Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2009, Blaðsíða 31
vestfirðir
algjörlega
Miðvikudagur 22. júlí 2009 31
Gamla smiðjan á Þingeyri eins og hún er kölluð í dag má rekja til ársins 1906 þegar Guðmundur J. Sigurðsson heim úr
vélsmíðanámi frá Danmörku. Frá Danmörku tók Guðmundur með sér ný verkfæri sem nauðsynleg voru til smiðjureksturs.
Þann 13 janúar árið 1913 stofnaði Guðmundur ásamt Gramsverslun, Vélsmiðju Guðmundar J. Sigurðssonar & Co. hf. og var einn af
frumkvöðlum alhliða smiðjureksturs á Íslandi. Undir stjórn Guðmundar og síðar Matthíasar, sonar hans, átti smiðjan eftir
að verða landsþekkt fyrir vandaða og góða þjónustu.
Í dag er lifandi safn í gömlu smiðjunni þar sem hægt er að fræðast um verkhætti sem tíðkuðust í smiðjunni allt frá stofnun.
Samhliða vélsmiðjunni var rekin eldsmiðja í húsnæðinu og er hún enn starfrækt í dag á sama grunni og frá stofnun.
Safnið er eintök upplifun og mögnuð skemmtun.
Gamla smiðjan
„Það er allt sérstakt við þetta kaffi-
hús, við erum með vestfirska þjóð-
lega áherslu bæði í mat og menn-
ingu. Hráefnið er héðan af svæðinu
og listamenn sem koma til okkar eru
allir með vestfirskar tengingar og
rætur. Borðin á staðnum eru hönn-
uð af vestfirskri listakonu þannig að
Vestfirðir eru hér um allt innan dyra
sem utan,“ segir Ársæll Níelsson sem
rekur kaffihúsið Kaffi Sæla á Tálkna-
firði ásamt unnustu sinni Auði Birnu
Guðnadóttur.
Auk þess að bjóða upp á mat og
drykk sem sótt er í vestfirska nátt-
úru er boðið upp á ýmis skemmtiat-
riði um helgar þar sem tónlistamenn
bjóða gestum upp á ýmsar tegund-
ir tónaveislna. Göldróttir vestfirskir
skipstjórar og afkomendur þeirra
hafa gert uppskriftir að flestum þeim
réttum sem í boði eru, meira að segja
teið er búið til fyrir vestan.
„Gestunum okkar hefur líkað
þetta mjög vel enda sjaldgæft að ein-
hver komi bara einu sinni jafnvel
þó fólk stoppi bara stutt við í þorp-
inu. Þannig að við erum sátt við
móttökurnar, hér eru hópar þýskra
veiðimanna allt sumarið sem kíkja
gjarnan við hjá okkur og svo má ekki
gleyma því að hér er vinsælasta tjald-
svæði Vestfjarða og flestar helgar þar
hundruð gesta sem auðvitað líta
margir við og næra líkama og huga
með þessum vestfirsku veislum þar
sem dekrað er við öll skynfæri gesta.
Við erum með ljósmyndasýningu
uppi núna eftir Ágúst Atlason, gríð-
arlega magnaðan áhugaljósmyndara
á Ísafirði, og svo bíður myndlista-
sýning eftir Marsibil Kristjánsdótt-
ur listakonu á Þingeyri, einmitt þá
sömu og hannaði og gerði borðin
í veitingasalinn hjá okkur. Það er
ekkert lítið sem verið er að ráðast
í hérna og svo er ég að ljúka við að
semja einþáttung sem við stefnum
að frumsýningu á hérna. Efnið er
sótt í smiðju forföður míns sem lenti
í miklum átökum þegar tveir tugir
Fransmanna ætluðu að hafa hann
á brott með sér. Eftir um fjögurra
klukkustunda átök kom hann aftur í
land en Fransmenn hugðu að eymsl-
um eins og það er kallað núna. Það
er því kraftur í konseptinu eins og
öðru á þessu svæði.“
Nafn staðarins er sótt til afa veit-
ingamannsins, Ársæls Egilssonar,
sem hvunndags er aldrei kallaður
annað en Sæli og hefur svo verið svo
lengi sem elstu menn muna. Sæli var
annáluð aflakló áratugum saman þó
merki hans muni lengst haldast á lofti
fyrir Sælabandið sem línusjómenn
þekkja svo vel og hefur einfaldað alla
vinnu við línusjómennsku.
Parið kemur vestur á sumrum og
sinnir sínum framúrstefnulega þætti
í mannlífi Tálknfirðinga en stund-
ar nám í Danmörku á vetrum. Segja
þau alveg vera von um að þau reyni
að gera enn betur á næsta sumri eft-
ir að vera orðin hokin af reynslu eft-
ir þetta fyrsta sumar, enda hafi verið
mjög gaman að þessu en það muni
kannski ráðast þegar þau standa
frammi fyrir því hvort á að meta upp-
gjör sumarsins með tölustöfum eða
tilfinningunni einni sem gerir alla
hluti svo unaðslega. GS
n Ársæll og Auður reka kaffihús á Tálknafirði á
sumrin en stunda nám í Danmörku á veturna.
vestfirskt kaffihús
Ársæll NíelssoN og Auður
BirNA guðNAdóttir Utan við Kaffi
Sæla á Tálknafirði þar sem þau reiða fram
veislur fyrir maga sem huga.
MyNd guðMuNdur sigurðssoN