Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2009, Side 64

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2009, Side 64
n Miðborgarmaðurinn Jakob Frí- mann Magnússon situr sjaldan með hendur í skauti. Eftir anna- sama verslunarmannahelgi sást glerfínn Stuðmaðurinn spóka sig í teinóttum jakkafötum fyrir utan danska sendiráðið við Hverfisgötu á fimmtudaginn. Ekki fylgir sög- unni hvort Jakob var einungis að virða fyrir sér miðborgina eða hvort gamlir draumar um frægð og frama í Dana- veldi séu farnir að gera vart við sig. Stuðmenn spiluðu fyrir um 11 þúsund manns í Hús- dýragarðinum um síðustu helgi og hafa sjald- an verið betri. Batnandi mönnum er best að lifa! Fréttaskot 512 70 70 DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til fréttar. fyrir fréttaskot sem Verður aðalfrétt á forsíðu greiðast 25.000 krónur. fyrir besta fréttaskot Vikunnar greiðast allt að 50.000 krónur. alls eru greiDDar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hVers mánaðar. Við, íslenskur almenningur, eigendur og greiðendur Ríkisútvarpsins, viljum ráða Kristin Hrafnsson blaðamann í fullt óritskoðað starf til þess að fjalla um hrun íslensku bankanna.“ Svona hljómar áskorun á Facebook sem rúmlega eitt þúsund manns hafa lagt nafn sitt við. Þar kemur fram að Krist- inn sé nú í afleysingum á RÚV. Hann hafi sýnt að hann kunni að varpa ljósi á sannleikann og þurfi því að vinna fyrir ríkismiðilinn í þágu þjóðarinnar. Páll Magnússon útvarpsstjóri segir að Kristinn væri ekki í starfi hjá Ríkisútvarpinu nema vilji væri til að hafa hann þar. „Að sjálfu leiðir að hans störf, eins og önnur á RÚV, eru óritskoðuð, þannig að það er að minnsta kosti þegar búið að uppfylla þá óskina,“ segir Páll. Hann segir að Kristinn sé góður og gegn fréttamað- ur sem RÚV vildi gjarnan hafa áfram í starfi en treystir sér þó ekki til að stað- hæfa neitt um ráðningamál frétta- stofunnar. Aðspurður segir hann að Kristinn sé vel til þess fallinn að sinna málefnum bankahrunsins. „Hann hefur gert sig gildandi í þeim málum nú þegar, þennan tíma sem hann hef- ur verið hér að störfum. Kristinn er afar reyndur og öflugur fréttamaður,“ segir Páll. Ljóst er að Kristinn á sér marga stuðningsmenn því á meðal áskor- enda á Facebook má finna Birgittu Jónsdóttir þingmann, Sturlu Jónsson mótmælanda, Sigurð Þ. Ragnarsson veðurfréttamann, söngkonuna Helgu Möller og sjónvarpsmanninn Sölva Tryggvason. baldur@dv.is Draumar StuðmannS Hópur á netinu þrýstir á Pál Magnússon útvarpsstjóra að ráða Kristin Hrafnsson: Vilja KriStin í fullt Starf á rÚV n Rúnar Ben Maitsland, sem árið 2002 var dæmdur í fimm ára fang- elsi fyrir aðild að smygli á 27 kíló- um af hassi til landsins, er einn af þeim sem veitt hafa athygli þungum dómum yfir smyglurum í Papeyjar- málinu. Rúnar var dæmdur ásamt tvíburabróður sínum Davíð Ben og voru dómarnir yfir þeim þeir þyngstu sem þá höfðu fallið í fíkni- efnamáli á Íslandi. Rúnar hefur nú snúið við blað- inu og heldur sig réttum megin við lögin. Hann gerði í gær tengil á Face- book-síðu sína á frétt DV- .is um dóma í Papeyjarmálinu með orðunum: „Svona verður þetta ef maður er ekki góður strákur :)“ ÓþeKKir StráKar fara á Hraunið n Sjónvarpsmaðurinn og gleðipinn- inn Ásgeir Kolbeinsson slær ekki slöku við í skemmtunum þó vel á fertugsaldurinn sé komið. Ásgeir, sem er 34 ára, sló ekki slöku við á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. Hann lét ekki bjóða sér að gista í tjaldi í daln- um heldur var með herbergi á Hótel Eyjum, þar sem hann dvaldi í góðra vina hópi. Ásgeir lét ekki gott heita þegar tónlistin í dalnum þagnaði heldur hélt eftirpartí á hótelinu þar sem vinum og kunn- ingjum var boð- ið. Ásgeir, sem var með 204 þúsund krón- ur á mánuði árið 2008 samkvæmt Tekjublaði Mann- lífs, hefur greinilega lagt fyrir í góðærinu. með eftirpartí í eyjum Sló í gegn kristinn vakti mikla athygli með frétt sem leiddi til lögbanns á rÚV. „Flottir dagar“ í ágúst

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.