Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2009, Qupperneq 42

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2009, Qupperneq 42
Umsjón: Kjartan GUnnar Kjartansson, kgk@dv.is Einar Magnússon LyfjamáLastjóri Einar fæddist í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1970, lauk miðprófi í lyfja- fræði við HÍ 1972, lauk Cand.pharm- prófi frá DFH, Danska lyfjafræði- skólanum í Kaup- mannahöfn 1975 og stundaði nám í heilsuhagfræði við HÍ 1993-94. Einar var lyfjafræðingur í Reykjavíkur Ap- óteki 1975-90, stundakennari við HÍ og við Lyfja- tæknaskóla Íslands 1975-88 og lekt- or við HÍ 1987-90, varð deildarstjóri og síðar skrifstofustjóri og lyfjamála- stjóri í heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu 1991-99, vann ráðgjafastörf á vegum Evrópuskrif- stofu Alþjóða heilbrigðisstofnun- arinnar (WHO) í Kaupmannahöfn frá 1995, einkum í hinum nýfrjálsu ríkjum Júgóslavíu og Sovétríkjanna, í Andorra, Búlgaríu, á Möltu, í Rúm- eníu og Tansaníu. Þá vann hann að stefnumótun lyfjamála í Færeyj- um á árunum 2006-2007. Hann var lyfjafræðilegur ráðgjafi fyrir heil- brigðisráðuneytið í Hanoi í Víetnam 1999-2002 á vegum sænsku Þró- unarsamvinnustofnunarinnar, og hefur verið skrifstofustjóri og lyfja- málastjóri heilbrigðisráðuneytisins frá 2002. Einar var formaður Félags ís- lenskra lyfjafræðinema 1971-72, ritari í stjórn Lyfjafræðingafélags Íslands (LFÍ) 1977-79, varaformað- ur 1980-81, formaður 1981-93, sat í stjórn lyfsölu- sjóðs 1979- 81, í samn- inganefnd LFÍ 1977-79 og 1980-83, formaður Stéttarfélags íslenskra lyfjafræðinga 1984-88, for- maður Nord- isk Farmaceut Union (NFU) 1981-82 og 1986-87, í rit- nefnd Tíma- rits um lyfja- fræði 1976-81 og ritnefnd Lyfjatíðinda 1994-95, í stjórn Reykjavíkur Apóteks (Háskóla- apóteks) 1981-90, í stjórn Alfred Benzon-sjóðsins 1980-90, í stjórn Lyfjaverslunar ríkisins 1991-94, í lyfjaverðsnefnd 1991-93, formað- ur stjórnar Lyfjatæknaskóla Íslands 1991-94, fulltrúi Íslands í stjórn Norrænu lyfjanefndarinnar (NLN) 1991-99 (stjórnarformaður 1995-96 og 1999), var annar fulltrúa Íslands í evrópsku lyfjaskrárnefndinni 1991- 99, fulltrúi Íslands í sérfræðingahóp EFTA um lyfjamál 1991-99 og aftur frá 2005 áheyrnarfulltrúi Íslands í lyfjanefnd Evrópu (Pharmaceuti- cal Committee) 1994-99 og aftur frá 2005 og var annar áheyrnarfulltrúi Íslands í stjórn Lyfjamálastofnunar Evrópu (EMEA) 1999. Einar var árið 2004 skipaður formaður nefndar og framkvæmdanefndar um gerð lyfja- stefnu til 2012. Hann var á síðasta ári skipaður fulltrúi Íslands í nýrri nefnd Evrópuráðsins um stefnu- mörkun í lyfjamálum. 60 ára á mánudag 80 ára á laugardag Vigfús Bjarni Jónsson bóndi á Laxamýri í aðaLdaL Vigfús fæddist á Laxamýri og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Héraðs- skólann á Laugum í Reykjadal 1946- ’47, lauk prófum frá Gagnfræðaskóla Húsavíkur 1949, stundaði nám í Jær- en Folkehögskole í Noregi 1949-’50 og sótti síðan ýmis námskeið. Vigfús hefur verið bóndi á Laxa- mýri frá 1953 en hann reisti nýbýl- ið Laxamýri II 1959-’60. Þá var hann kennari í Búðardal 1951-’53 og í Reykjahreppi 1971-’72. Vigfús var formaður ungmennafé- lagsins Reykhverfings 1953-’58, sat í hreppsnefnd Reykjahrepps 1962-’70 og var þar oddviti 1966-’70, sat í stjórn Veiðifélags Mýrarkvíslar frá stofnun og var formaður þess 1971-’79, sat í stjórn Veiðifélags Laxár frá 1966 og var formaður þess um árabil frá 1977, var formaður Landeigendafélags Lax- ár og Mývatns 1977-’96 og hrepp- stjóri og sýslunefndarmaður frá 1977. Þá sat hann í stjórn Landssambands veiðifélaga um árabil frá 1980 og var hann formaður Veiðimálanefndar og stjórnar Fiskiræktarsjóðs frá 1991. Hann gekkst fyrir stofnun samtaka ferðaþjónustubænda, ásamt Krist- leifi Þorsteinssyni á Húsafelli, 1980, og sat í stjórn samtakanna fyrstu árin. Þá hefur hann oft verið dómkvaddur matsmaður við ýmsar laxveiðiár sem og í landamerkjadómi Suður-Þing- eyjarsýslu. Vigfús sat í miðstjórn Sjálfstæðis- flokksins 1977-’80, sat alloft á Alþingi sem vþm. flokksins í Norðurlands- kjördæmi eystra frá 1976. Hann hefur ritað fjölda greina í blöð og tímarit og samið bókarkafla. Fjölskylda Vigfús kvæntist 29.6. 1952 Sigríði Atladóttur, f. 13.12. 1933, húsfreyju. Foreldrar hennar voru Atli Baldvins- son, framkvæmdastjóri á Hveravöll- um í Reykjahverfi, og k.h., Steinunn Ólafsdóttir húsfreyja sem bæði eru látin. Börn Vigfúsar og Sigríðar eru Elín, f. 20.3. 1952, snyrtifræðingur í Reykja- vík en maður hennar er Albert Rík- harðsson og er sonur þeirra Vigfús Bjarni; Atli, f. 23.5. 1956, kennari á Laxamýri en kona hans er Sif Jóns- dóttir og eru börn þeirra Sigríður og Atli Björn; Sigríður Steinunn, f. 5.5. 1962, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Þing- eyinga á Húsavík en maður hennar er Sveinn Freysson; Jón Helgi, f. 19.9. 1964, fiskeldisfræðingur á Laxamýri en kona hans er Sólveig Ómarsdótt- ir og eru börn þeirra Vigfús Bjarni, Hulda Ósk og Elva Mjöll. Systkini Vigfúsar: Sigríður, f. 1922, fyrrv. einkaritari í Reykjavík; Þóra, f. 1925, rithöfundur í Reykjavík; Hall- grímur, f. 1927, fyrrv. lögregluvarð- stjóri í Reykjavík; Björn Gunnar, f. 1933, d. 1997, bóndi á Laxamýri; Þor- bergur Helgi, f. 1933, d. 1954. Foreldrar Vigfúsar voru Jón Helgi Þorbergsson, ráðunautur hjá Búnað- arfélagi Íslands, bóndi á Bessastöðum og síðar á Laxamýri, og k.h., Elín Vig- fúsdóttir húsfreyja. Ætt Föðurbræður Vigfúsar sem upp kom- ust voru Hallgrímur, b. á Halldórs- stöðum í Laxárdal, og Jónas, útvarps- stjóri í Reykjavík. Jón var sonur Þorbergs, b. á Helgu- stöðum í Reykjadal Hallgrímssonar, b. í Hraunkoti í Aðaldal, bróður Jóns, langafa Kristijáns Eldjárn forseta, föð- ur Þórarins rithöfundar. Hallgrímur var sonur Þorgríms, b. í Hraunkoti Marteinssonar, b. í Garði við Mý- vatn Þorgrímssonar. Móðir Hallgríms var Vigdís Hallgrímsdóttir, ættföður Hraunkotsættar Helgasonar. Móðir Jóns var Þóra Hálfdánar- dóttir, b. á Öndólfsstöðum í Reykja- dal Björnssonar, b. á Halldórsstöðum Einarssonar. Elín var dóttir Vigfúsar, b. á Gull- berastöðum í Lundarreykjadal Pét- urssonar, b. á Grund í Skorradal Þorsteinssonar, b. á Steinum í Staf- holtstungum Þorsteinssonar, b. á Miðfossum Björnssonar. Móðir Vig- fúsar var Kristín Vigfúsdóttir, b. í Hvammi á Landi Gunnarssonar. Móðir Elínar var Sigríður, ljósmóð- ir og kennari Narfadóttir, b. í Stíflisdal Þorsteinssonar, b. í Stíflisdal Einars- sonar, b. í Stíflisdal Jónssonar. Vigfús verður að heiman á afmæl- Guðmundur fæddist í Vestmanna- eyjum og ólst þar upp til fjögurra ára aldurs en síðan á Selfossi. Hann var í Barnaskólanum á Selfossi og Gagnfræðaskóla Selfoss, lauk próf- um í grunndeild málmiðna við Fjöl- brautaskóla Suðurlands á Selfossi, stundaði síðar nám við Ferðamála- skóla Íslands og lauk þaðan prófum sem leiðsögumaður árið 2009. Guðmundur var í sveit í Unn- arholti í Hrunamannahreppi í sex sumur á unglingsárunum. Hann starfaði hjá Bílfoss á Selfossi í nokk- ur ár og hjá Hópferðabílum Guð- mundar Tyrfingssonar á Selfossi, var í vegagerð á Vopnafirði í eitt ár og síðar verkstjóri og verkefnis- stjóri við Kárahnjúkavirkjun á árun- um 2004-2007. Hann starfaði síðan hjá Jarðvélum og loks hjá Háfelli í Reykjavík. Guðmundur æfði og keppti í júdó fyrir Júdódeild Selfoss í nokk- ur ár og var þá m.a. í öðru sæti á Íslandsmótinu í júdó árin 1999 og 2000. Hann sat í stjórn Júdódeildar Selfoss 1996-2001, sat í stjórn Júdó- sambands Íslands 1999-2000 og var fjölmiðlafulltrúi Júdósambandsins um skeið. Fjölskylda Systkini Guðmundar eru Helgi Krist- inn Halldórsson, f. 1.4. 1975, nemi í viðskiptafræði í Danmörku; Kristín Hrefna Halldórsdóttir, f. 16.7. 1984, nemi í stjórnmálafræði við HÍ. Foreldrar Guðmundar eru Hall- dór Ingi Guðmundsson, f. 14.10. 1946, sölumaður í Reykjavík, og Anna Þóra Einarsdóttir, f. 3.12. 1948, framhaldsskólakennari við Fjöl- brautaskólann á Selfossi. Kjartan Gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra Íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið kgk@dv.is 30 ára á föstudag Guðmundur E. Halldórsson Leiðsögumaður í reykjavík 42 föstudagur 7. ágúst 2009 ættfræði 40 ára á mánudag Þormóður Á. Egilsson íþróttakennari við HagaskóLa Þormóður fæddist í Reykjavík og ólst upp í Vesturbænum. Hann var í Melaskóla og Hagaskóla, lauk stúd- entsprófi frá VÍ, stund- aði nám við Íþrótta- kennaraskólann á Laugarvatni og lauk þaðan íþróttakenn- araprófi og lauk síðan prófum frá Lögreglu- skóla ríkisins. Þormóður var kennari við Folda- skóla 1993-’94, kenndi við Melaskólann um skeið og síðan við Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi, var síðan lög- regluþjónn í Reykjavík 2001-2007, en hefur verið íþróttakennari við Hagaskóla frá 2007. Þormóður æfði og keppti í knatt- spyrnu með KR frá sjö ára aldri og síðan í öllum aldursflokkum. Hann lék með meistaraflokki KR frá 1987- 2002 og var fyrirliði liðsins í fjölda ára. Hann varð bikarmeistari með meistaraflokki KR 1994, 1995 og 1999. Þá varð hann Íslandsmeist- ari með liðinu 1999, 2000 og 2002. Þormóður lék átta landsleiki með A-lands- liðinu og lék auk þess með öllum yngri landsliðum. Fjölskylda Eiginkona Þor- móðs er Vé- dís Grönvold, f. 24.10. 1969, sérfræðingur við mennta- málaráðuneyt- ið. Börn Þormóðs og Védísar eru Perla Grönvold, f. 31.5. 1990; Mist Grönvold, f. 26.10. 1999; Marta Grönvold, f. 14.5. 2002. Systir Þormóðs er Sigríður Nanna Egilsdóttir, f. 13.5. 1966, starfsmaður hjá stéttarfélagi Sel- tjarnarnesbæjar. Foreldrar Þormóðs eru Guðjón Egill Halldórsson, f. 26.1. 1928, d. 7.1. 1984, vélstjóri í Reykjavík, og Kristbjörg Þormóðsdóttir, f. 23.9. 1933, fyrrv. starfsmaður Seðla- bankans.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.