Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2009, Blaðsíða 39
Hver er maðurinn? „Þórhallur
Sigurðsson.“
Hvar ólstu upp? „Ég ólst upp í
Hafnarfirði og að hluta til austur á
landi, var þar í sveit á sumrin hjá afa
og ömmu.“
Hvað drífur þig áfram? „Alheims-
orkan.“
Uppáhaldskvikmynd sem barn?
„Í ríki undirdjúpanna.“
Hvenær kviknaði áhuginn á
leiklistinni? „Það var ekki strax,
ekki áhugi á að verða leikari. Það
stóð aldrei til. Ég ætlaði alltaf að
verða hljóðfæraleikari en svo kom
þetta ekki fyrr en ég byrjaði að vinna
hjá sjónvarpinu 1970.“
Hver er uppáhaldskarakterinn
þinn sem þú hefur leikið? „Mér
finnst gaman að leika alla mína
karaktera, en karakter í leikhúsi er
kannski Fagin í Oliver Twist.“
Er gaman að vera í aðalhlut-
verki? „Já, það er draumurinn.“
Fáum við að sjá meira af þér
í dramatískari hlutverkum í
framtíðinni? „Ja, dramatískum, ég
veit það ekki. Þetta er meira grín þó
að ég hafi gaman af því að fást við
dramatík. En ég er að fara að leika í
Roklandi núna í vikunni.“
Ertu spenntur að sjá útkomuna
á Jóhannesi? „Ég er mjög sáttur
við það sem búið er að gera. Ég hef
lítið séð en ég er mjög sáttur og
spenntur og held að útkoman verði
mjög góð.“
Hvað er fram undan? Það er ein-
leikur, jólaleikrit sem heitir Jólasaga.
Við byrjuðum aðeins áður en ég fór í
bíómyndina og svo byrjum við aftur
eftir helgi. Leikritið verður sýnt í
Loftkastalanum.“
Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana?
„Ég fæ mér vatnssopa.“
Margrét gUðJónsdóttir
33 áRA nEMi
„Ég snúsa og klæði mig svo.“
JóHanna BrynJarsdóttir
17 áRA bæJARSTARFSMAðuR
„Ég fer á klósettið.“
Íris d. Jónsdóttir
34 áRA kEnnARi
„Þá fer ég í sturtu og í vinnuna.“
HraFnHildUr gÍsladóttir
64 áRA STARFAR á HJúkRunARHEiMiLi
Dómstóll götunnar
ÞórHalldUr sigUrðsson, eða
Laddi eins og hann er oftast kallaður,
lauk nýverið vinnu við íslensku
kvikmyndina Jóhannes eftir Þorstein
Gunnar bjarnason. Þetta er í fyrsta
sinn sem Laddi fer með aðalhlutverk
á hvíta tjaldinu.
Draumurinn að vera
í aðalhlutverki
„Það er að fá mér vatn og vítamín.“
ElMa gUðMUndsdóttir
35 áRA kLæðSkERi
maður Dagsins
Spilling getur verið af margvíslegum
toga en felst yfirleitt í því að eintakling-
ar verða sér úti um gæði og áhrif með
ólögmætum hætti. Venjuleg réttar-
ríki bregðast tiltölulega hart við spill-
ingu, einkum mútum og mútuþægni
í stjórnmálum, viðskiptum og opin-
beru lífi.
Árni Johnsen, þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins, er sá eini sem tek-
ið hefur út refsingu fyrir mútuþægni í
meira en 10 ár. GRECO, nefnd á veg-
um Evrópuráðsins, sem rannsakar
spillingu í aðildarlöndunum, hefur
fyrir löngu lagt til að refsing við mútu-
brotum verði hert hér á landi. Í nýlegri
skýrslu um Ísland má lesa á milli lín-
anna að það veki undrun nefndar-
innar að aðeins einn maður hafi ver-
ið dæmdur fyrir mútubrot hér á landi
í svo langan tíma.
Þjóðin fyrirgaf sínum manni og
kaus hann aftur á þing!
að tala gegn ráðherra
Embættiveitingar urðu fljótlega að
verkfæri í höndum stjórnvalda til að
viðhalda völdum sínum; aðgangur
að ríkissjóði gaf þeim tækifæri til að
kaupa hollustu valinna gæðinga.
Þekkt er dæmið af dr. Guðmundi
Finnbogasyni, sem árið 1905 féll í
ónáð hjá Hannesi Hafstein, ráðherra
heimastjórnarinnar. Hann hafði þótt
nánast sjálfkjörinn til embættis fyrsta
fræðslustjóra landsins vegna rann-
sókna í þágu lýðmenntunar. Guð-
mundi varð það á að tala gegn sjón-
armiðum Hannesar á almennum
bændafundi í símamálinu svonefnda,
en þar var tekist á um það hvort leggja
ætti sæstreng til landsins eða koma á
loftskeytasambandi við útlönd.
„Guðmundur varð því líklega fyrst-
ur íslenskra embættismanna þess sér-
kennilega heiðurs aðnjótandi að finna
fyrir því hvaða afleiðingar það getur
haft að hugsa og tala á þeim nótum
sem eru ráðherrum ekki að skapi,“
skrifar dr. Jörgen Pind í merkri bók um
Guðmund, Frá sál til sálar.
skrifaðu málverk
Bankastjórar á fyrri tíð voru brennd-
ir marki klíkuþjóðfélagsins rétt eins
og nú. Þeir sóttu sömu veislurnar og
fóru saman í laxveiðiferðir. Flestir voru
þeir auk þess með sömu flokksskír-
teinin. Á tímamótum gáfu þeir hver
öðrum dýrar gjafir, oftar en ekki mál-
verk eftir virta listmálara. Þekkt eru
dæmi þess að bankastjóri hafi gefið
öðrum bankastjóra málverk en látið
bankann sinn borga reikninginn. Orð-
ið málverk er líka hentugt því það er
eins í eintölu og fleirtölu: eitt málverk,
þrjú málverk, tíu málverk. Þannig var
hægt að kaupa tvö eða fleiri, gefa eitt
en hengja eitt eða fleiri upp heima
hjá sér. Á reikningnum stóð kannski:
„Málverk kr. 1.000.000-“, en ekkert um
fjölda þeirra.
að endurgjalda fyrir embættið
Í fróðlegri endurminningabók um
Guðna í Sunnu (Þórðarson) eru birt
gögn sem benda sterklega til þess að
seðlabankastjóri, ráðherrar og Flug-
leiðir hafi með margvíslegum og kerf-
isbundnum hætti reynt að knésetja
flugrekstur og ferðaskrifstofuumsvif
Guðna á áttunda áratugnum. Vil-
mundur Gylfason skrifaði í Vísi 19.
desember 1975: „Getur verið að al-
menningi finnist það eðlilegt, sjálfsagt
og kurteislegt, sem fram kom í Þjóð-
viljanum fyrir nokkru, að skömmu
áður en samgönguráðherra, Halldór E.
Sigurðsson (Framsóknarflokki) , svipti
helsta keppinaut Flugleiða ferðaskrif-
stofuumboði, þá þáði hann lúxusreisu
til Bahamaeyja í afmælisgjöf frá Flug-
leiðum? Finnur enginn skrítna lykt?“
Áður óbirt minnisblöð Brynjólfs
Ingólfssonar, fyrrverandi ráðuneytis-
stjóra í samgönguráðuneytinu, benda
til þess að hlutur Seðlabankans í því
að knésetja Sunnu og Viking Air hafi
verið bæði óvenjulegur og óeðlilegur.
Til að mynda er að sjá sem bankinn,
sem þá fór með bankaeftirlit, hafi lát-
ið samgönguráðherra í té upplýsingar
um viðskipti Sunnu og Alþýðubank-
ans sem háðir voru bankaleynd.
Frásögn Guðna er frásögn af því
hvernig stjórnvöld og embættis- og
valdamenn í bankakerfinu reyndu
að knésetja rekstur hans í þágu klíku-
bræðra innan Flugleiða og Sambands
íslenskra samvinnufélaga.
Af þessum dæmum má ráða að
klíkuskapur og spilling á sér svo langa
sögu og er svo innmúruð í íslenskt
samfélag að erfitt getur reynst að upp-
ræta hana nema til þess verði notaðir
nýir vendir.
Íslensk spilling í 100 ár
kjallari
mynDin
1 „ég var svipt gleðinni“
berglind Sigurðardóttir varð fyrir því að
útskriftarverkefni hennar frá virtasta
fatahönnunarskóla Danmerkur var stolið.
2 risalán á hreysi
Húsið sem lögmennirnir karl Georg
Sigurbjörnsson og björn Þorri Viktorsson
fengu hundruð milljóna króna lán til að
kaupa árið 2006 seldist fyrir lítið brot af
lánsverðinu.
3 Bjöggarnir báðu 23 erlenda
banka um lán
Samson leitaði til meira en 20 banka til að
fjármagna kaup á 33 prósenta hlut í
Landsbankanum, að andvirði 64 milljóna
dollara.
4 stolið af ballgestum
Tvær ungar stúlkur frá Akureyri létu
greipar sópa á dansleik á kátum dögum á
Þórshöfn og stálu peningum, símum og
töskum.
5 Unnur Birna kom á óvart
Laddi segir unni birnu hafa staðið sig
hörkuvel sem leikkona í kvikmyndinni
„Laddi er Jóhannes“ sem sýnd verður í bíó
í haust.
6 Hrói höttur með bestu pitsurnar
Pitsan frá Hróa hetti hlaut hæstu
meðaleinkunn í bragðkönnun DV.
7 landsliðsþjálfari hrekktur
útvarpsmennirnir Sigmar Vilhjálmsson og
Jóhannes ásbjörnsson gerðu heljarinnar
símaat í Sigurði Ragnari Eyjólfssyni,
þjálfara kvennalandsliðsins í fótbolta.
Annar þeirra kynnti sig sem blaðamann.
mest lesið á DV.is
JóHann
HaUksson
útvarpsmaður skrifar
„Embættisveitingar
urðu fljótlega að
verkfæri í höndum
stjórnvalda til að
viðhalda völdum
sínum.“
umræða 22. júlí 2009 miðvikudagur 39
Hið ljúfa líf í nauthólsvík Fjöldi fólks lagði leið sína á ylströndina í nauthólsvík í Reykjavík í gær og naut veðurblíðunnar sem lék
við íbúa suðvesturhornsins. Mynd róBErt rEynisson