Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2009, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2009, Blaðsíða 31
úar 2002. Tæpum tveimur árum síð- ar, 5. nóvember 2003, varð það gjald- þrota. Helzta ástæða gjaldþrotsins var, að lesendur kærðu sig ekki um að fá aftur flokkspólitík inn í blaðið. Vildu að minnsta kosti ekki kaupa pólitíkina fyrir eigið fé. Ágúst rak Jónas Það kom í hlut Ágústs Einarsson- ar prófessors að reka mig eftir jól. Kennari í viðskiptafræði og stjórn- armaður í nýju DV. Átti sem slíkur þátt í að kaupa blaðið fyrir tæpan milljarð og setja það á hausinn á tæplega tveimur árum. Dálagleg- ur viðskiptaprófessor. Nokkru síðar ásældist hann embætti rektors, en fékk ekki. Ágúst hafði ekki vit á að velja hlutlausan fundarstað, held- ur boðaði komu sína á skrif- stofu mína. Þangað kom hann sveittur og baðaður í svitalykt. Mér skildist hann væri að bjóða mér að segja upp sjálfur. Ég neit- aði auðvitað. Síðar um daginn varð hann að senda mér ábyrgðar- bréf. Leið eins og frjalsum manni Ég var næstum 62 ára og mér leið eins og frjálsum manni. Allra síðustu árin á DV höfðu verið erfið vegna inn- rásar undirmálsmanna með stuðningi banka. Hafði kom- ið mér sæmilega fyrir fjár- hags- lega og hefði getað sezt í helgan stein við þetta tækifæri. Raunin varð þó sú, að ég hélt áfram að atast í blaða- mennsku næstu árin. Fyrst á Frétta- blaðinu, síðan á hestablaðinu Eið- faxa og loks aftur á DV. Eftir þann síðasta snúning í faginu sneri ég mér að háskólakennslu 2006. Kenndi blaðamennsku í símennt Háskól- ans í Reykjavík í tvö ár, unz ég hætti endanlega að vinna fyrir kaupi 68 ára gamall 2008,“ segir Jónas í bókinni. Ísafjarðarmálið Þegar Jónas sneri aftur á DV fyrir nokkrum árum varð hann ritstjóri ásamt Mikael Torfasyni. Þekkt mál, Ísafjarðarmálið, varð hins vegar til þess að hann stoppaði stutt við í það skiptið. Málið er eitt hið frægasta – og líklega alræmdasta – í sögu íslenskrar blaða- mennsku á síð- ustu árum. Gef- um Jónasi aftur orðið. „Smám saman færðist DV samt nær því að ná jöfnu í rekstri. Það byggðist mest á ótrúlegri ósér- hlífni Mikaels og dugnaði strák- anna umhverfis hann. Við ritstjórarnir féllum svo í febrúar 2006 á frétt um perra á Ísafirði. Hvert orð var rétt í fréttinni, enda voru fórnardýrum perrans löngu síðar greiddar skaða- bætur. Fóru ekki á mis við sannleikann Við féllum ekki á að fara á mis við sannleikann, enda hafði ég marg- tuggið mikilvægi hans á fundum. Við féllum á óviðurkvæmilegri fyrirsögn og frásagnaranda að mati öflugs hluta þjóðarinnar og málsmetandi álitsgjafa. Þúsundum saman skrif- uðu menn á veraldarvefnum undir gagnrýni á okkur. Það er ekkert prív- atmál, að lögreglan yfirheyri mann vegna gruns um óeðli í garð drengja. Það er ekkert prívatmál, að nokkrir drengir fái skaðabætur frá ríkinu fyrir tjón vegna þessa óeðlis. Ef gerandinn fremur sjálfsvíg, er það hans ákvörð- un, sem hann ábyrgist einn. Að saka ritstjóra dagblaðs um að hafa drepið manninn er í sjálfu sér óeðli. Hver er sinnar gæfu smiður. Sálir Íslendinga of krumpaðar En það hentaði nokkrum lýð- skrumurum í stétt presta og alþing- ismanna að reyna að slá ódýrar keilur út á sjálfsvígið. Þeir mundu ekki reyna slíkt núna, eftir það sem komið er fram í málinu. Eftir alla sjáanlega galla þöggunarstefnunn- ar. Ég var alveg sáttur við afsögn- ina. Fyrir mér var aðalatriðið, að fréttin var rétt. Tónninn í blaðinu var hinn hefðbundni tónn nor- rænna síðdegisblaða. Hins vegar var hræsni álitsgjafanna nógu mikil til að kynda undir óánægju í samfé- laginu. Sannleikanum er hver sár- reiðastur. Fólk kennir sögumanni um ótíðindi. Við vorum of opin- skáir um eitt tabú í samfélaginu. Meira að segja Össur Skarphéð- insson skrifaði hjartnæma minn- ingargrein um perrann. Við Mika- el tókum þá ákvörðun að leggjast á höggstokkinn til að skapa frið um framtíð blaðsins. Sálir Íslend- inga voru of krumpaðar fyrir götu- sölublað,“ segir Jónas í starfsævi- sögunni en hann er nú loks sestur í helgan stein eftir nærri 50 ár í eld- línunni þó blaðamennskan sé hon- um enn afar hugleikin eins og sést oft á bloggsíðu hans þar sem hann tjáir sig afdráttarlaust um málefni líðandi stundar. helgarblað 23. október 2009 föstudagur 31 30 days Apótekin & Heilsubúðirnar www.leit.is · Smellið á ristilvandamál Á gamla gamla verðinu. Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman. Betulic birkilaufstöflurnar innihalda 98% birkilaufsduft og eru framleiddar af natni með aðferð sem varðveitir upprunalega eiginleika birkilaufs sem allra best. Það er mikil og gömul hefð fyrir því að nota birkilauf sem fæðubótarefni til að hraða efnaskiptum og losa vatn úr líkamanum, draga úr bólgum og afeitra líkamann (detox). Birkilauf hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, auk þess sem það örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Ráðlagður dagskammtur 2 til 4 töflur er samsvarar 980 - 1960 mg. af birkilaufi. Betulic inniheldur hvorki laktósa, glúten, sætuefni né ger. BETULIC - BIRKILAUF Apótekin & Heilsubúðirnar www.leit.is · Smellið á ristilvandamál Á gamla gamla genginu. Oxy tarm Endurnærir og hreinsar ristilinn Allir dásama Oxy tarmið Ritstjóri lítur yfir dramatíska fortíð „Ég vinn ekki hjá þér, Óli minn, gerðu þig breiðan annars staðar.“ „Við ritstjórarnir féllum svo í febrúar 2006 á frétt um perra á Ísafirði. Hvert orð var rétt í fréttinni, enda voru fórnardýrum perrans löngu síðar greiddar skaðabætur.“ „Greifarnir“ Davíð Oddsson og Ólafur Ragnar Grímsson fá ekki mikið lof frá Jónasi í bókinni. Hann telur að þeir félagarnir séu líkir að því leyti að skapgerðarbrestir þeirra hafi farið saman við mikla hæfileika. Hann kallar þá báða „greifa“. Fyrsta tölublað DV Jónas sést hér halda glaðbeittur á síðasta tölublaði Dagblaðsins og fyrsta tölublaði hins nýja sameinaða blaðs, Dagblaðsins Vísi, eða DV. Þetta var í nóvember árið 1981.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.