Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2009, Qupperneq 37
helgarviðtal 7. ágúst 2009 föstudagur 37
Stendur sterkari
eftir áföllin
hverfi en það er lítið í gangi núna. Ætli
það endi ekki með því að ég fari að
gera eitthvað sjálf. Ég og vinkona mín
erum að vinna saman að „pilot“-þætti
og ef vel gengur fer hann í sýningar
jafnvel í haust,“ segir hún spennt en
þátturinn snýr að ástandinu í dag og
því hvernig fólk getur nýtt, breytt og
bætt ýmislegt á heimilinu. „Það hefur
alltaf blundað í mér að gera eitthvað
sjálf og vonandi verður það að veru-
leika. Ef ekki stefnir maður kannski í
frekara nám. Mig langar að fara í eitt-
hvað tengt arkitektúr eða hönnun og
það væri gaman að prófa að búa í
öðru landi. Annars hugsa ég lítið fram
í tímann þótt ég hafi gaman af því að
skipuleggja,“ segir hún og bætir við að
hún hafi gaman af því að ferðast. „Mig
langar að fara til Afríku og Ástralíu og
til þess að ferðast meira um Banda-
ríkin og vonandi hef ég einhvern tím-
ann tækifæri til þess. Eins þykir mér
ofsalega gaman að elda, vera í kring-
um vini mína og halda matarboð. Ég
á stóran og góðan vinahóp sem hitt-
ist reglulega og borðar saman. Ég þarf
alltaf að vera að gera eitthvað og get
ómögulega hangið og gert ekki neitt,”
segir hún og viðurkennir að hún sé
heldur betur búin að þrífa, breyta og
bæta heimilið síðan hún varð heima-
vinnandi. „Systir mín hefur haft á því
orði að það sé hægt að borða upp af
gólfinu hjá mér. Ég vil bara hafa hreint
í kringum mig og fer ekki að sofa
nema uppþvottavélin sé tóm og ekki
út úr húsi nema búið sé um öll rúm.
Maðurinn minn reynir reglulega að
minna mig á að þetta fari ekkert frá
mér en það gerir lítið gagn, mamma
er svona líka.“
Hlæja að sömu vitleysunni
Þórunn og Brandur hafa verið saman
í 18 ár en þau giftu sig árið 2000. Þau
kynntust í gegnum sameiginlegan vin
en höfðu lengi vitað hvort af öðru.
„Við vorum oft í sama partíinu og mér
fannst hann alltaf voða sætur en ég
hélt hann væri svo feiminn. Svo allt í
einu gerðist eitthvað. Hann er yndis-
legur maður sem stóð eins og klettur
við bakið á mér þegar ég missti bróð-
ur minn og datt niður í svartnættið. Ég
held að margir hefðu nú gefist upp og
gengið út en hann var alveg ótrúleg-
ur.“ Hún segir að þau Brandur passi
sig að eiga góðar stundir saman og
þau geti auðveldlega hlegið að sömu
vitleysunni. „Við mættum örugglega
gera meira í því að viðhalda neistan-
um en við förum samt reglulega út
að borða, á hótelin hér í borginni og
jafnvel til Akureyrar í helgarferðir. Við
erum ofsalega góð við hvort annað,
það er mikill húmor í okkur báðum
og hann getur enn fengið mig til að
veltast um að hlátri,” segir hún bros-
andi og bætir við að það mikilvægasta
í lífinu séu börnin, fjölskyldan, heils-
an og það að geta lifað sómasamlegu
lífi. „Ég er mjög hamingjusöm og á
æðislega vini og yndislegri fjölskyldu
en nokkur getur beðið um,“ segir hún
og bætir við að hún hafi lært margt
af þeim áföllum sem hún hefur þurft
að glíma við í gegnum ævina. „Ég hef
lært ofsalega mikið á því sem ég hef
gengið í gegnum og met lífið öðruvísi
en áður og ég er þakklát fyrir það sem
ég hef. Maður veit aldrei hvað fram-
tíðin ber í skauti sér og í dag eyði ég
ekki tímanum í pirring eða fýlu. Það
er ekki þess virði að reiðast yfir hlut-
um sem skipta engu máli. Ég stend
sterkari eftir áföllin.“
„Mér fannst svolítið
ópersónulega
staðið að þessu því
ég hafði unnið við
þáttinn svo lengi
og leit á hann seM
barnið Mitt.“
Lífhrædd Þórunn segist í kjölfar áfalla sem
hún hafi orðið fyrir á lífsleiðinni hafa orðið
ofsalega lífhrædd og að hún óttist sífellt að
eitthvað komi fyrir hennar nánustu.
Mynd KarL Petersson