Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2009, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2009, Síða 22
TilviljunarkennT fórnarlamb n Föstudaginn 3. desember árið 1999 var eiturlyfjasjúk- lingur áttræðri konu að bana með hnífi í Espigerði 4. Tilviljun réð því að konan varð fórnarlamb hans. Hann sagði lögreglu að hann hefði viljað drepa einhvern til að hafa ástæðu fyrir vanlíðan sinni sem stafaði af langvinnri eiturlyfjaneyslu. Maðurinn var dæmdur til sextán ára fangelsisvistar. 22 föstudagur 7. ágúst 2009 fréttir mOrÐ Á ÍSlanDi Ísland er í 42. sæti á lista yfir fjölda morða miðað við höfðatölu í gagna- grunninum Nation Master. Á eftir okkur, með færri morð miðað við höfðatölu, eru lönd á borð við Chile, Indónesíu og Ítalíu. Það er því eng- inn óhultur, hvorki hér heima né að heiman. Íslensk glæpasaga hefur sýnt okkur að morð á Íslandi eru alveg jafnhrottaleg og það sem sjá má í svæsnustu spennumyndum. DV rifjaði upp íslensk morð sem hafa í gegnum tíðina vakið gríðarlegan óhug meðal landsmanna. Neyðaróp fórNar- lambsiNs efldu ódæðismaNNiNN n Árið 2000 framdi ungur Keflvíkingur hrottalega glæpi og var dæmdur í átján ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í desember það ár fyrir manndráp, kyn- ferðisbrot og líkamsárás. Maðurinn beitti fyrrverandi kærustu sína kynferðislegu ofbeldi í tvígang, í febrú- ar og mars árið 2000. Í fyrra skiptið neyddi hann hana til munnmaka hjá fiskitrönum á afviknum stað á milli Keflavíkur og Sandgerðis. Í seinna skiptið nauðgaði hann henni fyrir framan myndbandsupptökuvél. Mað- urinn greindi fólki frá því að eigin frumkvæði að hann hefði nauðgað stúlku og tekið allt upp á myndband. Um einum og hálfum mánuði seinna, 14. apríl, fór maðurinn út að skemmta sér á Ránni í Keflavík þar sem hann sá bestu vinkonu stúlkunnar sem hann nauðgaði. Vinkonan hafði vitnað gegn honum í nauðgunarmál- inu. Þegar maðurinn var á heimleið um nóttina ákvað hann að ráðast inn á heimili hennar og sambýlismanns hennar. Hann fór inn á baðherbergi íbúðarinnar með hníf í hendi í því skyni að þagga niður í vinkonunni sem hljóðaði inni á baðherberginu. Hann stakk hana 28 sinnum í höfuð, háls, bringu og víðar í líkama henn- ar. Hróp hennar og köll efldu manninn við ódæðisverk sitt. Maðurinn veitti sambýlismanni hennar einnig áverka með hnífnum. Geðlæknir sagði fyrir dómi að ekkert hefði komið fram sem benti til þess að maður- inn væri haldinn alvarlegum geðsjúkdómi eða alvar- legu þunglyndi eða kvíðaröskun en hann var metinn með ýmis einkenni persónuleikaröskunar, sérstaklega andfélagslegrar. kOmu DeyjanDi manni ekki Til hjÁlpar n Þrítugur Lithái hlaut fjögurra ára fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða manns í sumarbústað í Grímsnesi í nóvember í fyrra. Hann réðst á manninn og veitti honum banvæna áverka með hnefahöggum og spörkum. Þrennt til viðbótar var í bústaðnum, tvær konur og einn maður. Þau voru ákærð fyrir brot gegn lífi og líkama með því að hafa ekki komið hinum látna undir læknishendur. Þau leituðu ekki hjálpar fyrr en daginn eftir en það var of seint. Konurnar voru báðar sýknaðar af ákæru en karl- maðurinn sakfelldur og dæmdur til að sæta sex mánaða fangelsi. Þau eru öll frá Litháen. framdi sjálfsmorð eftir hroðalegaN ástríðuglæp n 35 ára lífefnafræðingur var að skipta um sprungið dekk á Ford Taurus-bifreið á Sæ- brautinni í grennd við Kirkjusand um hádegisbil 29. júlí árið 2007. Þá kom kunnug- legur maður aðvífandi vopnaður nýjum 22 kalibera veiðiriffli og skaut hann í brjóstið. Maðurinn lést á slysadeild stuttu seinna. Eftir nokkra leit fannst ódæðismaðurinn lát- inn í bifreið á Þingvöllum. Hann hafði skotið sig með sama riffli og hann notaði til þess að myrða manninn á Sæbrautinni. Árásarmaðurinn skildi eftir bréf handa lögreglu. Sá myrti hafði nýverið tekið upp samband við fyrrverandi eiginkonu morðingjans. Sama dag kallaði lögreglan til blaðamannafundar og upplýsti að á ferðinni hefði verið hroða- legur ástríðuglæpur. rÁnS- Tilraun enDaÐi Í mOrÐi n Um klukkan fjögur laugardagsnótt- ina 2. mars árið 1991 ákváðu tvö ung- menni, sautján ára strákur og fimmt- án ára stelpa, að ræna mann. Stúlkan lokkaði hann inn í húsasund við und- irgang hússins Bankastræti 14 þar sem strákurinn tók á móti honum og lamdi hann í höfuðið. Fórnarlambið féll til jarðar og skall með höfuðið í þrep sem liggja hægra megin þegar gengið er inn í portið og að íbúð á annarri hæð. Eftir það rændu þau manninn. Áverkarnir leiddu manninn til dauða. Drengur- inn fékk fimm ára fangelsi en stúlkan þriggja ára. mölbrauT hauSkúpu fórnarlambSinS n Árið 1929, 30. nóvember um klukkan níu að morgni, kom lögreglan að líki í herbergi á bifreiðaverkstæði við Laugaveg. Hauskúpa hins látna var mölbrotin, enda voru um tuttugu sár á höfðinu. Áverkar voru á hálsinum, blóð- slettur um allt herbergið og blóðpollur og heilaslettur um höfuð líksins. Skammt frá líkinu lá blóðug koparstöng sem hafði verið notuð við morðið. Peningakassi hafði einn- ig verið sprengdur upp og úr honum stolið. Það sem kom lögreglunni á sporið í leitinni að morðingjanum var að inni í herberginu fundust bílstjóragleraugu á gólfinu sem enginn kannaðist við. Lögreglan taldi víst að morðinginn hefði verið kunnugur staðháttum og því hóf hún rann- sókn á þeim sem unnu eða höfðu unnið á verkstæðinu. Heima hjá morðingjanum fann lögreglan ný gleraugu og ný verkamannaföt sem voru enn þá í pakkningunum frá versluninni. Eftir að fleiri sönnunargögn fundust játaði morðinginn á sig verknaðinn. Hann sagðist hafa ætlað að ræna verkstæðið og klæðst verkamannafötunum og verið með gleraugun til þess að þekkjast síður ef maðurinn inni vaknaði. Þegar fórnarlambið vaknaði við bröltið í morð- ingjanum sagðist hann hafa gripið til koparstangarinnar sem var á verkstæðinu. Vitnisburður hans þótti ekki sann- færandi. Morðinginn hlaut nítján ára fangelsisdóm.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.