Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2009, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2009, Blaðsíða 22
Miðvikudagur 22. júlí 200922 vestfirðir Harðfiskur betri stolinn n Sigurður H. Garðarsson hjá Sjávargæðum á Flateyri framleiðir minna saltan en jafnbragðgóðan harðfisk. „Það fyrsta sem maður lærði um harðfisk var að hann væri betri stolinn, það varð mikil íþrótt hjá okk- ur púkunum að komast inn í ramm- gerða hjallana hjá körlunum og stela okkur strengsli,“ segir Sigurður H. Garðarsson útgerðarmaður og harð- fiskverkandi hjá Sjávargæðum ehf. á Flateyri. „Verkunin sjálf hefur í grunninn ekkert breyst frá því að harðfiskur fór fyrst að halda lífi í þjóðinni og kannski að það eigi eftir að endurtaka sig nú þegar fólk hefur áttað sig á hve góður harðfiskurinn er fyrir fólk með neyslusjúkdóma. Fiskurinn er þurrk- aður í hjalli hér á sjávarkambinum eins og alltaf hefur verið gert. Það er sögulegur og heilsusamlegur lífsauki af neyslu harðfisks. Þetta er menning í gegnum magann,“ segir Sigurður en mikið er um að ferðafólk á leið um þorpið komi við og kaupi sér harðfisk beint og milliliðalaust af honum. Það nýtur þess að handleika og velja sér strengsli og fá með fréttir af staðnum og horfur til framtíðar. „Fólki líkar vel að við skulum veiða fiskinn, verka hann og koma í pakkningar, það er allt ferlið á einni hendi þar til kemur að því að borða.“ Undanfarin misseri hefur verið unn- ið að þróun enn heilsusamlegri fisks með því að gera hann minna saltan en jafnbragðgóðan. „Það er mikið spurt eftir þessu, fólk með allskyns sjúkdóma og svo er mikið af fólki sem er að reyna að létta sig. Það eru eng- in hættuleg eða fitandi efni í harð- fisknum og þegar búið er að draga úr salti um tugi prósenta er þetta orð- in heilsuvara og ekkert annað, fyrir utan að halda áfram að vera sælgæti. Við erum með þessu horfin aftur til upprunans í harðfiskverkun.“ Harðfiskverkun stendur á göml- um merg á Flateyri þar sem fiskur hefur verið þurrkaður um aldir og þorpsbúar því aldir upp við þessa list með kunnáttu forfeðranna í fartesk- inu. Sigurður vigtar fisk til sendinga út um land enda hringir fólk allnokk- uð til að fá sendan til sín þennan bjargvætt heilsunnar. GS SiGurður H. GarðarSSon Hjá Sjávargæðum ehf. á Flateyri. Mynd GuðMundur SiGurðSSon ViGtar afurðir Sigurður sendir harðfisk út um allt land. Mynd GuðMundur SiGurðSSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.