Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2009, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2009, Blaðsíða 28
28 föstudagur 23. október 2009 helgarblað Mesta spennan fyrir jólabókaflóðið á hverju hausti er gjarnan fyrir vænt- anlegum ævisögum. Yfirleitt eru það þá ævisögur pólitíkusa eða annarra valdamikilla manna og standa von- ir fólks þá til þess að uppljóstrað verði um hitt og þetta, stundum eitt- hvað sem leynd hefur hvílt yfir en pískrað hefur verið um á götum og í skúmaskotum án þess að staðfest- ing á orðrómnum hafi fengist. Fyr- ir nokkrum árum var ævisögu Jóns Baldvins Hannibalssonar til dæmis beðið með nokkurri eftirvæntingu, fyrir tveimur árum var það ævisaga Guðna Ágústssonar og í fyrra var það starfsævisaga Ólafs Ragnars Gríms- sonar þar sem forsetatíð hans var umfjöllunarefnið. Sú mynd sem höf- undur þeirrar bókar, Guðjón Frið- riksson, dró upp af Ólafi og lífi hans á forsetastóli þótti þó hvorki tæmandi né endanleg og haft var á orði að frá- sögnin bæri vott um ógagnrýna að- dáun höfundar á forsetanum. Vonir bundnar við Vigdísarbók Hvað sem því líður er ekki hægt að segja að nein tiltakanleg eftirvænt- ing liggi í loftinu eftir þeim ævisög- um sem eru nú ýmist komnar í búð- ir eða munu setjast í hillur þeirra á næstu vikum. Helst er það ævisaga forsetans sem sat á Bessastöðum á undan Ólafi Ragnari, Vigdísar Finn- bogadóttur, sem menn klæjar í fing- urna yfir að glugga í. En Vigdís er þó ekki þekkt fyrir gífuryrði eða að hafa sterka löngun til að varpa sprengjum og því er það frekar af óskhyggju en raunsæi sem menn horfa til bókar- innar, sem fengið hefur nafnið Kona verður forseti, sem uppspretta ein- hvers konar pólitískra uppljóstrana. Hitt er annað mál að víst eru margir sólgnir í að lesa bókina og ekki spill- ir fyrir að höfundurinn, Páll Valsson, hefur áður skrifað mjög svo lofaða ævisögu, hina verðlaunuðu ævisögu Jónasar Hallgrímssonar sem kom út fyrir tíu árum. Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, blandar sér í hrunbókaflóðið með bók sinni Um- sátrið – Fall Íslands og endurreisn sem Veröld gefur út í nóvember. Ætla má að gamli Moggaritstjórinn lumi á einhverjum pólitískum bombum þar sem hann er sérlega vel tengdur inn í stjórnmálin og embættismannakerf- ið. Morgunblaðið hefur þegar greint frá því að í bók Styrmis komi fram að Bjarni Benediktsson hafi ætlað sér að keppa við Geir H. Haarde um for- mennsku í Sjálfstæðisflokknum. Aðrar ævisögur haustsins eru helstar seinna bindi Péturs Gunn- arssonar um Þórberg Þórðarson, Jón Karl Helgason er með bók um Ragnar í Smára og Jónas Kristjáns- son ritstjóri er með bók sem hann kallar starfssögu sína. Á dögunum kom út bók um Magnús Eiríksson tónlistarmann sem sögð er ævisaga en ætti þó frekar að flokka sem við- talsbók, Árni Heimir Ingólfsson hef- ur ritað sögu tónskáldsins Jóns Leifs og væntanlegar eru að minnsta kosti tvær aðrar ævisögur tónlistarmanna, þeirra Vilhjálms Vilhjálmssonar og Gylfa Ægissonar. Elfa Gísladóttir leikkona legg- ur spilin á borðið í ævisögu sinni sem Anna Ólafsdóttir Björnsson er skrifuð fyrir, bók númer tvö í sjálfs- ævisögu Ólafs Hauks Símonarson- ar, Fuglalíf á Framnesvegi, lendir brátt í bókabúðum en sú fyrsta kom út á síðasta ári og Hjálmar Jónsson, prestur og fyrrverandi þingmaður, segir upp og ofan af ævi sinni í bók- inni Hjartsláttur. Þá eru ónefndar sjálfsævisaga Einars Benediktssonar sendiherra, bók um Snorra Sturlu- son eftir Óskar Guðmundsson, Krist- ín Guðnadóttir hefur tekið saman rit um Svavar Guðnason listamann og loks er væntanleg viðtalsbók við Jón „Bö“ Böðvarsson íslenskufræðing. Englar, brennuvargar og SS-sveitir Í flokki skáldsagna er þegar komin út sú bók sem margir voru spenntir fyr- ir, Harmur englanna eftir Jón Kalm- an Stefánsson. Fyrsta bókin í þess- um þríleik sem höfundurinn segir að þetta verði, Himnaríki og helvíti, kom út fyrir tveimur árum og heillaði ófáa lesendur upp úr skónum, þar á meðal undirritaðan. Harmur engl- anna nær hins vegar ekki hæðum fyrsta bindisins. Steinar Bragi er í svipaðri stöðu og Jón Kalman, að fylgja eftir verki sem hafið var upp til skýjanna. Konur fékk fullt hús í öllum dagblöðunum hér á landi í fyrra en nú sendir Stein- ar frá sér Himinninn yfir Þingvöll- um, þrjár lauslega tengdar nóvellur í einni bók. Spennnandi verður að sjá hvernig viðtökurnar verða. Í spennusagnadeildinni er auð- vitað stór hópur lesenda sem á hverju hausti bíður eftir nýjustu af- urð Arnaldar Indriðasonar. Sem fyrr koma bækur hans út 1. nóvember og heitir bókin í ár Svörtuloft. Lög- regluþríeykið kunna glímir þar við enn eitt málið og fær víst Erlendur aftur sviðið eftir að hafa verið mest- anpart á bak við tjöldin í síðustu bók. Drottningin í glæpadeildinni, Yrsa Sigurðardóttir, sendir frá sér bók með yfirskriftinni Horfðu á mig þar sem lögmaðurinn Þóra er mætt enn og aftur til leiks. Að þessu sinni reynir hún að fá endurupptekið mál fatlaðs manns sem situr inni á Sogni fyrir íkveikju á sama tíma og látin stúlka sækist eftir að standa við fornt fyrirheit. Einn af hákörlunum í þessari deild, Ævar Örn Jósepsson, situr víst sveittur þessa dagana við að skrifa lokakaflana í nýrri bók sem ber vinnuheitið Önnur líf, Stefán Máni sendir frá sér Hyldýpið sem kemur út um helgina, ný bók eftir Viktor Arn- ar Ingólfsson, Sólstjakar, kom í versl- anir fyrir nokkrum dögum og Óttar Norðfjörð kemur með sína þriðju spennusögu, Paradísarborgina, sem sögð er blanda af fagurbókmenntum og spennusögu. Elías Snæland Jóns- son er með spennusögu sem tengist á einhvern hátt SS-sveitum nasista og undir merkjum Bjarts og Verald- ar kveða tveir nýliðar sér hljóðs, Lilja Sigurðardóttir með bókina Spor og Ragnar Jónasson með Falska nótu. Æskuást og útrásarvíkingur Af öðrum skáldverkum skal nefna nýjar bækur eftir tvo af virtustu kvenkyns rithöfundum þjóðarinn- ar; Steinunn Sigurðardóttir er með Góða elskhugann sem hefst á því að löngu brottfluttur Íslendingur er allt í einu staddur fyrir utan heimili æskuástarinnar á Seltjarnarnesi og Kristín Marja Baldursdóttir sendir frá sér Karlsvagninn. Hrunbækur hafa tröllriðið met- sölulistum bókaverslana á þessu ári og má ætla að einhverjar af skáld- sögum haustsins snerti á góðærinu og hruninu með einhverjum hætti. Ljóst er að minnsta kosti að Vor- menn Íslands, fyrsta bók Mikaels Torfasonar í sjö ár, fjallar um það efni þar sem aðalsöguhetjan er sögð gjaldþrota útrásarvíkingur. Að lok- um ber að nefna tvö smásagnasöfn sem komin eru í verslanir eftir tvo mikla listamenn smásögunnar, ann- ars vegar Milli trjánna eftir Gyrði El- íasson sem er líklega langsverasta bók sem hann hefur sent frá sér, og Alltaf sama sagan eftir Þórarin Eld- járn sem kom út á sextugsafmæli höfundarins í seinni hluta ágúst- mánaðar og má því segja að forseta- sonurinn sá hafi þjófstartað bóka- flóðinu í ár. kristjanh@dv.is Flóðið að koma Brotabrot af þeim bókum sem eru í bókaflóðinu í ár. Bókaflóð haustsins er skollið á. Enn fer þó lítið fyrir því en fyrstu droparnir eru byrjaðir að seytla að ströndum. Kristján Hrafn Guðmundsson kíkti á hvað ber hæst í skáldverka- og ævisagnadeildinni. Í flóðinu er þetta helst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.