Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2009, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2009, Blaðsíða 6
Sandkorn n Styrmir Gunnarsson eyddi drjúgum tíma í Seðlabank- anum áður en Davíð Odds- son var sviptur lifibrauði sínu. Víst er að Davíð hafði aðgang að mörg- um gögn- um sem tengjast bankahrun- inu. Hafi einhverj- ar glósur hrokkið af borði hans má búast við að þær birtist í Styrmis- bókinni. Það er því full ástæða til bjartsýni um að eitthvað góðmeti verði í bókinni. n Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon eru sögð full bjartsýni á að stjórnarsamstarfið gangi eftir að órólega deildin í VG sættist á Icesave. Þegar er hafin gerjun varðandi ráðherra- hrókering- ar. Til stóð að fækka ráðuneyt- um og ráð- herrum en óvíst er að staðið verði við það. Lífsnauðsynlegt þykir fyrir VG að fá Ögmund Jónasson í ráðherrastól en undirliggjandi er samningur um að hann fái inni aftur. Þá eru uppi bollaleggingar um að Atli Gíslason, þingmaður og mannréttindafrömuður, taki við dómsmálaráðuneytinu af Rögnu Árnadóttur. n Ekki eru allir ánægðir með það innan Samfylkingar að utanþingsráðherrarnir, Gylfi Magnússon og Ragna Árna- dóttir, verði látin víkja. Vand- ræði vinstri grænna eru þau að óeirðasegg- irnir innan flokks verða að fara í ríkisstjórn til að skapa frið. Að því gefnu að ráðherrum verði ekki fækkað í heildina mun eitt ráðherrasæti losna fyrir VG með því að óháðu ráðherrarn- ir víki. Þá er viðbúið að Jóni Bjarnasyni sjávarútvegsráð- herra verði gert að hætta. Þar með losna tveir stólar fyrir Atla Gíslason og Ögmund Jónasson. Samfylkingin mun hafa miklar efasemdir en þar gera menn sér grein fyrir að þetta snýst um líf eða dauða ríkisstjórnar. 6 föstudagur 23. október 2009 fréttir Kynningarfundir voru haldnir í fjór- um skólum í norðanverðum Grafar- vogi, Engjaskóla, Korpuskóla, Víkur- skóla og Borgarskóla á tímabilinu 1. - 14. október. Tilefnið var að kynna til- lögu um að safnskóli yrði stofnaður í Engjaskóla þar sem unglingadeildum úr þessum fjórum skólum yrði steypt saman. Talsverð óánægja ríkir meðal íbúa í Grafarvogi vegna þessarar til- lögu sem er enn á byrjunarstigi. Ætlar að mótmæla „Aðallega finnst mér að börn eigi að fá að vera börn eins lengi og hægt er. Einnig tel ég að í þjóðfélaginu eigi að vera sem mest af blönduðum aldri og ekki eigi að einangra aldurshópa. Við lærum mest af hvert öðru og ef við höfum ekki fyrirmyndir á öðrum aldri er hætta á því að við verðum fyr- ir áhrifum hvert af öðru og stefnulaus, eins og til dæmis varðandi fíkniefni,“ segir Gunnar Þór Gunnarsson, for- eldri í Borgarhverfi. Honum finnst hugmyndin um safnskóla afleit og telur flesta foreldra í Borgarskóla vera sömu skoðunar. „Það er mat okkar að flestir í hverf- inu séu á móti fyrirhuguðum safn- skóla og að gallarnir séu mun fleiri en kostirnir,“ segir Gunnar. Hann segir að fullyrt hafi verið á fundinum í Borgar- skóla að tillagan yrði ekki samþykkt ef foreldrar væru á móti henni. Yrði safn- skóli settur á laggirnar myndi Gunnar hins vegar taka til sinna ráða. „Ég myndi örugglega mótmæla þessu með pottum og pönnum.“ Greiðari leið fyrir dóp DV talaði við annað foreldri í Grafar- vogi sem vill ekki láta nafns síns getið. Því líst heldur ekkert á þessa hugmynd og telur safnskóla auka vandamál í hverfinu. „Mér finnst þetta fáránlegt. Ég held að það komi mjög illa út að safna öll- um unglingum saman á einn stað. Það eykur á félagsleg vandamál ef þau koma upp, eins og með vímuefni. Aðgangur fyrir þá sem selja vímuefni verður líka greiðari,“ segir foreldr- ið. Því finnst miður að með myndun safnskóla myndu eldri krakkar ekki líta eftir yngri krökkum eins og tíðkast í mörgum grunnskólum. Enn fremur gætu sum systkini ekki verið saman í skóla. Foreldrið segir gegnumgang- andi óánægju með þessa hugmynd. „Ég finn fyrir óánægju og ég held að við séum öll sammála um að þetta er ekki sniðugt og verður ekki hag- kvæmt heldur. Þetta kostar bara meiri vandamál, meira skutl, meiri umferð og meiri hættu fyrir krakkana,“ segir foreldrið. Það ætlar að íhuga að flytja úr hverfinu ef tillagan verður sam- þykkt. „Þetta hefur samfélagslega nei- kvæð áhrif á uppeldið. Unglingar eru svo móttækilegir fyrir áhrifum frá jafn- ingjum. Ef einhver byrjar í einhverju smitar það út frá sér og erfitt að halda utan um það ef einingin er stór.“ Fjölbreyttara námsframboð Tillaga þessi var hugmynd sem nokkr- ir foreldrar í norðanverðum Grafar- vogi sendu borgarstjórn Reykjavíkur 24. apríl árið 2007. Í nóvember í fyrra var skipuð safnskólanefnd til að vinna úr tillögu menntaráðs og hefur þessi nefnd nú sent frá sér skýrslu. Í skýrslunni er farið yfir kosti og galla safnskóla. Jafnframt er tekið fram að við skipulagningu skólahalds í norðanverðum Grafarvogi í byrjun 10. áratugar síðustu aldar hafi ver- ið gert ráð fyrir fjögur hundruð nem- endum. Samkvæmt nýjustu spám verða nemendur á bilinu 220 til 330 á næstu árum. Þessi nemendafjöldi ger- ir það að verkum að starfið í unglinga- deildum verður ekki eins fjölbreytt og í stærri skólum. Með safnskóla auk- ast möguleikar í skólastarfinu, náms- framboð verður fjölbreyttara og fé- lagslíf öflugara. Töluverð andstaða Að sögn Marinós F. Einarssonar, að- stoðarskólastjóra Engjaskóla, er málið enn á byrjunarstigi. Hann segist hafa fundið fyrir óánægju íbúa Grafarvogs með tillöguna. „Það hefur verið töluverð andstaða. En þau sjónarmið hafa komið meira fram heldur en hinna sem eru hlynnt. Maður veit svo sem ekki hvernig stað- an er. Það er óskaplega erfitt að átta sig á þessu. Það er mikil vinna eftir. Þótt það hafi verið gerð tillaga um Engja- skóla sem safnskóla er það ekki heil- agt. Þetta er allt á byrjunarreit,“ segir Marinó. Hann vill ekki tjá sig um skoð- anir sínar á tillögunni. „Ég vil helst ekki tjá mig um það því þetta er á þannig stigi að það er ekki gerlegt að ég stöðu minnar vegna segi mína skoðun.“ Foreldrar í uppnámi Tillaga um sameiningu unglingadeilda allra skóla í norðanverðum Grafarvogi í einn safnskóla í Engjaskóla vekur óánægju meðal íbúa hverfisins. Gunnar Þór Gunnars- son, foreldri í Borgarhverfi, segist ætla að mótmæla ef tillagan verður samþykkt. Annar íbúi óttast aukin félagsleg vandamál í tengslum við fíkniefni. „Aðgangur fyrir þá sem selja vímuefni verður líka greiðari.“ lilja KaTrín GunnarsdóTTir blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is afleit hugmynd Gunnar segir flesta í Borgarhverfi vera mótfallna safnskóla í Engjaskóla. „Skömmum og hótunum rigndi yfir mig. Það eina sem ég vildi gera var að sýna séra Gunnari stuðning. Mér finnst þetta bara svo skrítið. Ég er bara kona úti í bæ sem hringir á útvarps- línu til að segja mína skoðun,“ segir Sigrún Reynisdóttir miðill. Deila séra Gunnars Björnssonar, sérþjónustuprests hjá Biskupsstofu, við Karl Sigurbjörnsson, biskup Ís- lands, hefur tekið á sig nýja mynd. Sig- rúnu varð það á að lýsa yfir stuðningi við séra Gunnar í opnum símatíma á Útvarpi Sögu og skora á Karl bisk- up að segja af sér embætti. Í kjölfarið hringdi fjöldi nafnlausra einstaklinga heim til Sigrúnar. „Þetta fólk sagði mér að það væri eins gott að ég héldi mér saman, ann- ars hlyti ég verra af. Ef ég héldi ekki kjafti yrði ég hreinlega tekin í gegn. Ég átti ekki von á svona hótunum. Ég tek svo sem ekki mikið mark á þessu en mér líður auðvitað ekki vel yfir þessu. Ég hrökk alveg við að fá svona á mig. Þó svo að ég tjái mig um málið er óþarfi að ráðast að manni. Það virð- ist vera voða mikil illska í þessu máli,“ segir Sigrún. Nærri tugur einstaklinga hringdi heim til Sigrúnar í vikunni og hót- aði henni. Aðspurð segir hún fólkið af báðum kynjum og á öllum aldri. Sigrún segir aðeins einn einstakling hafa hringt og verið jákvæður í henn- ar garð. „Það virðist ekki vera að mað- ur megi segja skoðanir sínar, ekki fer mikið fyrir málfrelsinu þarna. Ég var bara að tjá mína skoðun. Ég er stuðningsmaður séra Gunn- ars. Ég þekki hann ekki neitt og er ekki sóknarbarn hans. Framkoma biskups- ins í garð séra Gunnars er ekki góð. Ég skora á hann að segja af sér,“ segir Sig- rún. „Fólkið hótaði ekki bara mér held- ur var því mikið í mun að bera út ljótar slúðursögur um prestinn. Ég bað fólk- ið vinsamlega um að hætta slíku því ég er þannig manneskja sem hlustar ekki á slúðursögur. Þarna er verið að knýja mig til að halda mér saman. Hótan- irnar voru ljótar og alvarlegar. Ég er að íhuga hvort ég fari lengra með málið. Ef þessar hótanir halda áfram er engin spurning hvað ég geri.“ trausti@dv.is sigrún reynisdóttir varð fyrir aðkasti eftir stuðning við séra Gunnar Björnsson: Sagt að halda sér saman í sjokki Sigrúnu er verulega brugðið og skilur lítið í hegðun þeirra einstaklinga sem hótuðu henni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.