Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2009, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2009, Blaðsíða 4
4 miðvikudagur 22. júlí 2009 fréttir Flugvélinni Páli Sveinssyni breytt í farþegaflugvél á ný: 2000 sæti í boði á sumrin Fjórir nemendur í rekstrariðnfræði við Háskólann í Reykjavík hafa unnið ítarlega viðskiptaáætlun sem gengur út á að DC-3-flugvélinni Páli Sveins- syni verði breytt í farþegaflugvél á ný. Áætlað er að breytingin kosti þrjátíu milljónir og hefur Icelandair boðist til að leggja fram þá vinnu. Flugvélin spilar svo sannarlega stórt hlutverk í íslenskri flugsögu og er hugmyndin á bak við viðskipta- áætlunina að gefa almenningi kost á að upplifa liðna tíð og fá tilfinn- ingu fyrir því hvernig flug var á árum áður. Hugmyndin er að bjóða upp á stutt skemmti- og útsýnisflug með vélinni yfir sumartímann þar sem hún er ein- staklega vel til þess fallin, með stóra glugga og flýgur frekar hægt. Gert er ráð fyrir að vélinni yrði flogið þrjá daga í viku yfir sumartímann, þri- svar hvern dag og væru alls tvö þús- und sæti í boði. Fyrst um sinn yrði fast áætlunarflug kynnt en seinna meir er gert ráð fyrir þeim möguleika að hóp- ar, fyrirtæki eða einstaklingar gætu pantað sérflug. Þannig myndi flugið ekki vera í samkeppni við farþegaflug eða útsýnisflug þar sem einblínt verð- ur á einstaka og nostalgíska upplifun í tuttugu mínútna ferð eins og kemur fram í viðskiptaáætluninni. Vélin var notuð sem farþegaflug- vél innanlands og í millilandaflugi á árunum 1943 til 1973. Þá voru 28 sæti í henni en eftir yfirvofandi breytingu má gera ráð fyrir átján sætum. Á ár- unum 1973 til 2006 var vélin notuð til áburðardreifingar á vegum Land- græðslunnar og síðan afhent Þrista- vinafélaginu til varðveislu. liljakatrin@dv.is Landsþekkt flugvél Ljóst er að mikill áhugi verður meðal landsmanna að skella sér í skemmtiflug í þessari merku vél. mynd JaySen F. Snow Lögmennirnir Björn Þorri Viktorsson og Karl Georg Sigurbjörnsson fjárfestu í tæp- um hektara lands í Riga til að byggja rúma 28 þúsund fermetra af íbúðum, skrifstof- um og verslunarhúsnæði. Þeir segja alrangt að blekkingum hafi verið beitt gagnvart viðskiptabanka þeirra. KREPPAN SETTI STRIK Í REIKNINGINN Lögmennirnir Björn Þorri Viktorsson og Karl Georg Sigurbjörnsson fjár- festu í gegnum félagið Adminu iela SIA í tæpum hektara lands skammt frá miðbæ Riga, höfuðborgar Lett- lands. Lögmennirnir eiga hvor um sig fjórðungshlut í félaginu á móti lettneskum lögmanni. Á landinu eru gömul iðnaðarhús og verksmiðja, sem leyfi hefur fengist til að rífa og byggja í staðinn um 200 íbúða húsa- þyrpingu. Kaupverðið á reitnum var um 2,4 milljónir evra og fékk félagið 3,2 milljóna evra lán hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar, sem síðar sameinað- ist Byr. Bankinn er með veð í lóðinni gegn láninu. Þeir segja rangt sem kom fram í frétt DV á dögunum að kaupverð á fasteigninni hafi verið 100 þúsund evrur og að þekktri blekkingaraðferð í Lettlandi hafi verið beitt til að fer- tugfalda virði eignarinnar í því skyni að fá hærra lán. Þeir segja að aldrei hafi komið til tals að Byr þurfi að af- skrifa eitthvað af láninu, enda muni bankinn í allra versta falli leysa til sín lóðina. Í DV í gær var birt mynd af einu húsinu sem leyfi hefur fengist til að rífa og telja Björn Þorri og Karl Georg það villandi fréttaflutning að aðeins hafi verið birt mynd af litlum hluta reitsins sem fjallað var um. Þeir segja að seljandi fasteignar- innar hafi sett hana inn í félag fyrir 100 þúsund evrur og síðan hafi þeir keypt félagið af honum fyrir áður- greinda upphæð. Þeir segjast sjálfir hafa frétt af því nýlega svo hafi verið í pottinn búið. Ætluðu að reisa 200 íbúðir Félag lögmannanna hafði feng- ið vilyrði fyrir 28 milljóna evra láni til að hefja stórar framkvæmdir á reitnum, meðal annars hjá Kaup- þingi, en betri vaxtakjör buðust hjá erlendum banka. Kreppan setti þó strik í reikninginn og var ákveðið að fresta framkvæmdum. Óvissa ríkir nú um framhald framkvæmdanna. Sem fyrr segir fékk félagið leyfi frá borgaryfirvöldum til að rífa gömlu byggingarnar og reisa alls 28.300 fermetra af húsnæði, þar á meðal 200 íbúðir, sem voru að meðaltali 90 fermetrar. Auk þess er gert ráð fyrir að skrifstofu- og verslunarhús- næði verði alls fjögur þúsund fer- metrar. Eins og sjá má á myndinni var ákveðið að stór skorsteinn sem tilheyrir gömlu verksmiðjunni yrði látinn halda sér. Seldi hús í Flórída Karl Georg og Björn Þorri telja að lóðin sem félag þeirra fjárfesti í sé mjög verðmæt. Á henni er vatnsupp- spretta og gert ráð fyrir að lóðin verði enn meira miðsvæðis í Riga þegar nýjar samgöngubætur verða tilbúnar í borginni. Karl Georg segir rangt sem kom fram í helgarblaði DV að banda- ríski bankinn Washington Mutual hafi yfirtekið fasteign hans í Flórída. Hann hafi selt fasteignina íslenskum hjónum sem eru búsett á Flórída og þau mál hafi öll verið uppgerð. Kaupverðið á reitnum var um 2,4 milljónir evra og fékk fé- lagið 3,2 milljóna evra lán hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar. Karl Georg Sigurbjörnsson Var meðeigandi í félaginu sem keypti húsið árið 2006. Björn Þorri Viktors- son Átti fjórðungshlut í fasteigninni í Lettlandi í gegnum eignarhaldsfélag. Stór áform í Riga. Karl Georg og Björn Þorri höfðu í gegnum félag sitt stór áform um að byggja rúmlega 28 þúsund fermetra á verðmætu landi nálægt miðbæ Riga. Ökuníðingur á nagladekkjum Kona á þrítugsaldri hefur verið stöðvuð fjórum sinnum undan- farnar vikur á bíl á nagladekkj- um. Þetta kemur fram í tilkynn- ingu frá lögreglunni. Í henni segir að trassaskapur sumra ökumanna sé með eindæmum og er konan, sem er á þrítugs- aldri, í þeim hópi. „Ekki er þó öll sagan sögð því tvisvar á sama tímabili hefur konan jafnframt verið staðin að hraðakstri. Í seinna skiptið var hún tekin í Ártúnsbrekkunni en þá mældist bíll hennar á tæp- lega 140 km hraða. Konan á yfir höfði sér ökuleyfissviptingu og verulegar fjársektir,“ segir enn fremur í tilkynningunni. Káfaði á dóttur sinni Karlmaður var í gær dæmdur til eins árs fangelsisvistar fyrir kynferðisbrot gegn dóttur sinni. Hann var sakfelldur fyrir að hafa nokkrum sinnum káfað á kynfærum og rassi stúlkunnar innan klæða og einu sinni á brjóstum hennar, alltaf á heimili þeirra. Þá var maðurinn dæmdur fyrir að hafa káfað nokkrum sinnum á brjóstum hennar í bíl og eitt sinn fróað sér fyrir framan dóttur sína. Stjúpdóttir mannsins kærði hann líka fyrir kynferð- isbrot en þau meintu brot þóttu ekki sönnuð. Íslenskir bankar enn um sinn Skilanefndir Íslandsbanka og Kaupþings stjórna bönkunum allavega fram á næsta ár. Frestur til að lýsa kröfum í búin rennur út 30. desember og það er ekki fyrr en eftir þann tíma sem er- lendir kröfuhafar eignast bank- ana. Þetta kom fram í kvöldfrétt- um Ríkisútvarpsins í gær. Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem segir að eignarhald Íslands- banka verði alfarið á forræði skilanefndar Glitnis ef kröfuhaf- ar eignast hluti í honum sam- kvæmt samningi stjórnvalda og Glitnis. „Einstaka kröfuhaf- ar munu ekki hafa bein áhrif á daglegan rekstur, stjórnun eða umsýslu eigna bankans, frekar en almennt gerist í almennings- hlutafélögum.“ VaLGeIR ÖRn RaGnaRSSon blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.