Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2009, Side 42
Umsjón: Kjartan GUnnar Kjartansson, kgk@dv.is
Einar Magnússon
LyfjamáLastjóri
Einar fæddist í
Reykjavík. Hann
lauk stúdentsprófi
frá MR 1970, lauk
miðprófi í lyfja-
fræði við HÍ 1972,
lauk Cand.pharm-
prófi frá DFH,
Danska lyfjafræði-
skólanum í Kaup-
mannahöfn 1975
og stundaði nám
í heilsuhagfræði
við HÍ 1993-94.
Einar var
lyfjafræðingur í
Reykjavíkur Ap-
óteki 1975-90,
stundakennari við
HÍ og við Lyfja-
tæknaskóla Íslands 1975-88 og lekt-
or við HÍ 1987-90, varð deildarstjóri
og síðar skrifstofustjóri og lyfjamála-
stjóri í heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytinu 1991-99, vann
ráðgjafastörf á vegum Evrópuskrif-
stofu Alþjóða heilbrigðisstofnun-
arinnar (WHO) í Kaupmannahöfn
frá 1995, einkum í hinum nýfrjálsu
ríkjum Júgóslavíu og Sovétríkjanna,
í Andorra, Búlgaríu, á Möltu, í Rúm-
eníu og Tansaníu. Þá vann hann
að stefnumótun lyfjamála í Færeyj-
um á árunum 2006-2007. Hann var
lyfjafræðilegur ráðgjafi fyrir heil-
brigðisráðuneytið í Hanoi í Víetnam
1999-2002 á vegum sænsku Þró-
unarsamvinnustofnunarinnar, og
hefur verið skrifstofustjóri og lyfja-
málastjóri heilbrigðisráðuneytisins
frá 2002.
Einar var formaður Félags ís-
lenskra lyfjafræðinema 1971-72,
ritari í stjórn Lyfjafræðingafélags
Íslands (LFÍ) 1977-79, varaformað-
ur 1980-81, formaður 1981-93, sat í
stjórn lyfsölu-
sjóðs 1979-
81, í samn-
inganefnd
LFÍ 1977-79
og 1980-83,
formaður
Stéttarfélags
íslenskra
lyfjafræðinga
1984-88, for-
maður Nord-
isk Farmaceut
Union (NFU)
1981-82 og
1986-87, í rit-
nefnd Tíma-
rits um lyfja-
fræði 1976-81
og ritnefnd
Lyfjatíðinda 1994-95, í stjórn
Reykjavíkur Apóteks (Háskóla-
apóteks) 1981-90, í stjórn Alfred
Benzon-sjóðsins 1980-90, í stjórn
Lyfjaverslunar ríkisins 1991-94, í
lyfjaverðsnefnd 1991-93, formað-
ur stjórnar Lyfjatæknaskóla Íslands
1991-94, fulltrúi Íslands í stjórn
Norrænu lyfjanefndarinnar (NLN)
1991-99 (stjórnarformaður 1995-96
og 1999), var annar fulltrúa Íslands í
evrópsku lyfjaskrárnefndinni 1991-
99, fulltrúi Íslands í sérfræðingahóp
EFTA um lyfjamál 1991-99 og aftur
frá 2005 áheyrnarfulltrúi Íslands í
lyfjanefnd Evrópu (Pharmaceuti-
cal Committee) 1994-99 og aftur frá
2005 og var annar áheyrnarfulltrúi
Íslands í stjórn Lyfjamálastofnunar
Evrópu (EMEA) 1999. Einar var árið
2004 skipaður formaður nefndar og
framkvæmdanefndar um gerð lyfja-
stefnu til 2012. Hann var á síðasta
ári skipaður fulltrúi Íslands í nýrri
nefnd Evrópuráðsins um stefnu-
mörkun í lyfjamálum.
60 ára á mánudag 80 ára á laugardag
Vigfús Bjarni Jónsson
bóndi á Laxamýri í aðaLdaL
Vigfús fæddist á Laxamýri og ólst þar
upp. Hann stundaði nám við Héraðs-
skólann á Laugum í Reykjadal 1946-
’47, lauk prófum frá Gagnfræðaskóla
Húsavíkur 1949, stundaði nám í Jær-
en Folkehögskole í Noregi 1949-’50
og sótti síðan ýmis námskeið.
Vigfús hefur verið bóndi á Laxa-
mýri frá 1953 en hann reisti nýbýl-
ið Laxamýri II 1959-’60. Þá var hann
kennari í Búðardal 1951-’53 og í
Reykjahreppi 1971-’72.
Vigfús var formaður ungmennafé-
lagsins Reykhverfings 1953-’58, sat í
hreppsnefnd Reykjahrepps 1962-’70
og var þar oddviti 1966-’70, sat í stjórn
Veiðifélags Mýrarkvíslar frá stofnun
og var formaður þess 1971-’79, sat í
stjórn Veiðifélags Laxár frá 1966 og
var formaður þess um árabil frá 1977,
var formaður Landeigendafélags Lax-
ár og Mývatns 1977-’96 og hrepp-
stjóri og sýslunefndarmaður frá 1977.
Þá sat hann í stjórn Landssambands
veiðifélaga um árabil frá 1980 og var
hann formaður Veiðimálanefndar
og stjórnar Fiskiræktarsjóðs frá 1991.
Hann gekkst fyrir stofnun samtaka
ferðaþjónustubænda, ásamt Krist-
leifi Þorsteinssyni á Húsafelli, 1980,
og sat í stjórn samtakanna fyrstu árin.
Þá hefur hann oft verið dómkvaddur
matsmaður við ýmsar laxveiðiár sem
og í landamerkjadómi Suður-Þing-
eyjarsýslu.
Vigfús sat í miðstjórn Sjálfstæðis-
flokksins 1977-’80, sat alloft á Alþingi
sem vþm. flokksins í Norðurlands-
kjördæmi eystra frá 1976. Hann hefur
ritað fjölda greina í blöð og tímarit og
samið bókarkafla.
Fjölskylda
Vigfús kvæntist 29.6. 1952 Sigríði
Atladóttur, f. 13.12. 1933, húsfreyju.
Foreldrar hennar voru Atli Baldvins-
son, framkvæmdastjóri á Hveravöll-
um í Reykjahverfi, og k.h., Steinunn
Ólafsdóttir húsfreyja sem bæði eru
látin.
Börn Vigfúsar og Sigríðar eru Elín,
f. 20.3. 1952, snyrtifræðingur í Reykja-
vík en maður hennar er Albert Rík-
harðsson og er sonur þeirra Vigfús
Bjarni; Atli, f. 23.5. 1956, kennari á
Laxamýri en kona hans er Sif Jóns-
dóttir og eru börn þeirra Sigríður og
Atli Björn; Sigríður Steinunn, f. 5.5.
1962, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Þing-
eyinga á Húsavík en maður hennar er
Sveinn Freysson; Jón Helgi, f. 19.9.
1964, fiskeldisfræðingur á Laxamýri
en kona hans er Sólveig Ómarsdótt-
ir og eru börn þeirra Vigfús Bjarni,
Hulda Ósk og Elva Mjöll.
Systkini Vigfúsar: Sigríður, f. 1922,
fyrrv. einkaritari í Reykjavík; Þóra, f.
1925, rithöfundur í Reykjavík; Hall-
grímur, f. 1927, fyrrv. lögregluvarð-
stjóri í Reykjavík; Björn Gunnar, f.
1933, d. 1997, bóndi á Laxamýri; Þor-
bergur Helgi, f. 1933, d. 1954.
Foreldrar Vigfúsar voru Jón Helgi
Þorbergsson, ráðunautur hjá Búnað-
arfélagi Íslands, bóndi á Bessastöðum
og síðar á Laxamýri, og k.h., Elín Vig-
fúsdóttir húsfreyja.
Ætt
Föðurbræður Vigfúsar sem upp kom-
ust voru Hallgrímur, b. á Halldórs-
stöðum í Laxárdal, og Jónas, útvarps-
stjóri í Reykjavík.
Jón var sonur Þorbergs, b. á Helgu-
stöðum í Reykjadal Hallgrímssonar,
b. í Hraunkoti í Aðaldal, bróður Jóns,
langafa Kristijáns Eldjárn forseta, föð-
ur Þórarins rithöfundar. Hallgrímur
var sonur Þorgríms, b. í Hraunkoti
Marteinssonar, b. í Garði við Mý-
vatn Þorgrímssonar. Móðir Hallgríms
var Vigdís Hallgrímsdóttir, ættföður
Hraunkotsættar Helgasonar.
Móðir Jóns var Þóra Hálfdánar-
dóttir, b. á Öndólfsstöðum í Reykja-
dal Björnssonar, b. á Halldórsstöðum
Einarssonar.
Elín var dóttir Vigfúsar, b. á Gull-
berastöðum í Lundarreykjadal Pét-
urssonar, b. á Grund í Skorradal
Þorsteinssonar, b. á Steinum í Staf-
holtstungum Þorsteinssonar, b. á
Miðfossum Björnssonar. Móðir Vig-
fúsar var Kristín Vigfúsdóttir, b. í
Hvammi á Landi Gunnarssonar.
Móðir Elínar var Sigríður, ljósmóð-
ir og kennari Narfadóttir, b. í Stíflisdal
Þorsteinssonar, b. í Stíflisdal Einars-
sonar, b. í Stíflisdal Jónssonar.
Vigfús verður að heiman á afmæl-
Guðmundur fæddist í Vestmanna-
eyjum og ólst þar upp til fjögurra
ára aldurs en síðan á Selfossi. Hann
var í Barnaskólanum á Selfossi og
Gagnfræðaskóla Selfoss, lauk próf-
um í grunndeild málmiðna við Fjöl-
brautaskóla Suðurlands á Selfossi,
stundaði síðar nám við Ferðamála-
skóla Íslands og lauk þaðan prófum
sem leiðsögumaður árið 2009.
Guðmundur var í sveit í Unn-
arholti í Hrunamannahreppi í sex
sumur á unglingsárunum. Hann
starfaði hjá Bílfoss á Selfossi í nokk-
ur ár og hjá Hópferðabílum Guð-
mundar Tyrfingssonar á Selfossi,
var í vegagerð á Vopnafirði í eitt
ár og síðar verkstjóri og verkefnis-
stjóri við Kárahnjúkavirkjun á árun-
um 2004-2007. Hann starfaði síðan
hjá Jarðvélum og loks hjá Háfelli í
Reykjavík.
Guðmundur æfði og keppti í
júdó fyrir Júdódeild Selfoss í nokk-
ur ár og var þá m.a. í öðru sæti á
Íslandsmótinu í júdó árin 1999 og
2000. Hann sat í stjórn Júdódeildar
Selfoss 1996-2001, sat í stjórn Júdó-
sambands Íslands 1999-2000 og var
fjölmiðlafulltrúi Júdósambandsins
um skeið.
Fjölskylda
Systkini Guðmundar eru Helgi Krist-
inn Halldórsson, f. 1.4. 1975, nemi í
viðskiptafræði í Danmörku; Kristín
Hrefna Halldórsdóttir, f. 16.7. 1984,
nemi í stjórnmálafræði við HÍ.
Foreldrar Guðmundar eru Hall-
dór Ingi Guðmundsson, f. 14.10.
1946, sölumaður í Reykjavík, og
Anna Þóra Einarsdóttir, f. 3.12. 1948,
framhaldsskólakennari við Fjöl-
brautaskólann á Selfossi.
Kjartan Gunnar Kjartansson rekur
ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í
fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma
viðburði liðinna ára og minnist horfinna
merkra Íslendinga. Lesendur geta sent inn
tilkynningar um stórafmæli á netfangið
kgk@dv.is
30 ára á föstudag
Guðmundur E. Halldórsson
Leiðsögumaður í reykjavík
42 föstudagur 7. ágúst 2009 ættfræði
40 ára á mánudag
Þormóður Á.
Egilsson
íþróttakennari við HagaskóLa
Þormóður fæddist í
Reykjavík og ólst upp
í Vesturbænum. Hann
var í Melaskóla og
Hagaskóla, lauk stúd-
entsprófi frá VÍ, stund-
aði nám við Íþrótta-
kennaraskólann á
Laugarvatni og lauk
þaðan íþróttakenn-
araprófi og lauk síðan
prófum frá Lögreglu-
skóla ríkisins.
Þormóður var
kennari við Folda-
skóla 1993-’94, kenndi
við Melaskólann um
skeið og síðan við Mýrarhúsaskóla
á Seltjarnarnesi, var síðan lög-
regluþjónn í Reykjavík 2001-2007,
en hefur verið íþróttakennari við
Hagaskóla frá 2007.
Þormóður æfði og keppti í knatt-
spyrnu með KR frá sjö ára aldri og
síðan í öllum aldursflokkum. Hann
lék með meistaraflokki KR frá 1987-
2002 og var fyrirliði liðsins í fjölda
ára. Hann varð bikarmeistari með
meistaraflokki KR 1994, 1995 og
1999. Þá varð hann Íslandsmeist-
ari með liðinu 1999, 2000 og 2002.
Þormóður lék
átta landsleiki
með A-lands-
liðinu og lék
auk þess með
öllum yngri
landsliðum.
Fjölskylda
Eiginkona Þor-
móðs er Vé-
dís Grönvold,
f. 24.10. 1969,
sérfræðingur
við mennta-
málaráðuneyt-
ið.
Börn Þormóðs og Védísar eru
Perla Grönvold, f. 31.5. 1990; Mist
Grönvold, f. 26.10. 1999; Marta
Grönvold, f. 14.5. 2002.
Systir Þormóðs er Sigríður
Nanna Egilsdóttir, f. 13.5. 1966,
starfsmaður hjá stéttarfélagi Sel-
tjarnarnesbæjar.
Foreldrar Þormóðs eru Guðjón
Egill Halldórsson, f. 26.1. 1928, d.
7.1. 1984, vélstjóri í Reykjavík, og
Kristbjörg Þormóðsdóttir, f. 23.9.
1933, fyrrv. starfsmaður Seðla-
bankans.