Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2009, Blaðsíða 38
Einhvern tíma var sagt að í huga framsóknarmanna mætti lýsa útlendingum í tveimur orðum: „Varhugavert
fólk.“ Auðvitað er þetta meinleg pilla
í garð dugmikilla framsóknarmanna
því eins og flestir vita studdi um það
bil helmingur flokksmanna alltaf veru
varnarliðsins og sumir núverandi
flokksmanna standa á því fastar en
fótunum að Barack Obama sé í raun
framsóknarmaður. Bara í vitlausu
landi.
En það er þetta með útlending-ana. Hin hugprúða íslenska þjóð barðist fyrir því lengi vel að áhrif útlendinga yrðu sem
minnst hér á landi. Fyrst lýstum við
yfir sjálfstæði, reyndar í skjóli banda-
rísks hervalds. Síðan bönnuðum við
þeim að eignast sjávarútvegsfyrir-
tækin okkar. Enda ekki hverjum sem
er treystandi til að vera íslenskur sæ-
greifi. Og ekki höfum við viljað sjá út-
lendinga til að reka olíufélög- in
okkar enda er ekki
hverjum sem er
treyst-
andi til að standa í svo viðkvæmum
rekstri, eins og við komum Stirling-
ættinni í skilning um hér um árið. Við
skulum nú ekki minnast á auðlind-
irnar okkar, þessa þjóðareign (ekki
stjórnarskrárbundin enda getur þjóð-
in víst ekki átt neitt, nema ef til vill
skuldir) sem við höfum staðið vörð
um. Hvað þá að við höfum viljað hafa
banka í höndum útlendinga. Að vísu
höfum við talað um að það gæti verið
í lagi í einhverjum litlum mæli en svo
horfið frá því um leið.
Og hvað ger-ist þá? Nema það
að útlending-
arnir eiga að
fara að eignast
bankana okk-
ar. Og ekki
hvaða banka
sem er. Þeir fá
Kaupþing og
Íslandsbanka sem
er auðvitað stórmál
að endurreisa en
kannski við-
ráðan-
legt. En hvað með bankann sem við
viljum losna við? Hvað með bankann
hvers Ísbjörgu við vildum helst að við
hefðum aldrei heyrt minnst á? Eigum
við að losna við hann í hendur út-
lendinga? Ætla þeir að leysa vandann
þar? Nei, ónei. Þann banka ætla þeir
að leyfa okkur að sitja uppi með og
greiða dýrum dómum.
Og hvað gerist nú? Nú þeg-ar útlendingar eignast bankana? Ná þeir þá ekki yfirráðum yfir öllu því sem
við höfum reynt að halda þeim frá?
Nú, olíufélögin standa misjafnlega
vel, eða skyldi maður segja illa.
Gætu þau ekki endað sem eign
útlenskra banka? Útgerðirnar
og kvótinn eru víða veðsett upp
í topp. Eignast bankarnir ekki
hvort tveggja? Og hvað þá
með orkulindirnar okkar og
aðrar auðlindir?
Já, útlendingar eru varhuga-vert fólk og nú virðast þeir ætla að eignast okkur með húð og hári. Og það versta
er að við vitum ekki einu sinni hverjir
þeir eru. Þeir gætu jafnvel verið ís-
lenskir útrásarvíkingar búnir
að kaupa upp verð-
lítil skuldabréf
til að eignast
bankana
sína aftur.
VarhugaVert fólk
Spurningin
„Þeir þurfa að fara passa sig að minnsta
kosti,“ segir Sigurður Ragnar
Eyjólfsson, þjálfari kvennalandsliðsins í
fótbolta. Simmi og Jói
gerðu símaat í honum þar
sem þeir sögðust vera að
vinna frétt fyrir DV um
hvernig hann lagði
bílnum sínum á tjaldstæði
á Blönduósi. Siggi hélt
þó ró sinni allan
tímann og hló
dátt í lokin þegar
hann komst að
hrekknum.
Ætlar þú að hefna
þín á Simma og Jóa?
Sandkorn
n Vangaveltur eru uppi um það
hverjum ríkisstjórnin feli að stýra
samninganefnd Íslands varðandi
aðild að Evrópusambandinu.
Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi
ritstjóri og
formaður
Sjálfstæð-
isflokksins,
þykir ágæt-
ur kostur
en hann
þykir bera
þess sýni-
leg merki
að hafa áhuga á embættinu.
Annar og jafnvel betri kostur er
Þorvaldur Gylfason prófessor
sem þykir hafa flesta kosti sem
formaður í svo mikilvægri nefnd
þarf að hafa. Svavar Gestsson,
helsti ábyrgðarmaður Icesave-
samninganna, þykir ekki koma
til greina.
Sá hópur fólks sem stundað
hefur að skvetta málningu á hús
bankamanna og útrásarvíkinga
hefur nú fært út kvíarnar. Nýjasta
fórnarlamb-
ið er Davíð
Oddsson,
fyrrver-
andi seðla-
bankastjóri.
Níðvísa var
máluð á hús
hans í Fáfn-
isnesi auk
þess sem eggjum var grýtt í hús
og bíla Davíðs. Lögreglan þykir
vera áhugalaus um mál þessi og
ekkert þeirra hefur verið upplýst.
Tröllasögur á sínum tíma um
gríðarlegan auð Björgólfs Guð-
mundssonar, Björgólfs Thors
og Magnúsar Þorsteinssonar
virðast hafa verið stórlega orðum
auknar. Þremenningarnir komu
til Íslands og að sögn með full-
ar hendur fjár eftir að hafa selt
bjórverksmiðju í Rússlandi. Nú
vísa gögn til þess að hlutur þeirra
í Landsbankanum hafi að lang-
mestu leyti verið fjármagnaður
með lánsfé. Hinn gríðarlegi auð-
ur þeirra hafi því verið þjóðsaga
sem sjálfstæðismenn kokgleyptu
með þeim afleiðingum að þeir
fengu bankann fyrir smáaura.
Félagarnir í Samson voru ekki
aðeins duglegir við að kría út lán
til að kaupa kjölfestuhlutinn í
Landsbankanum. Egill Helgason
bloggari vekur athygli á því að
eftir að gengið var frá kaupunum
náðu þeir sér í góðan afslátt út á
Óla Björn Kárason, fyrrverandi
aðaleiganda DV og núverandi
ritstjóra
amx.is. Af-
slátturinn
varð 700
milljón-
ir króna.
„Afslátt-
urinn var
meðal ann-
ars vegna
skulda DV sem þá hafði um
nokkra hríð verið í eigu nokkurra
félaga sem reyndu að breyta því
í flokksmálgagn fyrir Sjálfstæð-
isflokkinn,“ segir Egill. Því er við
að bæta að Óli Björn sigldi DV
eftirminnilega í þrot með þeim
afleiðingum að almenningur tók
skellinn en Bjöggarnir sluppu.
LyngháLS 5, 110 ReykJaVík
Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf.
Stjórnarformaður: hreinn Loftsson
framkvæmdaStjóri: elín Ragnarsdóttir
ritStjórar:
Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is
og Reynir Traustason, rt@dv.is
fréttaStjórar:
Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is
og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is
auglýSingaStjóri:
ásmundur helgason, asi@birtingur.is
dv á netinu: DV.iS
aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010,
áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050.
SmáauglýSingar: 515 5550.
umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: árvakur.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
„Bíddu aðeins, ég á að slá.“
n Þórhallur Sigurðsson, Laddi, talar við
blaðamann DV í miðju golfmóti um nýju myndina
Jóhannes sem hann leikur aðalhlutverkið í. – DV
„Já, við erum í silfurliðun-
um.“
n Auglýsingaleikstjórarnir Samúel Bjarki
Pétursson og Gunnar Páll Ólafsson hlutu hin
virtu Telly-verðlaun fyrir auglýsingu sem þeir
gerðu fyrir Samsung-raftækjaframleiðandann.
Verðlaunagripurinn er silfurstytta. – Fréttablaðið
„Maður er búinn
að stefna að
þessu síðan
maður var í U17
ára landsliðinu fyrir tíu
árum.“
n Fyrirliði KR, Jónas Guðni Sævarsson, er
kominn í atvinnumennskuna. Hann samdi við
sænska liðið Halmstad til þriggja ára. – Fótbolti.
net
„Ég held hreinlega að þeir
hafi ekki lagaheimild fyrir
þessu.“
n Arnþór Gíslason, formaður fjármálanefndar
Háskóla Íslands, er ósáttur við álagningu sem
nemendur þurfa að greiða, hafi þeir ekki greitt
gíróseðil fyrir skólavist fyrir gjalddaga. – DV.is
„Það er með
ólíkindum ef
einstakir þing-
menn VG hafa
látið hótanir Samfylking-
arinnar um stjórnarslit
ráða niðurstöðu í svo
afdrifaríku máli.“
n Hjörleifur Guttormsson, áhrifamaður innan
vinstri grænna, gagnrýnir formann flokksins
harkalega fyrir afgreiðslu þingmanna í ESB-
málinu. – Smugan.is
Bjórpeningar Björgólfa
Leiðari
Myndin af einkavæðingu bankanna er smám saman að skýrast. Við einkavæðingu Landsbankans var þeirri þjóðsögu haldið á lofti að
Björgólfur Guðmundsson, Björgólfur Thor og
Magnús Þorsteinsson undir merkjum Samson-
ar væru á heimleið með offjár í erlendum gjald-
miðlum eftir að hafa selt bjórverksmiðju í Rúss-
landi. Enginn virðist hafa beðið um sönnun þess
að bjórpeningarnir væru raunverulegir. Nokkr-
um dögum eftir að ákveðið var að afhenda þeim
Landsbankann á silfurfati hófst leit að lánsfé.
Eins og DV hefur lýst eru komin fram gögn sem
sýna að eigendur Samsonar leituðu hófanna
hjá 20 erlendum bönkum til að fjármagna kaup
á 33 prósenta hlut í Landsbankanum. Beðið var
um 64 milljónir dollara eða sem nemur and-
virði rúmlega 46 prósenta kaupverðsins á bank-
anum. Augljóst er að Landsbankinn var rekinn
í tómu rugli á valdatíma Samsonar. Vitleysan
náði hámarki þegar stjórnendur bankans hóf-
ust handa við að sjúga til sín sparifé útlendinga
með þeim skelfilegu afleiðingum sem nú blasa
við. Enginn stjórnmálamaður varaði þjóðina
við því að hún bæri ábyrgð á óráðsíunni í bank-
anum sem lengst af var markaðssettur sem
banki allra landsmanna. Það er Íslendingum
nauðsynlegt að kryfja til mergjar það sem gerð-
ist þegar einkavæðingin átti sér stað. Voru bjór-
peningar Björgólfanna blekking sem haldið var
á lofti til að þeir næðu undir sig þjóðarbankan-
um? Hvað voru Ólafur Davíðsson formaður og
aðrir í einkavæðingarnefnd að hugsa þegar þeir
glutruðu niður eigum almennings? Nauðsyn-
legt er að varpa ljósi á ábyrgð einkavæðingar-
nefndar og þeirra sem fóru með stjórn landsins
á umræddum tíma. Flestir eru því sammála að
sala ríkisbankanna einkennist af spillingu eða
í besta falli heimsku. Hvernig má það vera að
heil þjóð hafi verið gerð að fífli? Fara þarf ofan
í þessi mál og velta við hverjum steini. Hvern-
ig gat bankinn lent í höndum óreiðumanna?
Ærulaus þjóð verður í það minnsta að fá fulla
skýringu á því hvers vegna svona fór.
reynir trauStaSon ritStJóri Skrifar. Augljóst er að Landsbankinn var rekinn í tómu rugli.
bókStafLega
38 miðvikudaguR 22. júlí 2009 umRæða
SH-0921-31-31970.jpg
DV0902209418_014_2.jpg
DV0030130207 Bankar- fjármálastof 033_dúlla.jpg