Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2009, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2009, Blaðsíða 45
Bókafélagið Urður sendi nýlega frá sér þýðingu á bókinni Aftur til kreppuhagfræði: Krísan 2008 eft- ir bandaríska hagfræðinginn Paul Krugman. Krugman er kennari við Prince- ton-háskóla í Bandaríkjunum og hlaut hann Nóbelsverðlaunin í hag- fræði í fyrra. Hann skrifar auk þess reglulega pistla um efnahagsmál í bandaríska blaðið New York Times og njóta þeir mikilla vinsælda. Bókin sem nú er gefin út á ís- lensku er endurgerð útgáfa af bók sem Krugman gaf út árið 1999 sem nefnist Aftur til kreppuhagfræði. Tilefni þeirrar bókar var efnahags- lægðin sem þá fór yfir Asíu og síð- ar Suður-Ameríku og þá sérstaklega Argentínu. Krugman gefur bókina nú út aftur og breytir henni töluvert með hliðsjón af efnahagskreppunni í heiminum árið 2008. Orsakir heimskreppunnar 2008 Í bókinni reynir Krugman að svara því hvað olli efnahagskreppunni árið 2008 og setur hana í samhengi við aðrar stórar efnahagslægðir frá kreppunni miklu á fjórða áratugnum. Hann ræðir nokkuð um fall fjárfest- ingabankans Lehman Brothers um miðjan september í fyrra og kemst að þeirri niðurstöðu að sá atburður hafi markað upphaf kreppunnar sem nú gengur yfir heiminn. Bók Krugmans gæti því verið ágætis viðbót við þær kreppubæk- ur sem komið hafa út um hrunið á íslensku og hugsanlega getur hún hjálpað íslenskum lesendum að öðl- ast betri heildarmynd af orsökum kreppunnar á heimsvísu. Þó svo að hrunið hér á landi hafi hugsanlega verið óumflýjanlegt er ekki nokkur vafi á því að ytri þættir komu banka- hruninu á Íslandi af stað á þeim tíma sem það byrjaði. Eftirlitsleysi og freistnivandi Það er einkum tvennt í yfirliti Krug- mans yfir sögu og þróun bankastarf- semi í heiminum sem ég hjó eft- ir og sem skipt gæti töluverðu máli í bankahruninu hér á landi. Krug- man talar um það að eftirlit hins op- inbera með fjármálamörkuðum hafi verið mjög gott frá fjórða áratug síð- ustu aldar, frá kreppunni miklu, og fram á þann níunda þegar byrjað var að afnema reglur og eftirlitið með fjármálaheiminum minnkaði, með- al annars vegna frjálshyggjuhug- mynda Ronalds Reagan og Margrét- ar Thatcher (58). Krugman segir að þetta eftirlit hins opinbera með fjármálamörk- uðum fyrir þennan tíma hafi komið í veg fyrir að ófyrirleitnir spákaup- menn hafi getað opnað banka og laðað til sín marga sparifjáreigend- ur með því að bjóða upp á háa vexti. Svo segir Krugman: „Síðan er að lána áhættusæknum spákaupmönnum (helst vinum eða sjálfum sér í skjóli annars fyrirtækis) fé með háum vöxt- um. Sparifjáreigendur spyrja sig ekki um öryggi fjárfestinganna vegna þess að þeir vita að spariféð er tryggt hvort eð er. Og nú er komin einhliða trygg- ing: ef allt gengur vel verða menn ríkir en ef allt fer úrskeiðis ganga þeir bara burt og láta ríkisstjórnina um að hreinsa upp eftir sig.“ (57) (Þessi orð eru reyndar óþægilega kunnugleg þegar hugsað er um Icesave-málið hér heima.) Krugman segir að afleið- ingin af þessu minnkandi eftirliti hafi verið sú að á níunda áratug síðustu aldar hafi brotist út alheimsfaraldur freistnivanda eða siðrænnar áhættu (e. moral hazard) en það er hættan á því að einstaklingar í viðskiptalíf- inu fari að hegða sér á óeðlilegan eða óæskilegan hátt siðferðilega séð til að græða peninga: Eftirlitsleysið gerir það að verkum að fjármagns- eigendur teygja sig eins langt og þeir geta innan, og jafnvel utan, ramma laganna. Líklega á þessi lýsing Krugmans nokkuð vel við íslenska efnahags- hrunið þó svo að eftirlit með við- skiptalífinu hafi vitanlega aldrei ver- ið beysið hér á landi sökum þess hve ungur íslenski fjármála- og hluta- brefamarkaðurinn er. En líkind- in stafa af því að hugmyndafræðin, nýfrjálshyggjan og markaðsvæðing samfélagsins, sem lá til grundvall- ar eftirlitsleysinu í öðrum löndum, ruddi sér einnig til rúms hér á landi síðar, eftir einkavæðingu ríkisbank- anna á fyrstu árum þessarar aldar. Sú hringrás fjármagns frá eigendum bankanna til eigin fyrirtækja og fé- laga og viðskiptafélaga er svo aftur ein af afleiðingum þessa skorts á eft- irliti (57), en um þennan þátt hruns- ins fjallaði Jón Fjörnir Thoroddsen ágætlega í bók sinni Íslenska efna- hagsundrið: Flugeldahagfræði fyrir byrjendur og talar hann þar um list- ina að lána sjálfum sér. Merkimið- inn sem hægt er að hengja á þessa þróun er svo það sem Krugman kall- ar einkavinakapítalisma (bls. 74). Úir og grúir af leiftrandi hugmyndum Það úir og grúir af skemmtilegum hugmyndum í bók Krugmans og þýðandanum tekst yfirleitt að koma þeim vel yfir á íslensku þannig að bókin er þægileg aflestrar. Það er ekki mikið um klaufalegar þýðingar í bókinni þó vissulega sé þýðandinn að glíma við tæknihugtök úr hag- fræði sem ekki hafa verið mikið not- uð hér á landi, til dæmis orð eins og freistnivandi sem sennilega fáir sem ekki eru innvígðir inn í tungutak viðskiptalífsins hafa heyrt talað um. Eins er ekki mikið um innsláttar- og þýðingarvillur þótt þær slæðist inn á nokkrum stöðum, sbr. „regluleg- um millibili“(bls. 114); „Beijing“ en ekki Peking (bls. 145) og „mög erf- ið“ (bls. 153). Þessir litlu hnökrar koma þó ekki að sök svo einhverju skipti og er bók Krugmans snörp og skemmtileg aflestrar. Bókin ætti því að geta hjálpað íslenskum lesendum sem áhuga hafa á íslenska efnahagshruninu að setja það í samhengi við þá atburði úti í heimi sem hafa orsakað það að hluta sem og til að skilja betur þá efnahagslægð sem nú gengur yfir heiminn. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@dv.is á m i ð v i k u d e g i Hvað Heitir lagið? „Og það er ekkert sem ég get gert þegar ég uppgötva með skelfingu að köngulóarmaðurinn ætlar að borða mig í kvöldmat.“ Bræðslan Brestur á Tónlistarhátíðin Bræðslan á Borg- arfirði eystri fer fram um komandi helgi. Í ár koma fram Hinn íslenzki Þursaflokkur, Páll Óskar og Monika ásamt strengjasveit, B. Sig og Jónas Sig og nýkrýndir sigurvegarar Mús- íktilrauna, Bróðir Svartúlfs. Þess má geta að hátíðin fagnar fimm ára af- mæli sínu að þessu sinni. Að jafnaði hafa rúmlega þúsund manns sótt Borgarfjörð eystri heim Bræðslu- helgina sem verður að teljast ágætis viðbót við íbúafjöldann sem telur um 150 manns. Að sögn hátíðar- haldara hafa nú rúmlega sex hundr- uð manns tryggt sér miða og því ein- ungis tæpir tvö hundruð miðar eftir. Verð aðgöngumiða í forsölu er 5000 krónur á midi.is. Þokulúðrar á grand Hin víðfræga andfólkhljómsveit The Foghorns heldur tónleika á Grand Rokk á miðvikudaginn í næstu viku. Um er að ræða út- gáfutónleika en The Foghorns, sem kemur alla leið frá Seattle, gaf nýverið út fimmtu breiðskífu sína, A Diamond as Big as the Motel 6. Hljómsveitin hefur áður spilað hér á landi við góðan orð- stír. Benni Hemm Hemm kemur einnig fram á tónleikunum en þetta eru fyrstu tónleikar hans á Íslandi á þessu ári. Húsið er opn- að kl. 21, aðgangseyrir er 1000 krónur. tilraunir í tanki Rósa Sigrún Jónsdóttir myndlistar- maður opnaði sýninguna Hljóð-leg í lýsistanki í Djúpuvík á Ströndum um síðustu helgi. Rósa kom fyrst inn í einn lýsistankinn sem tilheyrir gömlu síldarverksmiðjunni í bænum í fyrrasumar og kveðst hafa heillast algerlega af þessu rými „sem ómar næstum því inn í eilífðina!“ eins og listakonan segir í tilkynningu. Í framhaldinu fór hún að gera tilraun- ir í einum tankinum og niðurstaða þeirra er gerð opinber á sýningunni sem stendur til 20. ágúst. freistnivandi og eftirlitsleysi Gagnrýnir freistnivanda Paul Krug- man, hagfræðingur við Princeton- háskóla, ræðir töluvert um freistni- vanda í bók sinni sem fjallar öðrum þræði um efnahagshrunið í haust. Áhugavert gæti verið fyrir íslenska lesendur að kynna sér freistnivanda í viðskiptum en með hugtakinu er það útskýrt hvernig bisnessmenn falla í freistni og hegða sér ósiðlega til að maka krókinn. fókus 22. júlí 2009 miðvikudagur 45 Aftur til kreppuhAg- fræði: krísAn 2008 Höfundur: Paul Krugman Útgefandi: Bókafélagið Urður Þýðandi: Elín Guðmundsdóttir bækur Svar: LuLLaby mEð THE CurE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.