Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2009, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2009, Blaðsíða 40
40 föstudagur 23. október 2009 helgarblað Björgvin Sveinbjörn fæddist á Pat- reksfirði og ólst þar upp. Hann stund- aði nám við Héraðsskólann að Núpi í Dýrafirði, lauk kennaraprófi frá KÍ 1940 og sótti ýmis námskeið er lúta að kennslu. Björgvin var kennari við Austur- bæjarskólann í Reykjavík 1940, var er- indreki ASÍ 1940-42, kennari við Skild- inganesskólann í Skerjafirði 1941-42, við Barnaskólann á Ísafirði 1942-63 og var skólastjóri þess skóla 1963-82. Hann var jafnframt í nokkur ár stunda- kennari við Gagnfræðaskóla Ísafjarðar og Iðnskólann á Ísafirði og skólastjóri Iðnskólans þar 1959-64. Björgvin tók virkan þátt í félags- málum verkalýðshreyfingarinnar og Alþýðuflokksins, var um skeið í stjórn Verkalýðsfélags Patreksfjarðar, sat í stjórn verkalýðsfélagsins Baldurs á Ísafirði 1949-57 og formaður þess 1954-57, var heiðursfélagi verkalýðs- félagsins Brynju á Þingeyri og verka- lýðsfélagsins Baldurs, var starfsmaður Alþýðusambands Vestfjarða 1949-70, ritari í stjórn þess 1952-54 og forseti þess 1954-70, var fulltrúi Vestfirðinga í stjórn ASÍ í nokkur kjörtímabil, átti sæti í stjórn Verkamannasambands- ins og sat í flokksstjórn Alþýðuflokks- ins. Björgvin sat í stjórn Lífeyrissjóðs Vestfjarða 1970-81, í stjórn Kaup- félags Ísfirðinga 1951-69, var ritari í stjórn Fjórðungssambands Vestfjarða 1970-74, var forseti Bindindisfélaga í skólum 1939-40, formaður Gró- anda, nemendafélags Kennaraskóla Íslands, var formaður Kennarafélags Vestfjarða í nokkur ár, formaður í Al- þýðuflokksfélagi Ísafjarðar, varafull- trúi í bæjarstjórn Ísafjarðar 1950-54, bæjarfulltrúi þar 1954-72, forseti bæj- arstjórnar 1966-71, gegndi ýmsum nefndarstörfum fyrir bæjarfélagið, s.s. í Fræðsluráði 1950-63 og þá lengst af formaður þess. Hann sat í blaðstjórn Skutuls, blaðs Alþýðuflokksins á Vest- fjörðum 1948-82 og var ritstjóri þess í mörg ár. Þá var hann einn af stofn- endum Lionsklúbbs Ísafjarðar og sat í stjórn hans. Fjölskylda Eftirlifandi eiginkona Björgvins er Jó- hanna O. M. Sæmundsdóttir, f. í Við- vík í Skeggjastaðahreppi 28.8. 1919, húsmóðir. Foreldrar hennar voru Sæ- mundur Grímsson, b. á Egilsstöðum í Vopnafirði, og Jóhanna Þorsteinsdótt- ir frá Hesteyri. Sonur Björgvins og Jóhönnu er Sig- hvatur K. Björgvinsson, f. 23.1. 1942, framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnu- stofnunar Íslands, fyrrv. alþm. og ráð- herra og fyrrv. formaður Alþýðuflokks- ins, kvæntur Björk Melax húsmóður og eiga þau fjögur börn. Hálfbróðir Björgvins, sammæðra, var Eymundur Austmann Friðlaugs- son, f. 20.7. 1907, d. 2.6. 1988. Foreldrar Björgvins voru Sighvat- ur Árnason, f. í Reykjavík 22.8. 1882, d. 26.8. 1968, sjómaður og múrari á Patreksfirði, og k.h., Kristjana Einars- dóttir, f. á Smyrlabjörgum 31.5. 1889, d. 4.7. 1972, húsmóðir. Ætt Sighvatur var sonur Árna, trésmiðs í Reykjavík Magnússonar. Móðir Sig- hvats var Elín Sighvatsdóttir, frá Nýja- bæ undir Eyjafjöllum Einarssonar, bróður Sveins, föður Arnlaugar, móð- ur Sighvats Bjarnasonar, skipstjóra, bæjarfulltrúa og forstjóra Vinnslu- stöðvarinnar í Vestmannaeyjum. Sveinn var einnig langafi Bjarnhéðins Elíassonar, skipstjóra í Eyjum, og lang- afi Sjafnar, móður Magnúsar Jóhann- essonar ráðuneytisstjóra. Kristjana var dóttir Einars, b. á Smyrlabjörgum í Suðursveit, bróð- ur Álfheiðar, móður Gunnars Bene- diktssonar rithöfundar. Bróðir Einars var Stefán, afi Stefáns Benediktssonar, arkitekts og fyrrv. alþm. Systir Einars var Guðný, amma Einars Braga rithöf- undar. Einar var sonur Benedikts, b. á Sléttaleiti, bróður Guðnýjar, ömmu Þórbergs Þórðarsonar rithöfundar. Benedikt var sonur Einars, b. á Brunn- um Eiríkssonar, b. á Brunnum Einars- sonar. Móðir Eiríks var Þórdís, systir Jóns Eiríkssonar konferensráðs. Móðir Kristjönu var Hólmfríður Bjarnadóttir, b. á Hæðargarði í Landbroti Gíslason- ar, á Maríubakka. Útför Björgvins fer fram frá Nes- kirkju í Reykjavík, föstudaginn 23.10. kl. 15.00. minning Björgvin S. Sighvatsson fyrrv. skólastjóri og forseti bæjarstjórnar á Ísafirði Kristján fæddist í Hergils- ey á Breiðafirði, flutti fimm ára með foreldrum sínum að Skálmarnesmúla og með móður sinni aftur í Hergils- ey, til Snæbjarnar, afa síns. Hann fór síðan með móður sinni að Brjánslæk þar sem hann var í þrjú ár en þá fór Kristján til föðursystur sinn- ar að Stað í Reykhólahreppi. Kristján tók inntökupróf í MA, lauk gagnfræðaprófi frá Gagn- fræðaskólanum í Reykjavík og stund- aði nám við Námsflokka Reykjavíkur og Málaskólann Mími. Á námsárunum starfaði hannvið vitabyggingar, var kaupamaður á Reyk- hólum, vann í vegavinnu, við mæðu- veikisgirðingar og starfaði eitt sumar í Þjórsárdalnum við fornleifagröft. Kristján var lögregluþjónn í Reykja- vík 1939-’45 og vann hjá Pósti og síma 1945-’88. Hann var yfirdeildarstjóri á Bögglapóststofu Pósts og síma í nær tuttugu ár og rekstrarstjóri hjá Póst- stofunni í Reykjavík 1987-’88. Fjölskylda Kristján kvæntist Gyðu Gunnarsdóttur, f. 20.2. 1923, kaupmanni. Foreldr- ar Gyðu: Gunnar Sigurðs- son, kaupmaður og bóndi í Gunnarshólma, og k.h., Margrét Gunnarsdóttir hús- móðir. Börn Kristjáns og Gyðu eru Snæbjörn, f. 14.1. 1949, verkfræðingur hjá Nýsköp- unarmiðstöð Íslands; Matthildur, f. 23.9. 1949, hjúkrunarfræðingur og líf- eindafræðingur við Landspítalann í Reykjavík; Gunnar, f. 21.8. 1954, verk- taki í Reykjavík.. Systkini Kristjáns: Kristján Pétur, f. 8.10. 1911, d. 1.9. 1918; Snæbjörn Gunnar, f. 7.7. 1916, d. 10.1. 1949; Guð- rún Sigríður, f. 30.4. 1921, d. 7.9. 2005, húsmóðir í Reykjavík. Foreldrar Kristjáns voru Hafliði Þórður Snæbjörnsson, f. 2.5. 1886, d. 19.10. 1926, bóndi. í Hergilsey, og k.h., Matthildur Jónsdóttir, f. 16.3. 1887, d. 26.4. 1966, húsfreyja. minning Kristján Hafliðason fyrrv. póstrekstrarstjóri minning Jón Eiríksson kaupfélagsstjóri Fæddur 25. október 1902 Jón fæddist í Garðhúsum í Gerðahreppi, sonur Eiríks Guð- laugssonar, útvegsbónda i Garð- húsum og síðar á Meiðastöðum, og k.h., Guðrúnar Bjarnadóttur húsfreyju. Jón flutti með foreldrum sín- um að Meiða- stöðum 1916 og átti þar heima lengst af síð- an. Hann var bóndi og út- gerðarmaður á Meiðastöðum 1928-1947, kaupfélagsstjóri við Kaupfélagið Ingólf í Sandgerði 1947-1953 og stundaði síðan lengst af fiskverkun og fiskkaup á Meiðastöðum. Jón sinnti ýmsum félagsstörf- um, var lengi sýslunefndarmað- ur frá 1954, gjaldkeri Búnaðar- féalgs Gerðahrepps um árabil frá 1937, sat i skólanefnd Gerða- hrepps frá 1938 og í sóknarnefnd frá 1944. Hann var mikill bind- indismaður og gegndi trúnað- arstörfum fyrir góðtemplara, sat í áfengisvarnanefnd frá 1944 og var æðstitemplari í stúkunni Framför á árunum 1944-1955. Jón var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Marta Jónsdóttir, dóttir Jóns Diðrikssonar, bónda í Ein- holti í Biskupstungum, en hún lést 1948. Seinni kona Jóns var Ingibjörg Ingólfsdóttir, alþm. í Fjósatungu í Fnjóskadal Bjarn- arsonar. Jón lést 14. desember 1983. Kristmann Guðmundsson rithöfundur Fæddur 23. október 1901 Kristmann fæddist á Þverfelli í Lundarreykjadal, sonur Guð- mundar Jónssonar skipstjóra, sem bjó á Helgastöðum í Reykja- vík, og Sigríðar Björnsdótt- ur. Kristmann stundaði nám við Sam- vinnu- skólann í Reykjavík, var við nám í Voss, Loft- hus og Árnes í Noregi og sótti tungumála- námskeið í Ósló, Vínarborg, London og Kaupmannahöfn. Kristmann fór til Noregs 1924 og var þar búsettur til 1939 en var auk þess í Danmörku og Vínarborg. Hann skrifaði fjölda skáldsagna á norsku, s.s. ættar- og ástarsögurnar Livets morgen, , Den blá kyst, , og Gudinden og oksen, , sem allar voru þýdd- ar á íslensku, (Morgun lífsins, , Ströndin blá, , og Gyðjan og uxinn). Á islensku samdi hann m.a. skáldsögurnar Félaga konu, 1947, og Þokuna rauðu, 1950, auk smásagna, leikrita og endur- minninga, s.s. Ísold hina svörtu. Eftir að Kristmann kom aft- ur til Islands bjó hann lengi í Hveragerði og síðan í Reykja- vík. Kristmanni var ástin mjög hugleikin. Hann naut töluverðra vinsælda en var engu að siður mjög umdeildur höfundur og að margra dómi reyfarakenndur. Steinn Steinarr skrifaði t.d. afar óvæginn dóm um Félaga konu. Kristmann lést 1983. merkir Íslendingar Fæddur. 25.4. 1917 - Dáinn. 14.10. 2009 Fæddur. 29.4. 1919 - Dáinn. 16.10. 2009 Eftirmæli Bjarni fæddist í Stykkis- hólmi og átti þar heima alla tíð. Hann fór þrett- án ára til sjós og stundaði síðan sjómennsku í hálfa öld, einkum á bátum frá Stykkishólmi. Eftir að Bjarni kom í land var hann hafnar- vörður í Stykkishólmi til 1989 er hann lét af störf- um fyrir aldurs sakir. Fjölskylda Bjarni kvæntist 6.12. 1947 Önnu Ólaf- íu Kristjánsdóttur, f. 10.7. 1924, hús- móður. Hún er dóttir Kristjáns Gísla- sonar, trésmiðs í Ytra-Skógarnesi í Miklaholtshreppi og síðar í Stykkis- hólmi, og Jóhönnu Þorbjargar Ólafs- dóttur, húsfreyju og verkakonu. Dóttir Bjarna og Önnu Ólafíu er Jóhanna, f. 23.2. 1947, leiðbeinandi í Stykkishólmi, gift Ellert Kristinssyni framkvæmdastjóra og eiga þau fjóra syni. Dóttir Bjarna og fyrri konu hans, Jófríðar Sigurðardóttur, f. 13.12. 1916, d. 28.3. 1943, er Birna, f. 15.8. 1938, húsmóðir í Reykjavík, var gift Svein- birni Sveinssyni framkvæmdastjóra sem er látinn og eru þrjú börn þeirra á lífi. Alsystkini Bjarna: Ragnar Breið- fjörð, f. 20.6. 1917, d. 21.7. 1972, mat- reiðslumeistari í Reykjavík; Ósk, f. 6.12. 1920, d. 25.5. 1999, húsmóðir í Hafnarfirði; Rakel, f. 19.8. 1925, hús- móðir í Reykjavík. Hálfsystir Bjarna, sammæðra, var Guðrún Lína Guðmundsdóttir, f. 21.5. 1935, d. 15.4. 2006, húsmóðir í Ólafsvík. Foreldrar Bjarna voru Sveinbjörn Bjarnason, f. 8.8. 1890, d. 26.11. 1929, sjómaður í Stykkishólmi, og Albína Helga Guð- mundsdóttir, f. 17.12. 1899, d. 23.5. 1953, hús- móðir og verkakona. Ætt Sveinbjörn var sonur Bjarna, b. í Efri- Langey í Dölum Jónssonar, b. þar, Bjarnasonar, lóðs í Bíldsey. Móð- ir Bjarna var Þorgerður Björnsdóttir. Móðir Sveinbjörns var Herdís Dags- dóttir, b. í Litla-Galtardal Jónssonar. Móðir Herdísar var Þrúður Sigurð- ardóttir, b. á Krossi á Skarðsströnd, Ormssonar, ættföður Ormsættar Sig- urðssonar. Albína var dóttir Guðmundar, for- manns í Brennu á Hellissandi, bróð- ur Sigríðar, móður Ara Arnalds sýslu- manns. Guðmundur var sonur Jóns, b. á Galtará Guðnasonar, b. á Fjarðar- horni í Gufudalssveit Jónssonar. Móðir Albínu var Ólöf Pétursdótt- ir, b. í Björnsbúð á Hellissandi, Þor- steinssonar, b. á Kjalvegi, Helgasonar, hreppstjóra á Ytri-Krossum í Staðar- sveit, Bjarnasonar. Útför Bjarna fer fram frá Stykkis- hólmskirkju, laugardaginn 24.10. kl. 14.00. Bjarni Breiðfjörð Sveinbjörnsson fyrrv. hafnarvörður Í stykkishólmi Fæddur. 20.3. 1916 - Dáinn. 14.10. 2009 Jón BalDvin HanniBalsson, FyrrveranDi ráðHerra, kynntist BJörgvini vel. „Björgvin var Patreksfirðingur að ætt og uppruna. Hann var hugsjón- arkrati á ungum aldri og gekk til liðs við verkalýðsfélagið á staðnum um fermingu og gekk í Alþýðuflokk- inn á unglingsárum. Hann sótti sitt fyrsta flokksþing 19 ára 1936. Hann var kennari og uppeldisfræðingur og það var hans ævistarf í áratug. Hann byrjaði sitt starf á Ísafirði á fyrri hluta stríðsáranna 1942 og þar með var hann kominn inn í forystu- líð Ísafjarðarkrata sem er sérstakt hugtak í pólitík. Ísafjörður var rauði bærinn og Alþýðuflokkurinn var með meirihluta frá 1919-1946. Forystumenn Ísafjarðarkrata voru landskunnir. Vilmundur landlæknir, Haraldur Guðmundsson, faðir vel- ferðarríkisins á Íslandi, Guðmundur Hagalín rithöfundur, Finnur Jónsson, sem síðar varð ráðherra í nýsköpun- arstjórninni, og Hannibal Valdimars- son. Þetta voru kanónur og Björgvin er sá síðasti úr forystusveit Ísafjarðar- krata sem kveður. Hann var kennari í marga ára- tugi og skólastjóri mjög lengi. Hann kenndi okkur feðgum, mér og Glúmi syni mínum. Hann kenndi Glúmi þegar hann var á Ísafirði 1973-1980. Við getum vottað það báðir að hann var afburðakennari og Glúmur segir að hann hafi verið besti kennari sem hann hafi haft á sínum ferli – og hann var lengi í skóla. Björgvin var stjórnsamur maður sem hélt aga og reglu á sínum skóla en innst inni var hjartað gott sem undir sló.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.