Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2009, Blaðsíða 10
10 föstudagur 23. október 2009 fréttir
Eignarhaldsfélag í eigu Karls Wern-
erssonar, Háttur ehf., skuldar honum,
eða félagi í hans eigu, rúmlega 1200
milljónir króna. Karl er eini hluthafi
félagsins sem heldur utan um eign-
ir þess eins og Hrossaræktarbúið Fet,
Hljóðfærahúsið og Grand Spa. Um er
að ræða lánveitingar frá Karli, eða fé-
lögum í hans eigu, til félagsins sem
safnast hafa saman á liðnum árum.
Heildarskuldir félagsins eru rúmlega
2,6 milljarðar króna. Þetta kemur
fram í ársreikningi félagsins fyrir árið
2008 sem var skilað í lok september.
Endurskoðandi sem DV ræddi
við segir að það sé mjög óeðlilegt
að eignarhaldsfélag skuldi hluthöf-
um sínum peninga. Slíkar lánveit-
ingar gætu brotið í bága við 104.
grein hlutafélagalaga sem kveður á
um lánveitingar frá félagi til tengdra
aðila. Slíkar lánveitingar hafa ver-
ið rannsakaðar í kjölfar efnahags-
hrunsins, meðal annars hjá Hannesi
Smárasyni.
Samkvæmt ársreikningnum var
tap af rekstri félagsins upp á rúmar
1.100 milljónir króna á síðasta ári og
var eigið fé félagsins neikvætt upp á
rúmlega 900 milljónir króna. Félagið
er ekki eina félag Karls sem fór illa á
árinu 2008 en hann var sem kunnugt
er annar af eigendum eignarhalds-
félagsins Milestone sem tekið hefur
verið til gjaldþrotaskipta og er með
skuldahala upp á meira en 40 millj-
arða króna.
Annað félag, Fundeni ehf. sem
er að þriðjungshluta í eigu Karls, á
sömuleiðis á brattann að sækja en
það skilaði tapi upp á tæplega 550
milljónir króna á síðasta ári, sam-
kvæmt nýlegum ársreikningi þess og
á rúmenskt dótturfélag þess nú í við-
ræðum við rúmenska lánardrottna
sína um framtíð félagsins.
Lán í stað hlutafjár
Endurskoðandi sem DV hafði sam-
band við segir ekki algengt að eigend-
ur félaga láni þeim á þennan hátt. Þó
mun það hafa tíðkast nokkuð í eign-
arhaldsfélögum íslenskra auðmanna
á liðnum árum, til dæmis hjá Hann-
esi Smárasyni og Björgólfsfeðgum.
Líklegasta skýringin á skuld fé-
lagsins við eiganda sinn er þó sú,
segir endurskoðandinn, að eigandi
félagsins hafi lánað því peninga í
staðinn fyrir að leggja því til hlutafé.
„Hlutafé er alltaf fast í félaginu. Það
er ekki hægt að taka það út og greiða
sér það í formi arðs ... Hugsanlega
vildi hann ekki festa peninga í fé-
laginu sem hlutafé eða eiga á hættu
að tapa því og gerði þetta því svona.
Þetta er það eina sem mér dettur í
hug því þetta er mjög óvenjulegt,“
segir endurskoðandinn og bætir því
við gerningurinn líkist því sem kall-
ast víkjandi lán.
Ein af afleiðingum þess að lána fé-
lagi í sinni eigu á þennan hátt er sú að
ef félagið fer í þrot á eigandinn kröfu
á hendur félaginu sem hann get-
ur hugsanlega fengið greidda líkt og
aðrir kröfuhafar ef rekstur félagsins
gengur illa. Munurinn á kröfu hans
og öðrum er þó sú að aðrar kröfur
hafa forgang á hans sem aftur dregur
úr möguleikunum á því að hann geti
sótt kröfuna.
Annað atriði sem gæti spilað inn
í er að eigandi félagsins getur skráð
lánveit- inguna sem eign hjá öðru
félagi í sinni eigu
og þar með
virðist það fé-
lag vera eigna-
meira en ella.
Ýmislegt í
ársreikningn-
um bendir
til þess að þetta sé sennileg skýring
því til að mynda greiddi Karl ekk-
ert hlutafé inn í félagið á síðasta ári
en lánaði því aftur á móti rúmar 365
milljónir króna, árið áður hafði lán
Karls til félagsins verið upp á rúm-
lega 611 milljónir króna. Endurskoð-
andinn bendir jafnframt á að slíkar
lánveitingar frá hluthafa til eigin fé-
lags séu ekki endilega ólöglegar þótt
þær séu óvenjulegar.
Skuldar Kaupþingi milljarð
Karl, eða félag í hans eigu, er sá að-
ili sem félagið skuldar mest, en þar
á eftir kemur Kaupþing sem félagið
skuldar rúman milljarð króna, mest
í japönskum jenum. Þessi erlendu
lán vega þyngst í taprekstri félagsins
á síðasta ári þar sem tap vegna geng-
ismunar vegna veikingar íslensku
krónunnar er rúmlega 550 milljónir
og vaxtagjöldin nema rúmlega 250
milljónum króna.
Félag Karls þarf að greiða Kaup-
þingi 560 milljónir af skuldinni á
þessu ári og má búast við að það gæti
reynst erfitt þegar litið er á stöðu fé-
lagsins. Eignir félagsins eru veðsett-
ar fyrir skuldunum en bókfært verð
þeirra er ekki nema tæpar 160 millj-
ónir króna. Óefnislegar eignir þeirra
eru hins vegar metnar á rúmar 600
milljónir króna og vegur Hrossarækt-
arbúið Fet þar þyngst, en óefnislegar
eignir þess eru metnar á tæpar 500
milljónir á meðan bókfært verð þess
er ekki nema rúmar 6 milljónir.
Kröfuhafar félagsins gætu því átt
í erfiðleikum með að ná upp í kröf-
ur sínar ef ganga þarf að eignum fé-
lagsins en svipaða sögu má segja um
Milestone þar sem kröfuhöfum var
boðið að fá 5 prósent upp í kröfur
sínar í nauðasamningum félagsins
sem síðar var hafnað.
Gjaldfallið lán í Rúmeníu
Annað félag sem Karl á þriðjungshlut
í, Fundeni ehf., skilaði sömuleiðis
miklu tapi á síðasta ári, eða 547 millj-
ónum króna, samkvæmt ársreikningi
félagsins sem skilað var í september.
Fundeni ehf. á 40 prósenta hlut í hol-
lenska eignarhaldsfélaginu De Barte
Gelderland B.V. Hlutafé þess félags,
sex milljónir evra eða rúmlega millj-
arður króna, hefur verið skrúfað nið-
ur, að því er segir í ársreikningnum,
og á Fundeni því ekki lengur hlut í fé-
laginu.
De Barte Gelderland á svo aftur
rúmenska félagið Downtown Inter-
national en það félag á 45.000 fer-
Eignarhaldsfélag í eigu Karls Werners-
sonar var rekið með tapi upp á rúman millj-
arð króna á síðasta ári. Tæplega helmingur 2,6
milljarða króna skulda félagsins er við Karl sjálf-
an. Endurskoðandi segir slík lán vera óvenjuleg.
Lán annars félags sem Karl á að hluta í gegnum tvö
önnur gjaldféll hjá rúmenskum banka í ágúst.
KARL LÁNAÐI SJÁLFUM
SÉR RÚMAN MILLJARÐ
„Þetta er það eina sem
mér dettur í hug því
þetta er mjög óvenju-
legt.“
InGI F. VILhjáLmSSon
blaðamaður skrifar ingi@dv.is
Hannes lánaði
sjálfum sér
Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra
hefur rannsakað lánveitingar frá FL
Group til Hannesar Smárasonar á
árunum 2005-2007, líkt og kom fram
í Fréttablaðinu í júní í sumar. Samtals
námu lánveitingarnar til Hannesar 46
milljónum Bandaríkjadala. Grunur leik-
ur á að Hannes hafi með lánveitingun-
um brotið 104. grein hlutafélagalaga.
Máli Karls svipar til máls Hannesar þótt
ekki sé vitað hvaðan lánveitingarnar
til Háttar komu. Þá er tekið skýrt fram í
ársreikningnum að hluti skulda félagsins
sé við „hluthafa“.