Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2009, Blaðsíða 24
Skemmtileg Vinna
yfirtekur einkalífið
Í ársbyrjun 2007 flaug ég, ásamt nokkrum öðrum blaðamönnum, frá Reykjavíkurflugvelli til Barcelona með einkaþotu auðmannsins Magn-
úsar Þorsteinssonar, þáverandi stjórnar-
formanns og eiganda Eimskipafélags-
ins. Slíkar boðsferðir stórfyrirtækja
fyrir fjölmiðlamenn voru nokkuð al-
gengar á Íslandi fyrir hrunið.
Tilgangur ferðarinnar hjá okkur blaðamönnunum var að fylgjast með Magn-úsi og knattspyrnumann-
inum Eiði Smára Guðjohnsen,
leikmanni Barcelona, undirrita
samstarfssamning: Fótboltamaðurinn átti að vera andlit Eimskips í aug-
lýsingum félagsins. Við undirskrift samningsins var talað um að þessi tvö
óskabörn þjóðarinnar væru að sameinast. Áður en samningurinn var
undirritaður fórum við á leik með Barcelona á heimavelli félagsins, Ný-
vangi, þar sem liðið lék við Celta Vigo.
Í einkaþotunni á leiðinni út og heim gegndi Magnús hálfgerðu þjón-ustuhlutverki um borð: Bar ljúffengar samlokur, ávexti og drykki í fjöl-miðlamennina sem sátu í makindum sínum í mjúkum, leðurklædd-um hægindastólum. Ég man að ég taldi Magnúsi þetta til tekna á þeim
tíma: Að þrátt fyrir auðæfin teldi hann sig ekki yfir það hafinn að þjóna
blaðamönnum til borðs. Ég komst svo vitanlega aldrei að því hvort þetta
hefði verið fyrir fram ákveðinn PR-leikur hjá Magnúsi og samstarfsmönn-
um hans til að sýna hve alþýðlegur útrásarvíkingurinn væri.
Ég man að á meðan Magnús gaf mér að borða í einka-þotunni las ég í bók Þórbergs Þórðarsonar, Sálmin-um um blómið. Sennilega er fátt mótsagnakennd-ara í þessum heimi en að lesa einmitt þá einlægu,
barnslegu og fallegu bók á meðan milljarðamæringur réttir
manni kók um borð í einkaþotu sinni í boðsferð til út-
landa. Augnablikið er kannski líka lýsandi fyrir það
hvert Íslendingar fóru á tiltölulega fáum árum
– við vorum komnir óravegu frá Suðursveit þarna
í háloftunum.
Þegar við lentum í Barcelona þurftum við ekki að bíða í neinum röð-um, framvísa skilríkjum eða annað slíkt heldur fórum við beint úr flugvélinni og upp í rútu sem keyrði okkur á hótelið. Ekkert vesen fyrir þá sem fljúga í einkaþotum.
Ég minnist þessarar ferðar í dag og fæ hálfgert óbragð í munn-inn. Reyndar gerði ég það alveg frá byrjun, eftir að ég kom heim úr henni, en ónotatilfinningin hefur ágerst eftir efnahagshrunið. Óþægindatilfinningin er ekki tilkomin vegna þess að ég hafi gert
eitthvað í ferðinni eða í tengslum við hana sem ég vildi ekki. Nei, hvorki
Magnús né starfsmenn hans reyndu að hafa áhrif á
hvernig við blaðamennirnir fjölluðum um ferðina
og þeir voru hinir þægilegustu meðan á ferðinni
stóð.
Ástæðan er sú að samt var verið að kaupa okk-ur með gjöfum til að fjalla alveg örugglega um samning Eimskips og Eiðs Smára í þeim fjöl-miðlum sem við unnum hjá; að umfjöllun-
in fengi meira vægi en ef venjuleg fréttatilkynning
um málið hefði verið send. Þegar búið er að gera
vel við fólk er miklu líklegra að það vilji þakka vel
fyrir sig með því að gjalda velgjörðarmanninum
líku líkt. Slíkt varð svo raunin á þeim miðlum sem
fjölluðu um málin þó inntak og efnistök fréttanna
væru ekki ólík því sem tíðkast þegar fréttatilkynningar eru hraðsoðnar
gagnrýnislaust ofan í notendur fjölmiðla. Enginn spurði neinna gagnrýn-
inna spurninga og afraksturinn varð nokkrar steingeldar kranafréttir um
ómerkilegt mál: Eimskip fékk sína auglýsingu fyrir rausnarskapinn.
Engan af þeim „blaðamönnum“ sem var um borð grunaði á þessum tíma að Magnús væri á leið með Eimskip inn í einn mesta taprekst-ur Íslandssögunnar og enginn var búinn að átta sig á þeim sjón-hverfingum sem íslenska efnahagsundrið byggðist á. Á þessum tíma
vorum við líklega sáttir við að fá að tilheyra hinum útvalda hópi sem fékk
að fljúga í einkaþotunum og taka örlítinn þátt í allri velgengninni. Per-
sónulega hafði ég í gagnrýnisleysi mínu ekkert velt því fyrir mér á þessum
tíma á hverju þetta ríkidæmi þjóðarinnar byggðist eiginlega og ég gat ekki
útskýrt það. Þrátt fyrir það spurði ég ekki neinna spurninga um það.
Ferðin í einkaþotu Magnúsar minnir mig óþægilega á þetta gagnrýnisleysi mitt og margra annarra blaðamanna hér á landi á meðan góðærið gekk yfir. Og hún minnir mig
líka á þau fleygu orð að allt sé falt, líka blaðamenn
og ég sjálfur auðvitað. Ég neita aftur á móti að trúa
þeim orðum þó sagan sýni kannski fram á annað í
mínu tilfelli. Þótt þessi minning sé slæm af þessum
ástæðum get ég ekki annað en talið mér trú um
að hvorki ég, né flestir aðrir blaðamenn vonandi,
muni aftur falla í þessa aumu gryfju gagnrýnis-
leysis. Sem og lofað sjálfum mér því að
þiggja ekki aftur brauðmolana sem
bjóðast af borðum auðmanna og
stórfyrirtækja og ætlað er að fæða
mig til ákveðinna verka.
Í EinkaÞoTu
Magnúsar
ingi f. VilhjálmSSon skrifar
HELGARPISTILL
„Ég er með BA í fjölmiðlafræði frá University of Derby. Mig
langaði að vinna sem blaðakona, og þá helst á fjölbreytt-
um fjölmiðli. Það gerist ekki mikið fjölbreyttara en Séð og
heyrt. Einn daginn tek ég til dæmis viðtal við foreldra barns
með hjartagalla eða krabbamein en þann næsta skrifa ég
um að Garðar Cortes hafi grennst eða að Dorrit hafi keypt
sér nýja kápu,“ segir Þorbjörg Marinósdóttir, blaðakona á
Séð og heyrt.
Þorbjörg segir vinnuna á Séð og heyrt afar skemmti-
lega, fjölbreytta og hún geti valið sér efni eftir áhuga. „Ef ég
væri að vinna á íþróttadeild Moggans eða fréttadeild Vísis
yrði ég bara að fjalla um það sem fyrir mig væri lagt. Nýj-
asta landsliðsleikinn eða nýtt fjárlagafrumvarp. Það er lítil
stemning í því til lengdar, allavega myndi það ekki höfða til
mín,“ segir hún og hlær. „Það er magnað að fá að skrifa um
allt milli himins og jarðar eins og ég geri.“
Vinnur með miklum snillingum
Þorbjörg segir móralinn á Séð og heyrt vera góðan en alls
sitja fjórir á ritstjórn Séð og heyrt - Svanur Már Snorrason,
Ragnheiður Kristjónsdóttir og ritstjórinn sjálfur, Eiríkur
Jónsson fyrir utan Þorbjörgu.
„Ég vinn með miklum snillingum og það er mikið um
vinnustaðarhrekki og alls kyns gleði. Ég eyði meiri tíma í
vinunni en með mínum nánustu og því er mikilvægt að
það sé gaman í vinnunni. Svo er einnig mikið um viðburði
og partí sem Séð og heyrt fjallar um þannig að það er ekki
hangið yfir skrifborði alla daga. Þetta er líka þannig blað
að ég hef kynnst alls konar fólki sem ég hefði annars aldrei
kynnst.“
Snýst um að vera á tánum
Hinn eðlilegi dagur á Séð og heyrt snýst um að vera á tán-
um og vera með puttana á púlsinum. Þorbjörg mætir yfir-
leitt í vinnuna um níu og fer á fund með ritstjórninni þar
sem er farið yfir hvað verður í næsta blaði, hver er að gera
hvað og hvað gæti hugsanlega orðið á næstu forsíðu.
„Eftir hann fæ ég mér kaffi og kíki á myndveituna og
skoða þær myndir sem hafa verið teknar fyrir mig kvöld-
ið eða daginn áður. Því næst klára ég þau viðtöl sem ég er
með í vinnslu og fer svo að hamast við að bóka fólk í við-
töl, bóka myndatökur, skoða hvað er að gerast í menningu
og skemmtanalífinu þá vikuna og helgina, velja það sem
er mest spennandi og bóka ljósmyndara á það,“ segir hún
og svarar í símann. Einhver lesandi blaðsins að koma með
fréttaskot.
„Starfið snýst einnig mikið um að vera á tánum og fylgj-
ast með öðrum fjölmiðlum og fólkinu sem við skrifum
um. Séð og heyrt kemur út vikulega og því er mikilvægt að
passa sig að vera ekki að eyða tíma í efni sem hefur birst
annars staðar svo sem í daglegu blöðunum. Það er því
löngu orðið úrelt þegar við komum út.
Þegar ég hef skilað grein inn til lesturs og próförkin er
búin að samþykkja hana, myndvinnslan búin að vinna
myndirnar og umbrotið búið að brjóta um síðuna þarf að
fara yfir að myndatextar séu við réttar myndir og allt sé eins
og það á að vera. Fyrst þá er greinin tilbúin til prentunar.“
Aldrei lent í málaferlum
Ritstjórnarstefna Séð og heyrt er að gera lífið skemmti-
legra. En blaðið fjallar einnig um skilnaði fræga fólksins
og sambandsslit, jarðarfarir og veikindi stjarnanna. Þor-
björg segir að það sé alltaf erfitt að skrifa um viðkvæm
mál hjá fólki. „Það lærist þó fljótt að yfirleitt er hægt að
finna nokkuð góðan meðalveg svo lesandinn fái sína
frétt án þess að sú sem hún snýst um hljóti skaða af. Ég
hef aldrei lent í málaferlum eða slíku þar sem ég reyni af
minni bestu getu að fara vel með þá sem eru í kringum
mig. Margir þekktir íslendingar skilja ekki að það er ekki
erfitt að eiga í góðu sambandi við Séð og heyrt. Við erum
ekki vondi karlinn. Ef við værum alltaf að gera fólki grikk
myndi engin tala við okkur og blaðið myndi því fljótt
leggjast af.“
Fólk forvitið
Eðlilega er fólk afar forvitið um starf blaðamanns á Séð
og heyrt og fær Þorbjörg oft spurninguna; Hvernig er að
vera blaðakona á Séð og heyrt. „Fólk er oft forvitið og ég
er mest spurð hvort Fjölnir Þorgeirsson sendi sjálfur inn
fréttir af sjálfum sér, sem hann gerir aldrei blessaður,“
segir hún og hlær.
„Við fylgjumst vel með okkar fólki og vitum oftast hvað
er í gangi. Fæstir senda inn fréttir af sjálfum sér en það er
bara skemmtilegt þegar það gerist. Um að gera að koma
sér á framfæri ef fólk er að gera eitthvað áhugavert.“
Hún segir að sér sé misjafnlega tekið sem blaðakonu.
Sumum finnst það mjög spennandi á meðan aðrir hrein-
lega fríki út. „Ég hef verið í partíum þar sem allir byrja að
hvísla eftir að ég segi að ég sé að vinna á Séð og heyrt. Ég
hef líka lent í því að karlmenn sem ég er búin að spjalla
heillengi við, fölna við að heyra starfstitilinn, sérstaklega
ef þeir eru þekktir. Það er samt fremur barnaleg afstaða.
Ef fjölmiðlafólk gæti ekki haldið einkalífi sínu og vinnu
aðskildum yrði það fljótt ansi einmana.“
En finnst þá Þorbjörgu vera fordómar í garð blaðsins?
„Engin viðurkennir að hann kaupi það en samt vita allt-
af allir hvað er í blaðinu hverju sinni. Mjög grunsamlegt,“
segir hún og hlær.
Rífst mikið við Eirík
Eiríkur Jónsson ritstýrir Séð og heyrt af mikilli festu. Ei-
ríkur er yfirleitt kallaður blaðamaður án hliðstæðu. Hann
hefur á löngum ferli komið víða við í fjölmiðlum þannig
að eftir hefur verið tekið. Þorbjörg segir Eirík vera mikinn
meistara og góðan yfirmann. „Hann er mun mýkri en fólk
heldur og er sá fyrsti til að rétta fram höndina ef ég dett
á rassinn, þótt hann hlæi kannski stundum áður. Það er
fólk eins og hann með mikla reynslu sem kennir manni
það sem enginn skóli getur gert. Hann hefur góðan skiln-
ing á mannlegu eðli og þessum heimi sem íslenskir fjöl-
miðlar eru. Það tók ekki langan tíma að kunna að meta
hann, þó hann sé líklega sá karlmaður sem ég rífst hvað
mest við,“ segir hún og glottir framan í ritstjórann sinn.
Ekki að eilífu
Þorbjörg ætlar ekki að vera blaðakona á Séð og heyrt að
eilífu. Hún vill læra meira og klára meistaranámið. „Mig
langar til þess að vinna við auglýsingar, þáttagerð, útvarp
og almannatengsl á komandi árum. Ég er bara 24. ára og
hef aðeins verið eitt ár á vinnumarkaðnum eftir að námi
mínu lauk.
Ég varast orðin „að eilífu“ mjög mikið enda er ekkert
sem segir, þótt ég sé mjög ánægð í þessu starfi í dag, að
ég gæti hugsað mér að vera hérna eftir tíu ár. Fjölmiðlar
breytast hratt og þróunin er hröð. En í augnablikinu er ég
mjög sátt við að vinna hjá heitasta glanstímariti Íslands,“
segir þessi hressa stúlka um leið og hún tekur upp sím-
ann. Næsta forsíðumál er í bígerð.
Þorbjörgu Marinósdóttur, blaðakonu á
Séð og heyrt, finnst starfið sitt ákaflega
skemmtilegt og fjölbreytt. Hún skrifar um
hluti sem hún hefur áhuga á. Þorbjörg er
með BA í fjölmiðlafræði frá University of Derby og stefnir á að
klára meistaranámið innan tíðar.
24 föStudagur 23. október 2009 umræða
blaðakonu
Tekið við fréttaskoti
Þorbjörg í símanum.
Mikill tími blaðakonu á
Séð og heyrt fer í að vera
í símanum.