Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2009, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2009, Blaðsíða 46
„Ég hef oft farið til Skotlands og hef lent í verulegum vandræðum síðan á Englandi fyrir að tala með skoska hreimnum og af- neita því síðan og segjast vera íslenskur,“ segir Sveinn Waage sem á fimmtudagskvöld- ið hitar upp fyrir belgíska grínistann Lieven Scheire á Batteríinu, gamla Organ. Á uppistandinu mun Sveinn koma fram sem hinn skoski Brian McBastard. „Þessi karakter er búinn að vera í maganum á mér lengi og hann hefur fengið að poppa út tvisvar sinnum áður. Hann mun vera í full- um skrúða og með rautt skegg,“ segir Sveinn og bætir við að Brian sé sérlegur sendiboði Skotans. „Sem leiðréttir hluti um Lochness- skrímslið til dæmis með sekkjapípu og í skotapilsi.“ Sveinn hitar upp fyrir ásamt Rökkva Vé- steinssyni uppistandara sem einnig mun flytja sitt prógram á ensku og Sveinn segist hlakka til að hlusta á hinn belgíska Lieven. „Ég hef ekki séð hann sjálfur en hann hefur víst unnið til fjölda verðlauna þarna úti og kennir jafnframt spuna, kómedíu og spuna- leiklist því held ég að það sé alveg þess virð- ist að kíkja á hann.“ Sveinn segist lítið stressaður að koma fram og það á ensku „Ég hef verið að skemmta það mikið í gegnum árin og koma fram á giggum á ensku, “ segir Sveinn sem segir Brian McBarstard vera að deyja úr spenningi að fá að koma fram og tjá sig. „Þetta er í fyrsta sinn sem hann fær að vera hann sjálfur allan tímann og hann verður þarna í þjóðbúningi sínum og lætur gesti og gangandi heyra það.“ Stand-upið byrjar klukkan 21. Með sekkjapípu og rautt skegg Sveinn Waage kemur fram á uppiStandi Sem Brian mcBaStard: Stefanía Guðrún HalldórSdóttir: Á vefsíðu Jóns Þórs Birgisson- ar, Jónsa, og kærasta hans Alex Somers má finna skemmtilegt myndband undir flokknum Jónsi and Alex recipe Show. Þar má sjá Jónsa og Alex vera að búa til hráfæðuuppskrift sem nefn- ist Macadamia Monster Mash. Strákarnir bregða sér í hlutverk sjónvarpskokksins og er þetta af- bragðs skemmtun í alla staði. Til- efnið er nýútkomin breiðskífa frá þeim félögum sem heitir Riceboy Sleeps. Samkvæmt heimasíðu þeirra er von á fleiri uppskriftum innan skamms og ef þau innslög eru jafnskemmtileg og þetta ættu þaulreyndir sjónvarpskokkar að fara að vara sig. 46 MIðVIkuDagur 22. júlí 2009 fólkIð Tónlistarmaðurinn Barði Jó- hannsson keypti nýlega gamla sýslumannsbústaðinn á Hvols- velli og er planið að nota húsið sem upptökustúdíó. Barði hefur eflaust fengið hugmyndina frá unnustu sinni Elmu Stefaníu Ágústsdóttur sem er uppalin einmitt á Hvolsvelli. Parið eign- aðst snemma á árinu sitt fyrsta barn saman, dótturina Ísold. Þessi litla fjölskylda er þó búsett í bænum en ekki þykir ólíklegt að þau muni verja meiri tíma á æskuslóðum Elmu nú þegar sýslumannsbústaðurinn er kom- inn í þeirra eigu. Sveinn Waage Kemur fram sem Brian McBastard á uppistandi á fimmtudaginn. á HVolsVellI stúDíó skeMMtIlegIr kokkar „Þetta gekk alveg rosalega vel. Það var líka vel að þessu staðið af hálfu þeirra sem stóðu fyrir sundinu, voru meðal annars með bát sem fór á und- an. Það er mjög gott því það hjálpar manni við að átta sig á stefnunni sem getur verið erfitt í sjósundi,“ segir Stefanía Guðrún Halldórsdóttir sem um síðustu helgi varð fyrst kvenna til að synda frá Grímsey á Steingríms- firði og í land við Dranga á Strönd- um. Raunar varð Stefanía um leið aðeins önnur manneskjan sem lýkur þessu sundi svo vitað sé. Sú fyrsta var Árni Þór Árnason sem synti um leið og Stefanía og kom í land um tveim- ur mínútum á undan henni. Sundið, sem er ein sjómíla eða 1,85 kílómetrar, var hluti af svokall- aðri Bryggjuhátíð sem Drangnesing- ar standa fyrir árlega. „Í þetta skiptið var bryddað upp á því að hafa Gríms- eyjarsund í fyrsta sinn. Hátíðarhald- arar auglýstu það á Facebook og ég bara skráði mig,“ segir Stef- anía sem ættuð er af Ströndum og fylgist þess vegna vel með því sem sveit- ungar hennar eru að bralla. Hún segir ein- hverja fleiri en hana og Árna hafa skráð sig í sundið en þeg- ar á hólminn var komið forföll- uðust allir aðrir vegna veikinda. Aðspurð seg- ist Stefanía ekki svekkt yfir því að hafa ekki verið á undan Árna í land. „Nei, mark- miðið var bara að komast yfir. Það er heldur ekki auðvelt að gefa í þeg- ar sjórinn er svona kaldur því þá getur maður fengið krampa,“ en hún var rúmar fjörutíu mínútur að synda vegalengdina. Aðeins er um einn og hálfur mánuður síðan Stef- anía prófaði sjósund í fyrsta sinn und- ir handleiðslu hins frækna Benedikts Hjartarsonar sem af- rekaði að synda yfir Ermarsundið fyrstur Íslendinga á síðasta ári. Því má segja að afrek hennar sé þó nokkuð. „Jú, ætli það ekki. Ég býst alla vega við að þetta sé ágætis ár- angur,“ segir Stefan- ía af hógværð. Hún hafði áður synt að- eins lengri vegalengd í Nauthólsvík- inni en segir að sjórinn þar sé yfirleitt nokkuð heitari held- ur en í Steingrímsfirð- inum. Sem dæmi hafi hann verið um fjór- tán gráður á Íslands- mótinu í sjósundi sem fram fór í Nauthólsvík í síðustu viku en var líklega ekki nema 9- 10 gráður í Grímseyj- arsundinu á laugar- daginn. Stefanía segist ekki vera kom- in með ný markmið í sjósundinu, til dæmis sé engin eyja sem hún hafi augastað á til að synda út í eða til lands frá. „Ég hef ekkert hugsað út í það. Mér dettur kannski eitthvað slíkt í hug seinna, ef ég sé eitthvað sem kveikir í mér, en það er ekkert á döf- inni núna,“ segir hún hlæjandi. Og Ermarsundið er heldur ekki á lang- tímaáætluninni. „Ég stórefast um það. Það er svo miklu lengra sund heldur en það sem við erum að gutla í hérna heima.“ kristjanh@dv.is aðeins einn og hálfur mánuð- ur er síðan Stefanía Guðrún Halldórsdóttir prófaði sjósund í fyrsta sinn. Þrátt fyrir það synti hún svokallað grímseyjarsund á dögunum, fyrst kvenna, í sjó sem var töluvert kaldari en hún hafði áður stungið sér til sunds í. gríMseyjarsunD í bIkIníI Hreystimenni Stefanía og Árni að loknu Grímseyjarsund- inu síðastliðinn laugardag. MYND JóN HallDórSSoN lagt í hann Stefanía og Árni hefja sundið frækna. MYND JóN HallDórSSoN lokaspretturinn Síðustu sundtökin hafa væntanlega tekið nokkuð á. Hér er Stefanía á lokasprettinum á meðan Árni sést splæsa í „sigurpósu“ í bakgrunninum. MYND JóN HallDórSSoN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.