Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2009, Blaðsíða 8
8 föstudagur 7. ágúst 2009 fréttir
Lögfræðistofa Reykjavíkur hefur sent Exista 250 milljóna króna reikning vegna innheimtu á 27 milljarða
króna láni sem skilanefnd Landsbankans hefur gjaldfellt á félagið. Upphæðin vekur furðu og hörð viðbrögð
ekki síður en hitt að Lárentsínus Kristjánsson, formaður skilanefndar Landsbankans, er einn af eigendum
Lögfræðistofu Reykjavíkur. Forstjóri FME segir ljóst að komi upp mál af þessum toga verði það tafarlaust
rannsakað.
250 milljóna króna
innheimtuþóknun
Lárentsínus Kristjánsson, lögfræð-
ingur og núverandi formaður skila-
nefndar Landsbankans, ákvað fyrir
skemmstu, ásamt öðrum samverka-
mönnum sínum í skilanefndinni,
að gjaldfella 150 milljóna evra lán,
sem er í vanskilum af hálfu Exista.
Upphæðin jafngildir 27 milljörðum
króna á núverandi gengi krónunn-
ar. DV greindi frá gjaldfellingu láns-
ins 24. júlí síðastliðinn, sama dag
og Exista tilkynnti ákvörðun skila-
nefndarinnar til Kauphallarinnar.
Í tilkynningu félagsins segir að Ex-
ista hafi borist erindi frá skilanefnd
Landsbanka Íslands um gjaldfell-
ingu krafna að fjárhæð um 150 millj-
ónir evra og viðræður standi yfir við
fulltrúa nefndarinnar.
Sendu 250 milljóna
króna reikning
Við gjaldfellingu vanskilaláns fer
málið venjulega til innheimtu hjá
lögfræðingum, innheimtu- eða lög-
fræðistofum. Ekki er heimilt að hafa
samráð um gjaldskrá.
Samkvæmt áreiðanlegum heim-
ildum DV fól skilanefnd Lands-
bankans Lögfræðistofu Reykjavík-
ur að annast innheimtu 27 milljarða
króna lánsins. Meðal eigenda henn-
ar er Lárentsínus Kristjánsson, áð-
urgreindur formaður skilanefndar
Landsbankans. DV hefur traustar
heimildir fyrir því að lögfræðistofan
krefjist 250 milljóna króna þóknunar
fyrir innheimtuaðgerðirnar en það
er rétt innan við eitt prósent af gjald-
föllnu láninu. Mun forsvarsmönnum
Exista þegar hafa borist reikningur-
inn, en þeir neita alfarið að tjá sig um
málið við DV.
Lögfræðingar, sem DV hefur haft
samband við, telja að samkvæmt
gjaldskrá og ýtrustu kröfum hefði
Lögfræðistofa Reykjavíkur getað inn-
heimt mun meira eða allt að hálfan
milljarð króna.
Slíkt virðist þó ekki vera uppi á
teningnum og ef marka má upplýs-
ingar DV er innheimtuþóknunin
innan við eitt prósent af gjaldfellda
láninu.
Gunnar Andersen, fostjóri Fjár-
málaeftirlitsins, segist ekki geta tjáð
sig um einstök mál þegar blaðamað-
ur DV bar undir hann 250 milljóna
króna reikning frá Lögfræðistofu
Reykjavíkur til Exista. „Hitt er ljóst
að ef eitthvert mál af þessum toga
kæmi upp yrði það tafarlaust skoðað
af hálfu Fjármálaeftirlitsins.“
Beggja vegna borðs
Á vef Lögfræðistofu Reykjavíkur seg-
ir að lögmenn stofunnar hafi víð-
tæka og langa reynslu við innheimtu
vanskilakrafna. „(Þar) hefur Ólafur
Garðarsson hrl. einna mesta þekk-
ingu en hann hefur 22 ára reynslu á
þessu sviði en aðrir lögmenn frá 4-
20 ára reynslu (...) Gerðir eru fastir
samningar við viðskiptavini um inn-
heimtu vanskilakrafna og geta við-
skiptavinir fengið beinlínuaðgang
að kerfi Innheimtustofu Reykjavíkur
til að skoða framgang sinna mála hjá
stofunni. Jafnframt veita starfsmenn
Innheimtustofu Reykjavíkur við-
skiptavinum reglulega upplýsingar
um stöðu einstakra mála.“
Samkvæmt þessu hlýtur skila-
nefnd Landsbankans að hafa gert
samning við Lögfræðistofu Reykjavík-
ur um innheimtuaðgerðir hjá Exista,
en núverandi formaður skilanefnd-
arinnar er Lárentsínus Kristjánsson,
einn af eigendum lögfræðistofunnar
eins og áður segir.
Margir á sömu þúfunni
Svo vill til að téður Ólafur Garðarsson
lögfræðingur er einn af meðeigend-
um Lárentsínusar í Lögfræðistofu
Reykjavíkur og hefur frá bankahrun-
inu verið til aðstoðar við greiðslu-
stöðvun gamla Kaupþings. Hann
hefur nú verið skipaður formað-
ur slitastjórnar gamla Kaupþings.
Stærsti eigandi Kaupþings var Exista
og er því ekki annað að sjá en Ólafur
sé kominn í óþægilega aðstöðu sem
formaður slitastjórnar Kaupþings,
en um leið reyndasti innheimtustjóri
lögfræðistofunnar sem sér um inn-
heimtu á 27 milljarða króna gjald-
föllnu láni Exista fyrir skilanefnd
Landsbankans.
Formaður skilanefndar Kaup-
þings er Steinar Þór Guðgeirsson
lögfræðingur sem einnig á Lögfræði-
stofu Reykjavíkur ásamt Ólafi, Lár-
entsínunsi, Sveini Andra Sveinssyni
og fleirum.
Þess má geta að Lárentsínus
Kristjánsson er jafnframt formað-
ur Lögmannafélags Íslands. Hann
birti á dögunum yfirlýsingu frá Lög-
mannafélaginu. „Að gefnu tilefni má
í þessu samhengi nefna álitaefni um
hæfi einstakra embættismanna. Um
hæfi gilda settar lagareglur sem ber
að virða,“ segir í ályktuninni. Efnis-
lega fjallaði hún um störf rannsókn-
arnefndar Alþingis þar sem hansk-
inn var tekinn upp fyrir Jónas Fr.
Jónsson, fyrrverandi forstjóra Fjár-
málaeftirlitsins. Jónas hafði kvartað
til formanns rannsóknarnefndarinn-
ar vegna ummæla Sigríðar Bene-
diktsdóttur, hagfræðiprófessors við
Yale-háskóla í Bandaríkjunum. Taldi
Jónas að ummæli hennar í skóla-
blaði þar ytra gerðu hana vanhæfa til
að fjalla um mál sitt sem fyrrverandi
forstjóra FME. Nefndin fjallaði sjálf
um málið og komst að þeirri niður-
stöðu að Sigríður væri ekki vanhæf.
Kunningjaveldið
Í kjölfar neyðarlaganna, sem sett
voru í kjölfar bankahrunsins í októ-
ber síðastliðnum var það meðal ann-
ars verkefni Jónasar Fr. Jónssonar að
skipa menn í skilanefndirnar. Þrír til
fimm lögmenn frá Lögferæðistofu
Reykjavíkur komu fljótt við sögu
nefndanna og þar með um meðferð
eigna bankanna. Þeirra á meðal eru
Steinar Þór, Lárentsínus og Ólafur.
Allir eru þeir flokksbundnir sjálf-
stæðismenn og hafa jafnvel gegnt
trúnaðarstörfum fyrir flokkinn líkt og
Jónas Fr. Jónsson.
Í endurreisnarskýrslu Sjálfstæðis-
flokksins frá því í mars eru pólitísk-
ar stöðuveitingar gagnrýndar: „Sjálf-
stæðisflokknum hefur verið legið á
hálsi að hafa staðið fyrir pólitískum
stöðuveitingum. Hér verður Sjálf-
stæðisflokkurinn að taka af skarið og
heita því að og sjá til þess að opin-
berar stöðuveitingar verði ákveðnar
á faglegum og hlutlægum grundvelli.
Sjálfstæðisflokkurinn hefði átt að
beita sér fyrir því að að skera á tengsl
stjórnmálaflokka, ríkisstofnana og
viðskiptabanka.“
Mikil afföll í skilanefnd
Landsbankans
Mikil afföll eru nú þegar orðin í
skilanefnd Landsbankans. Lárus
Finnbogason endurskoðandi hætti
skyndilega að eigin ósk. Hann var
upphaflega skipaður í stjórn FME
árið 1999 af Finni Ingólfssyni, þáver-
andi viðskiptaráðherra.
Fjármálaeftirlitið hefur vikið Ár-
sæli Hafsteinssyni úr nefndinni, en
DV benti á það þegar í byrjun febrú-
ar að hann hefði verið yfirmaður lög-
fræðisviðs Landsbankans gamla og
hæfi hans til setu í nefndinni mætti
því vefengja af þeim sökum þótt
hæfni hans væri að öðru leyti hafin
yfir vafa.
Einnig var Sigurjóni Geirssyni
gert að víkja úr skilanefnd Lands-
bankans í lok júlí. Hann vann við
innri endurskoðun í Landsbankan-
um fyrir bankahrunið og hæfi hans
til setu í nefndinni var sömuleiðis ve-
fengjanlegt af svipuðum ástæðum og
hæfi Ársæls.
Gunnar Andersen, forstjóri Fjár-
málaeftirlitsins, segir að þegar séu
þrír farnir úr skilanefnd Landsbank-
ans og til athugunar sé að ráða einn í
stað þeirra þriggja. Ekkert hafi verið
ákveðið vegna brotthvarfs manna úr
skilanefndum annarra banka.
Hægfara ríkisstjórn
Stjórnvöld hafa frá bankahruninu
sætt gagnrýni fyrir að fara sér hægt
við að losa sig við embættismenn
og ýmsa sérfræðinga sem gegndu
lykilstöðum fyrir bankahrunið og
áttu jafnvel hlut að máli. Þorvaldur
Gylfason hagfræðiprófessor hnykkti
á þessu í Fréttablaðspistli í gær.
„Ríkisstjórnin hefur ekki hirt um að
marka sér skýra stöðu við hlið fólks-
ins í landinu gegn ábyrgðarmönn-
um hrunsins. Hún heldur áfram að
hegða sér að ýmsu leyti eins og mátt-
vana handbendi þeirra, sem lögðu
bankana og efnahagslífið í rúst.
Þessu ástandi getur fólkið í landinu
ekki unað nema skamma hríð.“
DV hefur traustar heim-
ildir fyrir því að lög-
fræðistofan krefjist 250
milljóna króna þókn-
unar fyrir innheimtuað-
gerðirnar en það er rétt
innan við eitt prósent
af gjaldföllnu láninu.
Hin nýja valdastétt Fremstur á myndinni er Árni Tómasson,
formaður skilanefndar Glitnis. Næstur honum er Steinar Þór Guð-
geirsson, formaður skilanefndar Kaupþings. Hann er meðeigandi
Lárentsínusar í Lögfræðistofu Reykjavíkur. Myndin er tekin á
blaðamannafundi fyrr í sumar með oddvitum ríkisstjórnarinnar.
JóHann HauKSSon
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
Forstjóri FME „Hitt er ljóst að ef eitt-
hvert mál af þessum toga kæmi upp yrði
það tafarlaust skoðað af hálfu Fjármála-
eftirlitsins,“ segir Gunnar Andersen.
Skipti við eigin stofu Lárentsínus,
formaður skilanefndar Landsbankans,
fékk eigin lögfræðistofu til að sjá um
innheimtuna.