Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2009, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2009, Blaðsíða 43
Sport 23. október 2009 föStudagur 43 Heimsmeistarakeppni U20 ára landsliða lauk á dögunum þar sem Gana varð fyrsta Afríkuþjóðin til að hampa þeim merka titli. Margar af skærustu stjörnum heims hafa fyrst komist á kortið eftir þessa keppni. Þarna slógu fyrst í gegn meðal annars miðvallarsnillingarnir Andrea Pirlo með Ítalíu og Xavi með Spáni. Nýjasta dæmið er Pato sem fór á kostum í keppninni fyrir tveimur árum. Hann leikur í dag aðalhlutverkið hjá AC Milan á Ítalíu. Gana varð meistari í ár, Brasilía endaði í öðru sæti og Ungverjaland þriðja. Sex menn úr þessum liðum vöktu mikla athygli á mótinu. Stjörnur morgundagSinS Alex Teixeira - Brasilíu 19 árA sóknArsinnAður miðjumAður, VAsco de GAmA í BrAsilíu Almennt talinn leikmaður mótsins. Alex Teixeira fór hreint á kostum í keppninni sem haldin var í Egyptalandi. Hann var maður leiksins í nær öllum leikjum Brasilíu á mótinu. Hann getur hvort sem er spilað á miðjunni, fyrir aftan framherjann og meira að segja á hægri kantinum í þriggja manna sókn beri svo við. Sama hvar hann er látinn spila skína hæfileikar hans í gegn. Á HM skoraði hann þrjú mörk og gaf tvær stoðsendingar ásamt því að vera alltaf hættulegur við mark andstæðinganna. Hvernig hann og félagi hans í brasilíska liðinu, Guiliano, léku saman var hreinn unaður að horfa á. Þessi 19 ára leikmaður sem leikur með Vasco de Gama í heimalandinu er talinn pottþétt stjarna framtíðarinnar. dominic Adiyiah - Gana 20 árA frAmherji, fredriksTAd í noreGi Þessi tvítugi Ganverji varð markahæstur á mótinu með átta mörk í sjö leikjum og var valinn leikmaður mótsins þrátt fyrir að sumir hefðu viljað sjá Teixeira hampa þeim titli. Munurinn á þeim tveimur var auðvitað að Gana varð heimsmeistari. Adiyiah sýndi gífurlega hæfileika fyrir framan markið á mótinu og skoraði mörk með báðum fótum ásamt því að sýna fína skallatækni. Þá hangir hann ekki bara inni í teig, heldur er afar góður liðsspilari og finnur stöðugt samherja sína. Með því að verða markahæsti maður mótsins er hann kominn í flokk með ekki ómerkari mönnum en Lionel Messi og Sergio Aguero en framtíð þeirra varð heldur betur björt eftir góðan árangur á HM U20. Peter Gulacsi - ungverjalandi 19 árA mArkVörður, liVerPool á enGlAndi Það er einfaldlega ekki alltaf þannig að markverðir veki athygli á svona mótum, of oft er alls ekki verið að fylgjast með þeim þar sem ungir markverðir eru ekkert sérstaklega eftirsóttir. Einn fór þó á kostum á mótinu, Peter Gulacsi, markvörður Ungjveralands, sem endaði í þriðja sæti. Hann varði meðal annars þrjár vítaspyrnur í vítaspyrnukeppninni gegn Kosta Ríka um bronsið og var valinn markvörður mótsins. Því miður fyrir stórliðin úti í heimi er Liverpool nú þegar búið að ná honum en það var fyrir tveimur árum þegar hann lék í heimalandinu með MTK. Hann er núna á láni hjá Hereford því ekki skákar hann hinum magnaða Pepe Reina en framtíðin ætti að vera björt fyrir þennan stóra markvörð. Giuliano - Brasilíu 19 árA miðjumAður, inTernAcionAl í BrAsilíu Guiliano er sannkölluð tía sem hefur meðal annars fengið einkakennslu hjá hinum stórfenglega Kaká. Guiliano sá um að stýra sóknarleik brasilíska liðsins og þótti gera það afskaplega vel. Honum var líkt við forvera sína á mótinu eins og Andrea Pirlo og Xavi en báðir sýndu þeir á þessu sama móti fyrir nokkru hæfileika sína til að stýra spilinu á miðjunni. Hann var valinn þriðji besti leikmaður mótsins á eftir Teixera og Adiyiah, verðlaun sem allir viðurkenndu að hann átti skilið. Hann var keyptur til brasilíska stórliðsins Internacional fyrir þarsíðasta tímabil. Menn þar á bæ virðast vita nákvæmlega í hvað stefnir hjá þessum mikla hæfileikadreng og hefur hann fengið nóg að spila í heimalandinu. Vladimir kom- an - ungverja- landi 20 árA miðjumAður, sAmPdoriA á íTAlíu Fyrirliði Ungverjalands, Vladimir Koman, leikur á miðjunni og þykir afar harður í horn að taka. Hann skoraði einnig fimm mörk af miðjunni og fékk silfurskóinn fyrir það afrek sem telst nokkuð gott af miðjumanni. Hann þótti ein helsta ástæða velgengni Ungverjalands á mótinu ásamt markverðinum Peter Gulacsi og dreif sína menn áfram í hvert skipti sem þeir hengdu haus. Ásamt mörkunum fimm sem hann skoraði lagði hann upp önnur þrjú og skoraði afar örugglega úr sínu víti í vítaspyrnukeppninni gegn Kosta Ríka sem tryggði Ungverjalandi þriðja sætið. Hann er samningsbundinn Sampdoria en hefur verið lánaður til Bari á Ítalíu fyrir þessa leiktíð þar sem hann á að safna í reynslubankann. emmanuel Agyemang- Badu - Gana 19 árA VArnArsinnAður miðjumAður, Berekum ArsenAl í GAnA Maðurinn sem skoraði aðalmarkið í vítaspyrnu- keppninni. Agyemang-Badu hefur eflaust átt auðvelt með að sofna eftir að Gana vann heimsmeistarakeppnina því það var vítaspyrna hans í vítaspyrnukeppninni sem tryggði Gana sjálfan titilinn. Nær allir útsendarar mótsins höfðu augun á þessum varnarsinnaða miðjumanni sem þykir einstaklega sterkur og svipar til Claudes Makelele, fyrrverandi landsliðsmanns Frakklands og leikmanns Chelsea og Real Madrid. Agyemang- Badu þykir einstaklega snjall í að brjóta niður sóknir andstæðinganna og er slagurinn um undirskrift hans heldur betur hafinn. Hann er samningsbundinn liði í Gana en á láni hjá öðru liði í heimalandinu. Juventus þykir hvað líklegast til að landa pilti eins og staðan er núna. UFC í beinni útsendingu: „Þrír gamlir menn sögðust aldrei missa af bardaga“ „Þetta verður flottur bardagi. Lyoto Machida er að öllum líkindum að verða nýjasta ofurstjarnan í UFC,“ segir rapp- arinn, grínistinn og helsti sérfræðingur Íslendinga um UFC-bardagakeppnina, Halldór Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA. Halldór hefur séð um að lesa inn á alls kyns þætti í kringum UFC-bardagakeppnina á Stöð 2 Sport. Bardaginn sem hann vitnar til á milli þeirra Lyoto Machida og Shogun verður í beinni útsendingu á laugardagsnóttina en dagskráin hefst klukkan 02.00. „Machida er frábrugðinn öllum öðrum að því leyti að hann hefur grunn úr karate sem var búið að dæma ónýta bardagalist. Hann er samt alveg ógeðslega góður í öllu öðru. Hann hefur eiginlega ekki enn verið sleginn í andlitið á sínum ferli. Menn bara ná ekki höggi á hann,“ segir Halldór en minnir á gæði andstæðings hans, Shogun. „Shogun er náttúrlega fyrrverandi heimsmeistari og var eitt sinn talinn allra manna bestur. Hann er rosalega góður og sagður í flottu formi núna. Nái hann að koma bardaganum í gólfið er hann til alls líklegur,“ segir Halldór. Fleiri bardagar verða í beinni á undan aðalbardaganum þar sem meðal annars nokkrir ungir og upprennandi þunga- vigtarmenn slást í þessari gífurlega vinsælu bardagakeppni sem fer sigurför um heiminn. Þetta verður í annað skiptið sem Halldór lýsir keppni beint og stefnir hann á að fá okkar færasta bardaga- íþróttamann, Gunnar Nelson, til að sitja yfir aðalbardaganum með sér. Vinsældir blandaðra bardagalista sem notast er við í UFC verða vinsælli með mínútunni. „Ég var nú bara í Nóatúni um daginn þar sem þrír gamlir menn stöðv- uðu mig og sögðu mér að þeir misstu aldrei af þætti. Þetta er algjörlega að bresta á hérna heima. Vinsældirnar eru alltaf að aukast. Þetta hefur burði til þess að verða vinsælla en hnefaleikar hér heima. Þetta er öllu mannúðlegra sport. Ekki er verið að berja fólk í andlitið allan tímann og svo er hægt að klára bardagana á annan hátt en að rota menn. Þetta er bara tignarlegra sport finnst mér,“ segir Halldór Halldórsson, UFC-sérfræðingur Íslands. tomas@dv.is Tekist á Það vantar ekki átökin í UFC sem verður vinsælla með hverjum deginum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.