Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2009, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2009, Blaðsíða 37
fréttir 22. júlí 2009 MiÐViKUDAGUr 37 Berlusconi á Bandi Útdráttur Úr meintu samtali Patriziu d’addario og silvios Berlusconi 4. nóvemBer. Karlmannsrödd (SB?): ...Ég ætla líka að fara í sturtu... og síðan, ætlar þú að bíða mín í stóra rúminu ef þú verður búin á undan mér? Patrizia D’Addario: Hvaða stóra rúmi... Pútíns? Karlmannsrödd (SB?): Já, Pútíns. Patrizia D’Addario: Ó, en yndislegt... þessu með tjöldunum. Útdráttur úr samtali Patriziu d’addario og giampaolo tarantini 5. nóvember. Patrizia D’Addario: Við [Berlusconi?] sváfum ekkert síðastliðna nótt. Giampaolo Tarantini: Ég get ímyndað mér það. Hvernig gekk? Patrizia D’Addario: Vel, ekkert umslag samt. Giampaolo Tarantini: Í alvörunni? Patrizia D’Addario: Ég get svarið það. Af hverju? Þú sagðir að það yrði umslag [...] gaf mér gjöf. Veit ekki alveg hvað það er, lítil skjaldbaka. Giampaolo Tarantini: Hm. Patrizia D’Addario: Og svo gaf hann mér loforð. Giampaolo Tarantini: Sem var? Patrizia D’Addario: Að.. okei, ég get sagt þér ef þú segir engum öðrum. Hann sagðist mundu senda mér mannskap á byggingarsvæðið. Hann sagðist myndu gera það, á ég að trúa því? Giampaolo Tarantini: Já, ef hann segir svo. Gafstu honum símanúmerið þitt? Til fróðleiks má nefna að byggingaframkvæmdir Patriziu D’Addario höfðu borist í tal milli hennar og meints Berlusconis á annarri upptöku. hún að hún hafi verið beðin að koma aftur í nóvember og hafi þá eytt nótt- inni með forsætisráðherranum, en ekki fengið greitt fyrir viðvikið. „ánægja sigurs“ Silvio Berlusconi hefur svarað ásök- unum Patriziu D’Addario fullum hálsi og sagði að henni hefði verið „afar vel umbunað“ en af einhverj- um öðrum fyrir að bera hann röng- um sökum. Sem fyrr segir hefur for- sætisráðherrann fullyrt að hann hafi aldrei greitt fyrir kynlíf. „Ég hef aldrei skilið hvar ánægjan liggur ef þú ferð á mis við ánægju sigursins,“ sagði Silv- io Berlusconi. Bandamenn Berlusconis hafa fylkt sér að baki honum og sagði tals- maður flokks hans, Daniele Capezz- one, að birting samtals Berlusconis og Patriziu D’Addario væri „brjóst- umkennanleg“. Maurizio Gasparri sagði að um „misheppnaða herferð“ væri að ræða til að grafa undan trúverðug- leika forsætisráðherrans. Lögfræð- ingur Berlusconis, Niccolo Ghedini, sagði að upptökurnar hefðu ekkert gildi, væru ósennilegar og uppspuni, og að nú þegar hefðu verið bornar brigður á sannleiksgildi þeirra. innihaldið viðrað áður Undanfarinn mánið hefur innihald upptakna Patriziu D’Addario ver- ið reifað í stórum dráttum en það er fyrst nú sem orðin heyrast og vitn- að er beint í upptökurnar. Þeir sem til þekkja segja að karlmannsröddin dragi dám af rödd forsætisráðherr- ans og að upptökurnar muni án efa hafa meiri áhrif en nokkur frétt. En upptökurnar innihalda fleira en orðaskipti Patriziu D’Addario og forsætisráðherrans því á þeim má einnig hlýða á umkvartanir D’Add- ario við áðurnefndan Giampaolo Tarantini, sem talið er að hafi kom- ið á kynnum hennar og Berlusconis. Þar kvartar D’Addario yfir því að hafa ekki fengið umsamda greiðslu upp á 5.000 evrur, sem samsvara um 900 þúsundum króna. Á einum stað í upptökunum má heyra hvar D’Addario trúir Tarant- ini fyrir því að Berlusconi hafi spurt hvort hún væri tilbúin í þríkant með honum og annarri konu. „Ég hef aldrei skil- ið hvar ánægjan ligg- ur ef þú ferð á mis við ánægju sigursins,“ sagði Silvio Berlusconi. Patrizia d’addario Upptökurnar gerðar til að styðja fullyrðingar hennar. Tveir Bosníu-Serbar dæmdir fyrir hrottafengna stríðsglæpi: myrtu á annað hundrað múslíma Tveir Bosníu-Serbar hafa verið sak- felldir við stríðsglæpadómstól Sam- einuðu þjóðanna fyrir stríðsglæpi þar á meðal að hafa brennt konur og börn lifandi á árunum 1992 til 1994. Um er að ræða frændurna Milan og Sredoje Likic, en þeir voru með- limir vopnaðrar deildar sem nefnd var Hvítu ernirnir. Á meðal ákæruatriða á hend- ur frændunum voru morð, ofsókn- ir, útrýming og fleiri ómannúðlegar aðgerðir gegn Bosníumúslímum í grennd við Visegrad. Milan Likic var dæmdur til lífstíð- arfangelsis og Sredoje Lukic til þrjá- tíu ára fangelsisvistar. Þegar Patrick Robinson dómari kvað upp dóminn sagði hann meðal annars að sú að- gerð frændanna að brenna múslíma lifandi væri sérstaklega hrottafeng- in og „væri dæmi um ómannúðleg- ustu aðfarir sem ein manneskja get- ur beitt gegn öðrum“. Í úrskurði dómstólsins segir að Milan Lukic hafi verið foringi Hvítu arnanna og forsprakki árásanna á múslíma. Hann smalaði um 130 konum, börnum og gamalmennum inn í tvö hús, sem voru í bænum Visegr- ad í Bosníu eða í grennd hans og bar síðan eld að. Allir sem reyndu að flýja voru skotnir. Milan var einn- ig sakfelldur fyrir að hafa skotið við tvö tækifæri 12 karlmenn og að hafa skotið til bana konu við þriðja tæki- færið. milan (t.v) og sredoje lukic Frændur sekir um stríðsglæpi. mynd aFP Umboðs- og söluaðili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Birkilauf Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR BIFREIÐAVERKSTÆÐI Smáauglýsingasíminn er 515 5550 smaar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.