Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2009, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2009, Síða 27
Hver er maðurinn? „Ingólfur Sigurðsson, 16 ára.“ Hvað drífur þig áfram? „Gleði og jákvæðni.“ Hvar ertu uppalinn? „Ég er uppalinn í Bólstaðarhlíð og þá helst á fótboltavellinum hjá Háteigsskóla.“ Uppáhaldsknattspyrnumaður? Það hafa margir haft áhrif í gegnum árin, kannski Steven Gerrard sem hefur verið helsta átrúnaðargoðið Uppáhaldsbíómynd? „Coach Carter.“ Við hvað lékstu þér þegar þú varst yngri? „Fótbolta eins mikið og hægt var.“ Stefnir þú á frama erlendis? „Já, það er auðvitað markmiðið.“ Hvernig var tilfinningin að sjá boltann í netinu? „Það var ólýsanlegt, ég ætlaði ekki að trúa þessu þegar ég sá boltann inni.“ Ef ekki KR, hvað þá? „Úff, eitthvað spennandi.“ Ætlarðu að vinna þér fast sæti í liðinu? „Já auðvitað stefnir maður að því að gera betur og fá stærra hlutverk í KR-liðinu.“ Eru strákarnir almennilegir við þig? „Já mjög og hafa allir tekið mér vel.“ Varstu ekkert rassskelltur eftir leikinn? „Nei, en reyndar henti Grétar Sigfinnur mér í ísbað, það var bara fyndið.“ Er eitthvað sem þú vilt segja við unga knattspyrnuiðkendur? „Æfið vel og hafið trú á draumum ykkar.“ Kvíðir þú vetrinum? „Já aðalega skólanum bara, leiðilegt að hafa rok og snjó.“ BERglind BjöRK KRiStjánSdóttiR 14 áRa NemI „Nei ég get ekki sagt það, ég er áhyggjulaus.“ SindRi SigHVatSSon 35 áRa NámSmaðuR eRleNdIS „Já svolítið, kvíði skólanum svolítið.“ MElKoRKa KoRMáKSdóttiR 14 áRa NemI „Nei bara smá, mér finnst sólin nú best.“ KlaRa SigURðaRdóttiR 13 áRa NemI Dómstóll götunnar ingólfUR SigURðSSon sem er einungis 16 ára gamall kom inn á í fyrsta skiptið í leik í úrvalsdeild á miðvikudagskvöld. Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði þriðja og síðasta mark KR-inga gegn ÍBV eftir að hafa verið inn á vellinum í nokkrar mínútur. trúði ekki að boltinn væri inni „Nei ég er rosalega spenntur fyrir vetrinum, það eru nýir tímir og allt er svo spennandi.“ gUnnaR jónSSon 21 áRa NemI maður Dagsins Frá stjórninni til þín Það er merkilegt að koma heim aftur eftir næstum tveggja mánaða fjar- veru. Merkilegast af öllu er kannski hvað lítið hefur breyst. Vissulega er búið að letra orðin „virðing“ og „réttlæti“ á VR bygginguna, tvö hug- tök sem lítið fór fyrir í góðærinu. En eigi að síður er flest eins og það var í byrjun sumars. Icesave deilan er enn mál málanna, og þó að lausnin sé ávallt rétt handan við hornið hef- ur hún enn ekki fundist. Það sem ég óttaðist mest var einmitt að þetta eina mál myndi fá alla athygli meðan öll hin, og mörg þeirra stærri, sætu á hakan- um. Einn greindur prestur (já, þeir eru til) benti mér þó á að ef til vill hefði þjóðin gott af því að einu sinni skoða eitt mál ofan í kjölinn. Hér er alltaf allt bara drifið af, bæði Nato aðild og Kárahnjúkavirkjun var ýtt í gegnum þingið án þess að öll sjón- armið fengju að heyrast. Kannski er kominn tími til að Íslendingar læri að ræða málin. Jafnvel hugsanlegt að þeir komist að sameiginlegri nið- urstöðu. Það er kannski til of mikils ætl- ast. Í staðinn spurði ég þennan ágæta prest hvort hann væri sam- mála mörgum kollegum sínum um nauðsyn þess að fyrirgefa, jafnvel þó að enginn hefði beðist afsök- unar. Presturinn sagði mér söguna af týnda syninum, sem sóaði fjöl- skylduarfinum og snéri síðan aftur heim fullur iðrunar. Hann ætlaðist þó ekki til þess að honum yrði fyrir- gefið, heldur bað hann einungis um að fá að koma aftur sem almennur vinnumaður. iðrun eða hirting? Þegar fólk iðrast verður það að vera gert af fullri einlægni, og án þess að menn ætlist til sjálfkrafa fyrirgefn- ingar. Ef auðmennirnir myndu snúa aftur heim og raunverulega bjóðast til þess að fara að vinna á lyftara væri mögulega hægt að byrja að fyrirgefa þeim. En eins og presturinn sagði, þá eru fyrirgefning og iðrun of stór hugtök til þess að hægt sé að kasta þeim fram í hálfkæringi. Þá er einn- ig ljóst að sá sem biðst einlægrar af- sökunar hlýtur aðra meðferð en sá sem þarf að draga fram á eyrunum áður en hann sér að hann hefur gert eitthvað af sér. Ef Reykjavík hefði verið lögð í rúst í jarðskjálfta hefði ekki tekið mörg árin að byggja hana aftur upp. Íslendingar eru harðduglegt fólk og geta komið hlutunum í verk þeg- ar þess þarf með. En þeir verða að hafa tilgang. Ófarirnar nú urðu af manna völdum, og það verður að gera málið upp áður en hægt er að halda áfram. Annars höfum við ekk- ert lært, og erum dæmd til að gera sömu mistökin aftur. Hin merkilega menning Ef fólk missir trúna á þjóðfélag sitt er hætta á að margir fari. Nú skellur annar kreppuvetur brátt á, en ólíkt þeim síðasta er það ljóst frá fyrstu haustdögum hvað er í vændum. Sumarið var kærkomið, en nú þarf að taka á málunum. Mikið starf bíð- ur okkar, en áður en það hefst verð- um við að vita til hvers er verið að vinna. Eða erum við aðeins að sá í jörð óvinar okkar eina ferðina enn? Það var gott að vera í Danmörku í sumar. Ég var í sumarnámskeiði í Norrænum fræðum, sem eru í grunninn til íslenskar fornbók- menntir. Það er gott að vita að ein- hversstaðar eru til hópar fræði- manna sem telja íslenska menningu einhverja þá merkilegustu í heimi, hvað sem öllu efnahagshruni líður. Það var gott að vera minntur á að einhvern tímann riðu hetjur hér um héruð, og Íslendingar vernduðu menningu allrar Norður-Evrópu. En síðan gerðist það að við rugluðum hetjunum saman við auðmenn og bókmenntum saman við krimma, og nú þurfum við að hugsa allt dæmið upp á nýtt. Týndir synir á lyftara ValUR gUnnaRSSon rithöfundur skrifar „Þegar fólk iðrast verður það að vera gert af fullri ein- lægni“ mynDin Hávaðamótmæli Fjöldi fólks mótmælti Icesave-samkomulaginu á austurvelli í gær. Þar var boðað til sérstakra hávaðamótmæla þar sem fólk reyndi að hafa eins mikinn há- vaða og mögulegt var, eins og Róbert Reynisson ljósmyndari komst að raun um. einn þátttakandi tók með sér skipalúður og annar skaut upp flugeldum. Mynd RóBERt REyniSSon Sukkaðir sökudólgar kjallari umræða 28. ágúst 2009 föstudagur 27

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.