Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2009, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2009, Blaðsíða 22
Til eru fræ... Ekki geta allir draumar ræst. Sú var tíð að Björn Bjarna-son fóstraði með sér draum um að verða borgarstjóri í Reykjavík. Eins og pabbi. Hann langaði líka að verða ritstjóri Morg- unblaðsins. Eins og pabbi. Og hann langaði að verða forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Eins og pabbi. Björn Bjarnason varð leiðtogi minnihlutans í Reykjavík. Hann varð aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins. Og hann varð aldrei formaður, ekki einu sinni varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Hann varð heldur ekki forsætisráð- herra, en endaði ferilinn sem frekar úrillur dómsmálaráðherra. Nú er Björn Bjarnason þáttagerðarmaður á hinni bráðskemmtilegu sjón-varpsstöð Ingva Hrafns, auk þess að reyta af sér brandara á netinu. Nú síðast með því að krefjast þess að Egill Helgason, sem strangt tekið er keppinautur Björns á öldum ljósvakans, verði rekinn frá RÚV fyrir að setja fram skoðanir á Eyjunni! Áður höfðu ekki minni menn en Sturla Böðvars-son (muniði eftir honum?) og Hannes Hólmsteinn (er engin leið að gleyma honum?) glefs- að í hælana á Agli, sem er greinilega orðinn óvinur númer eitt í Valhöll. Það er full ástæða til að óska rauð- hærða Vesturbæingnum til ham- ingju með þann árangur. Áður var sagt: Segðu mér hverjir vinir þínir eru, og ég skal segja þér hver þú ert – en því má nú snúa við: Segðu mér hverjir eru óvinir þínir, og ég skal segja þér hver þú ert. Sá sem á Sturlu Böðvarsson, Hannes Hólmstein og Björn Bjarnason að óvinum hlýtur að vera á réttri leið (á sama hátt og sá sem hefur Árna Johnsen og Auði Eir sem bandamenn ætti að hugsa sinn gang). Það eru í hæsta máta dapurleg ör- lög þess manns, sem eitt sinn lét sig dreyma stóra drauma, að daga uppi sem áhrifalaus kverúlant og aðhlát- ursefni. Slíkt er því miður hlutskipti Björns Bjarnasonar. Egill Helgason er líklega einn af fáum mönnum á Íslandi sem gæti stofnað stjórnmála- flokk utan um sjálfan sig, og þyrfti varla meira en eitt síðdegi. Hann er stórveldi í íslenskri þjóð- fé- lagsumræðu, og eigin- lega fyrir neðan virð- ingu hans að ansa gasprinu í Birni, Stulla stuð og fé- lögum. Sandkorn n Dagur B. Eggertsson, leiðtogi Samfylkingar í borginni, glímir við dvínandi vinsældir ef marka má messufall sem hann varð fyrir. Dagur boðaði til fundar með öllum leikskóla- stjórum, 100 talsins, í síðustu viku. Flestir eru stjórarnir konur sem Dagur með sveipi sína og dökka lokka hefur gjarnan höfðað til. En nú er hún Snorra- búð stekkur. Aðeins fjórar af konunum 100 mættu til fundar við kyntröllið. n Sjálfstæðismenn eru nú óðum að hervæðast innbyrðis fyrir prófkjör til borgarstjórnarkosn- inga í janúar. Meðal þeirra sem stefna hátt er Þor- björg Helga Vigfúsdóttir, borgarfull- trúi og einn nánasti sam- herji Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgar- stjóra. Allt eins er búist við því að Þorbjörg muni sækjast eftir öðru sæti listans eins og reyndar Júlíus Vífill Ingvarsson og Kjart- an Magnússon að ónefndum Gísla Marteini Baldurssyni sem situr fyrir á fleti. Það mun ráðast af afstöðu Hönnu Birnu hver áðurnefndra borgarfulltrúa fær silfursætið. n Björn Bjarnason, eftirlauna- þegi og fyrrverandi ráðherra, er nokkurn veginn með Egil Helga- son, sjónvarpsmann Íslands, á heilanum. Nú síðast setti hann fram stífa kröfu á bloggsíðu sinni um að Egill yrði rekinn frá Sjónvarpinu. „Hér skal áréttuð sú skoðun, að hlutdrægni Egils Helgasonar í afstöðu hans til manna og málefna geri hann óhæfan til að stjórna sjónvarps- þætti um þjóðmál, eigi þátturinn að lúta lögum um Ríkisútvarpið,“ bloggar Björn og segir lögleysu vera í kringum þátt Egils. Björn hvetur í lokin Pál Magnússon út- varpsstjóra til að sýna heimild- ina fyrir lögleysunni. n Árás Björns Bjarnasonar á Egil Helgason kemur í beinu framhaldi þess að Hannes Hólmsteinn Gissurarson próf- essor slær á svipaða strengi á bloggsíðu sinni. Hann- es, sem sjálfur er dæmdur rit- þjófur, finn- ur Agli og þáttum hans flest til foráttu. Hann finnur síðan arftaka Egils í Birni Bjarnasyni, reglubróð- ur sínum, sem hann segir að sé miklu betri sjónvarpsmaður. Björn stýrir að sögn sjónvarps- þætti á ÍNN. Hannes er þekktur að sérkennilegri gamansemi og verður tillagan líklega að skoðast í því ljósi. LyngháLs 5, 110 Reykjavík Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: sverrir arngrímsson ritStjórar: jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: elísabet austmann, elisabet@birtingur.is dv á netinu: dv.is aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050. SmáauglýSingar: 515 5550. umbrot: dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Það er ekki séns að fá ekki plötu- samning ef maður tekur þátt í Melodifestivalen.“ n Söngkonan Halla Vilhjálmsdóttir reynir að koma sér á framfæri í Svíþjóð þar sem hún býr. - Fréttablaðið „Ég stefni á að bæta mig eins mikið og ég get.“ n Fatlaði sundkappinn Hjörtur Már Reynisson hefur farið á kostum á EM í sundi og stórbætti sitt eigið Íslandsmet í 50 metra skriðsundi. - Morgunblaðið „Sannleikurinn er sá, að íslenskir fjölmiðlar voru eintóna, áður en Davíð kom á vettvang.“ n Hannes Hólmsteinn Gissurason ver Davíð Oddsson vegna greinar rithöfundarins Guðmundar Andra þar sem hann kvartar yfir nýja ritstjóranum. - pressan.is „Ég er ekki á útleið og reyndar tel ég mig eiga mjög vel heima í VG.“ n Þingkonan Lilja Mósesdóttir segir orðróm um brotthvarf hennar úr þingflokknum ekki frá henni kominn. - DV.is „Þetta er bara áhugamál og skemmtilegt sem slíkt.“ n Sjónvarpsstjarnan Auðunn Blöndal hefur gert samning við pókersíðuna Pokerstars.com og keppir á erlendum mótum á vegum hennar. Hann ætlar ekki að segja upp dagvinnunni. - Fréttablaðið Gömul táknmynd Leiðari Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís-lands, hefur að mörgu leyti brugð-ist sem samein-ingartákn þjóðar á örlagatímum. Aldrei í lýð- veldissögunni var meiri þörf á lítt umdeildum þjóðarleið- toga en eftir hrun fjármála- kerfisins. En þjóðin átti eng- an slíkan. Forsetinn var með þá ímynd að vera fyrst og fremst fulltrúi útrásarinn- ar. Eftir áralöng ferðalög um heiminn í þágu þeirra sem stunduðu viðskipti erlend- is var hann orðinn eins fjar- lægur þjóð sinni og mögulegt var. Hann var í senn ósýni- legur og ósnertanlegur al- þýðu landsins. Fólki var orðið nokkuð sama um embættið og þann sem það skipaði. Ól- afur Ragnar var ekki einn af þeim, líkt og gerðist með Vig- dísi Finnbogadóttur og Kristján Eldjárn, fyrr- verandi forseta Íslands. Sú krafa hefur verið borin fram að Ól- afur Ragnar víki úr embætti vegna þeirrar gjáar sem myndast hefur milli hans og þjóðarinn- ar. Ekki er hægt að fullyrða um að mik- ið fylgi sé meðal þjóðarinnar við þá kröfu. En það er þó ljóst að forsetanum hefur ekki tekist að stíga niður til þjóðar sinnar. Hann baðst í áramótaávarpi af- sökunar á því að hafa látið blekkjast í þoku útrásarinn- ar. Þjóðin yppti öxl- um. Forsetinn hefur í nokkrum kyrrþey farið um landið til að hitta fólk og byggja upp trúnað. Tvennum sögum fer af árangri þess. Staða forsetans hefur líklega aldrei verið veikari. Sjálfur gerir hann lítið til að bæta þar úr. Fjölmiðlar vildu birta bréf sem hann var grunaður um að rita til stuðnings útrásinni. Hann hafnaði því og taldi reglur í samskipt- um þjóða koma í veg fyrir það. Samt var eitt bréfanna ritað til útrásarvíkingsins Björgólfs Thors Björgólfssonar. Nú síðast var athyglis- verð uppákoma í framgöngu forsetans. Hann mærði í viðtali á Skjá einum forna óvini en lagði lykkju á leið sína til að höggva til Egils Helgasonar sjónvarpsmanns. Embætti Ól- afs Ragnars Grímssonar er í dag táknmynd gamla Íslands. Þjóðhöfðinginn á Bessastöð- um er án sambands við þjóðina. Og það er vandséð hvernig hann ætlar að brúa þá hyl- dýpisgjá sem er milli hans og almennings í landinu. Forsetinn er á góðri leið með að gera sig óþarfan. Staða embættisins er svo veik að þeim vex fiskur um hrygg sem vilja leggja embættið niður. reynir TrausTason riTsTjóri skrifar. Þjóðhöfðinginn á Bessastöðum er án sambands við þjóðina. bókStafLega Hjálparsveit skálda Um daginn fórum við til Kína, ég og varaformaður Hjálparsveitar skálda. Við áttum vægast sagt stórkostlega fundi með ráðamönnum og var okk- ur sýnd sú mesta virðing sem hugsast getur. Hvarvetna vorum við látnir vita af því að allir Íslendingar væru ávallt velkomnir til Kína. Við vorum þarna fyrst og fremst til að freista þess að biðja þarlenda stjórnarherra um lán. Og til að gera langa sögu stutta upp- lýsist það hér með að Kínverjar vilja lána okkur Íslendingum 20 þúsund milljarða. Í sumar sem leið bauðst ég til að taka á mig allar Icesave-skuldbind- ingarnar en enginn hefur viljað hlusta á þessi boð mín. Og núna hefur mér tekist að redda stóru láni frá Kína og þá trúir mér enginn. Menn bara væla og tala um að stjórnvöld geri ekkert fyrir fólkið í landinu. Sagt er að rík- isvaldið hugsi um það eitt að bjarga bönkum. En ég trúi því að stjórnin vilji gera meira fyrir fólkið í landinu en stjórnarherrar vildu gera á meðan frjálshyggja og helmingaskipti riðu hér röftum. Meira að segja Þorgerður Katrín er byrjuð að væla – talar um að hún sé orðin hundleið á því að heyra fólk klifa á því í tíma og ótíma að ólán- ið sé Sjálfstæðisflokki að kenna. Þessi kona er yndisleg. Ég orti meira að segja til hennar ástarljóð fyrir nokkr- um misserum og fékk hlýlegt bros að launum. Ætli glæpagengin frá Pól- landi og Litháen séu ekki fyrir löngu orðin hundleið á því að hér er stöðugt klifað á því hversu óheiðarlegt fólk er í þessum klíkum? Hvað ætli þeir Vít- isenglar hafi að segja um stöðugar árásir? Og þeir eru ábyggilega marg- ir sem eru orðnir hundleiðir á mann- orðsmeiðandi aðdróttunum fólks í garð mafíuforingja. Og síst af öllu vil ég líkja Sjálfstæð- isflokki og Framsókn við glæpaklíkur. En lán það sem við getum fengið frá Kínverjum verður að stórum hluta í formi hrísgrjóna og vopna. En auk þess vilja Kínverjar lána okkur mik- ið magn flugelda og svo vilja þeir að- stoða okkur sérstaklega við að byggja upp orkusölufyrirtæki sem þjóða upp á glænýtt rafmagn. Á næstu dögum ætlum við í Hjálparsveit skálda að fara til N-Kór- eu, Sómalíu og Simbabve. Ætlunin er að fá ráð hjá seðlabankastjórum og fólki í fjármálageiranum. Þá hef- ur okkur boðist lán frá hagyrðingi í Nígeríu. Hann vill fá að leggja ein- hverjar grilljónir inn á bankareikn- inga ríkisins. Hver veit nema við getum bráð- um grætt á daginn og grillað á kvöld- in ... Hjá okkur það er einlæg trú að ástand geti skánað, við fullveldinu fórnum nú og fáum annað lánað. kristján hreinsson skáld skrifar „Meira að segja Þor- gerður Katrín er byrjuð að væla.“ SkáLdið Skrifar 22 föstudagur 23. október 2009 umræða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.