Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2009, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2009, Blaðsíða 32
Miðvikudagur 22. júlí 200932 vestfirðir sýslumanninum á rauða- sandi rænt af sjóræningjum „Þær sjóræningjasögur sem við byggjum á hérna gerast að miklu leyti á Vestfjörðum. Þeir komu víða við hérna þótt þeir væru ekki eins stórtækir í mannránum og Tyrkirnir voru í Vestmannaeyjum en samt gerðu þeir óskunda. Til dæmis rændu þeir sýslumann- inum á Rauðasandi 1579, það er mjög þekkt saga sem margir þekkja,“ segir Alda Davíðs- dóttir hjá Sjóræningjahúsinu á Patreksfirði. Sjóræningjahúsið er í gamalli vélsmiðju á staðnum sem hefur verið breytt haganlega fyrir þetta nýja hlutverk. Jafnframt því að sögum sjórána séu gerð góð skil er þar nota- legt kaffihús og því hægt að næra sig um leið og fólk lifir sig inn í sjóræningjaheiminn sem margir hafa dáð í æsku. „Hér í þessari álmu þar sem kaffihús- ið er var trésmíðaverkstæðið og hér voru smíðaðir toghlerar fyrir hina miklu togara- útgerð sem var hér. Smiðjan var svo hérna inn af og nú erum við búin að gera þar fjöl- nota veislusal fyrir alls kyns uppákomur og veislur. Sumir vildu jafnvel rífa þetta fallega hús af því að það væri gamalt og ekki í drit. En þegar hugmyndin að Sjóræningjahús- inu var komin sáum við að þetta hús hér við fjöruborðið smellpassaði við hugmyndina. Hér er líka gott útisvæði fyrir börn á öllum aldri til að fara í sjóræningjaleiki. Við eigum enn eftir að bæta það svæði mikið og gera það enn sjóræningjavænna. Svo erum við að láta sauma sjóræningjaföt fyrir börn því við viljum gera sem mest fyrir þau.“ Alda segir viðtökur ferðafólks hafa verið mjög góðar og að greinilegt sé að hugmynd- in virki vel, í fyrra hafi komið yfir fjögur þús- und manns í húsið þrátt fyrir að það væri fyrsta sumarið sem opið var og lítil kynning hefði farið fram. „Miðað við það sem af er sumri verður töluverð aukning hjá okkur nú í sumar. Enda er mjög mikil fjölgun ferðafólks á Vestfjörð- um. Við stefnum svo að árvissum stíganda í efni og því að stækka sýninguna ásamt því að gera þetta meira lifandi fyrir líf og leik fjöl- skyldna.“ Ýmsar vörur og handverk er selt í hús- inu, fyrir yngstu gestina vekur mesta athygli að hægt er að fá sjóræningjasverð og sjó- ræningjabækur þannig að strax er hægt að bregða sér í hlutverk þessara framandi hetja hafsins. En það sem vekur kannski mesta athygli er að í gömlum rekkum smiðjunnar, þar sem allt er merkt með tommumáli, er skiptibóka- markaður. „Þetta vekur mikla athygli og fólki finnst gaman að geta fengið bækur hér fyrir sínar gömlu. Reyndar fáum við svo miklu meira af bókum en fer að við höfum leyft fólki að taka sér bækur þó það hafi ekki neina á móti. Það hentar ferðafólki ágætlega,“ segir sjóræn- ingjahúsfreyjan á Patreksfirði. GS n Í Sjóræningjahúsinu á Patreksfirði eru rifjaðar upp viðkomur sjóræningja fyrir uppátæki þeirra: SjóræningjafjölSkylda á PatrekSfirði Alda Davíðsdóttir, Jökull og Birkir Davíðssynir í Sjóræningjahúsinu. Það sem gerir þennan stað svo einstakan sem raun ber vitni er samspil um-hverfisins og matargerð- arinnar,“ segir Magnús Hauksson, kokkur í Tjöruhúsinu á Ísafirði. „Maturinn er fyrst og fremst sjáv- arfang sem kemur að landi nýtt og ferskt samdægurs og húsnæð- ið hefur þjónað um aldir. Matseð- ill dagsins stjórnast af því hvað karlarnir koma með að landi, allt er þetta jú gott sem hafið fær- ir okkur. Sjávarfangið er mest spennandi hráefni sem hægt er að komast í því möguleikarnir við matargerðina eru endalausir.“ Magnús hefur hlotið viður- kenningar fyrir frábæra fiskrétti, meðal annars í útlendum ferða- blöðum og tímaritum, auk þess sem metnaðarfullar ferðabæk- ur víða um heim gera matreiðslu Magnúsar góð skil. Tjöruhúsið er hluti elstu húsaþyrpingar sem varðveist hefur á Íslandi og því frábær umgjörð um góðan veit- ingastað. Mikil heppni var að þessi merka þyrping varð ekki jarðýtum að bráð um 1970. „Það stóð til að senda ýtur á öll húsin hérna, það er fyrst og fremst fyrir ötula baráttu Jóns Páls Hall- dórssonar athafnamanns að náð- ist að varðveita þessa einstöku húsaþyrpingu frá 18. öld. Það voru eins hús á Akureyri sem urðu stundargaman vinnuvéla enda áttu þeir engan Jón Pál til að standa vaktina.“ Það vekur athygli þegar inn er komið hve hlýlega er tekið á móti gestum með gestrisni fyrri tíma og heimilislegum hætti, veitingar eru bornar á borð í pönnum, mis- stórum eftir því hve margir eru til borðs hverju sinni, og hvort sem fólk vill njóta andblæs liðinna alda utandyra eða inni í þessu musteri athafna um aldabil. „Það er konan mín sem hefur haft veg og vanda af því að skapa þá stemningu sem hér er og það andrúmsloft sem heillar gest- ina okkar, við höfum rekið þetta saman ásamt syni okkar. Þau eiga í raun reksturinn og ég vinn hjá þeim,“ segir þessi meistarakokk- ur. Eftir að hafa bragðað á dul- mögnuðum fiski dagsins er ljóst að enginn fer svangur eða von- svikinn frá borðum hjá þeim hjónum í Tjöruhúsinu þar sem líka er hægt að fá sér kaffi og heimagert bakkelsi með. GS Sjávarfangið mest spennandi n Magnús Hauksson kokkur hefur fengið heimsathygli fyrir fiskrétti sína: Viðurkenndur á HeiMSVíSu Töfrakokkurinn reiðir fram gómsæta fiskrétti á pönnum fyrir viðskiptavini Tjöruhússins á Ísafirði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.