Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2009, Blaðsíða 8
8 miðvikudagur 22. júlí 2009 fréttir
Ríkisútvarpið lifir við óvissu um tekjur en í næsta mánuði á hluti af 3,6 milljarða króna nefskatti að fara að
skila sér í kassann. Rekstrarform og stefna stjórnenda RÚV hefur leitt það inn á brautir harðsvíraðrar sam-
keppnis- og markaðshyggju sem margir telja andstæðar almannaútvarpi sem kostað er af skattgreiðendum.
Forstjóri 365 miðla segir að stjórnendum RÚV detti það eitt í hug, þegar illa gengur í samkeppninni, að afrita
það sem vel gengur hjá keppinautum á markaði.
RÚV gRefuR undan
tilgangi sínum
Starfshópur, sem Katrín Jakobsdóttir
menntamálaráðherra skipaði í maí
síðastliðnum um Ríkisútvarpið og
samspil þess við fjölmiðlamarkað-
inn, hefur komið saman til að skipu-
leggja störf sín. Meðal álitamála sem
nefndin tekur á er veraRÚV á auglýs-
ingamarkaði, rekstrarform og sam-
band þess við almannavaldið.
Í deilum um RÚV ohf. hafa marg-
ir velt því fyrir sér til hvers breyt-
ingarnar í opinbert hlutafélag hafa
í rauninni leitt. Skipuð var stjórn
yfir félaginu sem í raun er rekstrar-
stjórn og lítur helst til tekna, útgjalda
og afkomu félagsins almennt. Hún
er tilnefnd og kjörin af Alþingi en
hefur í raun lítið að segja um dag-
skrárstefnuna. Um dagskrána er
þó samið í þjónustusamningi sem
menntamálaráðuneytið gerir við
RÚV. Þetta afskiptaleysi stjórnar RÚV
af dagskrá og dagskrárstefnu þýðir í
raun að dagskrárvaldinu er miðlað
yfir til eins manns, Páls Magnússon-
ar útvarpsstjóra. Eftir að starfshópur
menntamálaráðherra var skipaður
lét Þorgerður Katrín Gunnarsdótt-
ir, fyrrverandi menntamálaráðherra,
hins vegar í ljós áhyggjur af því að til
stæði að auka aftur pólitísk afskipti af
RÚV.
Fæstir velkjast í vafa um að dag-
skrá Sjónvarpsins og Rásar 2 er í raun
markaðsdrifin og litið svo á að þessir
tveir miðlar RÚV séu í harðri mark-
aðssamkeppni. RÚV keppir einn-
ig um auglýsingatekjurnar og hafði
á síðasta heila rekstrarári
sínu 1,4 milljarða upp úr
krafsinu.
Ætla má að þar af
hafi auglýsingatekj-
ur Rásar 2 numið
um 300 milljónum
króna ásamt kostun
og helmingshlut-
deild í samlesnum
auglýsingum á móti
Rás 1. Beinn árlegur
dagskrárgerðarkostn-
aður Rásar 2 var
á sama tíma
um
100 milljónir króna.
Samkvæmt innanhússreglu RÚV
skal Rás 2 rekin fyrir auglýsingafé.
Af þessu má ætla að hreinn afgang-
ur auglýsingatekna af Rás 2 sé notað-
ur til að greiða niður annan rekstur
RÚV. Einnig má vera ljóst að ef höml-
ur væru settar á þessar tekjur Rásar
2 væri fjölbreytnin meiri á útvarps-
markaði því stofnkostnaður útvarps-
stöðva er lítill miðað við stofnkostn-
að sjónvarpsstöðva.
RÚV: sporgöngumenn
markaðsmiðla?
RÚV hefur ekki gengið allt of vel að
fóta sig í samkeppninni við markaðs-
drifnu miðlana að undanförnu. Frétt-
ir Stöðvar tvö hafa gengið mjög á for-
skot frétta RÚV í seinni tíð. Þá hefur
Bylgjan yfirburði einkum í þéttbýlinu
og meðal hlustenda á aldrinum 12 til
49 ára, eins og lesa má úr könnunum
Capacent í fyrri hluta júlí.
Ari Edwald, forstjóri 365 miðla,
telur að hlutdeild útvarpsstöðva
undir hatti 365 sé um 80 prósent síð-
degis á sama tíma og Bylgjan hef-
ur náð undirtökum á Rás 1 og Rás
2 í morgunútvarpi. Við þessu hefur
RÚV nú brugðist með dagskrárbreyt-
ingum á morgnana. Morgunvakt-
in hefur verið lögð niður á Rás 1 og
Freyr Eyjólfsson og Lára Ómarsdótt-
ir hafa verið fengin til þess að annast
þjóðmála- og skemmtidagskrá á Rás
2 frá klukkan 7 til 9 á morgnana virka
daga vikunnar.
„Það er merkilegt að þegar hlust-
un og áhorf gefur eftir hjá RÚV skuli
yfirmenn þar á bæ telja það væn-
legast að gerast sporgöngu-
menn markaðsmiðlanna
og afrita það sem vel
er er gert til dæm-
is á Bylgjunni.
Á þessu
bera ábyrgð
menn sem fá
á fjórða millj-
arð króna úr
vasa skatt-
greiðenda til
þess að reka al-
mannaútvarp og
almannasjónvarp.
Á sama tíma
geng-
ur markaðsdeild RÚV svo langt að
reyna að seilast einnig í auglýsinga-
tekjur dagblaðanna. Það er vanda-
laust að túlka þann samanburð
sem þeir gera í auglýsingum sín-
um á áhorfi, hlustun og lestri blaða
í þá veru. Þetta er allt hið einkenni-
legasta. Í nágrannalöndum styrk-
ir hið opinbera dagblaðarekstur í
nafni lýðræðis en hér sýna stjórnvöld
þessu tómlæti, tylla undir almanna-
miðilinn og grafa undan samkeppn-
isrekstri,“ segir Ari.
Samkvæmt könnun Markaðs- og
miðlarannsókna ehf. í maí síðast-
liðnum bera 70 prósent hlustenda
og áhorfenda frekar eða mjög mik-
ið traust til fréttastofu RÚV. Segja
má að RÚV beri þar höfuð og herðar
yfir aðra miðla. Þetta endurspeglast
þó ekki í áhorfi á Sjónvarpsfréttirn-
ar sem eru litlu vinsælli nú en frétt-
ir Stöðvar 2 sem aðeins 36 prósent
treysta frekar eða mjög mikið.
Loks má nefna að RÚV er í fjórða
sæti meðal íslenskra fréttamiðla á
vefnum og hefur flettingum fækkað
nokkuð á undanförnum vikum. Fyr-
ir ofan ruv.is eru dv.is, visir.is og á
toppnum er mbl.is. RÚV er óheimilt
að selja birtingu auglýsinga á vefnum
ólíkt öðrum miðlum.
Nefskattur í næsta mánuði
Skattgreiðendur eldri en 18 ára þurfa
í næsta mánuði að reiða fram 17.900
krónur í nefskatt til Ríkisútvarpsins
verði lagabreyting um greiðsludreif-
ingu ekki samþykkt á yfirstandandi
sumarþingi. Innheimtu afnotagjalds
lauk lögum samkvæmt um síðustu
áramót og gera nýju lögin um
RÚV ráð fyrir innheimtu
nefskatts af notend-
um með einum gjald-
daga. Séu tveir í heim-
ili yfir átján ára aldri og
yfir tilteknu lágmarki í
tekjuskattsstofni greið-
ir heimilið 35.800 krón-
ur á ári fyrir þjónustu
RÚV, en það er svipað af-
notagjaldi sem venjulegt
heimili greiddi áður. Ef
þrír eða fjórir eru yfir
18 ára á heimili
getur nef-
skatturinn orðið liðlega 70 þúsund
krónur á ári. Ef einn er í heimili yfir
18 ára aldri lækka útgjöldin um sem
svarar mismuninum á 35.800 króna
afnotagjaldinu sem áður var og
17.900 króna nefskattinum.
Með þeim lagabreytingum sem
nú standa fyrir dyrum er ráðgert að
skattgreiðendur geti skilað nefskatt-
inum í þrennu lagi og leggur mennta-
málanefnd Alþingis til að gjalddagar
verði 1. ágúst, 1. september og 1. okt-
óber ár hvert, tæpar 6.000 krónur í
hvert skipti.
Nefskatturinn eða útvarpsgjald-
ið leggst á 180 þúsund einstaklinga
og um 25 þúsund fyrirtæki og á að
skila Ríkisútvarpinu um 3,6 millj-
örðum króna á ári. Mikil óvissa ríkir
hins vegar um heimtur meðal annars
vegna atvinnuleysis, lækkandi tekna
og óvissu um fjölda lögaðila sem
eiga að greiða nefskattinn. Verði inn-
heimtan undir samþykktri áætlun
ber ríkissjóður mismuninn. Óvissan
á því ekki að skaða fjárhag RÚV ohf.
en líta má svo á að ríkið ábyrgist áætl-
aðar tekjur og skattgreiðendur greiði
eftir sem áður mismuninn verði inn-
heimtan undir áætlun.
Fjárhagur RÚV ohf. er þungur.
Á sex mánaða tímabili, frá septem-
berbyrjun í fyrra út febrúarmánuð á
þessu ári, tapaði RÚV 365 milljónum
króna eða sem nemur um 2 milljón-
um króna á dag. Haft var eftir Páli
Magnússyni útvarpsstjóra í lok apríl
og byrjun maí að gert væri ráð fyrir
umskiptum á síðari helmingi rekstr-
arársins sem miðast við ágústlok
ár hvert, en á síðari hluta þess eigi
viðamiklar sparnaðaraðgerðir að
hafa skilað sér út í reksturinn. Auk
þess sem starfsmönnum hefur verið
fækkað hafa laun, meðal annars yf-
irmanna, verið lækkuð. Launakostn-
aður vegna 10 æðstu yfirmanna RÚV
námu liðlega 52 milljónum króna
frá byrjun september í fyrra til loka
febrúar á þessu ári. Katrín Jakobs-
dóttir menntamálaráðherra hefur
opinberlega látið í ljós þá skoðun
sína að draga eigi úr launabili innan
RÚV.
Umdeildur hlutur RÚV í
auglýsingatekjum
Á hluthafafundi RÚV ohf.
22. apríl síðastliðinn var
ákveðið að ríkið, eini
hluthafinn í RÚV
ohf., breytti 563 milljóna skuld fé-
lagsins í hlutafé. Athygli vekur að fátt
var annað rætt en fjármál og rekstur
RÚV á hluthafafundinum en ekkert
um dagskrárstefnu eða sjálfa starf-
semina. Svipaða sögu er að segja um
aðalfund RÚV í janúar síðastliðnum.
Þar kom meðal annars fram í máli
Ómars Benediktssonar, stjórnar-
formanns RÚV ohf., að 245 milljón-
ir hefði vantað upp á að tekjur af af-
notagjöldum fylgdu verðlagi á fyrsta
heila rekstrarári opinbera hlutafé-
lagsins. Verðbólga hefði sömuleiðis
valdið 400 milljóna króna fjármagns-
kostnaði umfram áætlun. Fram kom
á fundinum að eigið fé RÚV væri því
sem næst uppurið.
Mjög hefur verið deilt um veru
Ríkisútvarpsins á auglýsingamark-
aði og hafa þær deilur magnast ef
eitthvað er í kjölfar mikils samdrátt-
ar auglýsingatekna á fjölmiðlamark-
aði og breytinganna á RÚV í opinbert
hlutafélag sem fjármagnað er með
nefskatti. Heildartekjur félagsins
fyrsta heila rekstrarárið til ágústloka
í fyrra námu 4,4 milljörðum króna.
Um 31 prósent teknanna var auglýs-
inga- og kostunartekjur eða tæplega
1,4 milljarðar króna eins og áður seg-
ir. Um þetta munar mjög á auglýs-
ingamarkaði á 300 þúsund manna
málsvæði þar sem markaðsdrifin
fjölmiðlafyrirtæki nærast sum hver
einvörðungu á auglýsingatekjum.
Þetta er því mikilvægara sem
samdrátturinn á auglýsingamarkaði
er meiri. Ari Edwald, forstjóri 365
miðla, metur það svo að um þriðj-
ungs samdrátt auglýsingatekna sé
að ræða yfir línuna, mismunandi þó
eftir tegund fjölmiðla. Hann segir að
samdrátturinn sé einna minnstur hjá
Stöð 2, en mestur í prentmiðlunum.
„Á þessum bjagaða markaði er okkur
meira að segja meinað af samkeppn-
isástæðum að flytja Fréttablaðið í
sama bíl og Morgunblaðið til lesenda
um landið.“
„Á þessu bera ábyrgð
menn sem fá á fjórða
milljarð króna úr vasa
skattgreiðenda til þess
að reka almannaútvarp
og almannasjónvarp.“
JóhaNN haUkssoN
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
ari Edwald, forstjóri 365 „Á sama
tíma gengur markaðsdeild RÚV svo
langt að reyna að seilast í auglýs-
ingatekjur dagblaðanna einnig.“
Ríkisútvarpið ohf. Stjórn RÚV er valin af Alþingi og er fyrst
og fremst rekstrarstjórn. Margir telja að áhrif almannavalds yfir
dagskrárstefnunni séu að engu orðin og dagskrárvaldið yfir
almannamiðlinum sé í höndum eins manns, útvarpsstjóra.
Útvarpsstjórinn Páll Magnússon sagði að
á síðari hluta rekstrarársins ættu að verða
umskipti en RÚV tapaði 2 milljónum á dag fyrri
helming rekstrarársins. Fréttir Stöðbar 2 og
Bylgjan hafa sótt hart að RÚV að undanförnu.