Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2009, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2009, Page 6
6 föstudagur 7. ágúst 2009 fréttir Sandkorn n Gleðiganga samkynhneigðra í miðborg Reykjavíkur og Fiskidagurinn mikli á Dalvík tröllríða væntanlega fjölmiðla- umfjöllun landsins og skemmt- analífi landans á laugardag. Ljóst má telj- ast að marg- ir eiga eftir að fylgjast grannt með því hvort Jóhanna Sig- urðardóttir forsætisráð- herra verði meðal göngumanna, eins og fjallað er um annars í blaðinu. Annars hefur það vakið athygli margra og ergelsi sumra hversu lítið áberandi Jóhanna hefur verið síðan hún varð forsætis- ráðherra og látið Steingrími J. Sigfússyni og í einhverjum máli Össuri Skarphéðinssyni eftir að verja flest mál stjórnarinnar. Þannig að út frá því telja sumir að ekki sé mikil ástæða til að ætla að Jóhanna birtist fólki í gleðigöngunni á laugardag. n Gera má ráð fyrir að fastafull- trúar í Gay Pride göngunni á laugardag veki athygli. Þannig hefur Inácio Pacas da Silva Filho, betur þekktur sem helmingur- inn af Begga og Pacasi, alltaf vakið mikla athygli í göngunni fyrir litskrúð- uga búninga. Páll Óskar er auðvitað viss kap- ítuli í þessari miklu göngu með söng sínum og diskói. Spurn- ingin er bara hver á eftir að slá í gegn með mögnuðustu fram- komunni og búningunum og svo að sjálfsögðu hvaða mark kreppan setur á gönguna. Víst er að styrkir eru minni en áður þó óvíst sé hvort það hafi áhrif á ímyndunarafl þátttakenda og framkvæmdagleði þeirra. n Umræðan um skýrslu Hag- fræðistofnunar Háskóla Ís- lands um mat Seðlabankans á áhrifum Icesave-skuldbind- inga sýnir kannski öðru fremur fram á hvernig menn lesa skýrslur heldur en hvað stend- ur í henni. Þannig geng- ur Sigmundur Davíð Gunn- laugsson, formaður Framsókn- arflokksins, og talar um hversu harðorð skýrslan sé þar sem varað er við hættu á fólksflótta úr landi og kaupmáttarhruni. Mörður Árnason, varaþing- maður Samfylkingar, tjáir sig um sömu skýrslu og segir að þar sé ekkert nýtt sem ekki hafi komið fram í skýrslu Hagfræði- stofnunarinnar. Sama skýrsla, tvær ólíkar útkomur. Fjárlaganefnd Alþingis ætlar að ljúka umfjöllun sinni um ríkisábyrgð á Ice- save-lánunum um helgina.Í raun er Alþingi í fullum rétti til þess að gera fyrirvara við samninginn um leið og það samþykkir frumvarpið um ríkisá- byrgðina. „Fyrirvararnir verða að vera það sverir að þeir haldi ef á reynir,“ sagði Ögmundur Jónasson heilbrigð- isráðherra í umfjöllun DV um málið í síðustu viku. Í sinni einföldustu mynd var samn- ingurinn um Icesave-skuldirnar gerð- ur á vegum framkvæmdavaldsins; lög- gjafarvaldið átti þar ekki hlut að máli. Á þeim grundvelli hafa nefndir Alþingis, einkum fjárlaganefnd, unnið að því að semja fyrirvara sem meirihluti þing- heims gæti hugsað sér að styðja. Þeir lúta fyrst og síðast að því að greiðslu- getu þjóðfélagsins verði ekki ofboðið og greiðslubyrðin verði ekki svo þung að innviðir þjóðfélagsins sligist undan henni. Allur þingflokkur Samfylkingarinn- ar styður afgreiðslu frumvarpsins. Mik- ið hefur verið gert úr andstöðu innan þingflokks VG. Samkvæmt heimild- um DV er andstaðan þó ekki meiri en svo að líkur til þess að frumvarpið nái fram að ganga verða að teljast góðar. Lilja Mósesdóttir hagfræðingur hefur lýst andstöðu við óbreyttan samning og gert fyrirvara um greiðsluþol þjóð- arinnar. Ögmundur Jónasson og Guð- fríður Lilja Grétarsdóttir hafa lýst mikl- um efasemdum og gert sína fyrirvara. Af þeim sökum er beðið með óþreyju eftir niðurstöðu fjárlaganefndar um málið, en fyrirvararnir geta ráðið úr- slitum um endanlegan stuðning þess- ara þingmanna. Óvissa um stjórnarandstöðuna Óljóst er um afstöðu stjórnarandstöð- unnar þegar til kastanna kemur. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, er á milli steins og sleggju. Á aðra höndina róa andstæðingar ESB og Icesave-samninga gegn ríkisstjórn- inni öllum árum. Á hina róa hófsam- ari öfl innan flokksins sem telja illa nauðsyn að semja um Icesave; mestu hagsmunir þjóðarinnar felist í því að semja um Icesave þó með þeim hætti að dregið verði sem mest úr útstreymi fjár frá landinu. Fyrir þessu sjónarmiði tala öfl innan flokksins sem tengjast fyrirtækjum og atvinnurekstri en þau telja viðunandi að gera fyrirvara um greiðsluþol íslensku þjóðarinnar. Sama er að segja um krafta innan Famsóknarflokksins, einkum úr röð- um eldri framsóknarmanna, sem ekki eru sáttir við herskáa afstöðu nýja for- mannsins Sigmundar Davíðs Gunn- laugssonar og fylgismanna hans í Icesave-málinu. Þeim þykir ekki fýsi- legur kostur að fella frumvarpið; það sé áhættusamt varðandi lánafyrirgreiðslu erlendis frá og viðskipti við aðrar þjóð- ir á næstu misserum og uppbyggingar- starf innanlands almennt. Innan Borgarahreyfingarinnar er andstaða við Icesave-ríkisábyrgðir að óbreyttu. Gæti gjaldfallið Yfir þjóðinni vofir að verði ekki búið að ganga frá samningum fyrir októ- berlok gjaldfellur Icesave-reikningur- inn á tryggingasjóð innistæðueigenda í heilu lagi og þá blasir við að þjóðin þarf að semja um greiðslur á 600 til 700 milljörðum króna. Krafa erlendu þjóð- anna hverfur með öðrum orðum ekki þótt Íslendingar neiti að greiða. Miklir hagsmunir eru því í húfi. Könnun DV bendir til þess að samstaða stjórnar- flokkanna hafi þó hvergi bilað vegna málsins. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður VG og flutningsmaður frum- varpsins um ríkisábyrgðina, þykir hafa sýnt mikið úthald undir vaxandi and- stöðu þjóðarinnar og þverrandi fylgi við ríkisstjórnina. Guðbjartur Hann- esson, formaður fjárlaganefndar, hefur stutt málið og unnið höðrum höndum að afgreiðslu þess og býst við að um- fjöllun fjárlaganefndar ljúki um helg- ina. Pólitískt mál en ekki lagalegt Margir hafa orðið til þess að taka und- ir þau orð Evu Joly rannsóknardóm- ara, að Hollendingar, Bretar og ESB hafi sýnt Íslendingum vægðarlausa harðdrægni í Icesave-samningun- um. Einn þeirra er Friðrik Pálsson, hótelrekandi og fyrrverandi forstjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna. Í Morgunblaðsgrein taldi Friðrik væn- legast að færa málið upp á hæsta pól- itíska plan ef Alþingi teldi sig ekki geta samþykkt samning um ríkisábyrgð á Icesave óbreyttan. „Ég legg jafnframt til að ríkisstjórn Íslands óski eftir því við Sameinuðu þjóðirnar að skipaður verði sáttasemjari í þessu máli. Alþjóð- legir sáttasemjarar hafa verið skipaðir í mörgum veigaminni málum en því sem hér um ræðir.“ Þeir eru líka til sem líta til þess að Icesave-samningurinn hafi sínar sterku hliðar. Þannig hafi ríkisábyrgð á tryggingasjóði innistæðna ekki ver- ið sjálfgefin og einmitt þess vegna hafi þurft að afla samþykkis Alþingis. Það sé út af fyrir sig jákvætt og færi löggjaf- anum aukin völd. Fyrirvarar Þeir sem lengst vilja ganga í röðum stjórnarliða vilja að fyrirvararnir, sem nú er verið að móta, lúti að þremur meginatriðum. Í fysta lagi gefi þeir Ís- lendingum kost á að fara með málið fyrir dómstóla og beita öllum þeim réttarúrræðum sem völ er á. Í öðru lagi verði gerð krafa um að Íslendingar beri ekki meiri byrðar en lög kveði á um eða umfram skuldbind- ingar. Þótt röksemdir Ragnars H. Hall lögfræðings hafi í vakið spurningar og efasemdir um gæði samningsins hafa nú komið fram mótrök við málflutning hans, sem meðal annars snúa að því að kröfur innistæðueigenda og kröfur tryggingasjóða innistæðueigenda hafi lögformlega mismunandi stöðu eftir löndum. Í þriðja lagi er vilji til þess að hnykkt verði á fyrirvara um upptöku Icesave- samningsins reynist ákvæði samn- ingsins harðdrægari en upphaflega var gert ráð fyrir. Þjóð í spennitreyju skulda sýnir vaxandi andstöðu við að ábyrgjast Icesave-lánin. „Allt- af hefði niðurstaðan orðið erfið í þessu ólánsmáli,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. 600 til 700 milljarða króna Icesave-skuld gjaldfellur á tryggingasjóð innistæðueigenda í október verði ekki búið að ganga frá málinu fyrir þann tíma. Icesave gjaldfellur hafnI þIngIð samnIngI Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæð- isflokksins, er á milli steins og sleggju. JÓhann haukSSon blaðamaður skrifar: johannh@dv.is leiðréttingar Athafnamaðurinn Skúli Þorvalds- son er ekki lengur eigandi hús- næðis Hótel Holts. Í DV á mið- vikudag var því haldið fram að Skúli væri einn eigenda hússins. Nú er það hins vegar aðeins í eigu Geirlaugar Þorvaldsdóttur, systur Skúla. Í sama blaði var fullyrt að félagið Holly Beach, sem er í eigu Skúla, væri skráð í Lúxemborg. Holly Beach er hins vegar skráð á Tortola eyjum. Beðist er velvirð- ingar á þessu. Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, var ranglega nefnd einn stjórnenda bankans í smáfrétt á baki DV á miðvikudag. Ásmundur Stefáns- son tók við starfinu af henni. oddvitarnir Mjög mæðir á fjármálaráð- herra í Icesave, endurreisn bankanna og rík- isfjármálum. Hann svarar einnig fyrir ýmis mál í innlendum og erlendum fjölmiðlum á meðan forsætisráðherra heldur sig til hlés. Tortryggir aGS Lilja Mósesdóttir hefur miklar efasemdir um Icesave og skuldaþol þjóðar- innar. Spurning er hvort hún, Ögmundur Jónasson og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir sættist á fyrirvara við frumvarpið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.