Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2009, Qupperneq 52

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2009, Qupperneq 52
Nýr veitiNgastaður á akureyri Nýr grænmetisveitingastaður hefur verið opnaður við hlið Hótel Norðurlands á Akureyri en staðurinn heitir Vegi-terian. Matseðillinn er í anda grænmetisstaðarins Staðurinn en þar verður þó einnig að finna fisk, pasta og pizzur. Að sögn eiganda Vegi-terian, sem var annar eigandi Staðarins, er matseðillinn stærri og fjölbreytt- ari en hollustan er vissulega enn í fyrirrúmi. UMSjóN: HANNA eiríkSdóttir, hanna@dv.is Karlmenn þurfa líKa sólarvörn „Gott er að bera á sig sólarvörn hálftíma áður en farið er út í sól- ina og gera það reglulega,“ segir Björg Alfreðsdóttir, förðunar- meistari hjá MAC, og bætir við að því hærri sem sólvarnarstuðullinn sé því betri sé vörnin fyrir húðina. Björg segir að húðin taki alveg jafnt lit þótt sólarvörn sé notuð. Liturinn verður jafnari og endist lengur. „Ísland trónir á toppnum þegar kemur að húðkrabbameini á Norðurlöndunum og því meg- um við ekki gleyma sólarvörn- inni. Ekki karlmenn heldur.“ 52 föstudagur 7. ágúst 2009 lífsstíll BrúnKuKrem í stað ljósa- BeKKja „Til að fríska upp á útlitið er hægt að nota gott brúnkukrem í stað þess að nota ljósabekki,“ segir Alexandra Helga Ívarsdóttir, ungfrú Ísland 2008, þegar hún er spurð út í sniðug útlits- ráð. Alexandra mælir líka með fjöl- breyttum æfingum svo við fáum ekki leiða á ræktinni. „Síðan er um að gera að skella sér út að hjóla, á línuskauta og í sund í góða veðrinu. Loks vil ég endilega mæla með maskara frá Lancôme sem heitir Hypnose. Ég er oft spurð hvaða maskara ég noti því þessi er algjör snilld.“ Rakel Ársælsdóttir vildi vera sinn eigin herra til að geta varið meiri tíma með dætrum sínum svo hún stofnaði skóvefverslunina desire.is. Rakel segir tækifæri í kreppunni því konur hætti aldrei að versla heldur breyti þær einfaldlega verslunarmunstrinu. selur skó í aNda sex aNd the City „Ég elska tísku og er búin að lifa og hrærast í þessum heimi frá ungaaldri og nú langaði mig að bjóða konum upp á flotta pæjuskó í anda Sex and the City,“ segir Rakel Ársælsdóttir sem rekur skóvefverslunina desire. is. Rakel rak tískuverslunina Mangó um árabil í Keflavík og er því ekki ókunn verslunarrekstri. Hún segir desire.is ganga vonum framar og að kreppan hafi ekki sett strik í reikn- inginn, nema síður sé. „Kreppan er tækifæri fyrir mig því þótt það herði að hættum við konur ekki að versla. Við breytum bara munstrinu og það hefur sannað sig því það er brjálað að gera hjá mér,“ segir Rakel sem rekur einnig stórt heimili en hún og kær- asti hennar eiga þrjár dætur sam- anlagt. „Mig langaði að gera eitthvað sem hægt væri að gera heiman frá mér til að geta eytt meira tíma með dætrunum en sú yngsta er að verða fjögurra ára og það er sko nóg að gera á þessu heimili. Við skvísurnar erum allar miklar tískudrósir svo það eru al- veg jólin þegar ég fæ sendingar. Þær fá að máta en eru of ungar til að ganga á svona hælum,“ segir hún brosandi og bætir við að heitustu skórnir í dag séu platform-skór og að stígvélin komi sterk inn með haustinu. „Hermanna- tíska, Gladiator-tíska og bara ofboðs- lega töff skór eru málið.“ Slóðin að verslun Rakelar er www.desire.is og það er vel þess virði að kíkja. Indíana Ása Hreinsdóttir Rakel Ársælsdóttir Vildi starfa sjálfstætt til að geta verið meira með dætrum sínum. Elskar tísku „...langaði að bjóða konum upp á flotta pæjuskó í anda Sex and the City.” trimform eftir meðgöNgu Ragnheiður Guðfinna með góð ráð fyrir nýbakaðar mæður: Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir kom með ráðleggingar handa nýbök- uðum mæðrum í síðasta Helgarblaði DV en Ragnheiður eignaðist sinn annan son fyrir tveimur mánuðum. „Ég þurfti að taka það rólega fyrst um sinn og maður hleypur ekki langt frá ungu barninu sínu. Því ákvað ég að skella mér til stelpnanna í Trimformi Berglindar og var hæstánægð með það. Þetta er frábær hugmynd sem ég vil endilega lauma að nýbökuðum mæðrum sem vilja losna við app- elsínuhúð, vinna á slappri húð eftir meðgöngu og slöppum vöðvum og fá hjálp við að þjálfa grindarbotns- vöðvana eftir meðgönguna.“ Ragnheiður Guðfinna Segir trimform góða leið til að losna við appelsínuhúð og vinna á slappri húð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.