Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2009, Qupperneq 49
lífsstíll 23. október 2009 föstudagur 51
Hátíð fyrir stelpur Á laugardaginn verður Valkyrjan
– hátíð fyrir stelpur, haldin í Hinu húsinu fyrir allar konur á aldrinum
16-25 ára. Margir spennandi valkostir verða á boðstólum og ættu
allar hressar konur að finna sér eitthvað við sitt hæfi. Á meðal þess
sem boðið verður upp á er ljósmyndanám, kynlífsfræðsla, græn-
lenskur perlusaumur, sniðug trix í förðun og hægt er að grípa í
prjóna. Það má lesa meira um hátíðina á www.hitthusid.is
„Kreppan hefur þessi áhrif,“ segir Guð-
rún Ögmundsdóttir, fyrrverandi al-
þingismaður, sem er farin að fram-
leiða og selja sultur undir nafninu
Matarkveðja frá Guðrúnu Ögmunds.
Guðrún er enginn nýgræðingur þegar
kemur að sultugerð en sultur henn-
ar hafa fengið verðlaun í keppnum.
„Rabarbarapaprikumaukið mitt sigr-
aði í árlegri sultukeppni grænmet-
ismarkaðarins í Mosfellsdal í fyrra
og í ár vann ég þá keppni aftur sem
og sultukeppnina í Norræna húsinu
með finnskættaðri tómatsultu.“
Guðrún hefur tekið framleiðsl-
una skrefi lengra með Matvís þar sem
sultan hefur verið innihaldsgreind
og dagsett. Hún leitaði til Matar-
smiðjunnar á Höfn í Hornafirði með
framleiðsluna en Matarsmiðjan er að
hennar mati mikill gullmoli sem vert
er fyrir alla frumkvöðla að skoða.
Guðrún segir sultur ekki bara
vera sultur. „Ég hef gert þetta í árar-
aðir og aðallega framleiði ég þessar
venjulegu sultur en svo tek ég alltaf
hluta og geri eitthvað óvenjulegt til
tilbreytingar. Fólk verður að prófa
sig áfram,“ segir hún og þvertekur
fyrir að sulturnar séu óhollar. „Þetta
er allt úr lífrænt ræktuðu hráefni og
inniheldur aðeins 30% sykur.“ Guð-
rún selur tómatsultuna og sultaðar
rófur meðal annars í Melabúðinni
og öðrum sælkeraverslunum. „Ég
geri þetta bara hægt og rólega og
eyði kvöldunum í að líma á lokin.
Draumurinn er að gefa út kokkabók
og hún kemur.“
Framleiðir sultur undir nafninu Matarkveðja frá Guðrúnu Ögmunds:
framleiðir og selur sultur
UMsjón: indíana Ása Hreinsdóttir, indiana@dv.is
n Vertu nálægt kjörþyngd.
n Ástundaðu líkamsrækt dag-
lega .
n Forðastu orkuríkt fæði og
sykraða drykkjarvöru.
n Neyttu aðallega jurtafæðis.
n Takmark-
aðu neyslu
á kjöti og
sneyddu
hjá unnum
kjötvörum.
n Takmark-
aðu neyslu
alkóhóls.
n Takmark-
aðu neyslu
á salti.
n Forðast ber myglaða kornvöru
og belgjurtir.
n Saltaður matur veldur líklega
magakrabbameini.
n Kornabörn nærist á móður-
mjólk í sex mánuði.
n Þeir sem hafa greinst með
krabbamein eiga að fylgja sömu
leiðbeiningum - nema þá að
sérstakar kringumstæður hindri
það.
Heimild: www.framfor.is
Undirbýr sig
fyrir Miss
World
Fegurðardrottning Íslands, Guð-
rún Dögg Rúnarsdóttir, mun á
næstu dögum halda utan í keppn-
ina Miss World sem haldin verður
í fjórum löndum að þessu sinni,
London, Sameinuðu arabísku
furstadæmunum, Tansaníu og
Suður-Afríku og munu stelpurn-
ar ferðast saman á milli þessara
staða en lokakvöldið fer fram 12.
desember. Guðrún Dögg hefur
verið dugleg að undirbúa sig fyrir
stóra daginn og mætir meðal ann-
ars reglulega í Trimform Berglind-
ar í Faxafeni en þangað hafa allar
fegurðardrottningar Íslands mætt
í gegnum árin. Trimform hefur
lengi verið leynivopn fegurðar-
drottninga en fegurðardrottningin
og mamman Ragnheiður Guð-
finna Guðnadóttir mælir eindreg-
ið með trimformi fyrir konur til að
koma sér í form eftir barnsburð.
Oddur Benediktsson vísindamaður kynnti sér áhrif mataræðis
á krabbamein þegar hann greindist með blöðruhálskrabba-
mein árið 2005. Nú er komin út bók á íslensku, Bragð í
baráttunni, um mat sem vinnur gegn krabbameini en
Oddur segir fræðin hafa skipt sköpum fyrir líðan sína.
MatUr gegn
Hollráðin 10 gegn
krabbaMeini
Matarkveðja frá Guðrúnu Ögmunds
sulturnar fást meðal annars í Melabúð-
inni. MYND Heiða HelGaDóttir
„Hjá þeim þjóðum þar sem þegn-
ar hreyfa sig meira, borða meira af
ávöxtum og grænmeti en minna
af kjöti og mjólkurvörum er tíðni
krabbameina mun lægri,“ segir Odd-
ur Benediktsson vísindamaður en
Oddur kynnti sér áhrif mataræðis
á krabbamein þegar hann greind-
ist með blöðruhálskrabba árið 2005.
„Ég var allt of feitur, ég er bara 170
cm á hæð en var kominn yfir 90 kíló
og drakk of mikla mjólk og borðaði
of mikið af ís. Krabbinn var orðinn
það dreifður að ég þurfti á hormóna-
meðferð að halda. Ég svaraði með-
ferðinni vel en í mínu tilviki er þetta
ólæknandi en ég er við góða heilsu
í dag,“ segir Oddur og bætir við að
breytta mataræðið hafi skipt sköpum
fyrir líðan hans en hann hefur ekki
bragðað mjólkurvörur og lítið kjöt í
fjögur ár og er tíu kílóum léttari fyr-
ir vikið.
Þegar Oddur greindist stofnaði
hann, ásamt öðrum karlmönnum,
krabbameinsfélagið Framför en fé-
lagið átti frumkvæði að útgáfu bók-
arinnar Bragð í baráttunni – matur
sem vinnur gegn krabbameini eft-
ir Kanadamennina R. Béliveau og
D. Gingras sem JPV útgáfan gaf ný-
lega út en þar er að finna fjölda upp-
skrifta að aðgengilegum, gómsæt-
um og umfram allt hollum réttum.
„Þetta svið hefur verið mikið rann-
sakað síðustu tíu árin og sú fæða
sem hefur hemjandi áhrif á tilurð og
vöxt krabbameina er ýmis jurtafæða,
spergilkál, soja, hvítlaukur, engifer,
söl, dökkt súkkulaði, glas af rauð-
víni, bláber og fleira. Þegar krabba-
mein breiðist út skjóta krabbameins-
hlunkarnir nýjum æðum í æðakerfið
til að fá hraðar næringu en þessi efni
hamla þessari nýæðamyndun,“ segir
Oddur sem segir fæðuna einnig fyr-
irbyggja krabbamein og marga aðra
þráláta sjúkdóma.
Oddur segir að blöðruhálskrabba-
mein hafi lengi verið ákveðið feimn-
ismál á meðal karlmanna en sem
betur fer sé umræðan að opnast mik-
ið. „Hér áður fyrr áttu menn helst að
láta sig hverfa ef þeir greindust með
blöðruhálskrabbamein en umræðan
er nú komin upp á yfirborðið sem er
mjög mikilvægt. Tölur um blöðru-
hálskrabbamein eru sláandi og það
greinast fleiri karlmenn á hverju ári
með þetta krabbamein en konur
með brjóstakrabbamein,“ segir Odd-
ur en um 200 karlmenn greinast með
blöðruhálskrabbamein á ári hverju.
„Hæsta tíðnin er hér í Norður-Evr-
ópu og þótt meðalaldur manna sé 72
ár greinast ungir karlmenn í vaxandi
mæli en þá er sjúkdómurinn oft ill-
viðráðanlegur.“
Hægt er að lesa meira um krabba-
meinsfélagið Framför og bókina
Bragð í baráttunni á slóðinni www.
framfor.is.
Oddur féllst á að deila með okkur
sinni uppáhaldsuppskrift sem er
kjúklingur með túrmerik-karríi:
4 heilar kjúklingabringur, 150 g hver,
hamflettar
2 msk. sólblómaolía
3 hvítlauksrif, pressuð
4 skallottlaukar, sneiddir
2 tsk. karríduft
1 tsk. túrmerik
2 msk. fiskisósa (nuoc-mâm eða nam
pla)
2 msk. púðursykur
500 ml (2 b.) kókosmjólk
nýmalaður pipar
Skerið kjúklingabringurnar í þunna
strimla. Hitið sólblómaolíuna á
stórri stálpönnu. Steikið hvítlauk og
skallottlauk í 2-3 mínútur við meðal-
hita. Setjið allt annað á pönnuna og
blandið vel saman. Látið malla við
vægan hita í 20 mínútur. Berið strax
fram.
Uppskriftin er úr bókinni Bragð í
baráttu en er lagfærð af Oddi.
indiana@dv.is
Oddur Benediktsson
„Ég var allt of feitur en ég
er bara 170 cm á hæð en
var kominn yfir 90 kíló
og drakk of mikla mjólk
og borðaði of mikið af ís.“
MYND rakel ósk
krabbameini