Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2009, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2009, Qupperneq 20
20 föstudagur 28. ágúst 2009 fréttir Ánafluga - Pollenia rudis Fannst fyrst: Í Hafnarfirði í september 2002. Útbreiðsla á Íslandi: Hefur bara fundist á nokkrum stöðum í Hafnarfirði. Lífshættir: Eru á ferli allt árið, mest í apríl og júní. Munu ná sér á strik í görðum á höfuðborgarsvæð- inu og víðar þar sem ánamaðkar eru algengir. asParglytta - Phratora vitellinae Fannst fyrst: Í ágúst 2005 í trjárækt Skógræktar ríkisins að Mógilsá í Kollafirði. Útbreiðsla á Íslandi: Reykjavík, Mosfellsbær, Kollafjörður Lífshættir: Finnst í skógum og görðum með þétt- um öspum. Éta laufblöðin og geta valdið miklum skaða. Vakna af dvala upp úr miðjum apríl og eru flestar í júní. Finnast allt sumarið. Verja sig með því að umbreyta sykrum í eitrað efni, skyldu aspiríni. BirkikemBa - hernigocrania unimac- ulella Fannst fyrst: Í Hveragerði 2005 og hefur dreift sér hratt. Útbreiðsla á Íslandi: Reykjavík, Kópavogur, Hveragerði og Ölfus. Lífshættir: Skríður úr púpu snemma í apríl og finnst á flugi fram í maí. Lirfurnar grafa sig inn í laufblöð og éta innan frá. Er illur fengur í íslenskri náttúru því skaðsemi af skordýrinu er veruleg á birki í görðum. Blökkumaur - lasius niger Fannst fyrst: Árið 1994 á Suðvesturlandi Útbreiðsla á Íslandi: Hefur fundist í Reykjavík, á Álftanesi, Borgarnesi og Vogum á Vatnsleysu- strönd. Lífshættir: Er í flestum tilvikum tímabundinn land- nemi. Eru sólgnir í hunangsdögg frá blaðlúsum. Þeim hefur gengið erfiðlega að koma sér upp híbýlum og eru háðir húsaskjóli landsmanna. dritBjalla - alPhitoBius diaPerinus Fannst fyrst: 2007 í Ölfusi. Útbreiðsla á Íslandi: Hefur bara fundist í Ölfusi. Höfðu komið sér fyrir í vegg í hænsnabúi sem hafði staðið tómt. Lífshættir: Éta skít, til dæmis í alifuglabúum og geta viðhaldið bakteríum á borð við salmonellu. Mikil frjósemi og stuttur þroskatími þýðir að þær fjölga sér gríðarlega hratt. Dritbjalla getur verið mikið vandamál. feldBjalla - attagenus smirnovi Fannst fyrst: Í Reykjavík 1992. Útbreiðsla á Íslandi: Hefur náð útbreiðslu í húsum á höfuðborgarsvæðinu. Fannst á Fáskrúðsfirði 1999 og er það eina tilvikið á landsbyggðinni. Lífshættir: Bjöllurnar eru á ferli allt árið og halda til innanhúss. Egg klekjast á 10 dögum en lirfurnar éta flest allt tilfallandi dautt úr dýra- og plönturík- inu. Getur því reynst skaðleg. folafluga - tiPula Paludosa Fannst fyrst: Í Hveragerði 2001. Útbreiðsla á Íslandi: Ölfus og Kollafjörður. Lífshættir: Hefur fundist í gróðurstöðvum, gróðurríkum görðum og trjárækt. Fjölgaði hratt við kjörin skilyrði í Hveragerði. Naga börk græðlinga niður við rót þannig að þeim blæðir út og þeir falla. Flugan er mikill skaðvaldur sem getur látið að sér kveða þar sem margar lirfur alast upp. garðklaufhali - forficula auricul- aria Fannst fyrst: Fannst í Reykjavík 1902. Útbreiðsla á Íslandi: Hafa fundist víða um land, flestir á höfuðborgarsvæðinu en einnig í Grindavík, Búðardal, Grundarfirði, Hvammstanga, Blönduósi, Sauðárkróki, Aukureyri og undir Eyjafjöllum. Hefur sest að í Hólahverfi í Reykjavík. Lífshættir: Nærist á rotnandi plöntu- og dýraleifum, sérstaklega skemmdum ávöxtum. Fara á stjá á næturnar, oft margir saman. Verpa í jörðu yfir vetrartímann en afkvæmin éta dauðar mæðurnar þegar þau klekjast út. Þekkjast á tveimur hörðum stöfum aftur úr bolnum. garðalodda - cylisticus convexus Fannst fyrst: Í miðborg Reykjavíkur 1983. Útbreiðsla á Íslandi: Höfuðborgarsvæðið og Sauðárkrókur. Lífshættir: Lifa í húsagörðum, meðal annars við húsveggi þar sem gróðursvörður liggur að. Oft þar sem er hiti og raki. Kemur stundum inn í hús en nærist á rotnandi plöntuleifum. Hringar sig upp er hún styggist. garðhumla - BomBus hortorum Fannst fyrst: Í Reykjavík 1959 Útbreiðsla á Íslandi: Náði mikilli útbreiðslu upp úr 1980, allt vestur til Stykkishólms og austur í Land- eyjar. Hefur aðeins fundist í Keflavík, á Stokkseyri og á Þingvöllum undanfarin ár. Lífshættir: Heldur sig við mannabyggð þar sem útlendar plöntur eru ræktaðar. Hefur langa tungu og sérstakt dálæti á sporasóleyjum. Stofnar bú í jörð snemma á sumrin en þær síðustu sjást á ferli um miðjan október. Stór fluga og þótti í fyrstu uggvænleg. holugeitungur - vesPula vulgaris Fannst fyrst: Bú fannst fyrst í Laugarneshverfi í Reykjavík 1977. Útbreiðsla á Íslandi: Suðvestanvert landið, höfuð- borgarsvæðið, norður að Meðalfellsvatni í Kjós og austur í Fljótshlíð. Finnst í Hveragerði, Selfossi, á Hellu og Hvolsvelli. Lífshættir: Heldur sig einkum í byggð, í húsagörð- um eða húsum. Búin eru vel falin, til dæmis undir hellum eða á milli hleðslusteina. Drottningar vakna af vetrardvala um miðjan maí og hefja búskap innan fárra daga. Þurfa fjóra mánuði til að ljúka búskapnum. Eru sólgnar í orkugefandi blómasafa og hunangsdögg á laufblöðum. Stærsta bú sem fundist hefur innihélt 6.105 geitunga. Geta verið árásargjarnir og sækja í sætan mat og drykki. loðsveifa - eristalis intricaria Fannst fyrst: Í Skagafirði 1971. Útbreiðsla á Íslandi: Finnst á láglendi um allt land. Lífshættir: Finnst í kjarr- og skóglendi, í húsagörð- um og í tjörnum og skurðum. Er stór og loðin en meinlaus með öllu. Flýgur í rykkjum en er þess á milli kyrr í loftinu. Spánarsnigill, Skógarmítill, Folafluga og Asparglytta eru á meðal óæskilegra skordýra sem numið hafa land á Íslandi á undanförnum árum. Erling Ólafsson skordýrafræðingur segir innflutning á jarðvegi helstu ástæðu þess að nýir skaðvaldar hafi verið að hasla sér völl í skordýraheimum. Hann hefur á vef Náttúru- fræðistofnunar birt myndir og upplýsingar um fjölmörg skordýr sem eru ný í skordýraflóru Íslands. landnemar í hei i skordýra Spánarsnigilinn verður örugglega verst-ur. Hann er ekki enn orðinn slæmur en það er bara tímaspursmál hvenær hann nær sér á strik,“ segir Erling Ólafsson dýrafræðingur. Á vefsíðu Náttúrufræðistofn- unar, ni.is, undir flipanum „pöddur“ má finna myndir og upplýsingar um ýmis skordýr í ís- lenskri náttúru. Einn flokkurinn kallast „Nýir landnemar“ en þar hefur Erling birt myndar og umsagnir um tuttugu skordýr sem numið hafa land á Íslandi á undanförnum árum. Spánarsnigillinn verstur Erling segir að af nógu sé að taka. Þessi tut- tugu skordýr séu aðeins byrjunin á því sem koma skal. Mun fleiri skordýr hafi numið land en hann stefnir að því að bæta jafnt og þétt í safnið inni á vefnum. Af þeim landnemum sem finna má á síðunni segir Erling að spánarsnig- ilinn komi til með að verða verstur viðureign- ar, sérstaklega í görðum. „Eitt svona kvikindi er um 14 sentímetrar á lengd og á við þykkasta þumalputta að breidd. Hann étur hálfa þyngd sína á dag,“ segir Erling og bætir við: „Ef nokkr- ir eru saman í garði getur hann litið út eins og rúst að morgni,“ segir Erling og bætir við snig- illinn sé kominn til að vera. Nánari upplýsing- ar um spánarsnigil má finna hér á opnunni en DV hefur tekið saman upplýsingar um öll tut- tugu kvikindin, sem byggðar eru á lýsingum og myndum Erlings. Blóðsuga veldur taugasjúkdómum Erling segir að fleiri ný skordýr muni valda usla í náttúru Íslands, ef fer sem horfir. Skógarmítill er þar á meðal. „Hann er sýklaberi og sýkillinn getur valdið taugasjúkdómum. Það er alþekkt. Hann hefur fundist víða í birkiskógum hér á Íslandi og lifir eingöngu á blóði,“ segir Erling og bætir við að sauðkindin og hagamúsin séu skordýrinu mikilvægar. Hundar hafi þó oftast orðið fyrir barðinu á honum. „Þetta er alvöru skepna og sést vel,“ segir hann. Folafluga er annað skordýr sem ekki er sér- lega vel liðinn landnemi í íslenskri náttúru. „Hún er staðbundin ennþá en hefur vald- ið miklum skaða í görðum í Hvera- gerði. Í Evrópu hefur hún víða gert mikinn usla í ræktun- arstöðum,“ segir Erling og heldur áfram. „Aspar- glytta er einnig mikill skaðvaldur. Hún herjar á aspir og víði og er í mik- illi útbreiðslu,“ segir Erling og bætir við að skor- dýrin valdi iðulega mestum usla í byrjun, áður en þau aðlagist íslenskri skordýraflóru. Ætti að banna jarðvegsinnflutning Ástæðan fyrir því að svo margir landnem- ar hafa fundist á Íslandi undanfarin ár má að sögn Erlings rekja til innflutnings á jarðvegi. „Við erum að flytja þetta inn með plöntum og alls kyns varningi. Það ætti að banna innflutn- ing á rótarhnausum og öðrum jarðvegi. Ég er reyndar ekki viss um að það megi, samkvæmt Evrópusamningum,“ segir Erling. Hann seg- ir að voðinn sé vís ef ekki verður gripið í taumanna. „Að þetta skuli vera leyft er óþolandi,“ segir hann. Spurður hvort hann óttist eitthvað skordýr sem enn hafi ekki fundist á Íslandi segir hann: „Það er ástæða til að óttast ákveðna tegund flatorms sem drepur ánamaðka. Hann er orð- inn algengur í Færeyjum og víðar, við litla kát- ínu. Það er mjög alvarlegt að drepa ánamaðka. Þeir eru mjög mikilvægir fyrir loftun í jarðvegi. Ormurinn hefur ekki fundist hér, svo vitað sé. Ég ætla rétt að vona að hann komi ekki. Hætt- an er sannarlega fyrir hendi,“ segir hann að lok- um. baldur@dv.is myndir Erling ÓlafSSon
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.