Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2009, Side 41

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2009, Side 41
Domenicali sallarólegur Stefano Domenicali, liðsstjóri Ferrari í Formúlu 1, er ekkert að kafna úr stressi þrátt fyrir hörmulegan árangur liðsins á þessu tímabili. Ferrari á varla raunhæfan möguleika á að hirða heimsmeistaratitil bílasmiða eins og þeir hafa gert á níu af síðustu tíu árum. „Ég hef verið yfir liðinu núna í nokkur ár og pressan á mér hefur verið mikil frá fyrsta degi,“ segir Domenicali. „Ég er búinn að vinna fyrir Ferrari í tuttugu ár og veit alveg um hvað allt snýst hér. Ég er búinn að gera marga góða hluti hér en oft virðist fólk hafa ansi stutt minni þegar því hentar. Auðvitað hef ég áhyggjur af byrjun okkar í mótinu og þá er afar auðvelt að kenna liðsstjóranum um. Þannig er það bara og hefur alltaf verið en ég hef ekki áhyggjur af því,“ segir hann. Miðjumaðurinn knái og fyrirliði bikarmeistara KR, Jónas Guðni Sævarsson, hefur loks samið við sænska úrvalsdeildar- félagið Halmstad eftir margra vikna eltingarleik og samnings- viðræður milli liðanna. Hann skrifaði undir þriggja ára samn- ing við liðið, eða til ársins 2012. Samkvæmt sænskum miðlum greiddi Halmstad um 40 milljónir króna fyrir Jónas sem er tut- tugu og fimm ára gamall. Jónas gekk í raðir KR fyrir síðasta tímabil frá Keflavík og var rakleiðis gerður að fyrirliða liðsins. Með hann í fararbroddi vann KR bikarmeistaratitilinn síðasta haust með 1-0 sigri á Fjölni í úrslitaleik. Jónas hefur á síðasta einu og hálfu tímabili orðið algjör lykilmaður í KR-liðinu og leiðtogi þess innan sem utan vallar. Brottför hans er mikil blóðtaka fyrir KR en fastlega má bú- ast við að Bjarni Guðjónsson færi sig nú inn á miðjuna í stöðu Jónasar en Bjarni hefur leikið vinstra megin á miðjunni. Staða Jónasar er þó sú sem Bjarna líkar best og hans langbesta staða. Halmstad hefur skoðað Jónas Guðna rækilega síðustu vikur og séð hann spila marga leiki með KR. Halmstad er sem stend- ur í tíunda sæti úrvalsdeildarinnar í Svíþjóð og hefur gengi þessi verið brokkgengt hingað til. tomas@dv.is Jónas Guðni Sævarsson samdi við Halmstad: 40 milljóna maður samir nasri fótbrotinn Franski knattspyrnumaðurinn, Samir Nasri, sem leikur með Arsenal, verður ekki með liðinu í byrjun tímabils en hann fótbrotn- aði á æfingu. Hann verður frá í tvo til þrjá mánuði en hann meiddist í æfingabúðum í Austurríki þar sem Arsenal hefur undirbún- ingstímabil sitt. Hann var fluttur rakleiðis á sjúkrahús þar sem meiðslin voru staðfest. Nasri, sem er 22 ára gamall, verður frá í það minnsta þar til í október en hann gekk í raðir Arsenal fyrir síðasta tímabil og þótti standa sig vel á sínu fyrsta ári í ensku úrvals- deildinni. Hann skoraði meðal annnars bæði mörk Arsenal í 2-1 sigri á Manchester United á heimavelli. Hann mun einnig missa af þremur landsleikjum með Frakklandi. Gegn Færeyjum, Rúmeníu og Serbíu. Haukar til Póllands Í gær var dregið í fyrstu umferðir Evrópukeppni félagsliða í hand- knattleik. Deildarbikarmeist- arar Fram og Íslandsmeistarar Hauka taka þátt í þessari keppni í stað meistaradeildarinnar vegna kostnaðar. Framarar voru heppnari með drátt og þurfa ekki að ferðast lengra en til Hollands. Mætir Safamýrarliðið þar FIQAS Aaslmeer sem er vægast sagt ekki þekkt lið. Haukar fara beint inn í aðra umferð keppninar og mæta þar Wisla Plock frá Póllandi. Bíð- ur Haukanna því öllu sterkara lið og lengra ferðalag en leika ekki fyrr en í október. Kvennalið Fram mætir Anadolu University frá Tyrklandi í Áskor- endakeppni kvenna en leikið verður um mánaðamótin októ- ber-nóvem- ber. UmSjón: tómAS Þór ÞórðArSon, tomas@dv.is sport 22. júlí 2009 miðViKuDagur 41 Enska úrvalsdeildarfélagið Ports- mouth sem íslenski landsliðsfyrir- liðinn, Hermann Hreiðarsson, leik- ur með og er nýbúinn að semja aftur við, var í gær endanlega keypt af við- skiptajöfrinum og auðkýfingnum, Sulaiman Al Fahim, frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Hann verður einnig stjórnarformað- ur liðsins en hann stóðst persónupróf enska knattspyrnusambands- ins í þeim efnum. Al Fahim var upphaflega í Abu Dhabi hópnum sem keypti Manchest- er City en dró sig úr honum og reyndi að að kaupa Portsmouth af Rússanum Alexand- re Gaydamak í maí. Því fylgdu miklar lagaflækjur en yfirtakan gekk loks í gegn í gær og þarf því Portsmouth ekki að hafa miklar áhyggj- ur af peningum á næstunni en liðið hefur síðasta eitt og hálfa árið þurft að selja mikið af sín- um stjörnum til stærri liða. Vill árangur Sulaiman Al Fahim er 32 ára og á einn fyrirtækið Al Fahim Asia Ass- ociates sem mun vera skráður eig- andi Portsmouth. Aðeins átján ára gamall stofnaði hann Sulaiman Al Fahim-hópinn sem fjármagnaði menntun og íþróttalíf í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Eftir að bróðir hans lést þegar Al Fahim var 21 árs hélt hann til Bandaríkjanna og fékk meistaragráðu viðskiptafræði og fasteignum. Hans auður kemur síðan að stórum hluta frá fasteigna- fyrirtækinu Hydra sem hann stofn- aði árið 2005. „Ég hlakka mikið til þess að vinna náið með stjórninni og þróa framtíðarstefnu félagsins svo félag- ið muni skila árangri. Portsmouth hefur langa og ríka sögu sem ég ætla mér að byggja á,“ segir Al Fahim. Hart hélt starfinu Eftir að Tony Adams var rekinn frá Portsmouth á síðasta tímabili tók aðstoðarmaður hans, Paul Hart, við liðinu í fallsæti. Sautján stig í fjórtán leikjum skiluðu Portsmouth áfram- haldandi sæti í úrvalsdeildinni og það dugði fyrir Hart til þess að halda starfinu. Al Fahim bauð honum tveggja ára samning sem Hart var ekki lengi að skrifa undir. „Ports- mouth er frábær klúbbur og það er mikill heiður fyrir mig að stýra hon- um,“ segir Hart. Al Fahim hreifst mikið af árangri Harts í fyrra. „Paul stóð sig frábær- lega í að halda liðinu í úrvalsdeild- inni og sem fyrrverandi starfsmað- ur unglingastarfsins hér þekkir hann félagið inn og út. Hann hef- ur mikla reynslu, þekkingu á leiknum og hefur virðingu leikmanna,“ segir nýi eig- andinn og stjórnarfor- maðurinn, Sulaiman Al Fahim. Hermann fær auðkýfing yfir sig Auðkýfingurinn, Sulaiman Al Fahim, gekk í gær frá kaupum á enska úrvalsdeildarfé- lagið Portsmouth sem landsliðsfyrirliðinn Hermann Hreiðarsson leikur með. Um leið var staðfest að þjálfarinn sem bjargaði liðinu frá falli í fyrra, Paul Hart, yrði ráðinn áfram. Portsmouth þarf ekki að hafa áhyggjur af peningum á næstunni. TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Hermann Hreiðarsson með auðkýfing á bak við sig og Portsmouth. Sulaiman Al Fahim moldríkur og búinn að kaupa Portsmouth. Kveður KR jónas Guðni Sævarsson kveður Kr fyrir atvinnumennskuna. MyNd AME Oxy tarm Apótekin & Heilsubúðirnar www.leit.is · Smellið á ristilvandamál Á gamla gamla genginu. Oxy tarm Endurnærir og hreinsar ristilinn Allir dásama oxy tarmið 30 days Apótekin & Heilsubúðirnar www.leit.is · Smellið á ristilvandamál Á gamla gamla verðinu. 30 days Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.