Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2009, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2009, Síða 4
„Þessi nefskattur í sambandi við út- varpsgjaldið finnst mér óhæfa eins og er verið að gera þetta núna. Þetta er bara vitleysa og ekki í lagi. Það er verið að hygla einum fjölmiðli og svo er hann á fullu á auglýsingamark- aðnum líka. Það er ekkert í lagi. Ann- aðhvort á fjölmiðill að vera á frjáls- um markaði og verður að standa sig á eigin verðleikum eða hann nýtur styrks frá ríkinu og þá er hann ekki á auglýsingamarkaði,“ segir Helgi K. Hjálmsson, formaður Landssam- bands eldri borgara. Þeir sem urðu sjötugir í árslok 2008 sluppu við að borga nefskatt- inn til Ríkisútvarpsins í ár sem nem- ur 17.200 krónum. Þeir sem verða sjötugir á þessu ári þurfa hins vegar að borga nefskatt fyrir allt árið sama hvenær þeir eru fæddir. Þannig þarf einstaklingur sem verður sjötugur 31. desember 2008 ekki að borga en sá sem fagnar sjötugsafmælinu 1. janúar á þessu ári þarf að borga þess- ar rúmlega sautján þúsund krónur. Miða við lífaldur Helgi segir þessa reglu svipaða og viðgengst í skólakerfinu. Hann er samt sem áður ekki hliðhollur því að útvarpsgjaldið sé innheimt með þessum hætti. „Mér finnst þetta helvíti hart. Reglan er svona til dæmis í skóla. Þá eru það áramótin sem skipta máli. Tvíburar sem fæðast til dæmis með korters millibili, annar tíu mínútur fyrir tólf og hinn fimm mínútur yfir tólf, eru ekki á sama árinu og lenda ekki einu sinni í sama bekk. Þetta er alveg hliðstæða. Okkur finnst samt eðlilegast að þetta útvarpsgjald væri miðað við þann dag sem menn verða þetta gamlir og þeir borgi bara þangað til þeir verða þetta gamlir. Mér finnst langeðlileg- ast að þetta gjald sé miðað við raun- verulegan lífaldur. Við lifum jú frá degi til dags. Við skulum hafa það í huga.“ Þúsunda sparnaður Ef útvarpsgjaldinu er deilt niður á mánuði ársins borgar hver ein- staklingur rúmlega fjórtán hundr- uð krónur fyrir mánuðinn. Ef reglan fyrir sjötuga einstaklinga væri sú að gjaldið miðaðist við fæðingardaginn þyrfti sá sem á afmæli í janúar aðeins að borga rúmlega fjórtán hundruð krónur og spara sér þannig tæplega sextán þúsund. Ef tveir eru í heimili, sem báðir fagna sjötugsafmæli í jan- úar, er sparnaðurinn kominn upp í rúmlega þrjátíu þúsund á ári. Fyrir þann pening gætu þessir tveir farið tuttugu sinnum saman í bíó yfir árið eða fengið sér 53 stóra ísa með dýfu hvor. Sandkorn n Hreiðar Már Sigurðsson, skattakóngur Íslands, hefur nú bæst í hóp þeirra auðmanna sem orðið hafa reiði mótmælenda að bráð. Rauðri málningu var skvett á hús hans í vikunni en áður höfðu heimili Steingríms Wern- erssonar, Hannesar Smárason- ar, Björgólfs Guðmundssonar og Birnu Einarsdótt- ur orðið skótspónn ósáttra Ís- lendinga. Menn velta því nú fyrir sér hvort Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Kaupþings, verði næst fyrir barð- inu á mótmælendum, en hann þykir hafa bakað sér nokkrar óvinsældir með lögbannsein- leiknum um síðustu helgi. n Í gær var sagt frá því í fréttum að Fjármálaeftirlitið hefði sent tvö mál til sérstaks saksóknara. Þau varða lán Kaupþings til Tort- ola-félaganna Holly Beach í eigu Skúla Þorvaldssonar og Trenvis LTD í eigu Kevins Stanford, sem hafa verið í fréttum eftir að skjali frá Kaupþingi var lekið á netsíð- una Wikileak.org. Seinagangur FME er athyglisverður. Sigðurð- ur Einars- son gaf það í skyn í grein í Fréttablað- inu dag- inn áður að skjalinu hefði verið lekið eftir hrun af öðrum en starfsmönn- um Kaupþings. Auk þess tók hann það fram að FME hefði haft skjalið undir höndum. Það vekur því furðu að fjölmiðlaumfjöllun þurfi til að FME sendi málið til sérstaks saksóknara. n Eftir að lögbannsbeiðni Kaup- þings gegn fréttaflutningi RÚV var dregin til baka þykir Finnur Sveinbjörnsson bankastjóri valt- ur í sessi. Pressan greindi frá því í vikunni að stjórn Nýja Kaup- þings hafi sett ofan í við Finn. Í yfirlýs- ingu til allra starfsmanna segist stjórnin ekk- ert hafa haft með þá ákvörðun að gera að krefjast lögbanns auk þess sem það hafi ekki þjónað hagsmunum bankans. „Stjórn- in harmar þann skaða sem af málinu hefur hlotist fyrir orðspor bankans,“ segir þar enn fremur. 4 föstudagur 7. ágúst 2009 fréttir Allir einstaklingar sem urðu sjötugir fyrir árslok 2008 sleppa við að borga nefskatt til Ríkisútvarpsins. Allir þeir sem verða sjötugir á þessu ári þurfa hins vegar að borga fullt útvarpsgjald sama í hvaða mánuði þeir eru fæddir. Helgi K. Hjálmsson, formaður Landssambands eldri borgara, segir þennan nefskatt óhæfu. „HELVÍTI HART“ „Mér finnst langeðli- legast að þetta gjald sé miðað við raun- verulegan lífaldur.“ Útvarpsgjaldið ekki í lagi Að mati Helga er útvarps- gjaldið vitleysa þar sem RÚV er virkur fjölmiðill á hinum frjálsa auglýsingamarkaði. Mynd Karl Petterson lilja Katrín Gunnarsdóttir blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is Borga allt árið Þeir sem verða sjötugir í ár borga fullt útvarpsgjald til RÚV sama í hvaða mánuði þeir eru fæddir. Mynd stefán Karlsson Tvær íkveikjur á einni viku á Vatnsstíg 4: Langþreyttur á skemmdarvörgum „Það er djöfullegt að þurfa að hafa svona yfir sér,“ segir Ágúst Friðgeirs- son, eigandi Vatnsstígs 4 í miðborg Reykjavíkur. Á einni viku hefur tvisv- ar verið reynt að kveikja í húsinu, fyrst föstudagskvöldið 31. júlí og svo aftur á fimmtudag í þessari viku. Ágúst keypti húsið árið 2004 og hefur það staðið autt síðan. Það hef- ur verið hálfgert athvarf fyrir úti- gangsfólk síðan þá en í vor bjó hópur hústökufólks um sig í húsinu og end- aði það með því að lögreglan hand- tók 22 einstaklinga. „Húsið er ónýtt,“ sagði Ásgeir þeg- ar blaðamaður náði tali af honum eft- ir að eldurinn kom upp á fimmtudag. Þá hafði verið kveikt í rusli sem var í anddyri hússins en eldurinn sem kom upp í fyrra skiptið var öllu meiri og urðu verulegar skemmdir á húsinu. Þegar Ásgeir keypti húsið árið 2004 stóð til að reisa þar stórt versl- unarhúsnæði með íbúðum á efri hæðum. Ekkert hefur hins vegar orðið úr þeim áætlunum. Ágúst seg- ir að nú sé verið að fara yfir það hvað verði gert við húsið en það fari ekki á milli mála að það verði rifið þegar tækifæri gefst til. Ágúst segir að efna- hagsástandið á Íslandi hafi valdið því að ekki sé búið að rífa húsið og byggja nýtt í stað þess gamla. Hann segist ekki geta svarað því hvenær ráðist verði í niðurrif hússins og ný bygging líti dagsins ljós. einar@dv.is Vatnsstígur 4 Ágúst segir að ekki fari milli mála að húsið verði rifið. Mynd Heiða HelGadóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.