Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2009, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2009, Side 27
Hver er konan? „Kristín Ýr Bjarnadóttir, fótbolta- og tónlistar- kona.“ Hvar ertu uppalin? „Í Breiðholtinu.“ Uppáhaldsstaður utan Íslands? „Ameríka.“ Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? „Pítsa.“ Hvaða húsverk leiðist þér mest? „Það er erfitt að velja því þau eru mörg svo leiðinleg. Ætli að þrífa klósettið sé ekki þar einhvers staðar mjög ofarlega á lista.“ Hver voru fyrstu viðbrögð þín við fréttunum um landsliðsval- ið? „Ég var mjög ánægð með að ná settum markmiðum en ég trúði þessu ekki alveg.“ Bjóstu við að vera kölluð í hópinn? „Nei, eiginlega ekki en mér fannst ég eiga það þannig séð skilið eins og margar úr þessum 40 manna æfingahópi. En þetta kom svolítið á óvart þar sem þjálfarinn hefur ekki valið mig í neina æfingaleiki en hann sér náttúrlega alla leiki á Íslandi og mér hefur gengið vel hér heima.“ Hverju þakkarðu þetta tækifæri og gott gengi í sumar? „Öllum þeim sem koma að Valsliðinu. Þeim sem spila með, þjálfurunum og sjúkraþjálfaranum. Ég er náttúrlega alltaf í sjúkraþjálfun.“ Ertu komin til að vera í landslið- inu? „Já, auðvitað.“ Er tónlistarferilinn alveg kominn á hilluna? „Nei, ég er að gefa út eitt lag sem fór á sumarstjörnuplötuna. Ég er náttúrlega búin að vera mikið í fótboltanum undanfarið og hann búinn að vera í 1.-10. sæti. Ég er samt ekkert hætt og þó ég hafi ekki gert tónlist sjálf hef ég unnið fullt við músík.“ Myndirðu skipta á BMV fyrir glænýjan BMW? „Nei, minn BMV- inn er bestur..“ Hver er draumurinn? „Hann er að ná árangri með íslenska landsliðinu. Verða svo atvinnumaður í landi þar sem ég fæ borgað fyrir að spila og BMV er frægur tónlistarmaður.“ Ætlar þú á Gay Pride? „Já, auðvitað. Ég verð líklegast æðsti Strumpur. Ég er í ungliðahópi samtakanna ‘78 og við verðum með sérstakt kvikmynda- og sjónvarps- þáttaþema.“ Kjartan Þór Ingason 17 árA NEMi „Nei, ég verð ekki í bænum.“ soffÍa gUðMUndsdóttIr 42 árA NEMi Í NorEgi „Já, ég á bleika fiðrildavængi sem ég ætla að fara með.“ gUðrún ÁstrÍðUr „Já, ég ætla að vera í mínum fínustu fötum. Ég þekki nokkra samkyn- hneigða og ætla að styðja þá með því að fara í pilsi og sokkabuxum niður í bæ.“ HlÍðar BErg KrIstjÁnsson 19 árA og AtViNNulAuS Dómstóll götunnar KrIstÍn Ýr BjarnadóttIr knattspyrnukona var óvænt valin í íslenska landsliðið í knattspyrnu sem tekur þátt í lokakeppni EM. Kristín er einnig afbragðs tónlistarmaður og er gift útvarps- og tónlistarmanninum Brynjari Má Valdimarssyni, BMV. minn bmv er bestur „Það gæti vel verið. Það er ekki alveg ákveðið.“ EInar sVErrIr tryggVason 21 árS NEMi maður Dagsins Íslendingar eru ekki eina þjóðin sem þekkir hugmyndina um stríðsgróða. Í fyrri heimsstyrjöld græddu Norð- menn svo mikið á skipaflutning- um að hálfgert æði braust út. 1.600 hlutafélög og 80 viðskiptabank- ar voru stofnaðir á stríðsárunum. Í gamanleikritinu „Bör Börson jr“ frá 1920 er titilpersónan sveitastrákur sem flytur til stórborgarinnar til að taka þátt í ævintýrinu. Raunveruleikinn var þá þegar kominn langt fram úr nokkurri sat- íru. Ungir milljónamæringar höfðu það fyrir sið að hella úr kampa- vínsflöskum yfir parketið og láta sig renna eftir því á sokkaleistunum eins og væru þeir að skauta. Líklega var enn ekki búið að finna upp gullrís- ottóið, svo að greyin urðu að gera sér slíkar kúnstir að góðu. Þó voru blikur á lofti. Í maí 1920 fóru hlutabréf að lækka á heims- mörkuðunum, en í Noregi hélt veislan áfram eins og ekkert hefði í skorist. Fyrst í júlí sendi ríkisbankinn Norges Bank út tilkynningu um að nú væri það skylda allra norskra karla og kvenna að lifa nægjusömu lífi og í ágúst var innflutningur bannaður á lúxusvörum eins og bílum, skart- gripum, leikföngum og úrum. Þetta dugði þó ekki til, því að öll vöruhús voru þegar full af vörum sem höfðu verið fluttar inn í góðærinu. Erfiður október Í september og október hófst hrunið fyrir alvöru. Árið 1920 urðu helmingi fleiri gjaldþrot en árið áður og 1921, þegar botninum var náð, höfðu þau aftur þrefaldast. Það ár fóru 1.030 fyrirtæki á hausinn. Atvinnu- leysi jókst frá tveimur prósentum í 24. Norski blaðamaðurinn Christi- an Christiansen taldi skömmu síð- ar fram nokkrar ástæður þess að Noregur varð sérstaklega illa úti. Eftir að stríðinu lauk og grundvöll- ur góðærisins var horfinn, var því haldið gangandi með því að eyða gjaldeyrisvaraforða ríkisins. Mikið af seðlum var prentað, sem leiddi til þess að allt hækkaði úr hófi fram. Í um tvö ár hafði því aðeins verið um sýndargóðæri að ræða. Mótmæli urðu algeng, og var þess meðal annars krafist að banka- svindlararnir yrðu settir í fangelsi. Norska ríkið dældi hins vegar pen- ingum í bankana. Margir hafa velt því fyrir sér hvort betra hefði verið að láta kreppuna skella á með fullum þunga strax, í stað þess að reyna að milda hana og ef til vill draga hana á lokin. Árið 1927, þegar krísan var loks að ganga yfir, sagði bankastjóri Norges Bank að ómögulegt hefði verið fyrir Norðmenn að skipta svo snögglega um lífsstíl. Blaðamaður- inn Christiansen er sammála þessu, og segir að erfitt hefði verið að venja Norðmenn af kampavíni og aftur yfir á lefsur á einni nóttu. Annar banka- stjóri, Sandberg, sagði haustið 1920 þegar kreppan var að bresta á: „Ný- bakaðir auðmenn okkar vöktu og vekja enn athygli erlendis fyrir rík- mannlegan lífsstíl og eyða mörgum milljónum á dag.“ ríkisstjórnin fyrir rétti Í byrjun árs 1921 samþykkti norska þingið að veita 15 milljónir norskra króna í banka sem áttu í erfiðleikum. Bankastjóri Norges bank sagði af því tilefni að engin ástæða væri til að ef- ast um að bankarnir myndu hafa það af. Árið eftir kom hins vegar í ljós að einkabankarnir höfðu þurft að af- skrifa 118 milljónir í skuldir. Ríkið lét þó 50 milljónir til viðbótar til að halda stórbönkunum Forenings- banken og Centralbanken gangandi. Allt kom fyrir ekki, þeir fóru á haus- inn með dagsmillibili og ríkið varð að taka þá yfir. Mánuði síðar skrifaði bankastjóri Handelsbanken Berge forsætisráð- herra bréf og sagðist þurfa aðstoð. Ríkisstjórnin var þá búin að fá nóg og hafnaði beiðninni. Bankastjórinn sagði að stjórnmálamennirnir gætu gert eins og þeir vildu, en þá myndi hann einfaldlega loka bankanum. Ríkisstjórnin ákvað að svo búnu að ekki væri ráðlagt að leggja málið fyrir þingið, heldur lét með leynd Hand- elsbanken fá 25 milljónir. Þetta leiddi til þess að þremur árum síðar voru Berge, fyrrverandi forsætisráðherra, og kollegum hans stillt fyrir dómstóla, sakaðir um að hafa brotið bæði gegn stjórnarskrá og lögum um ábyrgð. Það tók nokkur ár að gera norska hrunið upp, en ekki var hægt að skorast undan ábyrgð endalaust. Bankakreppan mikla í Noregi mynDin Bílastæðaparadís Stórfengleg uppbygging heldri manna hverfis í Setbergslandi við urriðakotsvatn hefur sannarlega ekki gengið sem skyldi. Kristinn Magnússon ljósmynd- ari sá að þar var heldur fátæklegt um að litast þegar hann flaug yfir byggingu ikea sem er þar við. Örfá hús hafa verið byggð á svæðinu og aðeins flutt inn í eitt eða tvö þeirra. Hitaveitan þarf hins vegar að dæla heitu vatni um allt hverfið til kyndingar með tilheyrandi himinháum kostnaði. Samkvæmt deiliskipulagi var gert ráð fyrir tæplega 15 húsum á hektara og að meðaltali 3,9 bílastæðum á hverja íbúð. Mnd KrIstInn Magnússon kjallari umrÆða 7. ágúst 2009 föstudaGur 27 ValUr gUnnarsson rithöfundur skrifar Í Noregi hélt veislan áfram eins og ekkert hefði í skorist.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.