Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2009, Page 31
m
æ
li
r
m
eð
...
Bókinni
Heitar
laugar á
Íslandi
„Löngu tíma-
bær bók,“ segir
gagnrýnandi.
Bókinni laura og Julio
Það virðist hægt að
ganga að því sem
vísu að ef bók er
hluti af neon-bóka-
flokki Bjarts er hún ýmist góð,
virkilega góð eða frábær.
árstÍðum með sam-
nefndri HlJómsveit.
Frábær
fyrsta
breið-
skífa.
B13-ultimatum
Yfirnáttúru-
legur hasar
byggður á
reyfarakenndu
handriti Lucs
Besson.
tölvuleiknum Harry Potter
and tHe Half-Blood Prince
Leikirnir um
galdrakallinn hafa
hingað til verið slak-
ir og þessi er engin
undantekning.
m
æ
li
r
eK
Ki
m
eð
...
fóKus 7. ágúst 2009 föstudagur 31
Dagskráin að skýrast á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykavík:
Hátt í 400 myndir vildu á RIFF
föstudagur
n Breezer-kvöld á selfossi
Á föstudaginn verður Bacardi
Breezer-kvöld á 800 Bar á Selfossi.
Frítt verður inn allt kvöldið og
Breezer að sjálfsögðu á tilboði alla
nóttina í bland við frábæra tónlist.
Hefur þú smakkað allar tegundirnar
af Breezer? Ef ekki þá veistu hvert þú
átt að fara á föstudaginn.
n afmæli thorvaldssen
Skemmtistaðurinn Thorvaldssen
er sjö ára gamall og vill að þú takir
þátt með sér í gleðinni. Á föstudags-
kvoldið verða léttar veitingar í boði,
bæði matur og drykkur, milli 21 og
miðnættis. Einn heitasti plötusnúður
bæjarins mætir svo í hús og heldur
uppi fjörinu alla nóttina.
n addi intro á Prikinu
Hið frábæra Húsband Priksins
hefur leik á Prikinu á föstudaginn
klukkan 22 en Húsbandið hefur
svo sannarlega slegið í gegn í hvert
einasta skipti sem það stígur á svið.
Hinn mikli meistari Addi Intro mætir
svo með vel ferska hip hop-músík
eftir Húsbandið og sér um að fólk
hristi á sér rassinn fram á nótt.
n egó á Players
Stórhljómsveitin Egó verður með
ball á Players á föstudaginn en Egó
er heldur betur í stuði í sumar. Bæði
hefur hljómsveitin verið að túra
með Pöpunum en nú eru Egóistarnir
vel heitir eftir að hafa rokkað feitt í
Eyjum á Þjóðhátíð.
laugardagur
n 16 ára ball
Yngri kynslóðin fær svo sannarlega
eitthvað fyrir sinn snúð á 800 bar
á Selfossi á laugardagskvöldið. Þar
verður 16 ára ball - og árið gildir - á
milli kl. 22 og 02. Sjálfur DJ Ramirez
mun halda uppi stuðinu en 1.500
krónur kostar á ballið.
n Boðsmiðaball dalton
Hin geysivinsæla hljómsveit Dalton
verður með stórdansleik á SPOT í
Kópavogi á laugardagskvöldið. Sért
þú bæði aðdáandi SPOT og Dalton
á Facebook eða gerir eitthvað í því
fyrir klukkan 16.00 á laugardaginn
getur þú tryggt þér boðsmiða á
ballið. Skráðu þig og sendu póst á
daltonbandid@gmail.com og þú
færð miða.
n Hommar heiðraðir
Prikið elskar alla og heldur uppi
heiðri hornsins á Gay Pride á
laugardagskvöldið. Samkynhneigðir
og aðrir geta þar mæst undir dillandi
undirspili Danna Deluxxx sem sér um
tónlistina á staðnum það kvöldið.
n Jólaball á Zimsen
Já, þetta er ekkert grín. Kaffi
Zimsen fer snemma af stað í ár og
helgina 7. og 8. ágúst verður haldið
alvörujólaball. Að sjálfsögðu verður
alvörujólaglögg á staðnum og tilboð
á jólakokteil. Jólabjór í flösku býðst á
100 krónur. Dansað verður í kringum
jólatréð og jólasveinninn mætir í
heimsókn.
Hvað er að
GERAST?
figHting
Slagsmála-
atriðin í
myndinni
eru ekki bar-
dagamynd til
framdráttar.
Dagskrá RIFF, Alþjóðlegrar kvik-
myndahátíðar í Reykjavík sem hefst
17. september næstkomandi, er
óðum að taka á sig mynd. Lokað
var fyrir umsóknir nýlega og bárust
hátt í 400 kvikmyndir alls staðar að.
Fjöldi nýrra kvikmynda verður tek-
inn til sýninga þar sem áherslan er
lögð á splunkunýjar og framsækn-
ar kvikmyndir. Von er á fjölda gesta
erlendis frá en hátt í 100 kvikmyndir
verða sýndar á hátíðinni í mismun-
andi flokkum og í mörgum tilfellum
er um að ræða heimsfrumsýningar,
Evrópu- eða Norðurlandafrumsýn-
ingar.
Norskir kvikmyndagerðarmenn
hafa lengi verið í skugga nágranna
sinna í Svíþjóð og Danmörku en
undanfarin misseri hefur verið fá-
heyrð gróska í norskri kvikmynda-
gerð. Sjónum verður sérstaklega
beint að norskum bíómyndum þetta
árið og verður sérstakur sýningar-
flokkur tileinkaður norskum mynd-
um. Þar verða sýndar fimm myndir,
grínmyndir og spennumyndir, ást-
arsögur og fjölskyldudrömu.
Myndirnar fimm eru Norður eft-
ir Rune Denstad Langlo sem hefur
notið mikilla vinsælda undanfarna
mánuði á hátíðum og sópað að sér
verðlaunum, Engill eftir Margreth
Olin og Saman eftir Matias Armand
Jordal, Ískossinn eftir Knut Erik Jen-
sen og Dauður snjór eftir leikstjór-
ann Tommy Wirkola. Allar mynd-
irnar eru frá árinu 2009 fyrir utan
Ískossinn sem var frumsýnd í Noregi
í fyrra.
Hrönn marinós-
dóttir, fram-
kvæmdastjóri
riff. Hátíðin
hefur verið haldin
fimm sinnum áður
undir styrkri stjórn
Hrannar.
hún er samansafn sýninga, listvið-
burða, fyrirlestra og vinnustofa sem
hafa það að markmiði að efla ný-
sköpun í íslenskri sviðslist. Miðstöð
hátíðarinnar, sem stendur allan ág-
ústmánuð, heitir Leikhús batteríið
og er til húsa í Hafnarstræti 1.
„Við hittum sýningagesti fyrst í
Batteríinu en við röltum svo þaðan
upp í Þingholtin þar sem verkið verð-
ur sýnt í heimahúsi.“ Eins og gefur að
skilja kemst takmaðurfjöldi fólks á
hverja sýningu. „Þetta eru á bilinu 20
til 25 manns á hverri sýningu.“ Hlyn-
ur segir þetta ekki í fyrsta skipti sem
verk sé sýnt í heimahúsi en þeir hafi
viljað gera það því slíkt sé sögusvið
verksins. „Við vildum með þessu gera
umgjörð verksins en raunsærri.“
nakinn fyrir séð og heyrt
Fyrir fáeinum árum fór af stað aug-
lýsingaherferð fyrir Séð og heyrt með
yfirskriftinni „Nekt selur“. Ýmsar
skvísur voru fengnar til þess að sýna
kroppinn en vinsælasta fyrirsætan úr
herferðinni var án efa Hlynur sjálfur.
Hann lék meðal annars í sjónvarps-
auglýsingu þar sem hann hljóp um
á Adamsklæðunum með gula hár-
kollu. Hann prýddi einnig hulstur
hins magnaða safndisks Megamúsík
Séð og heyrt sem kom út árið 2002.
„Vinkona mín var að vinna hjá
fyrirtækinu sem framleiddi þessa
auglýsingu og þau vantaði einhvern
frjálslega vaxinn náunga til þess að
leika í henni.“ Hlynur segist ekki sjá
eftir neinu og hann hlæi frekar en
nokkuð annað þegar hann hugsar
til auglýsingarinnar. „Ég lagði bara í
þetta og þetta vakti bara ágætis lukku.
Auglýsingin var meira að segja leng-
ur í sýningu en áætlað var þannig að
ég fékk aukalega greitt.“
mamma æpti
Þegar auglýsingin var sem vinsæl-
ust var fólk farið að þekkja Hlyn úti
á götu. „Þegar maður var á Lauga-
veginum var fólk farið að segja „Hey,
þarna er nakti gaurinn“.“ Hlynur fór
hins vegar fljótlega eftir þetta til Ind-
lands þar sem hann dvaldi í fjóra
mánuði. „Þannig að þetta hefur ekk-
ert elt mig neitt þar sem ég fékk fína
fjarlægð frá þessu þegar ég fór þarna
út.“
Ekki voru þó allir sem tóku þessu
jafnlétt og Hlynur. „Ég sagði eiginlega
engum frá þessu þannig að mömmu
brá nokkuð í brún þegar hún var í sal
eitt í Regnboganum og sá son sinn
hlaupa berrassaðan um. Hún æpti
meira að segja upp fyrir sig.“
trúður í indlandi
Áður en Hlynur hélt til Indlands hafði
hann einnig tekið þátt í samnorrænu
og norður-afrísku menningarverk-
efni. „Eins flókið og það nú hljómar.
Við vorum sem sagt krakkar frá Ís-
landi, Finnlandi, Marokkó og Tún-
is. Það voru tveir úr leiklist, tveir úr
myndlist, danslist og tónlist. Þessum
fjórum höfuðlistgreinum. Við flökk-
uðum svo um þessi lönd og sýndum
verk okkar.“
Þegar hópurinn var staddur í Mar-
okkó var stoppað í barnaþorpi SOS.
„Ég og Ólafur Egill Egilsson settum
þar á laggirnar stutta leiksýningu
sem trúðar. Við skemmtum þarna
í sirka þrjú korter og þetta var svo
ótrúlega gefandi. Það var kveikjan að
því að mig langaði til þess að fara til
Indlands og skemmta þessum krökk-
um sem höfðu það ekki jafngott og
við kannski þekkjum.“
Hlynur segir það hafa verið mik-
ið menningarsjokk að koma út til
Indlands þar sem atvinnuleysi hafi
á þeim tíma verið í kringum 40%.
„Þetta er svo algjörlega ólíkt öllu sem
við þekkjum. Við vitum ekki hversu
gott við höfum það fyrr en eftir að
hafa upplifað og séð hvernig hlut-
irnir eru annars staðar í heiminum.
Það var mikið kúltúrsjokk að kynnast
svona mikilli fátækt.“
Hlynur ferðaðist um landið og
skemmti krökkum í SOS-þorpun-
um og segir hann það ógleymanlega
lífsreynslu. „Börnin í þessum þorp-
um höfðu það samt mjög gott. Þetta
eru alveg frábær samtök,“ en Hlyn-
ur heimsótti ein 15 þorp. „Þau hafa
sín eigin heimili og foreldra í þess-
um þorpum. Við fengum að gista hjá
þeim og borða þeirra mat.“
Hlynur segir hápunktinn í hverju
þorpi svo hafa verið þegar hann
skemmti krökkunum sem trúðurinn
Nói. „Það þurfti nú ekki mikið til þess
að skemmta þessum krökkum. Það
var nóg að þarna væri bara mættur
hvítur, þybbinn karl með rautt nef.
En maður lék nú samt ýmsar listir
eins og að blása eldi og halda á lofti
boltum.“
Böðull Jóns arasonar
Trúðahlutverkið og strípileikurinn er
hins vegar ekki það eina sem Hlynur
hefur afrekað. Áður en hann kláraði
Fræði og framkvæmd í Listaháskól-
anum lauk hann B.A. í bókmennta-
fræði frá Háskóla Íslands. „Áður en
ég fór út til Indlands var ég að vinna
við að gera Sögusafnið í Perlunni. Ég
var að vinna við að gera brúður fyrir
safnið en þar sem ég var búinn með
bókmenntafræðina líka var ég settur
í að skrifa alla texta fyrir safnið.“
Stytturnar í safninu eru ótrúlega
raunverulegar en þær eru sílikon-
afsteypur og í fullri stærð. Afsteypa
af Hlyni var notuð fyrir eina stytt-
una sem er að finna í safninu. „Ég er
þarna í fullri stærð sem böðull Jóns
Arasonar biskups. Með eitthvað geð-
veikisglott, öxina á lofti að undir-
búa mig undir að hálshöggva síðasta
kaþólska prestinn á landinu.“
eins manns her
Eftir útskirft fór Hlynur upp í Borg-
arleikhús þar sem hann leitaðist eft-
ir stöðu aðstoðarleikstjóra í húsinu.
„Mér fannst það eðlilegt framhald
því að það er ekki boðið upp á neitt
leikstjóranám hérna heima og mað-
ur er ekki að fara út í framhaldsnám
svona í miðri kreppu. Því væri það
gott að fylgjast með öðrum leikstjór-
um og læra af þeim.“
Magnús Geir Þórðarson leikhús-
stjóri bauð Hlyni þá stöðu umsjónar-
manns litla sviðsins sem hann ákvað
að taka að sér. „Ég ákvað að slá til en
það verður nokkuð strembið verk-
efni. Hingað til hafa verkin á litla
sviðinu verið samstarfsverkefni milli
hússins og utan að komandi leik-
hópa sem hafa séð um það að mestu
leyti sjálfir en nú er svo mikið að gera
að það þarf einhvern til að hafa yfir-
umsjón með hlutunum.“
Þrjú til fjögur verk verða frum-
sýnd á litla sviðinu fyrir jól og því
mikil keyrsla. „Ég verð eins konar
eins manns her þarna. Ég verð teng-
iliður leikstjóra við allar stoðdeild-
ir, sviðs- og sýningarstjóri auk þess
að þurfa að sjá um að keyrslan gangi
vel fyrir sig.“ Hlynur þarf því að vera
viðstaddur allar æfingar og sýningar.
Álagið verður eftir því. „Ég geri ekki
ráð fyrir því að eiga mikið líf fyrir ára-
mót en þetta veður bara spennandi.“
Fyrsta verkið sem frumsýnt verður á
sviðinu í haust er Harry og Heimir
með þeim Erni Árnasyni og Karli Ág-
ústi Úlfssyni úr Spaugstofunni í aðal-
hlutverkum.
lókal í kúlunni
Hlyni og tveimur öðrum útskriftar-
nemum var boðið að sýna útskrift-
arverk sín á leiklistahátíðinni Lókal
sem fram fer í Reykjavík í september.
„Sýningin fer fram í Kúlunni í Þjóð-
leikhúsinu sem er undir Kassanum,“
en Hlynur er nú að þýða allt verkið til
þess að geta sýnt það á ensku. „Það
er svo mikið af erlendum gestum að
koma á hátíðina að við ákváðum að
sýna það á ensku,“ segir þessi fjölhæfi
maður að lokum en hægt er að finna
allar upplýsingar um Ellý alltaf góð
á .artfart.is. Það borgar sig að hafa
hraðar hendur þar sem verkið verður
aðeins sýnt í eina viku.
asgeir@dv.is
Strípalingur,
böðull, trúður
og leikstjóri
ellý alltaf
góð Einleikur
eftir Þorvald
Þorsteinsson.
Hlynur og Ævar
Unnu einnig saman að
útskrifarverkefni Hlyns.