Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2009, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2009, Qupperneq 26
Ljóshærða LjóðskáLdið Sigmundur Ernir Rúnarsson alþingismaður hefur gam-an af því að spila golf og fá sér í glas. Og þetta ljóshærða ljóðskáld úr Grafarvogi er með allra skemmtilegustu mönnum þegar það er ölvað. Þá gneistar beinlínis af skáld- inu og mögnuð orðkynngin verður sem flugeldasýning á Menningar- nótt árið 2007. Alþingi veitir ekkert af skrúðmælginni í bland við grjóthart dómadagsrausið sem flæðir þar yfir hálftóma sali. Með tilkomu Sigmund- ar Ernis breyttist þetta. Orðræðan, þrátt fyrir einhverjar beygingarvillur, færðist á æðra plan. Og hverjum er ekki sama þótt skáld lyfti anda sínum með söngvatni. Það ætti ekki að skaða neinn. Hýenur hafa elt aumingja Sigmund uppi eftir að hann slysaðist til að drekka innan við lítra af rauðvíni með mat. Hann fann engin áfengis- áhrif eftir matinn þegar hann steig í ræðustól Alþingis og hóf tölu sína til að bjarga Íslandi. Þvoglumælgin, samhengisskorturinn og minnisleys- ið var vegna þess að hann var orðinn svo þreyttur eftir að hafa staðið vakt- ina á golfvellinum í Grafarholti við að bjarga Íslandi og síðan neyðst til að slökkva þorsta sínum. Sá sem held- ur því fram að þetta hafi ekki verið þreyta er annaðhvort sjálfstæðismað- ur eða vitleysingur. En Sigmundur Ernir veit að það er sjálfsagt að fjölmiðlar fjalli um áfengisneyslu stór-menna eða annarra þeirra sem gegna störfum í þágu ríkis eða þjóðkirkju. Hann var fljótur að skúbba því á sínum tíma sem fréttastjóri þeg- ar prestur og þjóðgarðsvörður á Þing- völlum varð uppvís að því að hafa ekki ráðið við áfengisneyslu sína. Eftir að presturinn missti starf sitt og hempu fjallaði Sigmundur um málið af þunga og ábyrgð. Yggldur í framan eins og örn í árásarflugi starði hann á þjóðina í gegnum ótal sjónvarpsskjái og lýsti hneykslinu sem var það versta síð- an Davíð Oddsson hafði sagt: „Skál, bermúdaskál.“ Presturinn var raun- ar hættur störfum en missti að auki mannorðið sem var í senn nauðsyn- legt og maklegt. Þetta var spurningin um Jón eða séra Jón. Mörgum árum síðar stend-ur Sigmundur Ernir sjálf-ur á einum helgasta stað Íslands, í ræðustól Alþing- is. Örvasa með máttlausa tungu nær hann ekki heilli hugsun og er borinn þeim sökum að vera drukkinn. Hann er maðurinn sem fyrstur fjölmiðla- manna var rekinn og braust þannig undan oki auðmanna og fór að vinna fyrir þjóð sína. En það er með fulltrúa almennings eins og alla aðra. Þeir þurfa stundum að njóta lífsins. Sig- mundur, laus undan oki auðmanna, kom sér á spena eina bankans sem ekki féll í hruninu. Náðarsamlegast féllst hann á að þyggja boð á golfmót og síðan mat og áfengi. Allir hljóta að skilja að stundum verða þingmenn að slappa af og sleppa fram af sér beislinu. Í þeim efnum er Alþingi kjörinn vettvangur. Skáld sem dreypt hefur á örlitlu eldvatni er líklegt til að sigra allan heim- inn, eða að minnsta kosti bæði Breta og Hollendinga. Og rétt eins og hann losaði sjálfan sig undan oki auðmanna er víst að hann mun losa þjóð- ina undan Icesave. Til þess verður þingmað- urinn að fá vinnufrið og slatta af rauðvíni og bjór. Sú krafa er mæt. Skál, Icesave, skál. Sandkorn n Lýður Guðmundsson, stjórn- arformaður Exista, fór mikinn í ræðu sinni á aðalfundi fé- lagsins. Hann hundskammaði fjölmiðla fyrir að hafa fjallað um mál af ósanngirni. Þá talaði hann um samfélag hugleys- ingja í bloggheim- um. „Sóða- kjaftur þeirra sem þar skýla sér undir dulnefnum á samt sinn þátt í því andrúmslofti sem daglega er kynt undir,“ sagði Lýður. Ekki stóð á viðbrögðum nafnleys- ingja Eyjunnar: „Óþjóða-Lýður, drullastu bara til að borga lán- in þín eins og við hin,“ var at- hugasemd eins sem þar þrífst. n Sigmundur Ernir Rúnarsson alþingismaður á ekki sjö dag- ana sæla eftir að hann mætti þvoglumæltur í þingið til að fjalla um Icesave. Hann þrætti í fyrstu fyrir drykkjuna en viðr- kenndi síð- ar að hafa drukkið rauðvín með mat en þrætti enn fyrir áfeng- isáhrif. Sigmundur hefur mikið úthald því daginn eftir golfmót MP Banka sem gaf honum rauðvínið var hann mættur á golfmót tengt 365 uppi á Skaga. Þar fór hann algjörlega á kostum þótt höggin hafi ekki verið sérlega markviss og kúlan leitað út og suður. Að kveldi mætti hann síðan á nefndarfund til að ræða Icesave. n Fjölmiðlastjarnan Sigríður Arnardóttir hefur gert það gott á Rás 2 í sumar með þætti sín- um Sirrý á sunnudagsmorgn- um. Hermt er að stóraukin hlustun hafi orðið á þessum út- sendingar- tíma í sum- ar þegar þátturinn hóf göngu sína. Ekki var ætlun- in að þátturinn yrði nema yfir sumartímann en nú hefur orð- ið breyting á. Hlustendur Sirrý- ar geta glaðst yfir því að ákveð- ið hefur verið að Sirrý verði með þátt sinn áfram í vetur. n Það dynur ýmislegt á Georg Lárussyni, forstjóra Landhelg- isgæslunnar, þessa dagana. Stofun hans var borin þeim sökum ómaklega að hafa neit- að að senda þyrlu norður í land til að sækja lík. Og þyrlumál- in eru viðkvæm því nú hellast málsóknir yfir Georg og félaga vegna ráðninga á þyrluflug- mönnum. Telja umsækjend- ur sem var hafnað að frænd- hygli og ættartengsl hafi ráðið við nýráðningar. Fyrsta málið verður tekið fyrir í héraðsdómi á mánudag. LyngháLs 5, 110 Reykjavík Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: elín Ragnarsdóttir ritStjórar: jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: elísabet austmann, elisabet@birtingur.is dv á netinu: dv.is aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 70 50. umbrot: dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Frá stjórninni til þín Leiðari Nú er í aðsigi annar vetur efnahags-kreppunnar. Við þau tímamót er vert að athuga hver skilaboð stjórnvalda eru til hins dæmigerða kjósanda. Frysting lána fer smám saman að þiðna og stökkbreyttar afborganir flæða yfir fólk. Fall krónunnar er eins og ól sem þrengist hægt og hljótt utan um háls fólks og kæfir það. Evr- an er nú á svipuðu gengi og í mestu hörm- ungunum þegar bankahrunið varð. Meiri líkur eru á að því gengi krónunnar lækki en hækki í vetur. Verðlag mun halda áfram að hækka, sem veldur því að húsnæðisskuld- ir þínar hækka ennþá meira. Fasteignaverð mun halda áfram að hrynja á sama tíma. Stjórnin mun hækka neysluskatta meira, sem eykur verðbólguna og hækkar húsnæð- islánið þitt enn meira. Skorið verður niður í allri þjónustu við almenning. Fækkun lögreglumanna veldur því að þeir sem verða fyrir glæpum geta síð- ur fengið aðstoð. Glæpum fjölgar og örygg- istilfinning fólks minnkar. Niðurskurður í heilbrigðiskerfinu veldur því óumflýjanlega að fleiri munu deyja og færri verða læknað- ir sem veikjast. Stjórnvöld munu innheimta hærri skatta af tekjum þínum, sem leggst ofan á hækkandi afborganir, hækkandi verð- lag og lækkandi laun. Ef þú átt mikla peninga eru líkur á að þér hafi þegar verið bjargað fyrir horn með hundruð milljarða króna innspýtingu í pen- ingamarkaðssjóðina og tryggingu á inni- stæðum þínum í banka. Ef þú ert hinn venjulegi Íslendingur og lagðir sparnað þinn í fasteignakaup verður sparnaðurinn étinn upp með verðtrygging- unni og fasteignahruninu. Ef þú átt eitthvað ennþá verður það tekið af þér, mánuð fyrir mánuð. Þegar þú átt ekkert krefjast stjórn- völd þess að þú borgir bankanum meira. Lát- um vera þótt húsnæðislán hafi verið afskrif- uð innan bankanna sjálfra, þú borgar samt. Þínar skuldir verða ekki leiðréttar því þú getur borgað. Og ef þú getur það ekki verð- ur tryggt að þú getir það. Stjórnvöld munu draga þig fyrir dóm og lengja lánin fram yfir andlát þitt. Þú, eins og allir, ert vinsamlegast beðinn um að borga skuldir eigenda bank- anna í leiðinni. Stjórnin fer fram á einn greiða frá þér til viðbótar. Hún vill að þú sýnir samstöðu um þessar aðgerðir gegn þér, af því að við erum Íslendingar og Íslendingar eru stoltir og dug- miklir. Skilaboð stjórnarinnar til þín eru mjög skýr. Flýðu ef þú getur. Farðu til Noregs, Sví- þjóðar, Bandaríkjanna eða hvert sem þú kemst, þar sem stjórnvöld munu ekki skipu- lega ræna þig aleigunni og elta þig uppi ef hún reynist ekki nóg. jón TrausTi reynisson riTsTjóri skrifar. Þú, eins og allir, ert vinsamlegast beðinn um að borga skuldir eigenda bankanna í leiðinni. bókStafLega Sukkaðir sökudólgar Núna eru þeir báðir komnir út úr skápnum, Hólmsteinn Gissurar- son og Kjartan Gunnarsson, þeir einu sem eftir eru í söfnuði Davíðs Oddssonar, fyrrverandi bankastarfs- manns. Samfarir þeirra verða eflaust góðar þar sem þeir troða marvað- ann í forarvilpu frjálshyggjunnar. Nú svamla þessi einstöku eðalmenni um og lofa dýrð drottins í upphæð- um. Hinn dásamlegi leiðtogi, Davíð Oddsson, fyrrverandi bankastarfs- maður, þarf að stíga niður til lýðs- ins, hann einn er syndlaus og hann einn mun bjarga okkur frá vitfirrtri vinstrimennsku sem gerir ekki ann- að en sverta þá yndislegu menn sem stálu hér öllu steini léttara og skildu þjóðina eftir í sárum. Sérstaklega ber okkur, sem þjóð, að þakka Hólmsteini fyrir það, að benda okkur á eina skaðvaldinn í íslenskri stjórnmálasögu síðustu áratuga - Steingrímur J. sem valdi flokksbróður sinn í samninga- nefnd. Já, prófessor sem frægur er fyrir dómgreindarskort og ritstuld, hlýtur að vera með stjórnmála- söguna alveg á hreinu. Ekki fékk Hólmsteinn Gissurarson neina fyr- irgreiðslu þegar hann var ráðinn í embætti prófessors við Háskóla Ís- lands. Og ekki var það á pólitískum forsendum að þessi mógúll mann- gæskunnar fékk að sitja í bankaráði með yfirnáttúrulega gáfuðu fólki einsog Halldóri Blöndal og öðrum sjálfstæðismönnum. Núna verður Steingrímur J. að biðjast afsökunar, vegna þess að hann er að reyna að bæta fyr- ir skaða þeirra sem lögðu hér allt í rúst. Því næst verður Sigmundur Ernir að biðjast afsökunar, vegna þess að hann var fullur í ræðustól Alþingis. Sigmundur Ernir er sá eini sem er fullur á landi voru í dag. En fyrir nokkrum mánuðum var þjóðin á svo brjáluðu fylliríi að guðaveig- arnar láku útum eyru þeirra sem við stjórnvölinn sátu. Hér fengu blind- fullir menn að pakka eigum ríkis- ins í gjafapappír og sukkið var slíkt að Danir urðu skelþunnir og Bret- ar fengu timburmenn af því einu að fylgjast með byttuháttum siðblind- ingjanna sem hérna réðu öllu. Hættum að leita að söku- dólgum. Hættum að minnast á þá sem brutu hér allt og brömluðu. Verum góð hvert við annað og refsum þeim sem reyna að sverta hina siðblindu sökudólga. Munum að sælir eru siðblindir! Hjálpum Björgólfi Guðmundssyni að borga þær 15 milljónir sem hann skuld- ar tannlækninum fyrir gullslegnar geiflurnar! Þótt tannlaus þjóð með veika von varla muni ná sér þá gleður Björgólf Guðmundsson að geta bitið frá sér. kristján hreinsson skáld skrifar „Sigmundur Ernir er sá eini sem er fullur á landi voru í dag.“ SkáLdið Skrifar 26 föstudagur 28. ágúst 2009 umræða „Ég ætla ekki að vera hérna í þessum hávaða.“ n Hannes Hólmsteinn Gissurarson fyrir utan Alþingishúsið. Mótmælendur börðu búsáhöld stíft í kringum Hannes, sem var með nýju bókina sína meðferðis að mótmæla. - mbl.is. „Hann er í verri málum vegna þess.“ n Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafræðingur um neitun Sigmundar Ernis Rúnarssonar þegar hann var spurður um áfengisneyslu sína. - Fréttablaðið. „Alltof algengt er, að edrú þingmenn bulli út í eitt. Verri en meinta ölvunin eru frammíköllin.“ n Jónas Kristjánsson , um drykkju Sigmundar Ernis á Alþingi. - Jonas.is. „Aðeins sá sem stundar víðavangshlaup getur skilið vonbrigði mín að fullu.“ n Stuart Hill flaug alla leið frá Noregi en mætti of seint í Reykjavíkurmaraþonið. - Fréttablaðið. „Hvernig heldur Þór Saari við útliti sínu sem nýfætt barn?” n Konráð Jónsson bloggari sendi Vísindavefnum spurningu, sem umsjónamenn vefsins töldu utan síns verksvið - kj.is.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.