Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2009, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2009, Blaðsíða 29
vestfirðir Þegar gengin er sjávargatan frá bryggjunni í Flatey inn í „Pláss“ verð- ur á vegi manns söluborð þar sem ungur drengur selur ferðafólki ýmsa muni og minjagripi. Þar ber mest á munum tengdum hafinu og fjörunni. Verslunarmaðurinn er ellefu ára og hefur þegar stundað þessi viðskipti í mörg ár. „Mér finnst mest gaman að föndra og búa til alls konar hluti úr því sem ég finn í fjörunni. Halana af tindabikkjunni gefur afi mér og mamma býr til sultuna sem ég er að selja en við merkjum hana saman og saum- um skrautið á lokin,“ segir Hilmar Þór Hönnuson, verslunarstrákur í Flatey á Breiðafirði. Hann býr í Kópavogi á vetrum en veit ekkert skemmtilegra en að vera í Flatey og dvelur þar á sumrum hjá afa sínum og ömmu auk þess sem hann segir fjölskylduna fara flestar helgar yfir veturinn út í eyju. Hilm- ar Þór segir viðskiptin ganga vel og mikið af ferðafólki komi í eyjuna og margir kaupi af honum. „Það kemur fullt af fólki hingað og margir gista hér hjá ömmu en allir ganga hér framhjá mér og sjá hvað ég er að selja. Fullt af fólki kaupir líka af mér,“ segir þessi viðskiptajöfur framtíðarinnar og minnir á að margir hafi byrjað smátt. GS tindabikkjuhalar og sulta n Hilmar Þór Hönnuson, 11 ára versl- unarmaður í Flatey á Breiðafirði: Hilmar Þór Hönnuson, verslunarmaður í Flatey Við söluborð sitt utan við hús afa síns og ömmu í Læknishúsinu við sjávargötuna í Flatey. Opnunartímar: Mán- fös. kl: 10.00 -21.00 Lau- sun frá 10.00 - 18.00 - Íþróttasalur - Heitur pottur - Sauna - Sturtur Íþróttamiðstöðin er í flæðarmálinu og því skemmtilegur möguleiki fyrir gesti stöðvarinnar að stunda sjóböð. Sími 456-2311 Netfang: bylta@vesturbyggd.is Sumaropnun Mán- fös. kl: 06:45 til 21:00 Þreksalur frá 06:45 til 21:00 Lau- sun sundlaug frá 10:00-18:00 Þreksalur frá 10:00 til 18:00 Sölu lýkur 30. mín fyrir auglýstan lokunartíma Sími/tel:456-1301, netfang: brattahlid@vesturbyggd.is Útisundlaug 16,5 x 8 m, tveir heitir pottar, vaðlaug, sauna, 140 m2 tækjasalur með TECHNOGYM tækjum og 900 m2 íþróttasal. Úr sundlauginni er frábært útsýni yfir Patreksfjörð. Brattahlíð Íþróttamiðstöð Patreksfirði Íþróttamiðstöðin Brattahlíð Patreksfirði tekin í notkun í desember 2005 Bylta Bíldudal Velkomin í Vesturbyggð Verið hjartanlega velkomin í söfnin á Flateyri! Bókabúðin og heimili kaupmannshjónanna Hafnarstræti 3 Opið 14:00 – 17:00 og eftir samkomulagi Alþjóðlega brúðusafnið Hafnarstræti 11 Opið á opnunartíma Handverkshópsins Purku Minjasjóður Önundarfjarðar | Hafnarstræti 3 | 425 - Flateyri Minjasjóður Önundarfjarðar Nýr kostur í DV eru þjónustuauglýsingar. Það borgar sig að auglýsa í DV! ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR Hringdu í síma 515 5550 og byrjaðu strax í dag!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.