Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2009, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2009, Blaðsíða 24
Miðvikudagur 22. júlí 200924 vestfirðir víkingaskipi DunDaði sér við smíð á n Valdimar Elíasson, skipstjóri og skipa- smiður á Þingeyri, smíðaði sér víkingaskip. Það er góð spurning, hvers vegna smíðar maður sér víkingaskip? Þetta bara gerðist svona, fyrir nokkrum árum varð víkinga-vakning hér á Þingeyri. Fólk fór að sauma sér víkingaföt og svo var farið að búa til víkinga- þorpið hér á Oddanum sem er orðið virkilega magnað í anda víkinganna. Það lá beint við að ekki yrði ferðast til og frá þessu þorpi öðruvísi en með víkingaskipi,“ segir Valdimar Elíasson, skipstjóri og skipasmiður á Þingeyri. Valdimar hefur um árabil verið togaraskipstjóri um öll heimsins höf en söðlaði um og smíðaði sér sjálfur víkingaskip. Tólf tonna skip sem smíðað er eftir öllum reglum sem um slíkt gilda og hefur fullkomna pappíra upp á að mega sigla við Ísland. Efniviðurinn er eik og lerki en lerkið er búið nátt- úrulegri fúavörn og á að endast um aldur og ævi. Talið er að allar undirstöður gamalla bygginga í Feneyjum séu einmitt úr lerki og því hafi þær varð- veist sem raun ber vitni. „Ég dundaði við að smíða skipið síðasta vetur og naut til þess aðstoðar eistnesks manns, Anti Keem, sem hafði mikinn áhuga á að taka þátt í þessu verk- efni og kom hingað til lands til að læra svona smíði. Víkingafélagið hérna kostaði smíði skipsins. Fyrsta strandhöggið okkar var á víkingahátíðinni í sumar og lukkaðist vel, mikill fjöldi sem vildi og fékk að sigla með skipinu. Það er mikill áhugi meðal ferða- manna að fá að fara í siglingu með skipinu og ekk- ert mál að bregðast við því og fara með þá sem fara vilja. Sennilega mun farþegum fjölga í fyllingu tím- ans eftir því sem þetta spyrst út.“ Þegar farið er í siglingu er fólk ekki bara far- þegar, heldur þátttakendur því að ekki er nein vél í skipinu, aðeins er seglbúnaður og verða því allar manúeringar að fara fram með árum að hætti for- feðra okkar. Þá verða allir að leggjast á árar og taka þátt. „Það er mikil stemning í því þegar kemur fólk sem aldrei hefur séð ár áður, hvað þá handleik- ið hana. Áralagið verður aðeins villt í byrjun en allt kemur þetta og fólki finnst þetta gríðarlega skemmtilegt. Auðvitað er það ekki mikið sem þarf að róa en aðeins þarf að færa skipið til og kenna mönnum um leið að róa,“ segir Valdimar og tekur fram að allur öryggisbúnaður sé samkvæmt öllum þeim stífustu kröfum sem hugsast geti og allir séu tryggðir sem með skipinu fara. GS Valdimar Elíasson Skipasmiður og skipstjóri við stjórnvölinn á víkingaskipi sínu. mynd Víkingafélagið dýrfirskir Víkingar Búið að hífa upp segl og landtaka fyrirhuguð. mynd Víkingafélagið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.