Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2009, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2009, Blaðsíða 20
Miðvikudagur 22. júlí 200920 vestfirðir „Við fáum mikið af ferðafólki hing- að og gaman að sjá hve mikinn tíma hinir útlendu ferðalangar gefa sér í að skoða flóruna sem hér er til sýn- is,“ segir Kristjana Einarsdóttir, líf- fræðingur hjá Náttúrugripasafninu í Bolungarvík. „Börn og unglingar koma líka mikið til okkar í tengsl- um við nám sitt í skólunum hér og í nágrannasveitarfélögunum. Mesta athygli þeirra vekur blöðruselurinn stóri sem er hérna og svo að sjálf- sögðu ísbjörninn frægi sem áhöfn- in á Guðnýju ÍS kom með að landi 1993. Hann er eins konar segull fyr- ir safnið,“ segir Kristjana um leið og hún strýkur létt yfir fannhvítan feld bangsa. „Við erum með ótrúlega mikið af fuglum hérna, bæði fugla sem verpa hérlendis og svo erum við með ótrú- lega mikið af fugli sem hefur villst hingað til lands, hér eru um 230 fugl- ar en íslenskir varpfuglar eru innan við áttatíu,“ bætir Kristjana við. Safnið er mjög fjölbreytt þar sem fræðast má um gróðurfar, fuglalíf og refi meðal margs annars. Egg allra helstu fugla eru þar sem og sjávardýr ýmiskonar, bæði krabbar og skeljar. Mjög stórt steinasafn er í stórum sýningarsalnum, uppistaða þess safns er frá Steini Emilssyni jarð- fræðingi komið. Hann mun einnig hafa verið brautryðjandi í að mæla og aldursákvarða síld er hann var efnafræðingur við síldaverksmiðjur á Siglufirði og Sólbakka í Önundar- firði. Steinn bar mikla lotningu fyrir landinu og safnaði ógrynni steina og jarðvegssýna vítt um land, allt er það safn nú til sýnis á Náttúrugripasafn- inu en Steinn ól mestan sinn starfs- aldur í Bolungarvík. Enda safnið til- einkað honum. GS Náttúrulegur segull á fólk n Ísbjörninn sem Guðný ÍS kom með að landi árið 1993 er vinsæll á Náttúruminjasafninu í Bolungarvík. Kristjana Líffræðingur hjá Náttúrugripa- safninu í Bolungarvík. Mynd GuðMundur siGurðsson 230 varpfuGlar Sumir verpa á hinu fagra Íslandi. Mynd GuðMundur siGurðsson Fasteignasala Vestfjarða vinnur fyrir Vestfirðinga Á Vestfjörðum er hvorki sölutregða né verðfall fasteigna. Á Fasteignasölu Vestfjarða starfa einungis löggiltir fasteignasalar. Tryggvi Guðmundsson hdl. og lgf. Guðmundur Óli Tryggvason lgf. www.fsv.is l eignir@fsv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.