Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2009, Blaðsíða 23
Hver er maðurinn? „Sveinn Áki
Lúðvíksson, formaður Íþróttasam-
bands fatlaðra.“
Hvar ertu uppalinn? „Ég er
uppalinn í Vesturbænum í Reykjavík.
KR-ingur.“
Hvar langar þig að búa ef ekki á
Íslandi? „Hvergi. Get bara ekki
ímyndað mér að búa annars staðar.
Þetta er besta land í heimi þrátt fyrir
allt.“
Hvað eldaðirðu síðast? „Það bara
man ég ekki.“
Hversu langur hefur undirbún-
ingurinn verið fyrir EM í sundi?
„Hann er búinn að vera svolítið
langur. Það er alveg rúmt ár síðan
þetta var endanlega ákveðið.“
Er þetta stærsta verkefni Íþrótta-
sambands fatlaðra hingað til?
„Já, langstærsta.“
Hvernig hafa umsagnir um
skipu- og verklag mótsins verið
hingað til? „Bara mjög góðar.
Íslendingarnir eru mjög ánægðir sem
og útlendingarnir. Svo höfum við
verið heppin með veður líka.
Almennt eru allir mjög ánægðir.“
Eru íslensku keppendurnir að
gera góða hluti? „Já, það myndi ég
segja. Flestöll eru að synda á betri
tíma og bæta Íslandsmet.“
Eigum við fatlað íþróttafólk í
heimsklassa? „Eyþór Þrastarson var
allavega í öðru sæti í sínu sundi og
hann er að synda með bestu
mönnum heims. Við erum með ungt
fólk núna og margir að koma upp.“
Er kostnaðurinn mikill við að
halda svona mót? „Já, hann er
mikill. Við erum með styrktaraðila
eins og Össur og svo hefur
ríkisstjórnin aðeins komið inn í þetta
ásamt Reykjavíkurborg að skaffa
aðstöðuna alla.“
Hver er draumurinn? „Að okkur
muni ganga vel hér á landi og eiga
verðandi heimsmeistara.“
Ertu byrjuð/-aður að kaupa jólagjafirnar?
„Nei, ég er ekki einu sinni farin að
hugsa um jólin.“
AnnA Hildur
HildibrAndsdóttir,
46 ÁRA StARFSmAðuR HJÁ ÚtÓN
„Nei, ég er ekki byrjuð. Það liggur nú
ekkert á, jólin mega bíða smá.“
KAMillA ingibErgsdóttir,
30 ÁRA StARFSmAðuR HJÁ ÚtÓN
„Nei, ég er ekki byrjuð - það liggur
ekkert á.“
sigrún gunnArsdóttir,
60 ÁRA ÍSLENdiNGuR
„Já, ég er aðeins byrjaður, fór á
bókamarkaðinn og keypti þar nokkrar
bækur.“
gunnAr Þór Jónsson,
67 ÁRA LæKNiR
Dómstóll götunnar
svEinn ÁKi lúðvÍKsson
er formaður Íþróttasambands
fatlaðra. ÍF stendur nú í ströngu að
halda Evrópumót fatlaðra í sundi sem
hefur tekist frábærlega. mótinu
verður slitið á sunnudaginn.
Allir ánægðir
með mótið
„Nei, ég er ekki byrjaður.“
óli HJörtur ólAfsson,
31 ÁRS StARFSmAðuR Á JAcoBSEN
maður Dagsins
Í hinni ágætu kvikmynd „Íslenska
draumnum“ segir persóna Jóns
Gnarr frá manni sem er á móti hlut-
um sem enginn er einu sinni á móti,
eða eitthvað í þá veruna. Þetta seg-
ir ansi mikið um íslenska umræðu-
hefð. Í raun og veru hefur maður tvo
valkosti, annaðhvort að fylgja meiri-
hlutanum að málum eða þá að til-
heyra einhverjum skýrt skilgreind-
um minnihluta.
Þetta getur haft undarlegar af-
leiðingar. Sá sem hefur áhyggjur af
því að það ríki skortur á samkeppni
á íslenskum markaði á þannig á
hættu að vera stimplaður kommún-
isti, enda hljóti hann að vera á móti
markaðnum sem slíkum. Sá sem
hefur áhyggjur af því að listamenn
séu keyptir af stórfyrirtækjum verð-
ur óvinur listamanna og jafnvel list-
arinnar sjálfrar.
Meðvirknistjórnmál
Oft er því þannig farið að valkostirnir
tveir eru þeir að vera „með öllu“ eða
„á móti öllu“. Fæstir vilja jú fá þann
stimpil á sig að vera á móti öllu og
þannig verður auðveldlega til sam-
félag eins og íslenska góðærisþjóðfé-
lagið, þar sem enginn þorir að mæla
á móti og allir kóa með. Fólk slekk-
ur þó ekki alveg á sér, heldur verður
til nokkurs konar tvöfeldnishugsun,
eins og í Ráðstjórnarríkjunum sál-
ugu. Mér barst til eyrna að á árshá-
tíð Kaupþings fyrir um einu og hálfu
ári hafi fólk, komið vel við skál, rætt
það sín á milli að allt væri að fara til
fjandans. Allir vissu það innst inni,
enda höfðu þeir jú séð tölurnar. Dag-
inn eftir héldu síðan allir áfram að
sannfæra hver annan um að allt væri
í himnalagi, rétt eins og þeir höfðu
gert alla daga fram að því.
táragasstjórnmál
Það er kannski ekki að undra að ís-
lensk stjórnmál eru alltaf úti á kant-
inum, ef svo má að orði komast.
Flestir hægri- og vinstrimenn á
Norðurlöndunum eru í raun miðju-
menn þegar allt kemur til alls og
sósíaldemókratar, sem standa þarna
mitt á milli, eru stærstir. Hérna hef-
ur stærsti flokkurinn verið sá sem
er lengst til hægri, meðan sá sem
er lengst til vinstri hefur lengi not-
ið meiri hylli en sá sem er minna til
vinstri. Meiriháttar ákvarðanir, svos-
em Nató-aðild, Kárahnjúkavirkjun
eða stuðningur við innrás í Írak eru
teknar í trássi við vilja stórs hluta
þjóðarinnar. Á hinum Norðurlönd-
unum ríkir hins vegar sátt um flestar
meiriháttar ákvarðanir. Flestir Norð-
menn voru sammála um að ganga í
Nató, meðan flestir Svíar voru sam-
mála um að gera það ekki, svo dæmi
sé nefnt. Ekkert táragas þurfti til.
samstöðustjórnmál
Lítið hefur verið til af því hér sem kall-
að er „consensus politics“ á ensku,
og mætti kalla samstöðustjórnmál.
Hugtakið er útskýrt þannig á Wikip-
edia: „Það að ná samstöðu þýðir að
taka fyrir ígrundaða skoðun hvers
meðlims hópsins. Þeir sem kjósa
að taka upp einhverja stefnu vilja
heyra í þeim sem eru á móti, vegna
þess að þeir treysta því að umræðan
muni styrkja samstöðuna. Aðgerðir
án þess að leysa úr andstöðunni eru
sjaldgæfar...“
Þetta hljómar ekki eins og lýsing
á íslenskum stjórnmálum. Menn
hér líta á stjórnmál sem „zero-sum
game“, nokkurs konar íþróttaleik þar
sem vinningur annars hljóti að vera
tap hins. Svo virðist sem menn hér
taki iðulega flokkspólitíkina fram yfir
þjóðarhagsmuni, jafnvel varðandi
mál eins og Icesave þegar þjóðarhag-
ur er augljóslega í húfi.
Núverandi ríkisstjórn reyndi að
innleiða samstöðustjórnmál hér í
upphafi Icesave-umræðna, með því
að sækjast eftir skoðunum og stuðn-
ingi allra, en sú tilraun mistókst hrap-
allega. Nú hafa þær umræður stað-
ið í hálft ár, án þess að vera nokkuð
nær því að skila niðurstöðu sem allir
geta verið sammála um. Annaðhvort
hlýtur hagur þjóðarinnar að liggja í
því að samþykkja þessar skuldbind-
ingar eða ekki. Ættu þá allir flokkar
að sjá sóma sinn í því að styðja þá
stefnu sem er best fyrir þjóðina alla,
enda erum við öll í þessu saman. En
samt eru allir annaðhvort bara með
eða á móti.
Að vera á móti öllu
mynDin
Allir eins Þrátt fyrir að allt geti gerst í umferðinni þá er sjaldséð að tvær nákvæmlega eins toyotur skelli saman. Þá þekkist vart að her lögreglumanna sé kallaður út vegna
áreksturs. Hér er í líka allt í góðu. Áreksturinn sviðsettur til þess að nemendur í Lögregluskólanum geti æft sig í aðkomu að árekstri. Mynd róbErt
kjallari
umræða 23. október 2009 föstudagur 23
vAlur
gunnArsson
rithöfundur skrifar
Sá sem hefur áhyggjur
af því að listamenn
séu keyptir af stór
fyrirtækjum verður
óvinur listamanna.