Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2009, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2009, Page 32
32 föstudagur 7. ágúst 2009 helgarviðtal ÁRNA JOHNSEN Tennisleikarinn frægi John McEnroe lítur út eins og maður sem lét sig lítið varða um hvort hann ynni eða tapaði leikjunum sem hann spilaði þegar hann er borinn saman við knatt- spyrnumanninn Hermann Hreiðarsson. Þessi þrjátíu og fimm ára gamli Eyjamaður hefur svo sem ekki verið sá sigursælasti á knattspyrnu- vellinum í gegnum tíðina, en þegar hann gengur inn á knattspyrnuvöll er enginn af hin- um leikmönnunum tuttugu og einum sem er reiðubúinn að leggja meira á sig til að vinna leikinn en Hermann. Hápunkturinn á ferli Hermanns hingað til var vafalaust bikarmeistaratitillinn sem hann vann með Portsmouth í fyrravor, auk frábærs árangurs í deildinni, þar sem kappinn var einn af lykilmönnum liðsins. Gengið á síðasta tíma- bili var hins vegar ekki nærrum því jafn gott og var Portsmouth ekki fjarri því að falla úr úr- valsdeildinni eftir afleitt gengi framan af vetri. Hermann þurfti þá að sætta sig við að verma bekkinn í flestum leikjum, nokkuð sem lands- liðsfyrirliðinn hefur ekki átt að venjast á sín- um ferli, en það breyttist líkt og gengi liðsins eftir að knattspyrnustjórinn Tony Adams fékk reisupassann. Skotland kitlaði Samningur Hermanns við Portsmouth rann út í sumar en hann framlengdi hann nýverið um eitt ár. Áður höfðu nokkur lið sýnt varar- manninum sterka áhuga, meðal annars Celtic og Rangers sem hafa einokað Skotlandsmeist- aratitilinn síðasta aldarfjórðunginn, og segir Hermann alveg hafa verið inni í myndinni hjá sér að skipta um lið. „Já já, en það kom í rauninni aldrei form- legt tilboð. Þetta voru viðræður sem fóru aldrei almennilega af stað. Það var verið að bíða eftir möguleikum á sölu á öðrum leikmönnum og fleira og því fóru viðræðurnar aldrei lengra en það,“ segir Hermann þar sem hann er staddur á æfingasvæði Portsmouth þegar blaðamaður ræðir við hann símleiðis síðastliðinn fimmtu- dag. Vegna meiðsla sem hann hlaut nýverið á læri hefur Hermann ekki æft með liðinu síð- ustu daga en hleypur þess í stað sjálfur. „En það voru líka klúbbar í deildinni fyrir neðan sem voru með tilboð upp á tveggja ára samning,“ heldur Hermann áfram eftir smá þögn. „Ég ákvað samt að vera áfram hjá Port- smouth, enda búinn að eiga góðan tíma hérna. Fyrra árið var stórkostlegt og eftir áramót á síð- asta tímabili frábært. Ég byrjaði einhverja tut- tugu leiki og var þátttakandi í tuttugu og þrem- ur leikjum þannig að maður spilaði svo sem helling á síðasta „seasoni“. Vildi ekki fara út í óViSSuna Hermenn segir að nokkur lið utan Bretlands hafi einnig borið víurnar í sig. „Já já, en það kom aldrei til greina að fara frá Bretlandi. Mað- ur er búinn að vera hérna það lengi að maður vill ekki fara að rífa upp alla fjölskylduna og fara út í óvissuna annars staðar.“ Hefði það verið mikið átak? „Það hefði svo sem ekki verið eitthvað vandamál en það var alltaf fyrsti kostur að vera áfram. Eins og ég segi hef ég átt hér góðar stundir, Portsmouth er skemmtilegur klúbbur og ég er í fínu formi og vil því helst vera áfram í bestu deild í heim- inum. Mér finnst ég hafa getu í það og því vill maður vera í þessari deild eins lengi og maður getur. Þótt tilboð frá klúbbum í neðri deildum hafi verið betri þá lét maður viljann fyrir því að vera í efstu deild ráða för.“ Hermann hefði getað farið til annars liðs frítt þar sem samningur hans við Portsmouth var útrunninn. Spurður hvort hann hafi tekið á sig launalækkun við undirritun nýja samn- ingsins segist Hermann ekki vilja ræða sín launamál. „En ég var mjög sáttur við samning- inn. Ef maður hefði ekki verið það hefði maður bara farið eitthvað annað.“ Er engin kreppa í fótboltanum? „Ja, það virðist alla vega ekki mikil kreppa hjá Real Madrid og Manchester City,“ segir Hermann. Blaðamanni virðist ljóst að hann fái ekki meira upp úr honum um þessi mál og lætur því þar við sitja. í kolVitlauSu boxi Meiðslin sem Hermann glímir nú við eru ekki stórvægileg. Tognun aftan í læri sem hann nældi sér í æfingaleik við smáliðið Eastleigh. „Þetta er mjög lítið þannig séð. Fyrsta gráða bara. Ég er byrjaður að jogga og ætti að geta verið farinn að æfa af krafti með liðinu seinni partinn í næstu viku. Ég ætla að sjá til hvernig ég verð á sunnudaginn áður en ég útiloka eitt- hvað með landsleikinn,“ segir Hermann og vís- ar þar til vináttulandsleiks Íslands og Slóvakíu næsta miðvikudag. Þremur dögum seinna er svo á dagskrá fyrsti leikur Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu sem framundan er. Liðið mætir þá Fulham og er einnig óvíst hvort Hermann verði orðinn klár fyrir hann. „Þetta er svona „fiftí-fiftí“ með báða leiki. Þetta eru svolítið lúmsk meiðsli, þér líður kannski ágætlega en svo finnurðu fyrir þessu þegar þú ferð í snarpa snúninga og eitthvað. Annars held ég að ég hafi aldrei tognað áður þannig að ég þekki þetta ekki nógu vel.“ Þrátt fyrir að reiða sigurviljann í þverpok- um hefur Hermann húmor fyrir sjálfum sér þegar honum verður á inni á vellinum. Hann segir meiðslin hafa gert vart við sig þegar hann var að reyna eitthvað sem hann á kannski að láta vera, inni í vítateig mótherjanna. „Já, ég var í kolvitlausu boxi og þá fer náttúr- lega allt í vitleysu,“ segir Hermann og hlær. „Ég var að setja boltann fyrir hægri fótinn, þóttist ætla að skjóta en þá kemur hafsentinn og renn- ir sér og ég kippi löppunni upp úr tæklingunni. Þá fann ég aðeins til í lærinu. Svo kemur hinn hafsentinn og ég hoppa upp úr þeirri tæklingu líka. Og þá fann ég aðeins meira.“ TEK VIÐ AF Stoltur faðir Hermann með dætrum sínum, Thelmu Lóu , níu ára, og Ídu Marín, sjö ára. Myndin er tekin á góðgerðargolfmóti sem Hermann stóð fyrir ásamt fleirum í Eyjum fyrr í sumar. MYnd óSkar Pétur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.