Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2009, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2009, Qupperneq 8
Geysir Green Energy bauð níu manns í laxveiðiferð í Grímsá í Borgarfirði um þarsíðustu helgi. Áin hefur stundum verið nefnd „drottning íslenskra lax- veiðiáa“ og var í eigu athafnamanns- ins Thors Jensens og fjölskyldu hans í marga áratugi á tuttugustu öld. Dag- urinn í henni kostar um hundrað þúsund krónur á stöngina. Hópurinn var við veiðar í ánni í tvo daga og nam kostnaðurinn við hana rúmri milljón samkvæmt forstjóra Geysis, Ásgeiri Margeirssyni. Megintilgangur ferðarinnar var koma kínversks viðskiptafélaga Geys- is Green hingað til lands, Zhu Jiang, samkvæmt stjórnarformanni Geys- is Green, Eyjólfi Árna Rafnssyni, en Kanadamaðurinn Ross Beaty var einnig með í för. Beaty er sem kunnugt er forstjóri og aðaleigandi Magma Energy sem hyggst reyna að kaupa 32 prósenta hlut Orkuveitu Reykjavíkur og Hafn- arfjarðarbæjar í HS Orku. Talið er að Magma Energy og Geysir Green En- ergy vilji eignast sameiginlega HS Orku að fullu með naumri meiri- hlutaeign GGE. Beaty hefur í vikunni fundað með Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra varðandi áform sín um kaup Magma á hlutnum í HS Orku. Steingrímur hefur hins vegar sagt að afstaða hans varðandi eign- arhald á íslenskum orkufyrirtækjum liggi alveg ljós fyrir. Vilja ekki bein ríkisafskipti Nær öruggt má telja að tilgangurinn með veiðiferðinni hafi meðal ann- ars verið að ræða um mögulega sam- vinnu Geysis Green og Magma En- ergy í HS Orku. Orkuveita Reykjavíkur hefur frest þar til í lok mánaðarins til að gefa Magma Energy svar um hvort hluturinn verður seldur til félagsins. Framtíð Geysis Green, sem á 32 prósenta hlut í HS Orku, er hins veg- ar í höndum Íslandsbanka og þar með íslenska ríkisins þar sem bank- inn er rúmlega 40 prósenta hluthafi í Geysi Green Energy í gegnum Glaci- er Renewable Energy Fund. Jafnframt er Íslandsbanki langstærsti kröfuhafi Geysis Green en skuldir félagsins við bankann nema yfir 20 milljörðum króna. Íslenska ríkið er því í þeirri stöðu að gera leyst Geysi Green til sín vegna skulda félagsins. Alveg ljóst er hins vegar að forsvarsmenn Geys- is kjósa ekki þennan möguleika og vilja halda eignarhaldinu á félaginu óbreyttu og án beinnar aðkomu rík- isins. Betra að spara spurningarnar Tveir af stjórnendum Geysis vilja hins vegar ekki tjá sig um málið. Alexander Guðmundsson, fjármálastjóri Geysis Green, neitar aðspurður að tjá sig um kostnaðinn við veiðiferðina eða af hverju hún var farin. „Ég hef bara ekk- ert um þetta að segja; hvort þetta hafi verið eða annað.“ Þegar blaðamaður DV sagði við Alexander að hann hefði heimildir fyrir því að hann hefði ver- ið í veiðiferðinni í Grímsánni sagði Alexander að hann vildi ekki komm- entera á málið þannig að betra væri að spara spurningarnar um málið. Framkvæmdastjóri Geysis, Þór Gíslason, vildi heldur ekki tjá sig um veiðiferðina eða hvað fór þar fram. Aðspurður hvort hann hann hefði far- ið í ferðina sagði Þór að betra væri að heyra í Ásgeir Margeirssyni, forstjóra Geysis, um það. „Heyrðu bara í Ásgeir með það... Ræddu endilega við Ásgeir um það,“ en samkvæmt heimildum DV voru eiginkonur stjórnendanna þriggja einnig með í för í Grímsánni ásamt Magnúsi Bjarnasyni, fram- kvæmdastjóra Capacent Glacier, sem unnið hefur verðmat á HS Orku fyrir Magma Energy og veitt félaginu ráð- gjöf. Magnús var framkvæmdastjóri hjá Glitni fyrir bankahrunið og átti að leiða orkuútrás bankans á alþjóða- vettvangi í gegnum skrifstofu bank- ans í New York. Orkuarmur Glitnis var sameinaður Capacent og úr varð Capacent Glacier og eru tengsl fé- lagsins við fyrrverandi stjórnendur Glitnis náin. Ross Beaty kíkti í mat Ásgeir Margeirsson segir aðspurður um hverjir hafi verið með í för í veiði- ferðinni í Grímsá að það hafi ver- ið stjórnendur félagsins, Kínverjinn Zhu Jiang og svo nokkrir gestir sem hann nefnir ekki á nafn: „... svo komu nokkrir gestir svona og kíktu á okkur í mat og hittu okkur aðeins.“ Aðspurð- ur hvort Ross Beaty hafi ekki verið einn þeirra segir Ásgeir að hann hafi borðað með þeim eitt kvöldið: „Jú, hann borðaði með okkur eitt kvöldið. Hann kom hins vegar ekki til að veiða heldur til að hitta okkur,“ segir Ásgeir og bætir því við að Beaty hafi svo að- eins tekið í stöng í Grímsánni dag- inn eftir, áður að hann hélt á braut úr Borgarfirðinum, en að hann hafi því miður ekki fengið neitt. Ásgeir segir að félagarnir hafi ekk- ert fengið í Grímsánni í túrnum þrátt fyrir að áin sé rómuð fyrir mikla og góða veiði en að þó hafi það verið bót í máli að Zhu Jiang fékk einn lax, sjálf- an maríulaxinn, sem síðan var eldað- ur ofan í mannskapinn um kvöldið. Jiang át svo að sjálfsögðu uggann á laxinum eins og öllum sönnum veiði- mönnum ber að gera þegar þeir fanga sinn fyrsta lax. „Þeir eru farnir að gera það „guidarnir“ að þeir skera uggann af fyrir menn og færa þeim hann svo á fati,“ segir Ásgeir. Gagnkvæm ánægja Aðspurður af hverju Ross Beaty hafi verið með í för í Grímsánni segir Ás- geir að Geysir Green hafi einfaldlega boðið honum að koma. Beaty hafi verið staddur hér á landi vegna samn- ingaviðræðna við Orkuveitu Reykja- víkur og stjórnendur Geysir Green hafi boðið honum að koma til að hitta sig. „Við erum nýbúnir að ljúka samn- ingum við Magma um kaup á 11 pró- senta hlut í HS Orku eins og frægt er orðið. Við buðum honum því bara að kíkja á okkur,“ segir Ásgeir. Aðspurður hvort Geysir vilji eiga HS Orku að fullu með Magma seg- ir Ásgeir: „Okkur er mikið í mun að þeir sem eiga þetta með okkur geti byggt þetta upp með okkur og skorti hvorki vilja né getu til þess. Hver það nákvæmlega er er ekki okkar stóra mál... Hvort það er Magma eða ein- hver annar er ekki okkar að segja,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir að forsvarsmenn Geysis hafi hitt Ross Beaty oft á þessu ári en að ekki sé hægt að taka neinar ákvarðanir fyrr en eftir að Orkuveitan ákveði hvort hlutur hennar í HS Orku verði seldur til Magma. „Auðvitað ræða menn um hvað getur síðan gerst og hvernig hlutirnir geti síðan þró- ast, þannig að við höfum bara verið að spá. En við hins vegar getum ekk- ert ákveðið fyrr en við vitum hvern- ig framtíðin verður,“ segir Ásgeir og bætir því við að ágætis samband sé á milli Geysis og Magma. „Augljóslega líst honum ágætlega á okkur og okk- ur fannst gott að fá hann þarna inn því hann hefur getu til þess að byggja þetta upp með okkur. Þannig að það er ágætis stemning í því hvað sem síðar verður,“ segir Ásgeir. Boltinn hjá ríkisvaldinu Ásgeir segir að hann geti ekki haft skoðun á því hvort Íslandsbanki muni leysa Geysi Green til sín og ráðstafa hlutnum í HS Orku; framtíðin verði að segja til um það. „Ég veit ekkert um það, það er svo mikil óvissa í því máli. Ég verð bara að vinna að því að byggja Geysi Green upp, sem og HS Orku, ásamt þeim sem henta í sam- starfið,“ segir Ásgeir. Þráspurður hvernig hann telji að framtíð Geysis Green og HS Orku verði segist hann ekki vita neitt um það. „Málið er í höndum fjármála- ráðherra og ríkisstjórnarinnar. Ég get alveg eins spurt þig að því hvað muni gerast. Ég veit ekkert hvað fjármála- ráðherra er að hugsa í þessu máli. Hann hefur örugglega vilja til að koma inn í þetta sem opinber aðili,“ segir Ásgeir og bætir því við að hann hafi ekki hugsað svo langt fram í tím- ann um hvað muni gerast inni í Geysi Green ef Íslandsbanki tekur Geysi Green yfir. 8 föstudagur 28. ágúst 2009 fréttir Geysir Green bauð níu manns í veiðiferð í Grímsá, drottningu íslenskra laxveiðiáa, um þarsíðustu helgi. Með í för var kanadíski auðmaðurinn Ross Beaty frá Magma Energy sem gert hefur tilboð í tæplega 17 prósenta hlut Orkuveitu Reykjavíkur í HS Orku. Geysir og Magma vilja eignast HS Orku að fullu. Forstjóri Geysis Green segir að rætt hafi verið um HS Orku en að veiðin hafi ekki fengið vel. Samskipti Geysis Green og Mag- ma eru góð segir forstjórinn. Framtíð Geysis Green er í höndum ríkisstjórnarinnar segir forstjórinn. GEYSIR OG MAGMA SAMAN Á VEIÐUM „Málið er í höndum fjármálaráðherra og ríkisstjórnarinnar“ InGI F. VIlhjálmsson blaðamaður skrifar ingi@dv.is VeIðIFélaGaRnIR í GRímsánnI: n ásgeir margeirsson, forstjóri Geysis n alexander K. Guðmundsson, fjármálastjóri Geysis n Þór Gíslason, framkvæmdastjóri Geysis n Eiginkona Ásgeirs n Eiginkona Alexanders n Eiginkona Þórs n Zhu jiang, starfsmaður Geysis Green í Kína n Ross Beaty, forstjóri Magma Energy sem vill kaupa hluti í Orkuveitu Reykjavíkur n magnús Bjarnason, framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins Capacent Glacier sem unnið hefur verðmat á HS Orku fyrir Magma ásgeir margeirsson, forstjóri Geysis Green Energy, segir að ágætis stemn- ing sé á milli Geysis Green Energy og Magma Energy, fyrirtækis kanadíska auðmannsins Ross Beaty. Beaty tók í stöng í Grímsá en fékk ekki lax. Valdið hjá fjármálaráðherra. Steingrímur J. Sigfússon hefur úrslitaáhrif um framtíð Geysis Green Energy
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.