Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2009, Síða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2009, Síða 37
helgarblað 28. ágúst 2009 föstudagur 37 ÞRIGGJA ÁRA GÍSLING námi hjá sendiskrifstofu framkvæmdastjórn- ar Evrópusambandsins gagnvart Íslandi og Noregi í Osló, auk þess sem hann starfað hjá Bandalagi háskólamanna á námstímanum. Bjarki hefur alltaf verið virkur í félagslífi og á námsárunum sat hann meðal annars í stjórn Politicu, félags stjórnmálafræðinema við HÍ. Um tíma sat hann einnig í stjórn Fé- lags ábyrgra feðra. Sem stjórnarmaður þar ritaði hann greinar um börn og fjölskyldulíf, og fékk birtar í fjölmiðlum. Þegar Bjarki og Hrafnhildur bjuggu í Sví- þjóð fékk hann starf sem fréttaritari Bylgj- unnar og Stöðvar 2 þar í landi en entist stutt í því starfi. Bjarki hefur verið í vinfengi við fjölda stjórnmálamanna og fjölmiðlafólks, og þegar þau bjuggu úti voru þau fastagestir í veislum á vegum íslensku ráðuneytanna. Óttaðist barsmíðar Þungur dómurinn yfir Bjarka vakti mikla at- hygli en engin dæmi eru um átta ára dóm fyr- ir brot af þessu tagi hér landi. Þau brot sem Bjarki var dæmdur fyrir vöktu sömuleið- is óhug en í dóm héraðsdóms segir: „Brot ákærða eru slík að þau eiga sér enga hlið- stæðu í réttarframkvæmd hér á landi. Braut ákærði markvisst niður mótstöðuafl sambýl- iskonu sinnar og gerði hana sér undirgefna. Af ótta við barsmíðarnar tók hún þátt í kyn- lífsathöfnum með fjölmörgum mönnum sem hún ekki þekkti.“ Eftir að dómur féll gagnrýndu margir að hinir mennirnir ellefu hefðu ekki sömuleiðis verið sóttir til saka. Hrafnhildi finnst sú um- ræða hafa verið á villigötum. Bjarki hafði þá lýst yfir áhuga á því að fá aðra karlmenn inn í kynlíf þeirra við slæm- ar undirtektir hennar. Hann fann þó menn, bæði á Netinu og á skemmtistöðum, sem voru tilbúnir að taka þátt. Bjarki hitti menn- ina fyrir utan heimili þeirra tveggja, hvar sem það var hverju sinni, og fyldi þeim út á eftir. Hrafnhildur segist einnig hafa litið á þá sem fórnarlömb. Henni finnst ekki réttlátt að þeir séu gerðir að sökudólgum þar sem þeim mönnum sem sáu að henni leið illa í aðstæðunum og vildu stoppa var vísað burt af Bjarka. Hún segir að í lokin hafi hún verið orðin tilfinningalega frosin og því ekki furða að margir mennirnir hafi ekki gert sér grein fyrir líðan hennar. Í dómnum eru nefnt dæmi þar sem fram kemur að eftir að Hrafnhildur neitaði því að tveir menn sem þau hittu á skemmtistað kæmu með þeim heim þá um kvöldið hafi Bjarki barið hana. Í fylgd til læknis Bjarki og Hrafnhildur kynntust hér á landi í árslok 2004. Hann var þá í námi í Noregi og flutti hún til hans snemma árs 2005. Hrafn- hildur er menntaður hjúkrunarfræðingur og fékk starf á virtu sjúkrahúsi í Noregi. Sambúð þeirra hafði aðeins varað í um tvo mánuði þegar hún fór að efast um sambandið vegna skapsmuna hans og stjórnsemi. Hrafnhildur flutti þá út frá honum og leigði sér herbergi, enda vildi hún fyrir alla muni halda í starfið á spítalanum. Bjarki sannfærði hana fjótt um að flytja aftur til hans. Eftir það fór hún að upplifa sambúðina sem gíslingu. Fram til ársloka 2007 átti Hrafnhildur eftir að fara frá honum tvisvar til viðbótar en Bjarki náði alltaf að telja hana á að koma aftur. Hann kom einstaklega vel fyrir og hreif alla upp úr skónum í kring um hana. Fjöl- skyldu Hrafnhildar var þó farið að gruna að eitthvað væri að vegna þess hversu einangr- uð hún var orðin. Hún fékk ekki að hringja, senda tölvupóst eða fara í heimsóknir án eft- irlits. Bjarki fylgdi Hrafnhildi þegar hún fór til læknis og átti hún í raun ekkert einkalíf. Einn- ig fylgdi hann henni til og frá vinnu. Hrafnhildi finnst hún í raun hafa verið í gíslingu í þau þrjú ár sem þau bjuggu sam- an og getur illa útskýrt af hverju hún yfirgaf Bjarka aldrei fyrir fullt og allt. Hræðslan hafi þar spilað stórt hlutverk. Hún vissi ekki hvað hann myndi taka til bragðs ef hún gerði það, og óttaðist hvað hann gerði við myndirnar og myndböndin. Hrafnhildur skoðaði aldrei myndirnar en vissi vel af tilvist þeirra. Þegar Hrafnhildur kom í Kvennaathvarf- ið opnuðust augu hennar fyrir því að hún var ekki ein í heiminum. Eftir samtöl henn- ar við aðrar konur sem komu úr ofbeldis- samböndum varð henni ljóst að hegðun of- beldismanna gagnvart maka sínum fylgir oft ákveðnu mynstri sem felur í sér markvisst niðurbrot og stöðugt eftirlit. Líf án ofbeldismannsins Hún býr nú í íbúð sem er skráð á nafn hennar og Bjarka. Hún hefur ekki heyrt frá honum eftir að dómurinn féll. Hins vegar fékk hún þær fregir frá lögmanninum sín- um að sama dag og hún flutti lögheimil- ið sitt þangað þar sem hún býr núna hafi Bjarki einnig flutt sitt lögheimili þangað. Hún veit hins vegar ekki hvar hann er bú- settur. Hrafnhildur er enn að vinna í að byggja upp sjálfstraustið og gat lengi vel ekki farið ein út úr húsi. Góður vinur hennar býr hjá henni og er hennar stoð og stytta. Hann fylgir henni flest sem hún fer, þar sem það veitir henni meira öryggi, en hún er þó far- in að fara ein út í búð í hverfinu. Í sambandinu við Bjarka fór hún að nota áfengi sem deyfilyf og hefur gert síðan en er edrú þegar blaðamaður nær tali af henni. Hún er bjartsýn á framtíðina þó hún viti ekki enn hversu langan tíma hún þarf til að vinna sig út úr þeirri erfiðu reynslu sem hún á að baki. Hún vill koma þeim skilaboðum til kvenna í ofbeldissamböndum að hennar reynsla sýni að það er hægt að losna. Hún veit nú að það er hægt að upplifa lífið á ný og fá sjálfstraust, og að það er hægt að lifa án of- beldismannsins. Bíður Hæstaréttar Hilmar Ingimundarson er lögmaður Bjarka og þegar hann ákvað að áfrýja málinu sagð- ist hann reikna með því að aðalkrafan verði að upphaflegri ákæru verði vísað fá vegna vanhæfis ríkissaksóknara og setts saksóknara sem gaf út ákæruna í málinu. Röksemdir Hilmars byggja á því að Sig- ríður Hjaltested, lögfræðingur hjá kynferðis- brotadeild lögreglunnar, er eiginkona Valtýs Sigurðssonar ríkissaksóknara. Auk þess er Hulda Elsa Björgvinsdóttir, settur saksóknari í málinu, dóttir Björgvins Björgvinssonar, yf- irmanns kynferðisbrotadeildar lögreglunnar. Ekki er ljóst hvenær Hæstiréttur tekur málið fyrir. Blaðamaður DV náði ekki tali af Bjarka við vinnslu greinarinnar. Hrafnhildur vildi ekki láta hafa neitt eftir sér í beinni ræðu af ótta við að skaða málsstað sinn fyrir Hæstarétti. erla@dv.is Sandkorn Agnes Bragadóttir, pistla- höfundur Moggans, liggur lágt í umræðunni eftir drottning- arviðtalið við Davíð. Hún gaf yfirlýsingu um að hafa haft rangt eftir Davíð í óbeinni ræðu varðandi OECD-nefnd sem teldi ekki að Íslendingum bæri að greiða Icesave vegna þess að alhrun hefði orðið. Ef rangt var haft eftir Davíð er ljóst að Agnes hef- ur beinlínis logið upp á Davíð beinum ummælum. Í viðtalinu segir hann innan gæsalappa: „Þessi nefnd á vegum OECD, sem Jean-Claude Trichet, sem nú er orðinn seðlabankastjóri Seðlabanka Evrópu stýrði, seg- ir í skýrslu sinni að innstæðu- tryggingakerfið gildi ekki ef um algjört bankahrun er að ræða í viðkomandi landi ...“ Nýi bæjarstjórinn í Kópavogi, Gunnsteinn Sigurðsson, er með rólegri mönnum. Hann tók við þegar Gunnar I. Birgisson hrökklaðist úr starfi í framhaldi þess að DV upplýsti um kær- leiksrík viðskipti bæjarins við dóttur Gunnars. Vefritið Pressan segir frá því að Gunnsteinn hafi tekið við starfinu um mánaða- mótin. En hann er þó fjarri góðu gamni því fyrsta embættisverk hans var að fara í sumarfrí. Eitt svakalegasta varnarrit allra tíma kom út í vikunni. Þar rís Vogar, blað sjálfstæð- ismanna í Kópavogi, upp á átta síðum til varnar fölln- um leið- toga sínum. Fjallað er um Gunnar Birgisson á öllum síðum blaðsins undir formerkjum frétta- skýringa og frétta. Niðurstaða ritstjórans Óttars Felix Hauksson- ar er í öllum tilvikum sú sama. Gunnar er alsaklaust fórnarlamb ofsókna blaðamanna, pólitíkusa og endurskoðenda. Einn helsti skotspónn Voga og Gunnars Birgissonar er Guðríð- ur Arnardóttir, oddviti Samfylk- ingar. Hún er sökuð um að bera fallna bæjarstjórann saklausan sökum og hlífa sínum mönnum. Þar er vísað til Flosa Eiríkssonar sem er samsekur Gunnari varð- andi Lífeyrissjóð starfsmanna Kópavogsbæjar. Leggur ritstjórn Voga til að Guðríður segi sínum mönnum að hypja sig í stað þess að búa til hneykslismál um gamla, góða bæjarstjórann. 4 föstudagur 10. júlí 2009 fréttir NíðiNguriNN uNdir glaNsmyNdiNNi „Ég þekki ekki bakgrunn þessar- ar konu en það getur verið erfitt fyrir hana að eiga venjuleg dagleg samskipti við fólk eftir að hafa orð- ið fyrir svona grófu ofbeldi,“ seg- ir Kolbrún Baldursdóttir, sálfræð- ingur og sérfræðingur í klínískri sálfræði, beðin um að leggja mat á þau áhrif sem hrottalegt ofbeldi og ítrekaðar nauðganir geta haft á fólk til lengri tíma. Fallegar myndir en ljótur raunveruleiki Karlmaður, fæddur árið 1972, var í Héraðsdómi Reykjavíkur á mið- vikudaginn dæmdur í 8 ára óskil- orðsbundið fangelsi fyrir fjölmarg- ar árásir og og fimmtán alvarleg kynferðisbrot gagnvart fyrrver- andi sambýliskonu sinni. Maður- inn er háskólamenntaður og hef- ur tekið þátt í opinberri umræðu þar sem hann hefur meðal ann- ars látið sig varða hagsmuni barna og fjölskyldna. Hann neyddi kon- una til að hafa samræði og önn- ur kynferðismök við ellefu aðra karlmenn. Kynlífsathafnirnar átti hann svo til að ljósmynda eða taka upp á myndbönd. Konan vill ekki að maðurinn verði nafngreindur í fjölmiðlum og virðir DV þá ósk hennar. Maðurinn, sem bjó með kon- unni í Danmörku, Svíþjóð og Nor- egi á árunum 2005 til 2007, var einnig dæmdur fyrir að hafa geng- ið í skrokk á föður sínum og hót- að honum lífláti. Fyrir vikið fékk hann átta ára fangelsisdóm og skal greiða konunni 3,8 milljónir í miskabætur. Parið hélt úti blogg- síðu þar sem það sagði frá ferðum sínum og dvöl á Norðurlöndunum. Þar birtu þau einnig fjölskyldu- myndir sem sýndu þau í góðra vina hópi, úti að grilla og skemmta sér. Á myndunum virðast þau ljóma af hamingju og af þeim er ekki ann- að að sjá en líf þeirra hafi verið í miklum blóma. Veruleikinn var þó heldur nöturlegur og undir glans- mynd hins að því er virtist ástríka kærasta leyndist níðingur. Blogg- síðunni var lokað í nótt. Ævilöng vinna Kolbrún segir að sú vinna sem konan á fyrir höndum sé ævilöng. Ómögulegt sé að segja til um það hversu miklum bata hún geti náð. „Maður veit ekki hvaða styrkleikar eru í bakgrunni konunnar, tengsla- neti og þess háttar. Ég hef heyrt í fréttum að þetta mál eigi sér engin fordæmi, þetta hafi verið eins svart og hægt var að hugsa sér. Bara það eitt að fara út á vinnumarkaðinn og taka þátt í samfélaginu getur reynst mönnum erfitt eftir svona lagað,“ segir hún. Kolbrún sér fyrir sér að röð við- tala og mikla meðferð þurfi til að ná bata eftir að hafa orðið fyrir svona meðferð. „Fyrsta skrefið er samt alltaf að stöðva ofbeldið. Það hefur verið gert en ég get ímyndað mér að mikil hræðsla og kvíði fylgi því að Hæstiréttur geti hugsanlega mildað dóminn þannig að gerand- inn sleppi fyrr út.“ Biðin erfið Í fjölmiðlum hefur komið fram að niðurstöðu Héraðsdóms Reykja- víkur verði áfrýjað til Hæstaréttar. Kolbrún segir að biðin eftir endan- legri niðurstöðu í málinu geti tek- ið sinn toll. „Ég get ímyndað mér að það sé erfitt að byrja að slaka á og fá bata fyrr en málið er búið í kerfinu. Það skiptir miklu máli að hún hafi samfélagið með sér í þessu. Það er mikilvægt að fólk styðji hana,“ útskýrir Kolbrún og bætir því við að þeir sem vinni við að aðstoða fólk sem verður fyrir miklu ofbeldi, finni stundum fyr- ir tortryggni eða fordómum í garð fórnarlamba ofbeldisins. „Fólki finnst stundum að þetta sé fórn- arlambinu að kenna að hluta til,“ segir Kolbrún sem leggur til að fólk láti dómstóla um að dæma í svona málum. Ánægð með réttarkerfið Gunnhildur Pétursdóttir, rétt- argæslumaður konunnar, segir spurð um líðan konunnar, að hún sé ekkert í mjög góðu jafnvægi þessa dagana. „Hún er mjög fegin og ánægð að það sé komin niður- staða í málið enda hefur hún beðið eftir því lengi,“ segir hún og bætir því við að umfjöllun um málið og hennar hagi taki auðvitað á. „Þetta hefur verið mjög erfitt. Það hafa verið margar skýrslutökur og mikil vinna. Hún er engu að síður mjög ánægð með hvernig tekið var á málinu á öllum stigum réttarkerf- isins,“ segir Gunnhildur. Kolbrún Baldursdóttir Dómstólar sjái um að dæma Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur segir mikilvægt að konan finni stuðning í samfélaginu. „Hún er engu að síð- ur mjög ánægð með hvernig tekið var á málinu á öllum stigum réttarkerfisins.“ BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is Hrottalegt ofbeldi Sambýlismaður konunna r neyddi hana til samræðis við 11 aðra karlm enn. SviðSett mynd dv 10. júlí 2009 Stjórnmálafræðingur Bjarki Már Magnússon er með háskólapróf í stjórnmálafræði. Hann sat í stjórn félags stjórnmálafræðinema við Háskóla Íslands og var stjórnarmaður í Félagi ábyrgra feðra. „Af ótta við barsmíðarnar tók hún þátt í kynlífsathöfn- um með fjölmörgum mönn- um sem hún ekki þekkti.“ EINkENNI fóRNARLAmbS hEImILISofbELdIS * Vanlíðan * Tíðar heimsóknir til lækna vegna smákvilla * Höfuðverkur * Svefntruflanir * Þreyta * Meltingaróþægindi * Átröskun * Þunglyndi * Kvíði * Ótti * Spenna * Kynlífsvandamál * Áráttuþráhyggjuhegðun * Áfengis- og lyfjamisnotkun * Sjálfsvígstilraunir * Einangrun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.