Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2009, Blaðsíða 28
Miðvikudagur 22. júlí 200928 vestfirðir
egill hafði ótrúlega næmt auga fyrir því að finna merkilega hluti sem tengdu fólk við liðna tíð með lifandi og áhuga-verðum hætti enda er safnið eitt það
besta á Íslandi,“ segir Sigurbjörg Ásgeirsdóttir,
safnstjóri í byggðasafninu að Hnjóti í Örlygs-
höfn við vestanverðan Patreksfjörð.
Það var Egill Ólafsson, bóndi að Hnjóti, sem
kom safninu á legg en hann varð ástríðusafn-
ari strax á unglingsárum og hélt því óslitið á
meðan hann lifði. Formlega var safnið opnað
af Vigdísi Finnbogadóttur, þáverandi forseta,
22. júní 1983.
„Það kemur mikill fjöldi gesta að heimsækja
safnið á hverju sumri, stefnir í fimm þúsund
gesti þetta sumarið. Við finnum fyrir töluverðri
aukningu bæði í safninu og kaffiteríunni. Það
er sérlega gaman að sjá þegar afar og ömmur
koma með barnabörnin og kunna skil á notkun
margra þeirra tækja og áhalda sem þarna eru.“
Sigurbjörg segir að fyrir Íslendinga sé ekki
spurning um að hatturinn hans Gísla á Upp-
sölum njóti mestrar athygli og spinnist oft
skemmtilegar umræður af því. Enda ganga all-
ir sérvitringar með hatt. Útlendu gestirnir eru
hins vegar gríðarlega forvitnir um lífið hér á
fyrri hluta tuttugustu aldar. Enda voru flest
okkar nágrannalönd löngu komin inn í nútím-
ann með iðnvæðingu og nýtingu vélarafls.
Safnið er haganlega upp sett þannig að auð-
velt er að sjá þróun lífsbaráttunnar frá því á
dögum sjálfsþurftarbúskapar þegar lifað var af
því sem landið gaf og til dagsins í dag, farið er í
gegnum vélaöldina, fjarskipti og meira að segja
eru skurðstofur fortíðar komnar þarna upp en
ekki farið að nota þær ennþá á staðnum.
„Safnið er alltaf að þróast þó að grunnur-
inn sé kominn og vart verði meira bætt við frá
tímum útræðis og fornra landnytja. Útgerðar-
sagan er vel rakin, við erum með muni frá hinu
fræga björgunarafreki við Látrabjarg í desem-
ber 1947. Vertíðarbátar eru við safnahúsið og
líkön og myndir af miklum aflaskipum í nýju
álmunni við safnið. Þar hefur líka verið komið
fyrir lækningaáhöldum og skiptiborðum þeim
sem talsímaverðir notuðu til að koma símtöl-
um á milli fólks. Það var mjög gaman að því
þegar safnið fékk sjúkrastofu af St. Jósefsspít-
ala í Hafnarfirði, þá komu hér nokkrir mótor-
hjólamenn á hjólunum sínum að sunnan með
munina og afhentu þá. Það var skemmtilegt og
sýnir að það eru margir sem sýna safninu mik-
inn velvilja.“
GS
n Allt stefnir í að byggða-
safnið að Hnjóti í Örlygs-
höfn fái 5.000 gesti þetta
sumarið.
Hattur Gísla á uppsölum
vinsælastur
Sigurbjörg ÁSgeirSdóttir Safnstjóri að Hnjóti í Örlygshöfn mátar sig við gamalt skiptiborð talsímavarða hins opinbera.
Safnið er opið frá klukkan 10 - 18 alla daga til 13. september.
Í safninu er margt merkra muna og það gefur góða innsýn í líf fólks á fyrri öldum.
Einnig er í safninu munir frá upphafi tæknialdar.
Þar er kaffistofa sem tilvalið er að setjast niður og fá sér hressingu.
Minjasafn Egils Ólafssonar | Hnjóti | 451 Patreksfjörður
Minjasafn
Egils Ólafssonar - Hnjóti