Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2009, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2009, Qupperneq 2
Óvíst er hvort Jóhanna Sigurðardóttir mætir á Gay Pride um helgina. Forsætisráðuneytið neitar að svara þeirri spurningu. Embættistaka Jóhönnu vakti heimsathygli enda fyrsti samkynhneigði forsætisráðherrann í heiminum. Heimir Már Pét- ursson, framkvæmdastjóri Gay Pride, segir Jóhönnu velkomna á Gay Pride eins og alla landsmenn en skilst að hún verði ekki í bænum. hitt málið Þetta helst - þessar fréttir bar hæst í vikunni Lánabók opnast Leyniskjöl lánanefndar Kaup- þings, sem tekin voru saman fyrir fund rétt fyrir hrun og voru birt á netinu, hafa verið mál mál- anna. Skjölin sýna skuldsetningu ýmissa fyrirtækja sem fengu lán hjá bankanum og hvernig tryggingum og veðum virtist oft ábótavant. Þá varð sú ákvörðun bankastjórnar Kaupþings og skilanefndar gamla Kaupþings að fara fram á og síðan fá lögbann á fréttaflutn- ing Ríkisútvarpsins til þess að mikil reiði braust út í samfélaginu. Einn þeirra sem fengu mikil lán hjá Kaupþingi er Skúli Þorvaldsson, sonur Þorvaldar í Síld og fisk. Hann er með mikinn rekstur erlendis en fékk líka lánað gegn hlutabréfum í Kaupþingi og Exista. MikiL áhættusókn Bjarni Ármannsson var rekinn úr stöðu bankastjóra skömmu eftir að nýir eigendur tóku yfir Glitni vegna þess að hann þótti of varkár í rekstri bankans. Lárus Welding var ráðinn hans í stað og hóf nýja stórsókn sem fólst í því að stórauka útlán. Starfsmenn á lánasviði fengu bónusa fyrir útlán til fyrirtækja og gátu þar með hækkað laun sín til mikilla muna. Nýir ráðandi eigend- ur mörkuðu sér nýja stefnu. Þegar Jón Ás- geir Jóhannesson og félagar náðu yfirhend- inni í Glitni var strax ljóst hvert átti að fara. Stækka bankann og það verulega. óvinsæLL nefskattur Margir hafa orðið til að kvarta undan nefskattinum til Ríkisútvarpsins sem blasti við á álagningarseðlum um síðustu mánaðamót. En það eru ekki eingöngu einstaklingar sem greiða nef- skattinn. Það gera líka hin margvíslegustu félög og fyrirtæki. Í húsinu við Suður- landsbraut 18 eru 259 fyrirtæki skráð til húsa. Hvert þessara fyrirtækja þurfti að greiða 17.200 krónur í útvarpsgjald til RÚV. Því fær RÚV tæpar fjórar og hálfa milljón króna frá þessu eina hús. 1 BJÖRN THORS Í HLUTVERKI BLAÐAMANNS F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð Skúli ÞorvaldSSon fékk risalán hjá kaupþingi: MILLJARÐA MAÐURINN dv.is MIÐVIKUdAgUR Og fIMMTUdAgUR 5. – 6. ágúst 2009 dagblaðið vísir 109. tbl.99. árg. – verð kr. 347 n SKULdAR TUgI MILLJARÐA UMfRAM EIgNIR nÁTTI 3% Í KAUPÞINgI nfAÐIR HANS EINN RÍKASTI MAÐUR LANdSINS UM ÁRABIL n gAgNRÝNdI ÓÁBYRg ÚTLÁN BANKA HARÐLEgA n„ÞAÐ VANTAR AgA Í SAMfÉLAg OKKAR“ „SVO TÓK Ég ÁKVÖRÐUN UM AÐ KEYRA ÞARNA INN“ nVEIKUR MAÐUR fÉKK EKKI SJÚKRAHÚSVISTUN Og KEYRÐI INN Í LÖgREgLUSTÖÐ ICELANdAIR RUKKAR ÖMMU UM 40 ÞÚSUNd fRÉTTIR ReykIR í sJóNUM SVIÐSLJÓS nJACK NICHOLSON HRESS Á ÁTTRæÐISALdRI RÚV FÆR FJóRAR MILLJóNIR ÚR eINU HÚsI fYRIR AÐ BREYTA fLUgI ÖMMUBARNSINS fÓLK FeNGU BORGAÐA BóNUsA FyRIR AÐ AUkA skULDIR ngLITNIR fÓR Í STÓRSÓKN UNdIR STJÓRN LÁRUSAR WELdINg n BJARNI ÁRMANNSSON VAR REKINN fRÉTTIR NEYTENdUR 2 2 miðvikudagur 5. ágúst 2009 fréttir Í byrjun apríl 2007 tóku að berast frétt- ir af því að fram undan væru breyting- ar á eignarhaldi Glitnis, sem þá var í meirihlutaeigu Fl-Group og Miles- tone. 4. apríl sagði Ríkisútvarpið frá því að Hannes Smárason hefði í félagi við Jón Ásgeir Jóhannesson tryggt sér stuðning margra hluthafa og að þeir ætluðu sér aukin áhrif í bankanum. Viðskiptin urðu svo að veruleika strax nokkrum dögum síðar, en ljóst var að fleira var í aðsigi. Sögusagnir fóru á kreik um að Bjarna Ármannssyni, þáverandi for- stjóra bankans, yrði bolað út af nýj- um meirihlutaeigendum. Bjarni var spurður út í þennan orðróm í frétt- um Stöðvar 2 og svaraði svona: ,,Ja, það á auðvitað bara eftir að koma í ljós hvaða áhrif og áherslur hluthaf- ar hafa.... en ég hef áhuga á að vera áfram forstjóri bankans.“ Aðeins 20 dögum síðar var þetta allt breytt. Bjarni hættur sem forstjóri og við tók Lárus Welding. Viðhorf Bjarna virtist hafa breyst á örskömmum tíma og nú sagði hann í fréttum: ,,Ég hef nú verið í þessu starfi í tæpan áratug og kannski nú lengur heldur en ég ætlaði í upphafi en ég held að það sé hægt að segja það þannig að, að svona að undanförnu verða miklar breytingar í manns nánasta umhverfi þá fer mað- ur nú svona að velta fyrir sér hvort, eða hugleiða það hvort það séu kom- in kaflaskil, hvort það sé kominn nýr þáttur og eftir svona, leggjast aðeins yfir þetta, komst ég að þeirri niður- stöðu að líklega væri best fyrir mig að, að segja þessum kafla lokið.“ Bjarna var vikið úr starfi Út á við var því harðneitað að Bjarni hefði verið rekinn og opinbera skýr- ingin var að hann hefði viljað breyta um kúrs í lífinu. Samkvæmt afar traustum heimildum DV er þetta rangt. Hátt sett- ir heimildarmenn innan úr röð- um Glitnis sem þekkja mál- ið út og inn fullyrða að Bjarni hafi verið rekinn af nýju eig- endunum og þar hafi Jón Ásgeir ráðið mestu. Ástæð- an var fyrst og fremst sú að Bjarni þótti of varkár og var ekki tilbúinn að fara í þá vegferð sem nú átti að fara í með bankann. Við ætlum að rekja þá sögu hér á eftir. Máltækið segir ,,sá hlær best sem síðast hlær“ og það á líklega við í þessu tilviki. Bjarni seldi alla hluti sína í Glitni á 7 milljarða um leið og hann hætti. Hann harmar þá ákvörð- un líklega ekki í dag. Þarna flæddi allt í peningum og nýi forstjórinn, Lárus Welding, fékk 300 milljónir fyrir það eitt að skrifa undir, ákvörðun sem var töluvert gagnrýnd á sínum tíma, enda fáheyrt í íslensku viðskiptalífi að menn fengju slíkar upphæðir fyrir það eitt að hefja störf. ,,Back on track“ Þegar Jón Ásgeir og félagar náðu yfir- höndinni í Glitni var strax ljóst hvert átti að fara. Stækka bankann og það verulega. Heimildarmenn DV segja að Jón Ásgeir hafi viljað að efnahags- reikningurinn yrði fimmfaldaður á 5 árum. Þegar þarna var komið hafði Glitnir þegar bólgnað verulega út árin á undan. Um aldamótin var efna- hagsreikningur Glitnis í kringum 400 milljarðar, en var orðinn 3.800 millj- arðar haustið 2008 þegar bankinn hrundi. Jón Ásgeir og aðrir sem stýrðu bankanum voru harðákveðnir að fara af stað í hraða stækkun og Bjarna var því sparkað. Hann hafði þegar stað- ist nokkur áhlaup áður og virtist eiga 9 líf í bankanum, en nú var ljóst að ekki yrði aftur snúið. Heimildarmenn DV úr innsta kjarna Glitnis segja að strax og Lárus tók við hafi allt breyst. Áhættusæknin varð algjör og öllum sparnaðarprinsippum var hent. Skýr- asta dæmið um nýja stefnu Glitnis mátti meðal annars sjá í 9 mánaða uppgjöri bankans árið 2007 og á fleiri stöðum, þar sem lykilvið- skiptavinum voru kynnt skilaboðin „back on track“ til marks um það að nú ætti að hefja sókn á nýj- an leik eftir þá stöðnun sem hafði ríkt misserið þarna á und- an. Þá hafði bankinn verið í ákveð- innni varnarbaráttu og ekkert stækk- að um nokkuð skeið. Mánuðina eftir að Bjarni fór úr bankanum tínd- ust þaðan út allir hans helstu sam- starfsmenn, sem voru yfir lykilsvið- um bankans og nýir menn voru settir inn í staðinn. Með öðrum orðum var á örskömmum tíma komin algjörlega ný áhöfn í brúna, sem hafði allt aðrar áherslur en þeir sem áður höfðu stýrt bankanum. Fékk 70% launahækkun án þess að biðja um hana Einn heimildarmaður DV sem starf- aði fyrir Glitni segir svo frá: „Þegar Lárus tók við voru launin mín hækk- uð um 70% og ég hafði ekki einu sinni beðið um launahækkun. Þegar Bjarni stýrði bankanum var mottóið alltaf að enginn væri ómissandi. Góðir starfs- menn fengu vel borgað, en ekki um- fram ákveðið þak.“ Sami heimildar- maður segir að þegar Lárus hafi tekið við hafi launapíramídi bankans verið flattur algjörlega út og enginn hafi far- ið frá bankanum, því að allir sem hafi eitthvað verið farnir að ókyrrast hafi verið keyptir til að vera um kyrrt. Verðbréfamiðlari á tugmilljóna króna bíl á kostnað Glitnis Fleiri dæmi um breytingar á bank- anum mátti sjá á bílaflotanum. Í tíð Bjarna Ármannssonar keyrði hann sjálfur um á dýrasta bílnum. Flottum Toyota Landcruiser. Eftir að Lárus tók við streymdu dýrindis bílar á bílastæð- in. Allt á kostnað bankans. Svæsnasta dæmið um þetta var verðbréfamiðlari sem fékk BMW M5 sportbíl til afnota á kostnað bankans. Slíkur bíll kostar yfir 20 milljónir í dag. Þessi lúxusbíla- kaup bankans voru samþykkt af nýja forstjóranum, Lárusi Welding. Fyrirtækjasviðið sprengdi alla áhættuskala Heimildarmenn DV, sem þekkja starfsemi Glitnis út og inn, segja að mesta og alvarlegasta breytingin hafi verið á fyrirtækjasviði bankans, sem var sérstakt áhugasvið hins nýja for- stjóra. Þar jókst áhættusæknin til allra muna með alvarlegum afleiðingum. Glanna- leg útlán á fyrirtækjasviði eru ein stærsta ástæða þess að bankinn féll að lokum. Á sviðinu unnu rúmlega 20 manns árið 2007 og þeir fengu nú aukið svigrúm til að lána án þess að bera það undir yfirmenn. Bónusar þessarra starfsmanna námu oft um 10% af þóknun bankans, sem var oft 3-4% af heildarútláni. Þannig gátu starfsmenn nú án nokkurs fyrirvara lánað allt að 200 milljónir til fyrirtækja og fengið í sinn snúð 5-700 þúsund krónur fyrir einn slíkan samning. Safnast þegar saman kemur og heimildir DV herma að nokkrir starfsmenn hafi allt að tífaldað laun sín með bónusgreiðslum þegar best lét. Þessi inn- byggða áhættusækni var svo eitt af því sem varð bank- anum að falli. Starfsmenn græddu á því að lána sem mest, alveg sama hvort lántakand- inn gat greitt lánin eður ei. Um þessa inn- byggðu áhættusækni í bankakerfi alls heimsins hefur mikið verið rætt og ritað og eru sérfræðingar sammála um að hún sé lykilþáttur í þeirri al- varlegu stöðu sem nú er uppi um all- an heim. Íslensku bankarnir létu sitt ekki eftir liggja í þessu, eins og hef- ur mátt sjá í tekjuuppgjörum síðustu ára hérlendis, þar sem tugir banka- manna hafa margfaldað laun sín með veglegum bónus- greiðslum. Ítrekað far- ið framhjá lánanefnd- inni En aftur að Glitni. Í bankan- um starf- aði lána- nefnd, sem þurfti að samþykkja öll stærstu útlán. Lánanefnd bank- FENGU BÓNUSA FYRIR AÐ LÁNA Bjarni Ármannsson var rekinn úr stöðu bankastjóra skömmu eftir að nýir eigendur tóku yfir Glitni. Lárus Welding var ráðinn í hans stað og hóf nýja stórsókn sem fólst í því að stórauka útlán. Starfsmenn á lánasviði fengu bónusa fyrir útlán til fyrirtækja og gátu þar með hækkað laun sín til mikilla muna. „Þegar Lárus tók við voru launin mín hækkuð um 70% og ég hafði ekki einu sinni beðið um launahækkun.“ Helstu eigendur glitnis rétt áður en ríkið yfirtók bankann 1. FL GLB Holding B.V. 13,34% 2. FL Group Holding Netherlands B. 11,13% 3. FL Group hf 5,79% 4. Þáttur International ehf 5,59% 5. GLB Hedge 5,01% 6. Saxbygg Invest ehf 5,00% 7. Glitnir bank hf. 4,52% 8. Landsbanki Luxembourg S.A. 2,37% 9. Salt Investments ehf 2,32% 10. Lífeyrissjóðir Bankastræti 7 2,18% 11. Sund ehf. 2,04% 12. Rákungur ehf. 2,00% 13. IceProperties ehf. 1,75% 14. Kristinn ehf. 1,71% 15. LI-Hedge 1,32% 16. Gildi-lífeyrissjóður 1,30% 17. Icebank hf. 0,96% 18. Langflug ehf. 0,91% 19. Bygg invest ehf. 0,88% 20. Stím ehf. 0,87% kúlulán í glitni n Ólafur Þór Hauksson, sérstak- ur saksóknari, sagði í samtali við DV í mars að kúlulán til starfsmanna bankanna yrðu „klárlega“ til skoðunar hjá embættinu. 184 328 800 994 800 170 800 BI RN A EI NA RS dÓ tt IR HA Uk UR G UÐ jÓ NS So N jÓ HA NN ES B AL dU RS So N kR IS tI NN G EI RS So N RÓ SA Nt M ÁR to RF AS oN St EF ÁN SI GU RÐ SS oN VI LH EL M M ÁR Þ oR St EI NS So N söLVi tryGGVason blaðamaður skrifar solvi@dv.is skipt út Varkárni Bjarna var illa séð af nýjum ráðamönnum bankans. Meira og stærra Þegar Jón Ásgeir og félagar náðu yfirhöndinni í Glitni þótti strax ljóst hvert átti að fara. Stækka bankann og það verulega. stórtækur Hannes var í bandalagi við Jón Ásgeir um að ná völdum í bankanum vorið 2007. fréttir 5. ágúst 2009 miðvikudagur 3 ans tók allar stærri ákvarðanir um lán, en í neyð mátti samþykkja lán án samþykkis nefndarinnar. Fram til ársins 2007 var þetta neyðarúrræði nær eingöngu notað í neyð, en með nýjum eigendum og stjórnendum var farið afar frjálslega með þetta leyfi til að fara framhjá nefndinni að sögn heimildarmanna DV. Sem fyrr segir var áhættusæknin sérstak- lega áberandi á fyrirtækjasviði, þar sem stærstu lánin voru veitt. Lár- us Welding veitti blessun sína fyrir því að sviðið mætti vaxa verulega. Yfir fyrirtækjasviðinu á þessum tíma var Guðmundur Hjaltason. Í hans tíð veitti Glitnir mjög há lán til Mil- estone, sem nú er til rannsóknar eins og þekkt er orðið. Guðmundur hætti hjá Glitni vorið 2008 og var þá ráðinn til Milestone. Rétt er að taka fram að Lárus Welding var undir miklum þrýstingi frá yfirstjórn bank- ans um að stækka hann og stækka. Heimildarmenn DV bera Lárusi vel söguna, hann hafi verið hinn ágæt- asti náungi, en segja að hans mistök hafi falist í því að láta undan öllum kröfum aðaleigenda bankans. Einn hátt settur heimildarmaður úr Glitni orðar það svo: ,,Eigendur Glitnis voru mjög skuldsettir og illa staddir og vildu búa til eftirspurn og stækka efnahagsreikning bankans. Lárus var undir mikilli pressu að stækka og stækka bankann eins mikið og hægt væri. Fram að tíð Lárusar hafði Jóni Ásgeiri og hans félögum að mestu verið haldið frá lánum í bankan- um, en þarna breyttist það.“ Þyrluferðin yfir New York Eins og DV hefur greint frá jókst kostnaður Glitnis vegna veislu- halda líka verulega í tíð Lárus- ar. Þegar hefur verið sagt frá ferð Glitnis til New York, þar sem 350 farþegum var boðið til New York á Saga Class. Einn heimildar- maður DV segir að allir sem hafi fengið boðskort í ferðina hafi mátt taka maka með sér á kostnað Glitnis, sem hafi fram að þessu verið óþekkt. Eftir þá ferð fóru nokkrir lyk- ilmenn í Glitni í þyrluferð yfir Hud- son-ánni í New York, sem mun hafa kostað skildinginn. Eftir hryðju- verkaárásirnar 11. september 2001 er mjög erfitt að fá leyfi til að fljúga yfir New York-borg, en í krafti pen- inganna tókst Glitni að fá slíkt leyfi. Í þyrluferðinni voru meðal annarra Jón Ásgeir Jóhannesson, Hannes Smárason og Lárus Welding. Lokaorð Lárusar Lárus Welding hefur engin viðtöl veitt eftir að hinir íslensku bankarnir hrundu, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir. Síðustu orð hans í íslenskum fjöl- miðlum voru í höfuðstöðvum Glitn- is, daginn sem bankinn var þjóð- nýttur. Þá harðneitaði hann því að bankinn hafi verið á leiðinni í þrot fyrir þjóðnýtinguna. „Alls ekki, alls ekki. Það var fyrirsjáanlegur lausa- fjárvandi sem leystur er í öllum til- vikum eins og við sjáum úti um all- an heim með þá seðlabönkum og ríkisstjórnum þess ríkis. Þetta eru atburðir sem eru að eiga sér stað úti um allan heim. Við erum náttúrlega að fást við alþjóða fjármálakrísu og í þessu tilviki var þessi lausn til hér á margan hátt sambærileg við það sem við erum að sjá erlendis og við erum í raun bara sáttir við þá niður- stöðu að ríkissjóður hefur ákveðið að koma inn í bankann með þessum hætti.“ I „Allir bankarnir voru með einhvers konar bónus- og kaupaukakerfi. Ég þekki ekki hvernig það var í út- lánadeildunum en einhvers kon- ar umbunarkerfi var ein skýring- in fyrir því að bankamenn höfðu svona ofboðslegar tekjur á undan- förnum árum,“ segir Gylfi Magnús- son, viðskiptaráðherra. Gylfi hefur ekki upplýsingar um hvernig slíkum kerfum var hagað í tilteknum bönkum en segir bón- usa af þessu tagi mjög varasama. „Það er alveg augljóst og vel þekkt dæmi víða annars staðar frá að svona bónuskerfi sem hvetur menn til að veita sem flest lán og eru einhvern veginn tengd afköst- um er mjög varhugavert í banka- rekstri. Eiginlega af augljósum ástæðum. Það getur hvatt menn til, eins og í þessu tilfelli, að lána meira en góðu hófi gegnir og fá bónusinn greiddan. Síðan kem- ur ekki í ljós fyrr en eftir einhvern tíma að lánveitingin var mjög van- hugsuð, lánið fer í vanskil og lána- stofnunin tapar stóré,“ segir Gylfi. Hann segir bónuskerfi eins og það sem tíðkaðist í Glitni vera mikið í umræðunni vestan hafs. „Í Bandaríkjunum hafa menn á undanförnum mánuðum verið mjög hugsi yfir einmitt þessu því þeir sem voru að selja svokölluð undirmálsfasteignalán höfðu hag af því að lána sem flestum sem mest og oft langt umfram það sem var eðlilegt í ljósi fjárhagsstöðu og fyrirsjáanlegrar greiðslugetu lán- takandans og innheimtuþóknun- ar af þessum lánveitingum. Þeir greiddu starfsmönnum sínum bónusa en síðan kom skellurinn ekki fyrr en seinna þegar í ljós kom að lántakendur gátu ekki staðið í skilum.“ Gylfi vill ekki leggja mat á hvort bónuskerfið hafi verið ein af stærstu ástæðum þess að Glitnir varð gjaldþrota. Hann segir kerfið samt sem áður stórhættulegt. „Mér þykir alls ekki ólíklegt að þegar menn fari yfir þessi mál verði það niðurstaðan að bónus- kerfin, hvort sem það var í útlán- um eða öðru, hafi verið stórhættu- leg. Og hvatt menn til þess að gera hluti sem litu vel út á pappírum til skamms tíma en enduðu síðan með ósköpum þegar öll kurl voru komin til grafar.“ En viðgangast bónuskerfin í bönkunum í dag? „Ég hef ekki nákvæmar upplýs- ingar um það hvernig menn inn- an bankanna hafa hugsað að gera þetta í framtíðinni. Ég veit það al- veg að vilji minn stendur til þess að það verði farið yfir þessi mál og sérstaklega séð til þess að bank- arnir séu ekki með kerfi, hvort sem þau eru kölluð kaupaukakerfi eða eitthvað annað, sem hvetja til þess að menn fari fram úr sér.“ liljakatrin@dv.is Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra: ALLIR BANKAR MEÐ BÓNUSKERFI Vilhjálmur Bjarnason, lektor við Háskóla Íslands, segir bón- usa starfsmanna á fyrirtækjasviði Glitnis hafa orðið til þess að bank- inn fór í þrot. „Er ekki bankinn kominn á hausinn? Og ég fæ ekki séð að menn hafi unnið fyrir kaupinu sínu þarna. Er þetta ekki bara aug- ljóst mál? Þegar ég var bankaúti- bússtjóri fékk fólk enga bónusa. Bein afleiðing af svona bónusum er gjaldþrot bankans.“ Vilhjálmur veit ekki til að þess að fleiri bankar hafi verið með slík bónuskerfi. Hann segir banka hafa verið með svokölluð economic value added-kerfi (EVA) sem felst í því að starfsmenn fái borgað eftir arðsemi fyrirtækisins. „Með slíku kerfi voru menn að reyna að verðleggja útlán og tekj- ur en það er ekki hægt að verð- leggja og horfa í tekjur á útlánum sem eru veitt því þau taka mörg ár að koma inn. Það er ekki hægt að segja: „Vegna þess að ég veitti þessi útlán á ég rétt á einhverjum tekjum.“ Það er hægt að moka út útlánum og greiða út bónusa en svo koma útlánin aldrei inn. Svona bónuskjör eru bara til að auka á áhættusækni.“ liljakatrin@dv.is Vilhjálmur Bjarnason lektor: BÓNUSAR SETTU GLITNI Á HAUSINN Aukin áhætta Boginn var spenntur meira en áður hafði verið gert eftir að Lárus Welding kom til sögunnar. 2 föstudagur 7. ágúst 2009 fréttir 3 Greiðslukortin eftir í Eyjum Mikið var að gera hjá lög- reglunni í Vestmannaeyjum í gær. Að sögn varðstjóra voru lögreglumenn á kafi í týndum munum frá Þjóðhátíðinni. Þar á meðal eru símar, mynda- vélar, veski og greiðslukort. Lögreglan fór með bunka af debet- og kredikortum í Spari- sjóðinn í gærmorgun sem mun koma kortunum í hend- ur réttra aðila. Auk þess virðist sem marg- ir gestir Þjóðhátíðarinnar hafi skilið tjöldin sín eftir í dalnum og hafði varðstjórinn á orði að það væri eins og það væri enn góðæri í landinu – slíkt væri magnið. 4 miðvikudagur 5. ágúst 2009 fréttir „Hann er ennþá í öndunarvél og á gjörgæslu. Sárin líta mjög vel út en lungun eru rosalega hæg, þannig að það er rosalega svipað ástand og áður,“ segir Helga Katrín Stefánsdóttir, eiginkona Sigfúsar Þórs Sigurðssonar. Hann slasaðist alvarlega í sprengingu á Marbakkabraut í Kópavogi í júní. Hann brann illa á líkamanum og eft- ir að hann var lagður inn á gjörgæslu fékk hann sýkingu í lungun. Hann hefur verið í öndunarvél frá því í byrj- un júlí. Sigfús getur ekki tjáð sig með orð- um en hefur sýnt miklar framfarir síð- ustu vikur. „Þeir eru byrjaðir að trappa hann niður, en það er langt í land enn- þá. Ég tala alveg við hann en fæ engin orð upp úr honum. Hann reynir að tala við mig en ég þarf að lesa varirnar á honum. Hann segir mér líka til með höndunum svo maður þarf að lesa úr líkamstjáningunni,“ segir Helga Katr- ín. Sigfús er þó enn örlítið ruglaður og þekkir ekki konu sína og barn. „Hann er byrjaður að hreyfa sig, hann er svo ákveðinn í því að komast fram úr. Hann veit ekkert af hverju hann ligg- ur inni á gjörgæslu, hann man ekkert eftir stráknum og hann man ekki eftir hjúkrunarfræðingunum. Hann man ekkert hvað ég heiti, svo sá hann gift- ingarhringinn og þá fattaði hann að ég væri konan hans, þannig að hann er alveg út úr korti.“ Hjónin eiga von á sínu öðru barni í desember og segir Helga Katrín að Sigfús hafi ekki munað eftir því að hún væri ólétt. „Hann togaði í sloppinn hjá mér, sem var svolítið illa hnepptur og hann losnaði. Hann fékk þá bara áfall þegar hann sá að ég væri ófrísk,“ seg- ir Helga Katrín. Hjónin fagna eins árs brúðkaupsafmæli á sunnudaginn og segir Helga Katrín það eflaust verða skrítið að fagna því á sjúkrahúsinu, en hún muni vera hjá honum þá. bodi@dv.is Sigfús Þór Sigurðsson Staðráðinn að komast fram úr Styður þétt við bakið á eiginmanni sínum Helga Katrín Stefánsdóttir er hjá eiginmanni sínum allan sólarhringinn á meðan hann jafnar sig. Enn minnkar salan Fasteignamarkaðurinn virðist enn vera að hægja á sér eftir mik- inn uppgang síðustu ára. Velta fyrstu sjö mánaða ársins er ekki nema helmingur þess sem var á sama tíma í fyrra og fimmtungur þess sem var árið áður. Þá hefur fasteignaverð lækkað um þrettán prósent að nafnvirði frá í janúar í fyrra og enn meir þegar verð- bólga er tekin með í reikninginn. Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans. Veltan fyrstu sjö mánuði ársins er minni en nokkru sinni síðan Fasteignaskráin hóf að halda utan um hana. 1,7 milljarðar í bótagreiðslur Vinnumálastofnun greiddi í gær út rúma 1,7 milljarða króna í atvinnuleysisbætur. Alls fengu rúmlega fimmtán þúsund ein- staklingar greiddar bætur. Í júní voru greiddir út tæpir 2,4 millj- arðar króna til rúmlega sautján þúsund einstaklinga. Samkvæmt tölum á vef Vinnumálastofnunar eru 12.109 án atvinnu á höfuðborgarsvæð- inu. Fæstir eru hins vegar at- vinnulausir í fámennasta lands- hlutanum, á Vestfjörðum eru 73 einstaklingar skráðir á lista yfir atvinnulausa. Ólafur Ólafsson, stjórnarformað- ur Samskipa, er aðaleigandi Suður- landsbrautar 18 þar sem 259 fyrirtæki eru skráð til húsa. Meðal fyrirtækja sem eru skráð í húsinu er lögfræði- þjónustan Fulltingi, Gift fjárfestinga- félag og Samvinnusjóðurinn ses. Hvert þessara fyrirtækja þurfti að greiða 17.200 krónur í útvarpsgjald til RÚV eins og allir sem telja fram til skatts á Íslandi. Því fær RÚV tæpar fjórar og hálfa milljón króna bara frá þessu eina húsi á Suðurlandsbraut. Kom fé undan Ólafur fór fyrir S-hópn- um svokallaða sem keypti Búnaðarbank- ann á sínum tíma. Eignarhaldsfélag Samvinnutrygg- inga og Ker ehf. eru meðal þeirra sem eru einnig skráð á Suður- landsbraut 18 en þau, ásamt Samvinnulífeyr- issjóðnum og VÍS, keyptu ráð- andi hlut í Búnaðar- bankanum á sínum tíma fyrir tilstilli S- hópsins. Ólafur komst á síður DV um helgina vegna gagna sem DV hefur undir höndum. Gögnin sýna að Ólafur geymdi fé sitt í Kaupþingi í Lúxemborg en kom hluta þess undan rétt fyrir hrunið síðasta haust með því að fjárfesta í ríkistryggðum verðbréfum. Fjögurra mánaða laun Annað hús sem skilar dágóðum pen- ingi í útvarpskassann er Laufásveg- ur 81, aðsetur Kennarasambands Íslands. Í húsinu eru skráð, auk Kenn- arasambandsins, fjörutíu einka- hlutafélög. Flest eru þau menntun- artengd, eins og til dæmis Bandalag kennarafélaga, Félag enskukennara á Íslandi, Félag framhaldsskólakenn- ara og Félag grunnskólakennara. Þetta 41 einkahlutafélag í miðbænum þurfti því að greiða 705.200 krónur til RÚV. Byrjunarlaun grunnskóla- kennara und- ir þrjátíu ára aldri eru rétt rúmar 190 þúsund krónur. Út- varpsgjald- ið gæti borgað slíkum kennara fjóra mán- uði í laun. 120 sinnum hringveginn Síðast þegar DV sá til Páls Magnús- sonar útvarpsstjóra keyrði hann um á Audi Q-lúxusjeppa. Nýr jeppi af þeirri tegund kostar rúmlega átján milljónir króna og eyðir 13,3 lítrum á hundrað kílómetra í blönd- uðum akstri. Fyrir útvarps- gjaldið frá Kennarasam- bandshúsinu getur Páll keyrt rúmlega 28 þús- und kílómetra eða um tuttugu sinnum í kringum Ísland. Hús Ólafs kemur bíl Páls ansi lengra en það, eða 178.300 kílómetra. Fyrir þann pening gæti Páll hæglega keyrt 120 sinnum í kring- um landið og samt átt nægan afgang fyrir hamborgara, frönskum og kók í öllum helstu vega- sjoppum landsins. Útvarpsgjald þessara tveggja húsa duga samt skammt fyrir laun- um Páls, sem eru samkvæmt tekjublaði Mannlífs tæpar 1,6 millj- ónir á mánuði. Nefskatturinn úr þessum tveimur húsum, rúmlega fimm milljónir, myndi aðeins dekka rúmlega þriggja mánaða laun út- varpsstjórans. MILLJÓNIr TIL rÚV Úr EINU HÚSI Ólafur Ólafsson lilja Katrín gunnarSdÓttir blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is 4,5 milljónir í nefskatt Auðmaðurinn Ólafur Ólafsson á Suðurlands- braut 18. Þar eru 259 fyrirtæki skráð til húsa sem borga 4,5 milljónir í útvarpsgjald til RÚV. Hring eftir hring Páll Magnússon gæti keyrt 127 sinnum í kringum landið fyrir nefskattinn sem félögin á Suðurlandsbraut 18 greiða. MYnd raKel ÓSK SigurðardÓttir MÆTIR JÓHANNA Í GAY PRIDE? „Vonandi sjáum við hana og Jónínu með í göngunni eða á hliðarlínunni.“ „Jóhönnu Sigurðardóttur er alveg eins og öllum öðrum frjálst hvort hún mætir í gönguna hjá okkur eða ekki. Það væri auðvitað gaman að sjá hana og hún er að sjálfsögðu vel- komin eins og allir aðrir. En það er hennar mál eins og allra annarra,“ segir Heimir Már Pétursson, fram- kvæmdastjóri Gay Pride. Blaðamaður DV reyndi ítrekað að fá svar hjá forsætisráðuneytinu við því hvort Jóhanna myndi taka þátt í Gay Pride-hátíðinni með einum eða öðrum hætti. Blaðamanni var vísað á að senda fyrirspurn til Ragnhildar Arnljótsdóttur ráðuneytisstjóra sem hann og gerði tvo daga í röð. Ekkert svar barst. Þegar blaðamaður fékk loksins samband við einhvern sem gat svarað spurningunni fékk hann þau svör að þessari spurningu yrði ekki svarað af hálfu ráðuneytisins. Verður ekki í bænum Óvissa ríkir því um hvort Jóhanna sjái sér fært að mæta á hátíðina en Gay Pride-gangan verður gengin á laug- ardag. Gangan hefur stækkað frá ári til árs og í fyrra töldu skipuleggjend- ur Hinsegin daga að um níutíu þús- und manns hefðu tekið þátt í henni. Aðspurður hvort rætt hafi verið við Jóhönnu um að vera með ávarp eða taka einhvers konar þátt í Gay Pride-hátíðinni segir Heimir Már það ekki hafa verið gert með form- legum hætti. Þeim hjá Hinsegin dög- um hafi skilist sem svo að hún yrði ekki í bænum þennan dag og því ekki rætt það frekar. Meðal fræga fólksins Fjölmargir erlendir gestir heimsækja Ísland gagngert til að taka þátt í hátíð- inni og mætti halda að fleiri myndu leggja leið sína til landsins í ár þar sem embættistaka Jóhönnu vakti svo sannarlega heimsathygli. Og ekki að ástæðulausu enda í fyrsta sinn sem opinberlega samkynhneigður ein- staklingur gegnir þessu embætti. Þá skrifuðu virt blöð á borð við Berlingske Tidende og breska Times greinar um þessa kankvísu, fyrrver- andi flugfreyju sem myndi bjarga Íslandi á erfiðum tímum. Fleiri dag- blöð og tímarit um allan heim sýndu Jóhönnu áhuga en einnig stjörnu- bloggarinn Perez Hilton. Perez þessi heldur úti bloggsíðu sem lesin er af milljónum manna á degi hverjum og sérhæfir hann sig í því að skrifa fréttir og slúð- ur af fræga fólkinu. Þannig skip- aði Jóhanna sér í hóp með stjörnum á borð við Vict- oriu og David Beckham, Britney Spears og Brad Pitt. Mikill spenningur Lárusi Ara Knútssyni, fram- kvæmdastjóra Samtakanna 78, þætti vissulega ánægjulegt ef Jóhanna myndi mæta á Gay Pride um helgina. „Ég er ekki málkunnugur Jó- hönnu og veit ekki hvað hún hef- ur planað. Það eru nú ærin úrlausn- arverkefni hjá henni myndi ég halda þannig að ég veit ekki hvaða tíma hún hefur. En auðvitað væri gaman að sjá Jóhönnu Sigurðardóttur og alla landsmenn á Gay Pride. Von- andi sjáum við hana og Jónínu með í göngunni eða á hliðarlínunni,“ seg- ir Lárus. Þegar Jóhanna tók við forsæt- isráðherraembættinu fengu Sam- tökin 78 fjölmargar fyrirspurn- ir víðs vegar að úr heiminum, meðal annars frá fjölmiðlum, sem þótti þessi viðburður stór- merkilegur og leituðu eftir viðbrögðum samtakanna. „Það var til dæmis hald- ið alþjóðlegt knattspyrnu- mót samkynhneigðra um páskana þar sem kom fram mikill áhugi er- lendra keppenda að hitta og sjá Jóhönnu. Þetta hef- ur vissulega vakið mikla athygli og menn eru spenntir fyrir þessu.“ Tugþúsundir mæta Tugþúsundir mæta í Gay Pride-gönguna á ári hverju. Ætli Jóhanna verði ein af þeim? MYND GuNNar GuNNarSSoN Ekkert svar Forsætisráðuneytið svarar því ekki hvort Jóhanna mæti á Gay Pride í ár. MYND rakEl ÓSk SiGurðarDÓTTir Jóhanna velkomin Heimir Már býður Jóhönnu velkomna í Gay Pride en hefur heyrt að hún verði ekki í bænum. MYND GuNNar GuNNarSSoN Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR BIFREIÐAVERKSTÆÐI Velkomin í Hólaskóg Skemmtilegar skoðunarferðir á götuskráðum fjórhjólum um náttúruperlur Þjórsárdals og nágrennis, jafnt sumar sem vetur. Sími: 661-2503 eða 661-2504 www.icesafari.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.