Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2009, Blaðsíða 46
46 föstudagur 23. október 2009
NafN og aldur?
„Þórarinn Leifsson, 43 ára.“
atviNNa?
„Rithöfundur og myndskreytir.“
Hjúskaparstaða?
„Giftur Auði Jónsdóttur.“
fjöldi barNa?
„Ein dóttir, Salvör.“
Hefur þú átt gæludýr?
„Beljur og hesta þegar ég var í sveit. Nokkra geðbil-
aða ketti, páfagauka og kanínu.“
Hvaða tóNleika fórst þú á síðast?
„Fríspilandi Jazz á La Fontaine í Kaupmannahöfn
fyrir viku.“
Hefur þú komist í kast við lögiN?
„Óspektir á almannafæri nokkrum sinnum þegar
ég var um tvítugt.“
Hver er uppáHaldsflíkiN þíN og af Hverju?
„Lummulegu sandalaskórnir sem ég keypti á mark-
aði í Barcelona fyrir þremur árum og nota ef ég er
að flýta mér út úr húsi.“
Hefur þú farið í megruN?
„Já, og líkamsrækt. Mér finnst hins vegar miklu
skemmtilegra að borða blóðsteik heldur en vera í
megrun.“
Hefur þú tekið þátt í skipulögðum mótmæl-
um?
„Oft. Nota tækifærið núna og mótmæli því að hinn
nítján ára gamli Nour-aldin Al-azzawi var sendur
úr landi og það án gjaldeyris.“
trúir þú á framHaldslíf?
„Nei. Þetta getur ekki orðið betra.“
Hvaða lag skammast þú þíN mest fyrir að
Hafa Haldið upp á?
„Eitthvað með Cure í gamla daga. Ég vil helst láta
banna svokallaða nýbylgjutónlist frá níunda ára-
tugnum.“
Hvaða lag kveikir í þér?
„Immigrant song með Led Zeppelin, Fight the
power með Public enemy eða Super bad með Jam-
es Brown.“
til Hvers Hlakkar þú NúNa?
„Að ná einbeitingu og friði og klára eitthvað af þeim
allt of mörgu verkefnum sem liggja fyrir.“
Hvaða myNd getur þú Horft á aftur og aft-
ur?
„Deconstructing Harry Woody Allen.“
afrek vikuNNar?
„Útgáfa Bókasafns ömmu Huldar 20. október.“
Hefur þú látið spá fyrir þér?
„Konan mín spáir reglulega fyrir mér í tarot. Hún
bjargaði okkur einu sinni frá mikilli ógæfu í fast-
eignakaupum á þann hátt.“
spilar þú á Hljóðfæri?
„Nei.“
viltu að íslaNd gaNgi í evrópusambaNdið?
„Já. Að vandlega athuguðu máli.“
Hvað er mikilvægast í lífiNu?
„Konan mín og dóttir mín.“
Hvaða ísleNska ráðamaNN muNdir þú vilja
Hella fullaN og fara á trúNó með?
„Ég hef reynt að fylla Kötu Jak – sem er gömul vin-
kona okkar hjóna – en það virðist ekki vera hægt
með góðu móti. Svo væri gaman að gefa Jóhönnu
stóran skammt af rítalíni og sjá hana gelta.“
Hvaða fræga eiNstakliNg myNdir þú Helst
vilja Hitta og af Hverju?
„Tim Burton. Svo hann geti hjálpað mér að klára
kvikmyndahandrit og fjármagna myndina í fram-
haldi.“
Hefur þú ort ljóð?
„Nei. Hef samið nokkra vonda pönktexta.“
Nýlegt prakkarastrik?
„Stal hatti í brúðkaupi æskuvinkonu konu minnar
fyrir vestan.“
Hvaða fræga eiNstakliNgi líkist þú mest?
„Bennito Mussolini og Ole Lund Kirkegaard. Báðir
þessir menn áttu sama afmælisdag og ég eða 29.
júlí.“
ertu með eiNHverja leyNda Hæfileika?
„Get lært tungumál af sjónvarpsskjám á hótelher-
bergjum.“
á að leyfa öNNur vímuefNi eN áfeNgi?
„Það á að leyfa öll vímuefni. Skálmöldin sem ríkir í
Kaupmannahöfn kenndi okkur það.“
Hver er uppáHaldsstaðuriNN þiNN?
„Baba lú á Skólavörðustíg.“
Hvað er það síðasta sem þú gerir áður eN þú
ferð að sofa?
„Ég loka augunum.“
Hver er leið íslaNds útúr kreppuNNi?
„Smáiðnaður. Útrás listamanna. Markaðssetning á
Íslandi sem sundlaugar- og líkamsræktarparadís.“
Rithöfundurinn Þórarinn Leifsson gaf í vikunni út
barnabókina Bókasafn ömmu Huldar. Hann myndi vilja gefa
Jóhönnu Sigurðardóttur skammt af rítalíni og sjá hana gelta.
blóðsteikiN
betri eN megruN
Dalvegi 2, Kóp. | Dalshrauni 13 Hfj. | S: 577 3333 | www.castello.is
Höfum opnað nýjan stað á Dalshrauni 13, Hfj.
20 % afsláttur af sóttum pizzum
H
u
g
sa
s
é
r!
S. 562 2104
Varahlutaverslunin
Varahlutaverslunin Kistufell | Brautarholti 16 | Sími: 562 2104 | www.kistufell.is | kistufell@kistufell.is
Legur
Örugg og góð þjónusta í 25 ár.
MYND
Bæjarhrauni 26, Hafnarfirði
S: 565 4207 - Gsm: 893 5950
www.ljosmynd.is
Pantaðu
jólamyndatökuna
tímalega
NICOLAI
Véla- og hjólastillingar
Tímareimar - Viðgerðir
BIFREIÐASTILLINGAR
Faxafeni 12 Sími 588-2455