Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2009, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2009, Blaðsíða 9
fréttir 22. júlí 2009 miðvikudagur 9 Samson náði ekki að tryggja sér er- lenda lánveitingu til að fjármagna tæplega 46 prósenta hlut sinn í Lands- bankanum árið 2002 vegna þess að erlend fjármálafyrirtæki höfðu efa- semdir um að lána félaginu á nægi- lega hagstæðum kjörum til fjárfest- inga á Íslandi, að sögn talsmanns Samsonar, Ásgeirs Friðgeirssonar. DV greindi frá því í gær að Sam- son hefði leitað til að minnsta kosti 23 erlendra fjármálafyrirtækja eftir lánveitingu upp á 64 milljónir dollara haustið 2002 til að fjármagna kaup á tæplega helmingnum af eignarhlutn- um í Landsbankanum. Ásgeir segir að lending Samson- ar í málinu hafi því verið að hag- stæðara væri að eigendur Samsonar, þeir Björgólfur Guðmundsson, son- ur hans Björgólfur Thor og Magnús Þorsteinsson, lánuðu Samson rúma þrjá milljarða persónulega fyrir hluta kaupverðsins og að tekið væri lán í Búnaðarbankanum á Íslandi. Það lán hefur verið til umræðu eftir að greint var frá því að Samson ætti í viðræðum við Nýja Kaupþing um niðurfellingu helmings lánsins, um þriggja millj- arða króna. Íslandstengingin óhagstæð Að sögn Ágeirs hefði Samson getað fengið lán frá erlendum fjármálafyrir- tækjum, til að kaupa banka á Íslandi, á öðrum kjörum en til að kaupa fjár- málafyrirtæki á Ítalíu eða í Frakklandi. Þetta skýrist mögulega af því að verið var að einkavæða íslensku ríkisbank- ana og erlend fjármálafyrirtæki höfðu ekki mikla þekkingu eða reynslu af ís- lenskum fjármálamarkaði. Ásgeir segir hins vegar að erlend fjármálafyrirtæki hafi verið tilbúin að lána eigendum Samsonar til annarra fjárfestinga „Menn leituðu eftir þessu og voru að skoða þennan möguleika. Svo bara ákveða menn þegar þar að kemur að fara aðra leið,“ segir Ásgeir en þar á hann við lánið sem eigendur Samsonar veittu félaginu persónulega og lánið frá Búnaðarbankanum sem veitt var í sama mánuði, apríl 2003, og einn af þremur gjalddögum Samson- ar vegna Landsbankakaupanna. „Þar var ástæðan ekki sú að menn gátu ekki fengið þetta lán annars staðar heldur var þetta hagstæðasti kostur- inn.“ Ásgeir segir að lánveitingarnar tvær hafi svo verið notaðar til þess að greiða fyrir hlut Samsonar í Lands- bankanum ásamt fimmtíu prósenta eiginfjárframlagi sem var tilkomið vegna sölu þremenninganna á Bravo bjórverksmiðjunni í Rússlandi. Erlendu fjármálafyrirtækin sem Samson leitaði til eftir lánveitingu til að kaupa Landsbankann vildu ekki lána félaginu á hagstæðum kjör- um til að kaupa banka á Íslandi. Búnaðarbankalánið og lán eigenda Samsonar til félagsins var því lendingin í fjármögnun kaupanna. ENGINN VILDI LÁNA SAMSON IngI F. VIlhjálmsson blaðamaður skrifar ingi@dv.is Þurftu að leita heim Samson þurfti að leita eftir lánveitingu á Íslandi til að kaupa Landsbankann eftir að hafa gripið í tómt í útlöndum: lánakjörin sem félaginu buðust þar voru ekki nægilega hagstæð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.