Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2009, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2009, Blaðsíða 8
Sandkorn 8 föstudagur 23. október 2009 fréttir Talið er ljóst að áttmenningarnir, sem sitja í gæsluvarðhaldi í mansalsmálinu, tengist viðamikilli og skipulagðri glæpastarfsemi. Grunsemdir eru ekki aðeins um mansal og vændi heldur fíkniefnaviðskipti, handrukkun, þjófnaði, peningaþvætti og nauðungarvinnu. Hin nítján ára gamla litháíska stúlka er lykilpersóna í rann- sókn málsins og reynt er að hlúa vel að henni. Mansal og fleiri skipulagðir glæpir n Alvarleg staða Atorku, sem líklega er á leið undir bankann, marka endalok stórveldis Þor- steins Vilhelmssonar, eins að- aleiganda og stjórnarformanns félagsins. Þorsteinn, sem er annálaður drengskap- armaður, auðgað- ist af eigin verðleik- um. Hann var einn stofnenda Samherja á Akureyri og fyrsti skipstjóri félagsins. Frá fyrsta degi mok- fiskaði hann og lagði þannig grunninn að stórveldinu sem enn lifir. Þorsteinn fór út úr Samherja eftir að þeim frænd- um, honum og Þorsteini Má Baldvinssyni, lenti harkalega saman. Árum saman lék allt í lyndi en nú virðist vera komið að ákveðnum leiðarlokum. n Bloggarinn Árni Snævarr á ágæta spretti á bloggi sínu. Systir Árna er Sigríður Snæv- arr og Árni því mágur Kjartans Gunnarssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sjálfstæð- isflokksins. Svo er að sjá sem litlir kærleikar séu á milli Árna og Kjartans. „Ef þið viljið kjósa stjórn- málamenn sem ekki drekka, þá fáið þið Árna John- sen og Kjartan Gunnarsson,“ bloggar Árni í því samhengi að drukknir stjórnmálamenn séu betri en hinir. n Í annarri bloggfærslu sendi Árni Kjartani mági sínu einnig kveðju: „Er í alvöru betra dæmi um geðbilun þess samfélags sem Davíð, Hannes og Kjartan stofnuðu en Magnús Krist- insson auðjöf- ur úr Eyjum?“ Það eru greini- lega litlir kær- leikar á milli fjölskyldna systkinanna Snævarr. Þeir átta einstaklingar, sem nú sitja í gæsluvarðhaldi hjá lögreglunni á Suðurnesjum, eru grunaðir um stór- fellda og skipulagða glæpastarfsemi, allt frá mansali og vændi yfir í fíkni- efnaviðskipti og þrælahald. Ljóst er orðið að upphafleg rannsókn, sem í fyrstu sneri að mansali, sýnir að um er að ræða skipulega glæpastarfsemi á flestum mögulegum sviðum. Rannsóknin er sú viðamesta sem fram hefur farið hér á landi og er málið líklega hluti af stærra máli. Mörg lögregluembætti, ásamt al- þjóðadeild ríkislögreglustjóra, koma að rannsókninni og mikil leynd hvíl- ir yfir gangi mála. Það liggur fyrir að átta einstaklingar, fimm Litháar og þrír Íslendingar, sitja í gæsluvarð- haldi vegna málsins eftir húsleitir á heimilum og í fyrirtækjum. Lagt hef- ur verið hald á ýmiskonar gögn og heimildir DV herma að glæpastarf- semin tengist stórum nöfnum úr ís- lenskum undirheimum. Flestir Lit- háanna hafa langan og alvarlegan brotaferil að baki í heimalandinu. Vændi á Íslandi Komið hefur í ljós að hinn meinti glæpahópur stundar þrælahald og nauðungarvinnu hér á landi. Það hefur verið framkvæmt um nokkurt skeið með þeim hætti að erlendir rík- isborgarar eru fluttir inn til landsins með loforðum um vinnu. Fyrir það loforð er greitt grunngjald og síð- an innheimta fulltrúar hópsins fast mánaðargjald, að lágmarki fimmtíu þúsund krónur, af öllum skjólstæð- ingunum. Með þessum hætti hafa tugir einstaklinga verið fluttir inn og starfað hér í áðurnefndri nauð. Þar fyrir utan þykir ljóst að stund- að hafi verið vændi og mansal af hálfu þeirra sem nú sitja í gæsluvarð- haldi. Hin nítján ára gamla litháíska stúlka, sem missti stjórn á sér í áætl- unarflugi frá Varsjá föstudagskvöld- ið 16. október, þykir lykilvitni í þá veru enda ærðist hún í flugvélinni af ótta við afdrif sín þegar vélin myndi lenda í Keflavík. Í vélinni fullyrti hún að við komuna væri henni ætlað að stunda vændi á Íslandi. Á endanum þurfti að binda konuna niður sökum þess hversu ófriðlega hún lét. Virkilega hrædd Einn af flugfarþegum í umræddu flugi, sem ekki vill láta nafns síns getið vegna alvarleika málsins, seg- ir stúlkuna hafa verið ósköp rólega framan af fluginu. Þegar leið á flug- ið virtist koma yfir hana ofsahræðsla. „Hún öskraði rosalega mikið og virt- ist mjög reið og rosalega hrædd. Ég varð virkilega hrædd þegar lætin byrjuðu. Hún varð alveg brjáluð allt í einu, fór að öskra og slá frá sér. Ör- væntingin skein af henni og greini- legt að hún varð skyndilega hrædd út af einhverju. Því nær sem dró lendingu varð hún alltaf hræddari og hræddari. Í fyrstu leit út fyrir að hún væri alveg til friðs. Ég var eitthvað að reyna að hjálpa. Það var alveg eins og hún væri að leita að hjálp og út- lit fyrir að hún hafi hræðst það sem hún vissi að myndi koma fyrir hana,“ segir farþeginn. „Það var hræðilegt að sjá brjál- æðið í henni. Það þurfti algjörlega að binda hana niður. Upplifunin var mjög erfið, sjálf er ég flughrædd og þetta bætti ekki úr. Mér finnst þetta mál mjög slæmt, mér brá rosalega í fluginu og eftir á finnst mér mjög sjokkerandi að svona lagað sé að gerast á Íslandi. Ef til stóð að selja hana í vændi skil ég hræðslu hennar ósköp vel.“ Talin í hættu Við komuna til Keflavíkur tók lög- reglan á Suðurnesjum á móti stúlk- unni ungu og hún var færð til lækn- isskoðunar. Stúlkan ferðaðist undir nafninu Leva Grisiúte með stolnum skilríkjum. Hún átti augljóslega ekki í nein hús að vernda og þekkti eng- an hér á landi auk þess sem hún gat litlar skýringar gefið á ferð sinni hingað til lands. Lögreglan varð vör við þrjá menn sem biðu eftir kon- unni og reyndu að ná sambandi við hana. Allir eru þeir Litháar og þekkt- ir brotamenn. Um helgina dvaldi stúlkan í umsjón lögreglunnar en á mánudagskvöldið hvarf hún spor- laust. Brugðið var á það ráð að aug- lýsa þegar eftir henni í fjölmiðlum því hún var talin í bráðri lífshættu. Lán þykir að hún fannst eftir ábend- ingar til lögreglunnar og rannsókn í kjölfarið hefur styrkt grunsemdir um víðtæka og skipulagða glæpastarf- semi. Verjast svara Jóhannes Jensson, aðstoðaryfir- lögregluþjónn og yfirmaður rann- sóknardeildar alvarlegri brota hjá lögreglunni á Suðurnesjum, seg- ir grunnstoð rannsóknarinnar enn snúa að meintu mansali og vændis- starfsemi hér á landi. Hann segir allt gert til að hlúa að og vernda ungu lit- háísku stúlkuna en lögreglan verst allra frétta um gang mála. „Staða málsins er viðkvæm og við getum ekki gefið meira upp. Við teljum að hér sé á ferðinni skipulögð glæpa- starfsemi sem taki til fleiri glæpa- flokka en upphaflega var vitað. Man- salið er staðfest og fleiri brotaflokkar komnir inn í myndina. Við höfum fengið upplýsingar um ýmislegt í kringum þetta en get ekkert tjáð mig um vitnisburði í málinu. Frá mörg- um aðilum höfum við fengið vitn- eskju og erum að púsla þessu sam- an,“ segir Jóhannes. „Fyrst og fremst erum við að rannsaka málefni þessarar konu og rannsóknin snýst fyrst og fremst um mansalið. Við erum að hlúa að henni og reyna að láta fara vel um hana. Þetta er fyrsta mál sinnar tegundar hér á landi. Þegar við komumst af viðkvæmu stigi kemur meira í ljós.“ Gæsluvarðhald áttmenninganna rennur út miðvikudaginn 28. októ- ber. TrausTi hafsTeinsson blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Víðtækar aðgerðir Umfangsmikil rannsókn lögreglu hófst í kjölfar uppákomunnar í áætlunarfluginu frá Varsjá fyrir viku. Rannsóknin teygir sig víða og lögregla verst allra frétta. Lykilvitni Konan sem virðist hafa verið flutt nauðug til Íslands er lykilpersóna í umfangsmikilli rannsókn lögreglunnar á skipu- lagðri glæpastarfsemi. Í varðhaldi Þessi Lithái er einn þeirra sem lögregla hefur í varð- haldi en hann var handtekinn eftir að lýst hafði verið eftir honum. Hvað er skipulögð glæpastarfseMi? 1. Til þarf að koma samvinna fleiri en tveggja einstaklinga. 2. Hver þeirra þarf að hafa fyrirfram ákveðið verkefni. 3. Starfsemin þarf að standa yfir í langan eða óskilgreindan tíma. 4. Starfsemin lúti einhvers konar skipulagi og stjórnun. 5. Grunur þarf að liggja fyrir um alvarlegt afbrot. 6. Starfsemin þarf að vera alþjóðleg. 7. Þátttakendur þurfa að beita ofbeldi eða öðrum aðferðum sem henta þykja til ógnunar. 8. Skipulag starfseminnar þarf að vera svipað því og þekkist í viðskiptum og rekstri. 9. Viðkomandi þurfa að stunda peningaþvætti. 10. Viðkomandi leitist við að hafa áhrif á stjórnmál, fjölmiðla, opinbera stjórnsýslu, réttarkerfið eða hagkerfið. 11. Markmið viðkomandi eru auðgun og/eða völd. Brotaflokkar sem eru sérstaklega til rannsóknar: Mansal Þjófnaðir Ofbeldisbrot Fíkniefnabrot Skjalafals Peningaþvætti Smáauglýsingasíminn er 515 5550 smaar@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.