meira að segja var verslað með allar gerðir af tóbaki í búðinni. „Fólk sem kemur hér inn verður svolítið forviða eða hissa þegar í ljós kemur að bæk- ur eru seldar eftir vigt og hér koma dagar sem fara mörg kíló af bókum, verðlagningin er þúsund krónur kílóið. Fólk gleymir sér stund- um daglangt við að gramsa. Bækurnar fáum við að gjöf frá fólki sem þarf að rýma hjá sér eða losna við bókasöfn og svo koma stundum söfn úr dánarbúum og víðar frá,“ segja þær stöllur ánægðar í sinni búð. GS n Helga Guðbjartsdóttir og sigríður sigursteinsdóttir, verslunarkonur í bókabúðinni á Flateyri. Selja bækur eftir vigt HelGa oG siGríður Segja fólk gleyma sér í bókagramsinu. Mynd GuðMundur siGurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.