Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2009, Side 39

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2009, Side 39
Andlegur leiðtogi og lifandi goðsögn helgarblað 28. ágúst 2009 föstudagur 39 Helgarblað DV leitaði til áhugafólks um íþróttir í leitinni að besta íþrótta manni landsins. Margir komust á blað en úrslitin þykja nokkuð afgerandi. Handboltahetjan Ólafur Stefán sson er langbesti íþróttamaður Íslands að mati álitsgjafa blaðsins en ekki langt undan er hin magnaða M argrét Lára Viðarsdóttir. Helena Sverrisdóttir körfuboltakona „Hefur verið fremsta íslenska körfuknattleikskon- an í nokkur ár þrátt fyrir ungan aldur og hefur gert það gott í háskólaboltanum í Bandaríkjun- um. Verður væntanlega kjölfestan í landsliðinu næstu 5-10 árin.“ Ragnheiður Ragnarsdóttir sundkona „Alltaf sama harkan í henni.“ Jón Arnar Magnússon tugþrautarkappi „Alltaf snillingur og verður það ávallt.“ Grétar Rafn Steinsson knattspyrnumaður „Ótrúlegur keppnismaður, vill gera sem mest fyrir íslenska þjóð í landsleikjum. Fyrirmynd. Nýtir fjármuni og þekkingu til þess að stofna til knattspyrnuskóla á Siglufirði.“ Gunnar Nelson bardagaíþróttamaður „Búinn að feta sig hægt upp heimsmetorðastig- ann. Verður bráðum á hvers manns vörum hér á Fróni.“ Hermann Hreiðarsson knattspyrnumaður „Seigla, húmor og töffaraskapur. Fær mann til að hrífast með og elska fótbolta.“ Logi Geirsson handboltakappi „Ljóshærði geimgengillinn sem er svo brosmild- ur og hress að maður gleymir því oft hversu ótrúlega stór og sterkur hann er. Glaði jaxlinn.“ Þóra Helgadóttir knattspyrnukona „Landsliðsmarkvörður og hetja.“ Katrín Jónsdóttir knattspyrnukona „Mikill leiðtogi og frábær leikmaður, algjör lykilmaður með Val og íslenska landsliðinu sem er búið að ná frábærum árangri.“ Sveinbjörn Sveinbjörnsson þrek-, lífsstíls- og Crossfit-meistari „Afburða íþróttamaður á sínu sviði. Agaður og einbeittur. Hefur einokað þrek- og þolkeppnir síðustu tvö árin.“ Magnús Bess Júlíusson vaxtarræktarmaður „Hefur staðið sig með þvílíkum afburðum en ekki fengið verðskuldaða athygli. Klárlega á toppnum á sínum ferli núna.“ Edda Garðarsdóttir knattspyrnukona „Búin að vera lengi að, gamall jaxl - stundum vanmetin - sem getur haft rosalega góð áhrif á liðið, á frábærar sendingar, auka- og hornspyrn- ur.“ Jón Arnór Stefánsson körfuboltamaður „Einfaldlega vegna þess að hann er bestur ...“ Evert Víglundsson einkaþjálfari og Crossfit-þjálfari „Einstaklega fjölhæfur, viðhorf hans einkennist af sönnum íþróttaanda.“ 4. – 5. sæti HelgA MArgrét Þorsteinsdóttir frjálsíþróttakona „Ótrúlega efnileg, hefði getað orðið Evrópu- meistari um daginn.“ „Setti Íslandsmet í sjöþraut 18 ára og var aðeins 22 stigum frá því að komast á HM.“ „Sjöþrautarkona með meiru, efst á heimslista í sjöþraut yngri en 19 ára, aðeins 17 ára.“ „Búin að slá hvert metið á fætur öðru. Stendur sig með stakri prýði, gengur vel í skóla og keppir í körfubolta þess á milli. Hún fær einfaldlega ekki nóg!“ „Mesta efni sem fram hefur komið hér á landi og er án efa einn fremsti íþróttamaður Íslands í dag. Talin best í heimi í sínum aldursflokki. Framtíðarstjarna Íslands ef allt gengur eftir.“ 4. -5. sæti KvennAlAndslið ÍslAnds í knattspyrnu. „Íþróttahetjur Íslands í ár.“ „Þetta er sigur liðsheildarinnar, frábær árangur. Gaman að sjá aðra hópíþrótt en Strákana okkar ná svona langt.“ „Allt kvennalandsliðið eins og það leggur sig. Ekki annað hægt.“ „Komust inn á Evrópumeistaramótið sem er frábært. Þær eru að gera góða hluti.“ „Liðið vinnur eins og einn maður. Ótrú- lega flott hugarfar. Verða bara sterkari á næstu árum.“ 6. -7. sæti guðjón vAlur sigurðsson handboltamaður „Á hátindi ferils síns og í frábæru liði í Þýskalandi. Okkar besti handboltamaður af mörgum frambærilegum.“ „Efnilegasti, flottasti og einn af bestu hand- boltamönnum heims. Ánægðust með hvað hann er jarðbundinn og góð fyrirmynd.“ „Fullkomið líkan af góðum afreksmanni. Fyrirmyndaríþróttamaður innan vallar sem utan. Örugglega góður í öllum íþróttum.“ „Einn allra mesti íþróttamaður þjóðarinnar og einn besti handboltamaður heims í dag. Algjör fyrirmynd innan vallar sem utan.“ 6.-7. sæti ÁsdÍs HjÁlMsdóttir spjótkastari „Spjótkastari sem skarar fram úr. Setti glæsilegt Íslandsmet á árinu, hefur hausinn, viljann, getu og hæfileika til að ná enn lengra.“ „Skákar ekki Óla en er kandídat fyrir næstu ár. Nefni hana til að hvetja þessa ungu konu áfram í að verða best í heimi. Ísland þarf á nýrri hetju að halda og Ásdís er fullkomin í hlutverkið.“ „Fulltrúi nýrrar kynslóðar íþróttamanna á Íslandi. Eins og hún segir sjálf: Winners never quit, quitters never win!“ „Ung og efnileg íþróttakona sem á framtíðina fyrir sér, hefur staðið sig einstaklega vel undanfarið ár.“ 8.-9. sæti HAndboltAstrÁKArnir oKKAr „Snillingar. Standa sig eins og hetjur og eru landinu til sóma, ekki veitir af að vera stoltur af einhverju í sambandi við Ísland þessa dagana.“ „Frábærir drengir. Órtúlegt afrek hjá þeim og þjálfurum liðsins.“ 8.-9. sæti Annie Mist Þórisdóttir íþróttakona „Einungis tvítug frjálsíþróttakona, hefur unnið bæði lífsstílsmeistar- ann og Crossfit-leikana í sumar. Var hársbreidd frá verðlaunasæti á heimsleikunum af yfir 70 keppendum.“ „Ein efnilegasta íþróttakona á Íslandi í dag sem stóð sig einstaklega vel á Crossfit-leikun- um í Bandaríkjunum sem voru fyrr á árinu.“ ÞAu voru lÍKA nefnd:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.